Morgunblaðið - 01.08.1974, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 01.08.1974, Blaðsíða 2
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 1. ÁGUST 1974 Þróun 874—1974: Þáttur verzlunar og Reykjavíkur — í þróunarsýningunni í Laugardal ÁTTA aðilar standa að deild verzlunar á þróunarsýningunni f Laugardalshöll. Þar hefur verið leitazt við að rekja sögu fslenzkrar verzlunar allt frá landnámsöld og fram á þennan dag og sýnt er, hvernig verzlunin hefur þrðazt frá þvf að vera nær eingöngu utanrfkis- verzlun til þess að verða jafn blðmleg bæði innanlands og við útlönd og nú er. Hér er sýnt, hvar verzlað hefur verið á landínu og á ýmsum tfm- um, en þegar verzlun gekk hvað treglegast var einungis verzlað á tfu stöðum á landinu öllu. Það, sem mesta athygli sýning- argesta hefur vakið í þessari deild, er krambúð, sem sett hofur verið upp. Hún er eins og þær gerðust um og fyrir sfðustu alda- mót og þar má sjá, hvernig öllu hefur ægt saman, allt frá títu- prjónum og næturgögnum upp í tunnur og önnur stórvirki, en einnig getur að Iíta margar mynd- ir, margar hverjar stórskemmti- legar úr ýmsum verzlunum frá gamalli tíð. Þá er á sýningunni fyrsta við- skiptabók, sem færð var á ís- lenzku, en það var verzlun Geirs Zoöga, sem innleiddi þá nýlundu hér á landi á 18. öld. íslenzkur verzlunarannáll hef- ur verið settur upp á sýningunni og enda þótt þar sé stiklað á stóru gefur hann gott yfirlit yfir þróun- ina allt frá upphafi og til þessa dags. Vöxtur og viðgangur Reykjavík- ur hefur alla tíð staðið í nánum Moshe Leshen sendiherra Israels á tslandi. Lærði „ÉG fór að sjá íslenzku óper- una f gærkveldi — og sá þar hvar Kissinger hefur fengið þá hugmynd að halda uppi mála- miðlunartilraunum með þvf að vera sffellt á flugi milli deilu- aðila — hann hefur það auðvit- að frá Loka,“ sagði Moshe Lesh- cn sendiherra Israels á tslandi í samtali við blaðamenn f gær. Þá hafði hann boðað til fundar við sig í þvf skyni að gera grein fyrir afstöðu Israels f deilunum við Araba. Hann brá hinsvegar á glens, hvenær sem færi gafst, virtist hafa skilið eðli Þrymskviðu og óperu Jóns Asgeirssonar býsna vel og haft af henni mikla ánægju, enda þótt á honum mætti heyra, að honum hefði fundizt ástæða til að leggja meiri áherzlu á ,,kímni“ verks- ins í uppfærslunni. Ekki vildi hann af diplómatískum ástæð- tengslum við verzlunina, enda er það ekki fyrr en Skúli Magnússon og Innréttingar koma til sögunn- ar, sem Reykjavík fer að byggjast upp að ráði. Umsjónarmaður deildarinnar er Þorvarður Elfasson. 1 Reykjavíkurdeild sýngingar- innar Þróun 874—1974 hefur ver- ið safnað saman ýmsum munum og minningum, sem hafa komið við sögu Reykjavíkur. Meðal þess, sem mesta athygli vekur, eru tvö líkön, sem gerð hafa verið af byggð í Reykjavfk. Annað er af byggðinni eins og hún var árið 1786, en þá fékk Reykjavík kaupstaðarréttindi og voru þá 183 íbúar á staðnum. Hitt líkanið sýnir svo aftur byggðina eins og hún er nú, en af þeim húsum, sem stóðu í Reykjavík eru nú aðeins tvö við lýði, þ.e.a.s Assistentshúsið við Aðalstræti þar sem Silli og Valdi verzla nú og svo Múrinn