Morgunblaðið - 20.07.1974, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 20.07.1974, Blaðsíða 22
22 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 20. JULI1974 Sœmundur Brynjólfs son Kletti - Minning Fæddur 12. maf 1888 Dáinn 13. júlf 1974 ÞEIRRI kynslóð fækkar nú óð- fluga, sem komin var til nokkurs þroska um síðustu aldamót og lifði sín manndómsár á fyrstu ára- tugum þessarar aldar. Engin kynslóð á Islandi hefur lifað slíka breytinga- og umbrotatfma og engri annarri kynslóð hefur tek- ist að koma jafn miklu í verk. Hún tók við fátæku og lítilsmeg- andi þjóðfélagi, en skilaði til okkar grundvellinum að því tæknivædda velferðarþjóðfélagi, sem við nú búum í. Til þess að svo mætti verða, varð hún að vinna hörðum höndum og ekki var dags- verkið miðað við átta stunda vinnudag. I dag er kvaddur hinstu kveðju í Gufudalskirkju í A-Barða- strandarsýslu einn fulltrúi þess- arar kynslóðar, en það er Sæm- undur Brynjólfsson, bóndi og hreppstjóri að Kletti í Kollafirði. Sæmundur fæddist að Kleifa- stöðum f Gufudalssveit 12. maf 1888 og lést í Sjúkrahúsi Akra- ness 13. júlí s.l. Foreldrar hans voru hjónin Margrét Jónsdóttir og Brynjólfur Benjamínsson. Þau voru bæði breiðfirskrar ættar. Brynjólfur var sonur Benjamíns Björnssonar í Langeyjarnesi á Skarðsströnd, en kona Benjamíns var Sigríður Sigmundsdóttir, Magnússonar, Ketilssonar, sýslu- manns í Búðardal. Margrét, kona Brynjólfs, var dóttir Jóns Jóns- sonar að Kothrauni I Helgafells- t Eiginmaður minn, faðir okkar og sonur RÓSENBERG JÓHANNSSON. Smálandabraut 11, lézt 13 þ.m Jarðarförin fer fram frá Foss- vogskirkju mánudaginn 22. þ m. kl. 3 e h Sigurbjörg Hólmgrímsdóttir og börn. Björg Jónsdóttir. t Hjartkær dóttir min og systir okkar 'hulda g. smith, andaðist að heimili sinu 1 6 júlf. Jarðsett verður í Lundúnum 23. júli. Sigurbjörg Ámundadóttir, Ingigerður Kr. Gisladóttir, Ámundi R. Gfslason. t Eiginmaður minn, HANS R.ÞÓRÐARSON er látinn. Hanna ÞórSarson. 1 Hjartkær faðir minn, ■■ VALDIMAR BJÖRN VALDIMARSSON, frá Hnifsdal, lézt 1 8 júlí. Fyrir hönd vandamanna, Hulda Valdimarsdóttir Útför, t SKARPHÉÐINS NJÁLSSONAR, Meðalholti 1 3, Reykjavík. fer fram frá Fossvogskirkju, mánudaginn 22. júlí, kl. 1 3.30. Fyrir hönd aðstandenda. Sigrún Skarphéðinsdóttir, Vilberg Skarphéðinsson. t Otför eiginmanns míns LOFTSBJARNASONAR útgerðarmanns, fer fram þriðjudaginn 23 þ m.. og minningarathöfn I Fríkirkjunni I Hafnarfirði kl. 11. f.h. Jarðsungið verður sama dag frá Hallgrímskirkju 1 Hvalfjarðarströnd kl 3. s d Vinsamlegast sendið ekki blóm hefst með Saurbae á Solveig Sveinbjarnardóttir t Þökkum innilega auðsýnda samúð og vinarhug við andlát og jarðarför móður okkar, SIGRÍÐAR GUÐRÚNAR RÓSMUNDSDÓTTUR Vallarbraut 9, Seltjarnarnesi. Sérstakar þakkir færum við starfsfólki Vífilsstaða sjúkrahúss fyrir frábæra hjúkrun og umönnun. Rósbjörg Jónatansdóttir, Elln Jónatansdóttir, Guðjón Jónatansson, Jóhann Jónatansson. sveit á