Morgunblaðið - 20.07.1974, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 20.07.1974, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 20. JULÍ 1974 19 JÓHANN HJÁLMARSSON Eftir tistahátíð Frá ljóðalestri á Kjarvalsstöðum. NU ER listahátíð lokið. Eins og fyrri daginn var hún mikil tón- listarhátíð, en leiklist og mynd- list komu einnig eftirminnilega við sögu. Minna fór fyrir bók- menntunum. Ljóðadagskráin á Kjarvalsstöðum, þar sem nítján skáld lásu úr verkum sínum, bendir þó til þess að bókmennt- ir geti í framtíðinni orðið veru- legur þáttur listahátíðar. Ljóðadagskráin tókst vel. Ahugi fólks á lestri skáldanna reyndist meiri en margir höfðu haldið. Af dagskránni má ýmis- legt læra. Æskilegt er að megináhersla sé lögð á lestur nýrra ljóða og ungum skáldum verði skipað í öndvegi. Að hlusta á löngu mótuð skáld lesa tuttugu — þrjátfu ára gömul ljóð sætir engum tíðindum. Aft- ur á móti er mikilsvert að verða vitni að frumflutningi ljóða. Dæmi þess voru ný ljóð eftir Ingimar Erlend Sigurðsson, Matthfas Johannessen, Ölaf Hauk Símonarson, Nínu Björk Arnadóttur, Sigurð A. Magnús- son, Steinunni Sigurðardóttur og Þorstein frá Hamri. Þorsteinn frá Hamri las ekki nema fáein Ijóð og var ekki lengur að því en fjórar — fimm mfnútur. Lestur hans var ekki áhrifaminni en þeirra, sem not- færðu sér þær fimmtán mínút- ur, sem skammtaðar voru hverju skáldi. Fimm — tíu mínútur ættu reyndar að nægja skáldunum til kynningar á Ijóð- um sínum, óþarfi er að binda sig við hina sænsku fyrirmynd, þ.e.a.s. sflestur sænskra skálda í gamla þinghúsinu í Stokk- hólmi í ár og í fyrra. Eitt hinna ungu sænsku skálda, sem áttu að lesa ljóð sín í þinghúsinu í ár, setti á svið dálitla uppákomu. Hann las engin ljóð, en lét félaga sfna skjóta á sig úr leikfangabyss- um, skáldið féll í gólfið og gerviblóðið flaut. Kannski var hann þreyttur á þeim hátíðleik, sem felst í því að þylja ljóð í fummtán mínútur. Kannski var þetta ljóðræn tjáning hans kyn- slóóar. Bruno K. öijer, en svo heitir skáldið, er ef mörgum talinn efnilegastur í hópi yngstu skálda Svfa. Hann er anarkisti, sem hefur endurvak- ið ýmsar hugmyndir súrrealist- anna gömlu. Ekki held ég að ástæða sé til þess að hvetja íslensk skáld til að feta í fótspor öijers. En til- breytni f ljóðaflutningi, til dæmis undirleikur, sakar ekki. Ég sá ekki betur en Matthfas Johannessen og Morgunblaðs- hljómsveit hans vektu athygli á Kjarvalsstöðum. Það var að minnsta kosti tilraun til að rjúfa hátíðleikann. Svo að enn sé vikið að lista- hátfð má ekki gleyma ljóða- flutningi dönsku leikkonunnar Lone Hertz í Norræna húsinu, en hún kom fram ásamt lönd- um sínum söngkonunni Bonna Söndberg og tónskáldinu og píanóleikaranum Torben Peter- sen. Þessi dagskrá var dæmi um heillavænlega samvinnu bókmennta og tónlistar. Enn- fremur er rétt^ð minnast þess, að þau Cleo Laine og John Dankworth fléttuðu inn í kvöld- stund sfna í Háskólabfói ljóð eftir skáld eins og T. S. Eliot og W. H. Auden. Kvöldstund þeirra hjóna var reyndar með því skemmtilegasta, sem lista- hátíðin bauð upp á. I Bretlandi og einkum í Bandarfkjunum eru dagskrár með ljóðaflutningi algengar og njóta mikilla vinsælda. Þau bandarfsk skáld, sem ekki taka þátt í slíkum dagskrám, geta ekki búist við að verða þekkt. Mörg verk enskumælandi skálda bera þess merki að vera ort með flutning í huga. Sumir hafa gagnrýnt þetta eins og til dæmis