Morgunblaðið - 20.07.1974, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 20.07.1974, Blaðsíða 2
2 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 20. JULl 1974 fÞjóð istöð ihátíðir í um um \ í fii ielg nm H Þjóðhátlðir verða haldnar á fimm stöðum um helgina þ.e. f Eyjafirði, Hafnarfirði, Kópavogi, á Búðum á Snæfellsnesi og við Búðardal f Dalasýslu. Hér á eftir verður sagt frá fyrirhuguðum hátfðahöldum á þremur staðanna, en ekki tókst að ná f forráðamenn hátfðahalda á Snæfellsnesi og f Dalasýslu f gær. Hafnarfjörður Þjóðhátíð Hafnfirðinga hefst kl. 14 i dag, laugardag, með því að opnuð verður yfirlitssýning hafn- firzkra málara í Iðnskólahúsinu. Kl. 15.45 leikur Lúðrasveit Hafnarfjarðar fyrir framan hús Bjarna riddara Sivertsen. Form- leg opnun hússins verður síðan kl. 16,00 og um leið verður opnuð sýning sjóminja í næstu húsum við hliðina. Við opnun húss Bjarna flytja ávörp þeir Gunnar Agústsson, hafnarvörður, Þór Magnússon, þjóðminjavörður og Kristinn 0. Guðmundsson, bæjar- stjóri. 1 kvöld og annað kvöld verður kvikmyndin Hafnarfjörð- ur sýnd í Bæjarbíói, en kvikmynd þessi var tekin vegna 50 ára af- mælis Hafnarfjarðarkaupstaðar 1958. Hátiðahöldin á sunnudag hefjast með því, að skátar flagga á Hamrinum kl. 9. Kl. 9.30 verður Polli fékk að fara POLLA, SA 183, færeyska bátn- um, sem tekinn var að meintum ólöglegum veiðum um tvær mflur innan við 12 mflna mörkin úti af Norðfjarðarhorni, var leyft að sigla frá Seyðisfirði án þess að frekar yrði aðhafzt f máli skip- stjóra bátsins. Kom í ljós við athugun, að reglugerðir varðandi veiðar fær- eyskra báta hér við land eru mjög óljósar og að Færeyingarnir höfðu talsvert til síns máls, er þeir staðhæfðu, að þeim væri heimilt að veiða innan 12 míln- anna á þessu svæði og allt upp að 6 mflna mörkunum. Beittu þeir fyrir sig ákvæðum f reglugerð um veiðar færeyskra skipa við Is- landsstrendur frá 1961. Leitað var umsagnar sjávarútvegsráðu- neytisins og saksóknaraembættis- ins um túlkun þessara ákvæða og hvort þau væru ekki fallin úr gildi með tilkomu nýrri reglu- gerða. Þessir aðilar töldu hins vegar túlkunina óljósa og var þvf afráðið að leyfa bátnum að fara ferða sinna. guðsþjónusta í Hafnarfjarðar- kirkju og séra Garðar Þorsteins- son prédikar. Kl. 10 verður vígt heiðursmerki sjómanna við Strandgötu. Stendur það fyrir framan hús Einars Þorgilssonar. Stefán Jónsson forseti bæjar- stjórnar flytur ræðu, en Rannveig Vigfúsdóttir ekkja Sigurjóns Einarssonar, skipstjóra, afhjúpar minnismerkið. Ingveldur Hjaltested syngur. Lúðrasveit Hafnarfjarðar leikur og Karla- kórinn Þrestir syngur. Kl. 11 verður vfgt annað minnismerki, er það um örn Arnarson skáld. Stendur það á horni Austurgötu og Reykjavíkurvegar, þar sem Hótel Hafnarfjörður stóð, en þar bjó örn lengi. Þar flytur Jóhann Gunnar Ólafsson fyrrum bæjar- fógeti ræðu. Sigurveig Hanna Eirfksdóttir les úr ljóðum Arnar og Þrestir syngja. Eftir hádegi hefjast hátfða- höldin á ný við Hellisgerði, með þvi að Hrafnkell Askelsson setur hátíðina. Séra Guðmundur Ó. Ólafsson flytur hugvekju og Þrestir syngja sálma. Kl. 14.30 verður safnazt saman undir öllum félagsfánum bæjarins og gengið að Hörðuvöllum og þar reist fána- borg. Hátfðin hefst síðan form- lega kl. 15 með hátfðaræðu Kristins Ó. Guðmundssonar bæjarstjóra. Þrestir og aðrir hátfðagestir syngja tsland ögrum skorið. Ester Kláusdóttir flytur hátfðaljóð eftir Magnús Jónsson kennara. Þá syngja Þrestir, Þú