Snæfellsnesi. Brynjólfur og Margrét áttu fimm börn og voru tvær systur eldri en Sæm- undur, Kristín og Ragnheiður, sem báðar eru látnar, yngri en Sæmundur voru Guðrún og Bryn- jólfur, sem bæði eru á lffi komin yfir áttrætt. Þegar Sæmundur var tveggja ára gamall fluttust foreldrar hans að Kleppustöðum í Staðardal í Steingrímsfirði. Hann tók við búi foreldra sinna árið 1913, áður hafði hann þó gerst aðalforsvari og fyrirvinna heimilisins, en faðir hans missti sjónina, þegar Sæm- undur var 14 ára gamall, og hefur það verið erfitt hlutskipti ungl- ingi. Árið 1919 kvæntist Sæm- undur eftirlifandi konu sinni, Soffíu Ólafsdóttur, ættaðri úr Grunnavíkurhreppi. Þau bjuggu á Kleppustöðum til ársins 1921, er þau fluttust að Stað í Steingríms- firði. Þar bjuggu þau í sex ár, eða til ársins 1927, er þau fluttust að Kletti í Gufudalssveit og bjuggu þar uns þau seldu búið í hendur Haraldi syni sínum fyrir örfáum árum. Þau Sæmundur og Soffía eign- uðust sjö börn: Matthías, lést 14 ára, og var hann foreldrum sínum mikill harmdauði, enda mikið mannsefni, Sigurbjörg, gift Óla Ananfassyni, fyrrum bónda að Hamarlandi, Margrét, ógift, talsímakona í Reykjavík, Ólfna, gift Vikari Davfðssyni, skrifstofu- manni í Reykjavfk, Brynhildur, gift Ásgeiri Benediktssyni, múrara í Keflavík, Haraldur, bóndi og hreppstjóri á Kletti, kvæntur Jóhönnu Jóhannes- dóttur og Brynjólfur, búnaðar- ráðunautur á Hólmavík, kvæntur Erlu Þorgeirsdóttur. Þannig er í fáum orðum lífssaga þessa mæta manns, en sú saga segir ekki mikið um mannkosta- manninn Sæmund Brynjólfsson. HINN 21. febrúar s.l. lézt á sjúkrahúsi í Winnipeg (Health Sciences Centre General) Hjálm- ur F. Daníelsson, ættaður frá Hólmlátri á Skógarströnd, 91 árs að aldri, einn hinn gagnmerkasti maður í hópi vestur-íslenzkra for- vígismanna á þessari öid. Var hann víðkunnur meðal Vesturls- lendinga og annarra þjóða manna í Vestur-Kanada og Bandarfkjun- um fyrir störf sín; og hið ágætasta orð gat sér einnig fyrir störf sín eftirlifandi kona hans, Hólm- fríður, ættuð frá Kaldrana f Húnavatnssýslu, en störf beggja voru mikil, ekki sfzt á sviði þjóð- ræknis- og félagsmála. Hjálmur fluttist til Kanada með foreldrum sínum 1894. Hann gekk menntaveginn og lauk B.Sc.A-prófi frá Manitoba háskóla 1915, en gekk þá f kanadíska her- deild og gengdi störfum í henni í 3 ár eða til styrjaldarloka (fyrri heimsstyrjaldar). Þegar hann var kominn vestur til Kanada á ný (1919) gerðist hann starfsmaður kanadísku sambandsstjórnar- innar og hafði með höndum yfir- stjórn starfsemi þeirrar, sem þá var hafin til þess að aðstoða heim- Við nútímafólk gerum okkur kannski ekki alltaf ljóst, hversu erfið lífsbarátta einyrkja bóndans var á fyrstu áratugum þessarar aldar, allra síst þeirra, er bjuggu f afskekktum, fámennum sveitum. Þessi harða lífsbarátta reyndi mikið á karlmennsku og þor og kannski ekki síður á andlegt at- gervi manna. Sæmundur Brynjólfsson var velbúinn þeim kostum, er