Morgunblaðið - 20.07.1974, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 20.07.1974, Blaðsíða 16
16 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 20. JULI 1974 „...Oginnanþessahrings erv< í Öræfajökulgosum, og Skaftár- eldar ásamt móðuharðindum lögðust þyngst á þá sem næstir bjuggu eldstöðvunum. Nú eru leiðarendarnir við Núpsvötn og Skeiðará úr sögunni, og sérstök ástæða til að óska Skaftfellingum til hamingju öðr- um landsmönnum fremur. Austurlandi dýrmætast En sá landsfjórðungur, sem hringvegurinn er dýrmætastur, er Austurland. Þar verður allt annað að búa en hingað til eftir að landvegur hefur opnazt sunnan fjalla fær öllum ökutækjum. Undir forustu alþingismanna Austurlands og Suðurlands tók Alþingi á hringvegarlagningunni af festu og stórhug. Ríkisstjórnin, sem í dag er réttra þriggja ára, áformaði strax og hún tók við völdum að verkinu skyldi lokið á þrem árum. Vegargerð ríkisins gekk frá verk- og fjárhagsáætlun- um, sem hafa staðizt með prýði. Sparifjáreigendur brugðust af- burða vel við útboðum happ- drættisskuldabréfalánsins, sem staðið hefur straum af megin kostnaðinum við mannvirkin. Lánskjör voru bætt verulega frá þvf, sem ráð var fyrir gert í upphafi, til að greiða fyrir sölu bréfanna. Seðlabanki og aðrar peningastofnanir gengu vel fram við sölu happdrættislánsskírtein- anna. En fyrst og fremst ber að þakka þeim, sem lagt hafa hönd að sjálfu verkinu, vegagerð og brúarsmíði hér á Skeiðarársandi, jafnt undirbúningsstörfum á skrifstofum og erfiðisvinnunni í vetrarhörkum og sandbyl þegar verst lét. Vegamálastjóra, starfs- liði Vegagerðarinnar í hverri grein, starfsmönnum í samgöngu- málaráðuneyti og starfsliði annarra stofnana og fyrirtækja, sem verið hafa við verkið riðin með ýmsu móti, færi ég alúðar- þakkir í nafni þjóðarinnar. Braut rudd um hrjóstrugan jökulsand Ég átti leið um Skeiðarársand fyrir ári og það var ánægjulegt að hitta vegagerðarmenn og brúar- smiði, sem þá voru önnum kafnir við að tengja veginn við eystri sporð nýreistrar brúar á Sand- gígjukvísl, og kynnast þvf hvílík- an metnað þeir lögðu f starf sitt. Þeim var ijóst að verkið, sem þeir unnu, var mælikvarði á íslenzkt verksvit og vinnuþrek. I ár minnist þjóðin landnáms- manna, sem helguðu henni landið í öndverðu með sínum hætti. I Landnámu greinir frá Þorgerði, sem nam öræfi, sem þá nefndust Ingólfshöfðahverfi, milli Kvíár og Jökulsár, svo sem Skeiðará þá kallaðist, og reisti bú á Sandfelli. Ásbjörn maður Þorgerðar andað- ist í hafi á landnámsferðinni, en ekkjan sætti þeim kostum, sem kyngreining vfkingaáldar setti landnámskonum. Svo er frá skýrt í Landnámugerð Hauks lögmanns Erlendssonar: „En það var mælt, að kona skyldi eigi víðara nema land er leiða mætti kvígu tvævetra vor- langan dag sólsetra millim, hálf- stalið naut og haft vel. Því leiddi Þorgerður kvfgu sína undan Herra forseti íslands, virðulega forsetafrú, heimamenn í Skafta- fellsþingi og aðrir góðir vígslu- gestir. I dag er hringnum lokað, hring- veginum sem tengir byggðirnar umhverfis ísland í samfellda heild, svo þar er hvergi leiðarendi lengur á akfærum vegi. Heðan af er unnt að hefja akstur hvar á landinu sem vera skal og halda rakleitt skemmstu leið í áfanga- stað, án þess að nokkur torfæra hamli lengur ferð ökutækis. Lok þess verks, sem starfsmenn Vegagerðar ríkisins hafa unnið hér á Skeiðarársandi undanfarin 21 mánuð, valda þvf að ársins 1974 verður minnzt um ókomin ár fyrir þann atburð í samgöngusögu landsins sem ég hika ekki við að kalla merkastan allra sem varða samgöngur á landi. Síðasta haftinu, sem hamlaði greiðri för með byggðum hring- inn í kring um landið, hefur verið rutt úr vegi, og þar með er tsland orðið annað land og