hýri Hafnarfjörður, og Inga M. Eyjólfsdóttir syngur einsöng. Þá munu Þrestir og Lúðrasveitin koma af stað fjöldasöng. Enn- fremur verða skemmtiatriði fyrir börn, fimleikar verða og árlegt vfðavangshlaup Hafnarfjarðar hefst kl. 17. Kl. 18 hefst boðhlaup milli Hauka og FH og kl. 18.30 verður skrautsýning skipa á innri höfninni. Einnig verður sýning á bílum og tækjum kaupstaðarins á Thorsplani. Kópavogur Þjóðhátíð Kópavogsbúa verður haldin á Rútstúni f Kópavogi á morgun, sunnudag, og hefst hún kl. 13.30 með skrúðgöngu. Gengið verður frá Víghólaskóla að hátfðarsvæðinu. Skólahljómsveit Kópavogs leikur fyrir göngunni undir stjórn Björns Guðjónsson- ar. Komið verður að hátíðar- svæðinu á Rútstúni rétt um kl. 14. Þar verður helgistund, sér séra Þorbergur Kristjánsson um hana. Siðan verður kórsöngur undir stjórn Guðmundar Gilssonar. Hátíðaræðuna flytur forseti bæjarstjórnar, Sigurður Helga- son. Þar á eftir fer fram fimleika- sýning og júdóþáttur i umsjón íþróttafélagsins Gerplu. Enn- fremur verður glímusýning og bændaglima í umsjá Ungmenna- félagsins Breiðabliks. Að því loknu verða þjóðdansar, sem Sölvi Sigurðsson stjórnar. Að þessu loknu hefst skemmti- þáttur hornaflokks og Skóla- hljómsveitar Kópavogs ásamt söngvurunum Guðmundi Jóns- syni og Magnúsi Jónssyni. Þá verður sýningin hesturinn í 11 aldir í umsjá Hestamanna- félagsinsGustus. Um kvöldið verða skemmti- atriði á þjóðhátíðarsvæðinu. Hefjast þau með þvi, að skóla- hljómsveitin kemur fram ásamt Tramboumajor kl. 20.30. Frá kl. 21 verður stiginn dans og er það hljómsveit Ragnars Bjarnasonar, sem leikur. I dagskrárlok flytur Björgvin Sæmundsson bæjar- stjóri ræðu og flugeldasýning verður. Eyjafjörður Þjóðhátíð Eyfirðinga hófst f Framhald á bls. 31 Veiðimaðurinn brosmildi er Kolbeinn Jóhannesson og heldur hann á 30 punda laxinum, sem hann veiddi á Breiðunni f Laxá f Aðaldal f sfðustu viku. Laxinn, sem er hængur, tók 28 gr. spún með þvflfku offorsi, að kjafturinn á honum lokaðist og var Kolbeinn aðeins 10 mfnútur að landa honum, sem er áreiðanlega ekki langt frá heimsmeti miðað við stærð skepnunnar. Menn hafa verið upp undir 2 klukkutfma að landa 18-20 punda fiskum. Þess má geta, að Kolbeinn, sem veitt hefur f sama hollinu f Laxá um árabil, hafði aldrei náð 20 punda laxi fyrr en f fyrrasumar, að hann náði 23 punda laxi f Laxá. Svo kemur 30 pundarinn f sumar og Kolbeinn mun vera farinn að kvfða fyrir næsta sumri. I framhaidi af þessu viljum við leiðrétta fréttina, sem birtist f Mbl. fyrir skömmu um annan 30 punda lax, sem Karl Jónasson frá Patreksfirði var sagður hafa veitt, einmitt á Breiðunni f Laxá f Aðaldal. Hið rétta er, að laxinn vó 29 pund og það var Þórður Pétursson frá Húsavfk, kunnur veiðimaður, sem setti f og landaði Iaxinum á stöng Karls, en Þórður leiðbeindí Karli við veiðarnar neðan Æðarfossa. Myndina af Kolbeini tók einn veiðifélagi bans, Orri Vigfússon. Rekstur Ahaldahúss Reykjavíkur: Borgarstjórn óskar eftir frekari rannsókn AÐ undanförnu hefur legið fyrir borgarráði Reykjavfkur skýrsla endurskoðunardeildar borgarinn- ar um ýmiss konar misfellur f rekstri Áhaldahúss Reykjavfkur- borgar. A fundi borgarstjórnar sl. fimmtudag var samþykkt tillaga borgarráðsmanna Sjálfstæðis- f lokksins, þar sem óskað var eftir, að endurskoðunardeild gengist fyrir frekari rannsókn málsins f samráðí við Sakadóm Reykjavfk- ur. Fulltrúar minnihlutaflokk- anna Iögðu hins vegar til, að ðsk- að yrði