enska skáldið Hohn Wain, nýskipaður ljóðaprófess- or f Oxford. Wain telur að ljóð- listin verði af þessum sökum yfirborðsleg og ljóðin missi fljótt gildi. Aðrir telja þessa þróun spor í þá átt að skapa tengsl og skilning milli skálda og lesenda. Bandarísku skáldin af hinni svokölluðu beat- kynslóð sjötta áratugar, Allen Ginsberg, Gregory Corso, Lawrence Ferlinghetti og fleiri, urðu fyrst kunn fyrir Ijóð, sem þeir lásu við jassundirleik. Sfð- ar fylgdu norræn skáld for- dæmi þeirra, til dæmis Klaus Rifbjerg og Benny Andersen í Danmörku, Lasse Söderberg og Jacques Werup í Svfþjóð, Claes Anderson í Finnlandi og Einar ökland í Noregi. Undir forystu Jóns Öskars’ var sett saman Ijóða- og jassdagskrá fyrir lista- hátfð 1972. A síðastliðnum vetri var svo sænsk — fslensk ljóða- og jassdagskrá í Norræna hús- inu og á Selfossi. Hinir erlendu listamenn, sem komu hingað á listahátfð, settu að vonum mestan svip á hátíð- ina. Nöfn þeirra voru trygging fyrir góðri aðsókn. En við skul- um ekki gleyma, að listahátfð er lítils virði ef hún stuðlar ekki að því, að frambærileg fs- lensk verk sjái dagsins ljós. Það er ánægjulegt að hugsa til þess, að íslenskri tónlist bættust nokkur ný verk, sem bera mik- illi grósku vitni. Um myndlist og leiklist gildir sama. Nafna- runa ætti að vera óþörf, en nefna má Athvarf Herberts H. Agústssonar, Þrymskviðu Jóns Asgeirssonar og Selurinn hefur mannsaugu eftir Birgi Sigurðs- son. A Kjarvalsstöðum stendur enn sýning á fslenskri myndlist í 1100 ár, þar sem hlutur ungra myndlistarmanna er síður en svo fyrir borð borinn. Sýningin á verkum Nínu Tryggvadóttur í Listasafni Islands er einnig tengd listahátfð. Nauðsynlegt er, að sem flest- ar listgreinar fái notið sín á listahátíð. Það hefur nú komið í Ijós, að bókmenntir eiga ekki síður heima á listahátíð en aðr- ar listgreinar. Ljóðadagskráin á Kjarvalsstöðum sannaði það. Kjarnorkuvopn í hönd- um hryðjuverkamanna A tfmum skipulagðrar glæpa- starfsemi og aukinna aðgerða hryðjuverkamanna horfa öryggis- yfirvöld á Vesturlöndum nú fram á það, að ýmis samtök kunni að komast yfir kjarnorkusprengjur, sem framleiddar eru úr stolnum eða frjálsgefnum hráefnum. Sjálfsmorðsárásir japanskra og arabfskra skæruliða eru senni- lega alvarlegustu hliðar hryðju- verka nú upp á sfðkastið. Tilgang- ur þeirra er aðeins einn, en eyð- ingarmáttur þeirra hefur verið í beinu hlutfalli við hin hefð- bundnu vopn, sem þeir bera, sjálfvirka riffla og handsprengj- ur. Fram til þessa hefur árangur þessara leiðangra verið svipaður. En hvað gæti gerzt, ef þessar sjálfsmorðssveitir væru vopnaðar kjarnorkusprengjum? Eitt er víst: slfkar sveitir hefðu litlar áhyggjur af afleiðingunum. Rannsókn Kjarnorkumála- nefndar Bandarfkjanna hefur leitt f ljós, að einstaklingur með nokkra þekkingu á efna- og eðlis- fræði, sem kenndar eru við menntaskóla, gæti komizt yfir öll nauðsynleg efni til framleiðslu á '_____;< V... % \ i % * * forum world features Eftir D. L. Price kjarnorkusprengju, sem jafngilti u.