Morgunblaðið - 20.07.1974, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 20.07.1974, Blaðsíða 8
8 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 20. JULI 1974 Stefán Jóhgjm Stefánsson áttrœður íslenzk verkalýðssamtök kom- ust fyrst á laggirnar á síðustu árunum fyrir aldamótin síðustu. Sum þeirra urðu að vísu ekki langlíf, en önnur lifa góðu lífi enn í dag. Og segja má, að það sé táknrænt, að einn af þeim mönn- um, sem mest hafa unníð verka- lýðssamtökunum og jafnaðar- stefnunni til þrifa, sé einmitt fæddur um sama leyti, en það er Stefán Jóhann Stefánsson fyrrv. forsætisráðherra, því hann er fæddur 20. júlí 1894 og er þvf í dag 80 ára. Stefán ólst upp við kröpp kjör norður í Eyjafirði, faðir hans dó um svipað leyti og hann fæddist, en móðir hans varð að annast um og kosta uppeldi hans, sem hún þó mun hafa séð um með hinni mestu prýði. Stefán er fæddur og ólst upp að Dagverðareyri við Eyjafjörð í næsta nágrenni við Akureyri, sem jafnan hefir verið höfuðstaður og mesta menntaset- ur Norðurlands, og fer ekki hjá því að það hafi haft nokkur áhrif á hinn unga svein, enda stóð hug- ur hans snemma til mennta. Hann gekk í Gagnfræðaskólann á Akur- eyri og lauk prófi þaðan, en stundaði síðan nám í Menntaskól- anum í Reykjavík og tók þar stúd- entspróf 1918. Síðan hóf hann nám í háskólanum og lauk þar lögfræðiprófi 1922. Strax í skóla gerðist Stefán Jóhann mjög áhugasamur um stjórnmál og raunar má segja, að sá áhugi hafi verið vaknaður áður og hafi aldrei bilað sfðan. Fyrst í stað var þessi áhugi tengdur átökunum við Dani eins og hjá flestum öðrum tslendingum, en fljótlega eftir komuna til Reykjavíkur, er hann kynntist jafnaðarstefnunni, hneigðist hugur hans f þá átt. Strax í menntaskólanum hafði hann gerzt meðlimur í Alþýðu- flokknum, sem hafði verið stofn- aður tveim árum áður, 1916, og þar hefir hann unnið drýgstan hlutann af sínu ævistarfi. Fljótlega eftir að Stefán Jó- hann hafði lokið sínu háskóla- prófi stofnaði hann málflutnings- I MORGUNBLAÐINU, þann 11. júlí, dálkum Velvakanda, er greinarkorn, sem varðar Rfkis- útgáfu námsbóka. Ég vík fyrst að fyrirspurn frá „Jóhannesi — ungum náms- manni", sem er á skyldunáms- aldrinum í 7. bekk. Hann segist aldrei hafa fengið ókeypis bók eða mjög sjaldan og spyr, hvort hann eigi ekki rétt á ókeypis námsbókum. Auðvitað á hann rétt á þeim. Ríkisútgáfan sér nemendum f skyldunámsskólum fyrir ókeypis námsbókum. Sjá m.a. síðar f þessari grein. Um afgreiðslu bók- anna gilda vissar reglur, sem of langt yrði að rekja hér. Ríkisút- gáfan sendir samkvæmt pöntun viðkomandi skólastjórum bæk- urnar, sem sfðan afhenda nemendum þær til eignar. Sumar þeirra, aðallega lesbækur, eru þó ætlaðar skólunum til eignar, til að lána þær nemendum. Annars er sjálfsagt, ef Jóhann- es vill koma fram í dagsljósið og hafa samband við skrifstofu Rfkisútgáfunnar, að athuga þessa fyrirspurn hans nánar. Þá kem ég að „svari“ Velvak- anda. Hann segir, að hætt sé að nota flestar þær bækur, sem skólarnir fá til úthlutunar til nemenda og gefur í skyn, að það sé með vilja gert að hafa námsgögnin úrelt. Vegna þessa furðulega „svars" skrifstofu, sem hann síðan rak ásamt Ásgeiri Guðmundssyni og sfðar með Guðmundi I Guðmunds- syni, en þrátt fyrir störf hans þar gaf hann sér mikinn tfma til starfa fyrir Alþýðuflokkinn. Hann var kosinn í stjórn flokks- ins 1924 og áti þar sæti óslitið