enn betra en það hefur verið fram til þessa. Lífæð byggðanna Samgöngur um okkar víðáttu- mikla og strjálbýla land eru lífæð byggðanna. Samgöngubyltingin á Skeiðarársandi, sem við fögnum í dag, er verk unnið í þágu þjóðar- innar allrar. Það gerir landið allt hægara til búsetu og hvers konar nytja. Vegabótin sem nú er lokið hefur ómetanlega þýðingu, áhrif hennar á þjóðlífið verða svo víð- tæk og margþætt, að engin leið er að gera sér grein fyrir þeim til hlýtar fyrir fram. Sumt er að vísu augljóst í því efni, svo augljóst að óþarft er að tíunda það hér, en sannfæring mín er að engan óri enn fyrir því sumu hverju, sem reynslan á eftir að leiða í Ijós af heilladrjúgum áhrifum tengingar hringvegarins. Eins og nærri má geta verða viðbrigðin og hagurinn af sam- göngubótinni mest fyrir þá sem næstir búa leiðarendunum tveim sem áður voru, Skaftfellinga aust- an Sands og vestan. Vegakaflinn nýi tengir þær sveitir sem mátt hafa í aldanna rás þola þyngri áföll og verri bús- ifjar en flest ef ekki öll byggðar- lög önnur í landinu af völdum náttúruhamfara, þar sem jarðeld- ar og jökulhlaup hafa lagzt á eitt. öræfi hafa að sögn fornra heimilda eyðzt oftar en einu sinni Tóptafelli skammt frá Kvíá suður og í Kiðjaklett hjá Jökulsfelli fyr- ir vestan.“ Landnáma greinir frá því, að barnabörn Þorgerðar voru þau Þuríður hofgyðja og Þórður Freysgoði, og má af þvf marka átrúnað þessa ættboga á frjómögn náttúrunnar. Braut hefur nú verið rudd um jökulsandinn hrjóstruga, þar sem Þorgerður nam staðar með kvígu sína vorkvöld eitt fyrir hartnæt ellefu öldum, þegar sól gekk undir Skeiðarárjökul. Brýr spanna í fyrsta skipti jökulvötnin skæðu. Þjóðin hefur með því verki, sem nú er heillavænlega lokið, helgað sér landið á ný á þann áhrifamesta hátt sem unnt var á ellefu alda afmælishátíð mannabyggðar á eylandi sínu. Þvf ríkir í dag fögnuður og stolt í sérhverju fslenzku brjósti. Vegurinn milli Núpsstaðar og Skaftafells er vígður gróandi þjóðlífi á okkar blessaða landi. Eysteinn TT°* • 1 á1 „Hoggvmn hetur \ VIÐ lifum hér merkisdag í ellefu hundrað ára byggðasögu þjóðar- innar. I dag minnumst við þess, að höggvinn hefur verið fjötur af þjóðinni, en það er ekkert minna sem gerzt hefur með því að brúa árnar hér á Skeiðarársandi og opna þannig hringleið um landið. Baráttan við stórvötnin hefur verið ríkur þáttur í lífi þjóðarinn- ar. Jökulfljótin hafa ekki verið nein lömb að leika við. Um þau segir Jónas Hallgrimsson: Jökulsárnar þar æða ofan á löndin slétt og velta eins og vitlaus skepna votan framan um klett. Glfman við stórvötnin varð stór- brotin íþrótt og karlmennsku- raun, þar sem lífið sjálft var stundum lagt undir, þegar mikið lá við. Vatnamaður varð heiðurs- heiti, sem úrvalsmenn einir báru — og ætlfð nefnt með aðdáun, og megum við gjarnan minnast þeirra í dag og enn eru þeir meðal okkar, sem það heiti mega bera með sóma. öldum saman hafa Skeiðará og stallsystur hennar hér á sandin- um verið verstu forynjurnar 1 hópi jökulvatnanna. Þegar brúa- öld hófst og aðrar jökulár voru leiddar undir brýr, treystu menn sér ekki til við þessar. Kom hér til, að þær fóru hamförum með nokkurra ára millibili og voru þar að verki eldstöðvarnar í jöklinum við upptökin, sem létu þannig til sín taka. Urðu hamfarir þessar þvflfkar, að menn töldu lengi vel, að þessi vötn yrðu aldrei brúuð. Þegar bíla- og ökuöld kom til reyndust vötnin hér á Skeiðarár- sandi því slíkur þröskuldur, að hringleið varð ekki komið um landið. Hér lokuðust nýtfzku sam- gönguleiðir, og þjóðin fékk ekki þeirra kosta notið, sem af því hlýzt að búa á eylandi. Sama gilti raunar æði lengi um önnur vötn, runnin undan rótum Vatnajökuls. En menn sóttu f sig veðrið og vopnaðir