gera menn hæfa til að standast þá raun að smækka ekki af erfiðleikunum, heldur vaxa og eflast við þá. Um karlmennsku Sæmundar og atorku væri hægt að fara mörgum orðum, þó hér í þessari stuttu minningargrein verði ekki nema lítillega á það drepið. Meðan Sæmundur var á Kleppustöðum í Steingrímsfirði átti hann marga ferðina yfir Steingrfmsfjarðarheiði. Kleppu- staðir standa undir heióarbrún- inni að austan og var heiðin þá samgönguleið milli héraða. Sæm- undur var þráfaldlega leiðsögu- maður ferðamanna um heiðina. I vetrarferðum reyndi oft á karl- mennsku og þor ferðamannsins f baráttu við ófærð og veðraham, enda mun margur ferðalangurinn þá hafa lagt allt sitt traust á hinn ratvísa og ötula fylgdarmann. Eftir að Sæmundur kom að Kletti þurfti hann mikið að sækja til aðdrátta um Kollafjarðarheiði að Djúpi. Þær ferðir reyndu einnig mikið á þolgæði og karlmennsku. Kom sér þá, sem áður, vel, að hann hafði ungur tamið sér að ganga á skfðum og náð leikni í þeirri íþrótt. Til aðdrátta þurftu Gufdælir lika að sækja til Flat- eyjar á Breiðafirði. I þeim ferðum var Sæmundur heldur ekki við- vaningur, því ungur hafði hann stundað sjóróðra við ísafjarðar- djúp og á Drangsnesi. Þegar þau hjón hófu búskap á Kletti árið 1927, var jörðin í ann- arra eigu, öll hús illa farin og túnið lítið og þýft og því mikið starf framundan fyrir vinnufúsar hendur. Sæmundur var þannig skapi farinn, að hann undi því lítt að eiga ekki sjálfur þá jörð, er hann erjaði. Hann festi þvf fljót- lega kaup á jörðinni og hófst handa um byggingar og ræktun. Hann tileinkaði sér jafnan tækn- ina, eftir því sem hún hélt innreið sína f íslenskan Iandbúnað. En athafnaþrá Sæmundar var ekki fullnægt með búskapnum einum. Hann lærði snemma nokkuð til járnsmíða, og hafði jafnan smiðju á bæ sfnum og smíðaði þá fyrir sjálfan sig og aðra hestajárn, ljá- bakka og önnur búskaparáhöld og margan morguninn mun hann hafa verið búinn að smíða skeifnaganginn, áður en aðrir risu úr rekkju. Handbragði Sæm- undar var viðbrugðið og hann mun hafa fundið upp og smfðað komna hermenn við að koma sér fyrir á ný, m.a. á sviði land- búnaðar. Vann hann þar hið merkasta og gagnlegasta starf, og vann að þessum málum allt til ársins 1947, er hann lét af emb- ætti fyrir aldurs sakir. Hjálmur hafði mikinn áhuga á bókmenntum og öðrum menn- ingarmálum allt frá bernskuárum í Lundar, Manitoba, síðar Árborg og Winnipeg. Hann var meðal aðalstofnenda ársfjórðungsritsins The Icelandic Canadian og starf- aði síðan fyrir ritið sem fram- kvæmda og útbreiðslustjóri f sam- fleytt 26 ár. Ahugi hans beindist mjög að íslenzkri sögu og fræðum og birtust greinar um þau efni eftir hann í tímaritinu. Greinar eftir hann birtust víðar vestra og hér á landi. Sumarið 1968 var Hjálmi sýnd- ur sá virðingarvottur, að honum var boðið, ásamt konu sinni, til mánaðardvalar hér á landi og var það f viðurkenningarskyni fyrir störf hans í þágu íslenzkrar menningar. Minningin