til ársins 1952, eða í 28 ár. Stefán var kosinn í bæjarstjórn Reykjavfkur 1924 og átti þar sæti í 18 ár. Hann átti sæti á Alþingi 1934—’37 og aftur 1942—’53; var félagsmálaráðherra og utanríkis- ráðherra 1939—’42 og forsætis- ráðherra 1947—’49. Hann var forstjóri Brunabótafélags Is lands 1945—’57 að undanskildum lands 1945—’57 að undanskildum árunum 1947—’49, er hann gegndi ráðherrastörfum. Auk þessara starfa, er nú hafa verið nefnd, gegndi Stefán Jóhann fjölda mörgum öðrum störfum, bæði opinberum og öðrum, en segja má, að flest þeirra hafi að einhverju eða öllu leyti verið f tengslum við Alþýðuflokkinn. Þar að auki má segja, að aðalstörf hans hafi að mestu þleyti verið bundin daglegum rekstri flokks- ins, sem nærri má geta þar sem hann var f stjórn hans í nærri þrjá áratugi, fyrst sem ritari og siðar formaður frá 1938—’52, en við formennskunni tók hann, er Jón Baldvinsson féll frá. Segja má, að allan þennan tfma hafi verið stormasamt og jafnvel róstusamt f Alþýðuflokknum og þá fyrst og fremst í stjórn hans. Orsakanna þurfti venjulega ekki langt að leita. Það voru kommún- istar, sem alltaf reru undir, beint og óbeint, og gátu fengið til fylgis við sig menn úr flokksstjórninni, sem gengust upp við einingartal þeirra. Stefán Jóhann stóð þar jafnan fyrir sem klettur og lét aldrei undan síga. Fyrir þetta ávann hann sjér andúð þeirra og óvináttu, sem gekk svo langt, að á flokksþinginu 1952 tókst að flæma hann frá formannsstörfum f flokknum, auk þess að sífelldar erjur urðu til að lama starfsemi flokksins. Stefán dró sig þá mikið Velvakanda verður farið hér nokkrum orðum um bókaafhend- ingu Ríkisútgáfunnar. Erfitt er þó að gera fullnægjandi grein fyrir þessari þjónustustarfsemi hennar í stuttu máli. Ég vona þó, að eftirfarandi nægi til að gefa nokkra hugmynd um, hversu nei- kvæð og fjarstæðukennd áður nefnd klausa Velvakanda er. Eðlilegt er að miða fyrst og fremst við unglingastig, þar sem Jóhannes hinn ungi námsmaður er við nám á því stigi. — Á skólaárinu 1973—’74 gaf Rfkisútgáfan 1. og 2. bekk gagn- fræðaskóla (unglingaskólum) kost á ókeypis námsbókum svo sem hér segir: Handa 13 ára nemendum 15 VERÐ á bensfni er æði misjafnt eftir þvf f hvaða Evrðpulandi hann er keyptur. Morgunhlaðið hefur fengið uppiýsingar um bensfnverð f 20 Iöndum Evrðpu og f 9 löndum er bensfnið ðdýrara en á tslandi, en f 11 iöndum dýr- ara. Þð ber þess að geta, að oktan- tala bensfns á tslandi er lægst f öllum þessum löndum og þvf er bensfnið á tslandi ekki alls kostar eins ðdýrt og það sýnist vera. Hér til út úr flokksstarfinu og gerðist litlu síðar sendiherra í Dan- mörku, en því embætti gegndi hann í 8 ár, til 1965. Til þess starfs var hann prýðilega fallinn. Hann hafði alla tíð haft mikinn áhuga á norrænni samvinnu og var nákunnugur fjöldamörgum framámönnum á Norðurlöndun- um öllum og í Danmörku alveg sérstaklega. Tel ég hiklaut mega fullyrða, að það hafi að verulegu leyti verið Stefáni Jóhanni að þakka að sfðasta stóra, ágreinings- efnið milli Dana og íslendinga, handritamálið, fékk svo farsæla lausn sem raun bar vitni. I margháttuðum erli hinna dag- legu starfa, erii, sem stundum nálgaðist strfð, var það Stefáni Jóhanni ómetanlegur styrkur að eiga þá konu, sem hann átti, frú Helgu Björnsdóttur, bæði hér heima og kannski enn frekar f Danmörku, þar sem hún með hús- móðurstörfum í sendiráðinu gerði garðinn frægan. A