Morgunblaðið - 20.07.1974, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 20.07.1974, Blaðsíða 28
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 20. JULI 1974 0 r> . o ÍSW*® WÆ l o VI Wm Afmœlisdagur Valtýs Eftir Topelíus Zacharius Spölkorn frá veginum stendur bóndabýli, sem ber nafnið Heimagarður. Við rauðmáluðu girðinguna standa tvö reynitré. í garðinum eru gróskumiklir berjarunnar, sem laufgast snemma á vorin og á sumrin svigna greinarnar undan þungum, safaríkum berjaklösum. Handan við garðinn er lundur með háum pílviðartrjám, sem bærast í hægum morgun- blænum. Handan við lundinn er þjóðvegurinn, hand- an við þjóðveginn er skógurinn og handan við skóg- inn tekur við hin víða veröld. Lystugi strúturinn Það er engu Ifkara en þessi strútur sé alæta, því að teiknarinn hefur raðað í hann alls konar dóti og drasli og hann spyr um tölu þess, sem strúturinn hefur étið. Hinum megin við býlið er vatnið og hinum megin við vatnið er borgin og allt um kring teygja úr sér gulir akrar og græn tún. íbúðarhúsið á býlinu er snyrtilegt með hvítum gluggakörmum og skrautlegri verönd á framhlið með tröppum niður, þar sem alltaf eru breiddir út smátt kurlaðir einiberjakvistir. í húsinu búa foreldrar Valtýs bróðir hans, Friðrik og systirin Lotta, ásamt Lenu gömlu og Jónasi. í hundahúsinu býr Karo, hesturinn Bravó í hesthúsinu Kúkkúlúkú í hænsnahúsinu. Valtýr er sex ára. Bráðum á hann að byrja í skóla. Ekki kann hann enn að lesa. En hann getur margt annað. Hann getur hoppað á öðrum fæti, staðið á höfði, steypt sér kollhnýs, gripið bolta, rennt sér á sleða, farið i snjókast, galað eins og hani, riðið á háhesti, borðað smurt brauð og drukkið mjólk. Hann getur slitið skóhælunum sínum, rifið gat á buxurnar sínar, nuddað sundur skyrtuermarnar, brotið diska, kastað bolta í rúður, teiknað gamla karla á blöð og bækur föður síns, dregið bandið úr rokknum, stigið í blómabeðin í garðinum, borðað yfir sig af stikilsberjum og náð aftur fullri heilsu, þegar hann er búinn að fá réttláta refsinsu. Annars er hann bezti drengur. Hann er bara fljót ur að gleyma þvi, sem pabbi hans og mamma hafa sagt. Þess vegna fer oft illa. Fagran sumarmorgun sat móðir hans á rúmstokknum hjá honum, þegar hann vaknaði. Hún kyssti hann og sagði: „1 dag er 20. júlí. Guð blessi þig, drengurinn minn“. Svo kom faðir hans líka og kyssti hann. Friðrik og Lotta voru komin á fætur og Lena og Jónas komu í dyragættina og öll voru þau glöð á svipinn. Karó dillaði rófunni, Bravó hneggjaði á stallinum og Kúkkúlúkú hélt þrumuræðu við hænsnagirðinguna. Hann hélt alltaf sömu ræðuna, en það gerði ekkert. Hann vildi bara votta virðingu sína. Valtýr neri stírurnar úr augunum og hló. Hann vissi vel hvað til stóð. Það var afmælisdagurinn hans í dag. Hann var kominn fram úr rúminu í einu stökki og fór að leita að fötunum sínum. Þeim hafði hann fleygt á víð og dreif kvöldið áður, því hann var mesti draslari. Það var tilgangslaust að brýna það fyrir honum að brjóta saman fötin sín og leggja þau á stólinn. ANNA FRÁ STÓRUBORG - saga frá sextándu öld Tríuítá og mest laut það að íþróttum og líkamsæfingum, enda varð hann brátt fríður og fagurlimaður, sterkur og stæltur og ofurhugi hinn mesti. Hann vílaði ekki fyrir sér að vaða beint út í brimið, þegar það var sem trylltast við sandana fram undan bænum, standa þar föstum fótum, óstuddur, og láta ölduhrönnina og útsogið belja um herðarnar á sér, og í fjöllunum kleif hann þar upp og ofan, sem öðrum þótti ófært. Hvar sem hann fór og hvað sem hann hafðist að, hvíldu jafnan augu húsmóðurinnar á honum. Ætíð léku bros um andlit hennar, þegar hún sá hann gera eitthvað aðdáunar- vert. Oft fölnaði hún upp, þegar hún sá hann hafa einhver glæfrabrögðin fyrir stafni, og ef hann var ekki heima við bæinn, var hún jafnan kvíðandi og áhyggjufull um hann. Stundum sendi hún þá mann frá verki til að sækja hann og segja honum að koma heim að bænum. Það eina, sem Hjalti hafði af ófrelsi að segja, var, að húsmóðir hans mátti aldrei til lengdar af honum sjá. Hún var hrædd um, að of- dirfska hans kynni að verða honum að voða. En heimilisfólkinu varð þetta stóra eftirlætisbarn hrein og bein plága. Við taumlaust írelsi varð ofmetnaður hans einnig tamnlaus. Alla daga gekk hann iðjulaus eins og logi yfir akur, og þakkarvert var það, þegar vinnandi fólk mátti hafa frið fyrir honum. En það var ekki því að heilsa. Eink- um voru það vinnumennirnir, sem urðu fyrir barðinu á honum. Hann vildi fá þá til að glíma við sig, og ef þeir vildu það ekki, flaug hann á þá og stríddi þeim og storkaði á allar lundir, þar til þeir reiddust og jusu yfir hann skömm- um eða fóru jafnvel illa með hann. Aldrei sagði hann önnu eftir þeim eða kærði þá fyrir henni, og virtu þeir hann meira fyrir það. En kæmist hún samt að því, að Hjalti hefði verið hart leikinn, var henni jafnan að mæta. Miklu sjaldnar urðu vinnukonurnar fyrir áreitni hans. Hvort sem það var af umhyggju fyrir þeim eða honum, eða hvoru tveggja, þoldi húsmóðirin aldrei, að hann gerði sér dælt við þær. Hjalti sá það vel, að hann var illa liðinn á heimilinu, bæði meðal kvenna og karla. Hann vissi vel, að öfund réð þar miklu. Hann vissi vel, að þetta fólk, sem vann baki brotnu frá morgni til kvölds, gat ekki urmað honum þess að leika sér og ganga iðjulaus. Hann heyrði það tala um, að dálætið á honum hefði blindað svo húsmóðurina, að hún sæi hvorki, hvað sómi hennar væri né honum fyrir beztu. Hann eldist upp til að verða landeyða og gott ef ekki landhlaupari og óknyttamaður. Hvað mundi úr honum verða, þegar hann nyti ekki önnu að lengur? Þessi ummæli og önnur því um lík sámuðu Hjalta, og — Þér verðið að taka þennan, — ég næ honum ekki af.... — Þetta er skárra í kvöld.... eggin og tómatarnir eru þá ný.... Hey, viljið þið ekki rúlla yfir það fyrir mig... þá spara ég 50 kr. í pressun.... — Vegna óheppni meistarans verður helmingur miðaverðsins endurgreiddur....

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.