um þá dvöl varð þeim síðar hin dýrmæt- asta. Eignuðust þau hér marga vini. hleypiklifbera betri og hentugrí en áður þekktust þar vestra. Þegar sauðfjárgirðingin kom þvert yfir Vestf jarðahálendið hafði Sæmundur eftirlit og við- hald hennar. Þetta starf rækti hann af alúð og kostgæfni eins og annað, sem honum var trúað fyrir. Og til marks um hreysti hans og harðfylgi má geta þess, að fram á nfræðisaldur hafði hann þennan starfa á hendi. Sæmundur Brynjólfsson var greindur maður og athugull, en hann var jafnframt dulur maður og stilltur og lítt fyrir að trana sér fram eða hreykja sér. Þó fór ekki hjá því, að honum væru falin trúnaðarstörf fyrir sveit sína. Hann átti um skeið sæti f hrepps- nefnd Gufudalshrepps og hreppstjóri var hann allmörg ár. Sæmundur átti létt með að tjá hugsun sína og tilfinningar í bundnu máli, en meðfædd hóg- værð og hlédrægni olli þvf, að hann mun sjaldan eða aldrei hafa flíkað þeirri gáfu sinni. Fastast mun þessi hneigð hafa sótt á hann, þegar erfiðleikar steðjuðu að honum, og hann gat einn gengið á vit náttúrunnar, sérstak- lega fjallanna, sem hann átti svo mörg spor um. Ég held, að það hafi ekki verið nein tilviljun, að Sæmundur valdi sér starf bóndans að ævistarfi. Hann unni náttúrunni heitu hjarta. Hann unni angan og frjó- magni gróðurmoldarinnar, hinum víðfeðma faðmi fjallanna. Hann unni dýrum og jurtum og öllu, sem lffsanda dró. Annars var Sæmundur slfkur maður, að hann hefði rækt hvaða lffsstarf sem var af alúð og atorku. Sæmundur var einlægur trúmaður, og hann fyrirvarð sig ekki fyrir að leita á náðir skapara síns í bæn, á erfið- leikastundum lífsins. Sæmundur taldi sig sjálfur gæfumann, þrátt fyrir ýmsan mótblástur í lífinu. Mesta gæfu- spor lífsins taldi hann vera, er hann kvæntist sinni góðu konu. Hún var honum traustur lffsföru- nautur í blíðu og stríðu. Á sinn hljóðláta, hógværa hátt bjó hún manni sínum hlýlegt og gott heimili, þar sem ríkti friðuf og eining svo fágætt má teljast. I návist þeirra hjóna var gott að dveljast, þar ríkti alúð og hjarta- hlýja. Nú þegar náttúran klæðist sínu fegursta skarti, er hinn aldni heiðursmaður lagður til hinstu hvíldar í faðmi þeirra fjalla og fjarða er hann unni heitast og fórnaði öllu sínu lífsstarfi. Að loknum þessum fátæklegu minningarorðum vil ég votta hon- um virðingu mína og þakkir og eiginkonu hans og börnum mína dýpstu samúð. Blessuð sé minning hans. Vikar Davfðsson. Hjálmur var mikill og eftir- minnilegur persónuleiki, ljúf- menni og prúðmenni, vinmargur og naut virðingar allra, sem kynntust honum. Eftirlifandi skyldmenni, auk ástríkrar eiginkonu, Hólmfrfðar, sem fyrr var getið, eru: Baldur LeRoy, sonur, þrjú barnabörn, systir, Mrs. Salome Johnson, og allmörg skyldmenni önnur. Vinir Hjálms heitins hér og Hólmfríðar, senda þeim innilegar samúðarkveðj ur. Kristfn Sölvadóttir. Minning - Hjálmur F. Daníelsson í Lundar

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.