eftir opinberri sakadóms- rannsókna á rekstri Áhaldahúss- ins sl. tfu ár. Albert Guðmundsson kvaddi sér hljóðs vegna þessa máls og sagði, að bókun Sigurjóns Péturs- sonar í borgarráði hefði ekki ver- ið f samræmi við það, sem hann hefði fram til þessa sagt um mál- ið. Skýrsla endurskoðunardeildar bæri ekki með sér, að ákveðinn aðili hefði brotið af sér varðandi „Þetta verður í síð- asta skiptisagði Taylor skipstjóri ’66 Richard Taylor t.h. ræðir við Jón Egilsson umboðsmann brezkra togara, eftir að hann var dæmdur á Akureyri 1965. Að undanförnu hefur Taylor verið formaður Samtaka togarayfirmanna í Hull. „ Þetta verður I slðasta skipti, sem ég lendi I svona máli," sagði Richard Taylor skipstjóri I viðtali við Mbl., þegar hann afplánaði dóm sinn fyrir landhelgisbrot á Litla-Hrauni árið 1966. En það getur farið svo. að þessi sami Richard Taylor eigi enn á ný eftir að hljóta dóm fyrir landhelgisbrot, þvl hann er nú skipstjóri á togaranum C.S. Forrester. sem varðskipið Þór stöðvaði með skot- hrlð I gær 120 sjómllur austur af landinu. Richard Taylor, sem nú er 42 ára gamall, hefur þrisvar sinnum verið dæmdur fyrir landhelgisbrot á fslandi, slðast árið 1965. Hann var fyrst domdur fyrir landhelgis- brot á togaranum Othello árið 1960, en ári slðar, er hann var á togaranum James Barry, til fang- elsisvistar fyrir líkamsárás á lög- regluþjón á fsafirði. Var hann þá settur ásamt tveimur skipsmanna sinna I fangahúsið á Litla-Hrauni, en náðaður skömmu fyrir jól og hafði þá setið þrjár vikur inni af þremur mánuðum, er dómur hans hljóðaði upp á. Hið þriðja sinni var Richard Taylor ákærður fyrir land- helgisbrot I september 1964, þá einnig með James Barry, en sýknaður af þeirri ákæru. Loks var hann dœmdur I 350 þús. kr. sekt og 34 daga varðhald á Akureyri 31. janúar 1965 fyrir landhelgis- brot, en þá var hann með togarann Peter Scott. Var á slnum tlma sett 900 þús. kr. trygging fyrir sektinni, þar af 100 þús. kr. til persónulegrar ábyrgðar fyrir hann sjálfan. er kæmu móti fang- elsisdómnum. rekstur Ahaldahússins. En í bók- uninni hefði Sigurjón Pétursson borið sakir á forstöðumann Áhaldahússins. Þá hefði Sigurjón Pétursson ekki fengizt til þess að leggja fram þær upplýsingar um misferli forstöðumannsins, sem hann segðist haa undir höndum. Sigurjón Pétursson svaraði ásökunum Alberts Guðmundsson- ar með þvf að vitna í skýrslu endurskoðunardeildar, þar sem ákveðnum fyrirspurnum er beint til forstöðumanns Áhaldahússins vegna óeðlilegrar meðferðar á efni. Sagðist Sigurjón ekki fá bet- ur séð en að í skýrslu endurskoð- enda væri ákveðnum spurningum varðandi mál þetta beint til tiltek- ins manns. Hann væri ekki sak- felldur í skýrslunni heldur óskað ' eftir því, að hann gerði grein fyrir ýmsum atriðum varðandi rekstur- inn. Albert Guðmundsson tók aftur til máls og ítrekaði fyrri orð sfn um það, að Sigurjón Pétursson hefði beint spjótum sfnum að for- stöðumanninum. Sfðan spurði hann, hvað Sigurjón væri að fela. Þetta væri mál, sem ætti að leið- rétta í rekstri fyrirtækisins, en ekki í sakamáli. Með því móti gæti saklaus einstaklingur orðið þol- andi pólitísks gruggs. Tillaga meirihluta borgarráðs var síðan samþykkt með 9 sam- hljóða atkvæðum fulltrúa Sjálf- stæðisflokksins. STOÐUMÆLAR Samþykkt hefur verið f borgar ráði að setja upp stöðumæla í bifreiðastæði á lóðinni nr. 2 vii Austurstræti, Hótel Islands lóð inni.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.