þ.b. 100 tonnum af sprengiefni. Að vísu yrði slík sprengja þung í vöfum, ófullnægjandi og mjög óáreiðanleg. En ef hryðjuverka- manninum væri verkefnið heil- agt, og hægt væri að flytja sprengjuna í bifreið, myndi hann ekki setja slíkt fyrir sig. Tjónið, sem slfk sprengja gæti valdið, er gífurlegt, kjarnorkusprenging með 10 tonna þrýstingi í nágrenni stórrar skrifstofubyggingar gæti orðið allt að 1000 manns að bana inni í byggingunni. I íbúðarhverfi gæti 100 tonna sprengja orðið 2000 manns að bana, aðallega af völdum sprengjubrota. Samskonar sprengja í bifreið, sem lagt væri við hliðina á skýja- kljúfi, gæti orðið 50.000 manns að bana og eyðilagt bygginguna gjör- samlega. Það, sem veldur kjarnorku- fræðingum áhyggjum, er, hversu auðvelt það er að setja saman kjarnorkuvopn. A bls. 520—522 í Encyclopaedia Americana má lesa grein um kjarnorkuvopn, sem lýsir á einfaldan hátt gerð þeirra, svo að allur almenningur getur notfært sér það. Að auki verður kjarnorka æ algengari til hitunar og raflýsingar húsa og þessvegna nauðsynlegt að gefa hana frjálsa. Þetta þýðir það, að um leið og framleiðsla og dreifing kjarnorku er orðin frjáls, verður slakað á öllum öryggisráðstöfun- um, annað hvort viljandi eða af trassaskap. REGLULEGT EFTIRLIT MEÐ STARFSFÓLKI I Bandaríkjunum er hafður strangur vörður um kjarnorkuver bæði með lfkamsskoðun og með hjálp rafeinda. Einnig er haldið uppi ströngu skýrslukerfi, og að- alstarfsliðið er undir reglulegu eftirliti. Þó koma alltaf lekar, að- allega vegna ófullnægjandi skýrslna, ónákvæmrar vigtunar eða með úrgangi. Kjarnorkumála- nefndin „tapar“ árlega u.þ.b. 100 pundum af úraníum og 60 pund- um af plútónfum (undirstöðuefni við kjarnaklofningu), en það nægir í u.þ.b. 10 atómsprengjur. Þegar slíkt tap uppgötvast, er það yfirleitt leiðrétt með bókhalds- vinnu, en það hefur komið fyrir, að slfkt hvarf hafi verið tengt njósnastarfsemi. Fyrir tæpum 15 árum töpuðust 207 pund frá bandarfsku kjarnorkuveri, en það nægir í allmargar sprengjur. Nokkrum mánuðum síðar fundust aðeins 59 pund, og enn í dag telur Kjarnorkumálanefndin líklegt, að Kínverjar eða Israelsmenn hafi komizt yfir afganginn. Kjarn- orkumálafræðingar eru yfirleitt sammála um það, að kjarnorku- ver í eigu stjórnarinnar séu hryðjuverkamönnum nær óvinn- andi vígi. En þegar kjarnorka verður almenningseign, eykst fjöldi kjarnorkuvera í einkaeign, en öryggisgæzla þeirra verður miklum mun lakari en hinna op- inber kjarnorkuvera. Kjarnorku- fræðingar telja enn fremur, að veikasti hlekkurinn í öryggiseftir- litinu sé tilflutningur hráefna. Þetta á jafnvel við um kjarnorku- ver stjórnarinnar, þvf að um leið og flytja þarf hráefni á milli staða, verður stjórnin að snúa sér til flutningafyrirtækja í einka- eign. I marzlok 1974 voru á skýrslu hjá Kjarnorkumálanefnd- inni 455 skipsfarmar af sérstök- um hráefnum til kjarnorkufram- leiðslu, fluttir af almennum, lög- giltum verktökum. Verðir, vopn- aðir byssum, næga ekki gegn hryðjuverkamönnum, vopnuðum eldflaugum. Innan Bandaríkjanna getur Kjarnorkumálanefndin haft eftir- lit með framleiðslu og flutningi hráefna, en um leið og kemur til útflutnings, er nefndin valdalaus. Samningurinn um bann við út- breiðslu kjarnorkuvopna er tal- inn hafa hindrað ólöglega út- breiðslu þeirra, en aldrei skyldi treysta um of á gildi alþjóðasam- þykkta. Reynsla Bandarfkja- manna hefur þegar sýnt, að Kjarnorkumálanefndin getur tap- að ógnvekjandi birgðum af kjarn- orkuhráefnum. Indverjar, Egypt- ar og Iranbúar standa ýmist á mörkum þess að teljast kjarn- orkuveldi eða eru orðin það, og það hlýtur að teljast eðlileg spurning, hvernig öryggiseftirliti þessara þjóða er háttað. Það sem maðurinn finnur eitthvað upp notar hann það — eða misnotar.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.