áhuga og þekk- ingu, og fljótlega einnig reynslu, réðust menn í hvert stórvirkið af öðru við rætur Vatnajökuls og glímdu við jökulárnar með góðum árangri. Það stórvirki, sem vígt er í dag, má því kalla lokaáfanga á langri leið, sem vörðuð er gerð stórbrúa og fyrirhleðslna. Mikill áfangi náðist þegar brú var sett á Jökulsá á Breiðamerk- ursandi fyrir tæpum 7 árum. Vígsla hennar kom miklu og gleðilegu róti á hugi manna og stælti kjarkinn. Munu þá margir hafa strengt þess heit, að vinna að því að lokaspretturinn yrði tek- inn og Skeiðarárhaftið leyst af þjóðinni — sumir upphátt, aðrir f hljóði. Að sjálfsögðu hafði þessu áður verið hreyft með ýmsu móti, en nú tóku menn að sækja f sig veðr- ið, eggjuðu hver annan og menn kepptust við að finna leiðir og leita tækifæra til þess að fá ákvörðun tekna um þessa stór- brotnu framkvæmd. — Hina mestu, sem f hefur verið ráðizt í sögu íslenzkra sam- göngumála. Er af þessu tals- verð saga og verður ekki annað úr henni rakið hér en það, að fyrir þremur árum var sú ákvörðun endanlega tekin, að þessi mann- virki skyldu gerð og þeim lokið á þjóðhátíðarárinu — svo þetta mikla verk gæti orðið einn þáttur í því að minnast með myndarleg- um og verðugum hætti 1100 ára byggðar þjóðarinnar í landinu. Þetta mál greip hugi manna sterkum tökum, og þjóðin gerði það að sínu máli, fylkti sér um það svo eftirminnilegt má telja og bjargaði því f höfn. Lftil stúlka sagði „Sparibaukur- inn minn er alveg tómur. Það eru, sjáðu, menn að byggja brú og brúin er svo voðalega löng og þá vantar peninga til þess að þeir geti byggt brúna. Og svo tæmdi pabbi sparibaukinn minn, svo að þeir gætu fengið peningana mfna og haldið áfram að byggja stóru brúna“. I þessum orðum barnsins speglaðist fallega sá skilningur og sá áhugi, sem myndaðist um fram- kvæmd þessa máls. Menn gerðu sér óðfluga grein fyrir því, að hér var ekkert venju- legt eða hversdagslegt á seyði. Athugull maður sagði: „Sannleik- urinn er sá, að maður verður að læra landafræðina upp á nýtt, þegar hringvegurinn er korninn". Menn fundu, að hér var heill- andi verkefni. Þessi samstilling kraftanna, ásamt einstökum dugnaði og forsjálni þeirra, sem verkið sjálft undirbjuggu og framkvæmdu og hikleysi þeirra, sem fyrir fjáröflum stóðu, varð til þess að við getum nú á þessum hátíðisdögum í lífi þjóðarinnar fagnað þessum sigri. Þetta er mál allrar þjóðarinnar. Við skiljum öll, að þessi fram- kvæmd eykur gildi landsins. Hún hefur stórfellt hagnýtt gildi, því eðlilegri landnýtingu og eðlilegri byggð verður ekki viðkomið á ey- landi eins og okkar nema sam- göngur á landi geti átt sér stað með eðlilegum hætti. Náttúrugæði landsins og auð- lindir þess nýtast ekki til fulls, nema samgöngur um allt landið séu greiðar og eðlilegar. Ég er sannfærður um, að engin einstök framkvæmd, sem um hef- ur verið fjallað undanfarið eða hillir undir, að fráskilinni sjálfri útfærslu landhelginnar, getur orkað jafnmiklu til bóta í llfi þjóðarinnar og einmitt þess, — að opna hringveg um landið. ísland verður betra land en áður og það verður enn skemmti- legra en áður að eiga heima á tslandi. Ég hika ekki við að full- yrða, að við íslendingar eigum óvenjulegu landláni aðfagna. Við eigum gott, fagurt og fjölbreyti- legt land, og það er þáttur í góð- um lífskjörum manna að eiga heima I fögru óspilltu umhverfi. Fagurt og ómengað umhverfi eru náttúrugæði á við góð fiskimið, gott búskaparland og orkulindir. Hin nýja framkvæmd, sem við fögnum í dag, opnar þjóðinni nýj- ar leiðir til þess að njóta Iandsins, til þess að tengjast landinu nánari Magnús Torfi Olafsson samgöngumálaráðherra: Samgöngubylting á Skeiðarársandi

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.