þessu merka afmæli Stefáns Jóhanns vildi ég mega þakka hon- um ómetanleg störf og trausta bókum, þar af skyldu tvær vera eign skólans. Handa 14 ára nemendum 9 bókum, er allar skyldu vera eign nemenda. Hér er aðeins miðað við eina bók í hverri grein. En tekið skal fram, að í sumum námsgreinum geta skólarnir valið á milli 2ja mis- munandi bóka. Ef allt væri talið, sem skólarnir gátu valið um á svokallaðri úthlutunarskrá og hvert hefti talið sér, eru 18 titlar á skrá 1. bekkjar og 14 á skrá 2. bekkjar. Enn fremur var 1. bekk unglingaskólanna gefinn kostur á 4 bókum f svokallaðri aukaúthlut- un. Til viðbótar framangreindu kemur svo ýmislegt annað þjón- ustustarf, sem Ríkisútgáfan innir af hendi fyrir skólana. Þeir eiga t.d. oft kost á að fá hjá Rfkisútgáf- unni ýmsar bækur til notkunar í skólastarfinu auk hinna reglu- legu úthlutunarbóka. Þannig hefur t.d. verið um bækur, sem búið er að gefa út í Bókmenntaúr- vali skólanna. Ymsar hjálparbæk- ur og hjálpargögn eru seldar skólunum með sérstaklega hag- stæðum kjörum. Útgáfan hefur látið bækur í skólabókasöfn og þannig mætti lengi telja. fer á eftir listi yfir verð á bensfn- lftra f 21 Evrðpulandi. Þess ber að geta, að verðið er ekki hár- nákvæmt. Oktantaian er talan innan sviga; Island 33 krónur (93) Danmörk 34,40 — 35,40 krónur (100) Noregur 37,80 krónur (100) Svíþjóð 29,60 krónur (99) Vestur-Þýzkaland 35,00 — 36.00 kr. (99) vináttu í hálfa öld og láta í ljós þá ósk, að nú megi hann sitja á frið- stóli það sem eftir er. Hann á það fyllilega skilið. Emil Jónsson. — 0 — 0 — Þegar ég var að alast upp á Hávallagötunni átti Stefán Jó- hann Stefánsson heima á As- vallagötu, þjóðkunnur stjórn- málamaður og foringi stjórnmála- flokks, sem var ekkert sérstakt eftirlæti þess millistéttarsamfé- lags, sem var umgjörð æsku minn- ar. Það var því ekki fyrr en löngu sfðar, sem ég kynntist þeim hjón- um og þóttu mér þau kynni þeim mun skemmtilegri, sem ég kunni betur að meta harða baráttu Stef- áns Jóhanns Stefánssonar fyrir lýðræðislegri stjórnmálaþróun á Islandi. Ur þeirri orrahrið hafði hann komið heilskinna þrátt fyrir spjótalög og orðaskak, sem jafn- vel var ætlað að ná til æru hans. En hann stóð það allt af sér og getur nú litið um öxl á merkum tímamótum, þakklátur og stoltur En nú fullyrðir Velvakandi, að bækurnar séu ekki notaðar. Ekki veit ég hvaðan hann fær þá vitn- eskju, því að reynslan sýnir allt annað. Meðalnotkun bókanna í unglingaskólum umrætt skólaár er 4—5000 eint. eða svipað og nemendatalan er. Ætla má, þegar áður nefnd klausa Velvakanda er lesin, að bækurnar séu gamlar eða úreltar. Athugum það nánar. Fyrst vil ég þó benda á það, að notagildi náms- bóka fer ekki eftir aldri þeirra, nema þá helzt f vissum náms- greinum, t.d. landafræði. Kennslubók er oft bezt, þegar búið er að prenta hana f tilrauna- útgáfum nokkrum sinnum og endurbæta hana að fenginni reynslu, en sá háttur hefur ein- mitt verið á hafður um ýmsar kennslubækur Ríkisútgáfunnar. Að auki skal þess getið, að á áðurnefndri úthlutunarskrá ungl- ingaskólanna fyrir þetta skólaár eru 13 bækur eða hefti, sem komu út í 1. útgáfu á tfmabilinu 1970—74, eða tæpur helmingur. Ýmsir, sem láta sig raunveru- Austur-Þýzkaland 26,80 krónur (94) Stóra-Bretland 25,70 krónur (97) írland 25,70 krónur (100) Pólland 33,30 krónur (94) Belgía 28,10 krónur (100) Holland 31.00 krónur (98) Frakkland 35,50 krónur (98) Austurríki 33,70 krónur (100) Tékkóslóvakía 50.00 krónur (96) Júgóslavía 31,70 krónur (98) Ungverjaland 51,00 krónur (98) yfir því, að á honum hafa sannazt orð Hávamála: Sá er sæll er sjálfur of á lof og vit, meðan lifir ... Stefán Jóhann Stefánsson hef- ur að sjálfsögðu oft þurft að sigla krappan sjó og sitt sýnzt hverjum um siglinguna. En þeir, sem kunna einhver skil á yfirgripsmikilli þekkingu hans, jákvæðum og sterkum vilja, glettni hans og hlýju í hópi góðra vina, eru í engum vafa um, að í fylgd með þess- um aldna stjórnmálamanni er jafnan húmanisti, sem lætur sér ekkert mannlegt óviðkomandi. Þegar ég kynntist þessum góðu kostum hans* skildi ég betur stjórnmálaferil hans áður en leið- ir okkar lágu saman. Kynni af honum hafa því verið þroskandi reynsla. Stefán Jóhann Stefánsson hef- ur ritað ævisögu sína, og dagbók- arbrot hafa birzt eftir hann í Les- bók. Mér segir svo hugur, að hann hafi ávallt alið með sér þrá til ritstarfa og skáldskapar, þó að örlögin hafi kvatt hann til ann- arra starfa. En eitt áhugamál nægir sjaldnast þeim, sem ein- hvers er verður á annað borð. Hvað sem því líður er alkunna, að Stefán Jóhann Stefánsson er mjög ritfær og að ævisögu hans mikill fengur, enda verður oft til hennar vitnað, þegar fram líða stundir. Að vfsu er stjórnmála- maðurinn fyrirferðarmestur f ævisögunni, en rithöfundurinn heldur á pennanum. Kveðju sem þessari er nokkuð öruggt að ljúka með tilvitnun í forn spekirit. Eg Ieita því aftur fanga í Hávamálum, jafnframt því, sem ég vfsa til greinar Emils Jónssonar, sem hefur verið nán- asti samstarfsmaður Stefáns Jó- hanns Stefánssonar um langt ára- bil og þekkir hann öðrum fremur: ... til góðs vinar liggja gagnvegir, þótt hann sé firr farinn. Með þessum orðum sendum við Stefáni Jóhanni Stefánssyni og fjölskyldu hans innilegar ham- ingjuóskir á þessum merkisdegi. Megi hann enn lengi miðla okkur af reynslu sinni og því, sem hann hefur öðrum fremur, en það er mannvit mikið. Matthfas Johannessen. lega skóla- og menningarmál ein- hverju skipta, munu Ifka kannast við samstarf Skólarannsókna- deildar Menntamálaráðuneytisins og Ríkisútgáfu námsbóka um endurskoðun og útgáfu á náms- efni fyrir skólana. Þetta sam- starf, sem hófst fyrir forgöngu fyrrverandi menntamálaráð- herra, Gylfa Þ. Gíslasonar, er nú 5—6 ára gamalt. I því taka þátt tugir áhugasamra kennara og annarra skólamanna. Arangur þess er nú þegar ýmsar nýstár- legar og nýjar kennslubækur, t.d. í eðlisfræði. Allir góðir menn munu óska þess að þetta víðtæka samstarf megi bera sem beztan ávöxt r framtíðinni. Starfsemi Ríkisútgáfunnar nær beint eða óbeint til nálega allra íslenzkra heimila. Það er þvf rétt að gera kröfur til hennar um góða þjónustu við skólana og almenn- ing. En jafnframt er þá líka æski- legt, að störf hennar séu metin af sanngirni og þeir, sem fást við að gagnrýna hana, séu vel vakandi og afli sér auðfenginnar vitneskju um starfsemina. 16.7. 1974. Jón Etnil Guðjónsson. Grikkland 57,20 krónur (96) Italía 43,40 krónur (100) Sviss 26,20 krónur (100) Spánn 31.20 krónur (98) Portúgal 42,90 krónur (95) Þá ber þess einnig að geta, að f sumum ofangreindra landa er unnt að fá bensín á lægra verði en þarna er getið, þar sem sam- keppnin ræður ríkjum. NÁMSBÓKAÚT- HLUTUN RÍKISÚT- GÁFU NÁMSBÓKA Ónýtasta bensínið á Islandi

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.