sem kallaður var en þar var þá tukthús staðarins Sfðan hetur vegsemd hússins vax ið til mikilla muna svo sem kunn ugt er, en þar er nú m.a. skrif stofa forseta Islands. Þetta líkan hefur Aage Nielsen Edwin gert. Hitt líkanið er af Reykjavík eins og hún er nú og þar hefur svæðið, sem sýnt er á líkaninu af gömlu Reykjavík, verið afmarkað til samanburðar. Skýringarmyndir og kort af Reykjavík eru mikilvægur þáttur í deildinni og er þar m.a. gerð grein fyrir hinni nýju áætlun um umhverfi og útivist í Reykjavík- urborg. Er gestum sýningarinnar gefinn kostur á að gera skriflegar breytingartillögur þar að lútandi og verða þær síðar afhentar borg- aryfirvöldum til íhugunar. Athygli vekur, að reynt hefur verið að gera þessa deild sýning- arinnar þannig úr garði, að ekki væri síður gaman af henni að hafa en gagn. Þannig hefur t.d. verið safnað saman frásögnum af spaugilegum atvikum í bæjarlíf- inu svo og myndum af ýmsum þekktum persónum, sem sett hafa sinn svip á bæjarbraginn. Að frumkvæði sýningarinnar hefur verið efnt til skoðunarferða um borgina og hafa fróðir menn um sögu og staðhætti verið fengn- ir til ieiðsögu. Lagt er upp frá Laugardalshöll dag hvern k).3síð- dcgis, en kl. korter fyrir þi jú fer bifreið frá Gimli við Lækjargötu. Þar sem aðsókn er miki! í þess- ar ferðir er nauðsynlegt að Framhald á bls. 18 V erzlun arm an n ahelgin: Utisamkomur í Vatns- firði og við Hrafnagil LlTIÐ verður um útisamkomur miðnætti á sunnudag. Þrjár Endurnar á Tjörninni verða að fá sitt eins og aðrir og þessar litlu stúlkur ætluðu að sjá til þess. úti á landi um verzlunarmanna- helgina að þessu sinni eftir þvf sem næst verður komizt, en dans- leikir verða að venju á mörgum stöðum, þar sem ekki eru skipu- lagðar útiskemmtanir. Stærsta útiskemmtunin verður að lfkindum f Vatsfirði á hátfðarsvæðinu, þar sem Vest- firðingar héldu þjóðhátfð sfna og verður öll aðstaða þar hin sama og á þjóðhátfðinni. Þá verður bindindismannamót að Hrafna- gili f Eyjafirði með svipuðu sniði og f fyrra. Ámundi Ámundason, sem stjórnar samkomunni í Vatns- firði, sagði í samtali við Mbl. í gær, að hátfðin hæfist kl. 15 á föstudag og yrði slitið eftir kl. 2 hljómsveitir munu leika á skemmtuninni og fjöldi skemmti- krafta kemur fram. Þá geta menn keypt sér far með víkingaskipi um Vatnsdalsvatn. Áfengisneyzla verður bönnuð á samkomunni. Gunnar G. Schram til Caracas í ágúst I frásögn Mbl. af hafréttarráð- stefnunni í Caracas í gær féll nið- ur, að Gunnar G. Schram vara- fastafulltrúi íslands hjá Sameinuðu þjóðunum mun sitja ráðstefnuna í ágústmánuði. Kirkjubæjarklaustur: Nýtt rekstursform Eddu- hótels gefur góða raun og matsölu. Björn Vilmundarson forstjóri Ferðaskrifstofu rfkisins sagði f samtali við Mbl. f gær, að á undanförnum árum hefði verið nokkurt tap á rekstri þessa Eddu- hótels og hefði þvf annaðhvort orðið að hætta eða breyta rekstri I SUMAR var rekstursformi Edduhótelsins á Kirkjubæjar- klaustri breytt nokkuð og um það samið við starfsfólk hótelsins, að það fengi f sinn hlut ákveðinn hluta tekna hótelsins af gistingu Kissinger af Loka? um ganga lengra í samanburði á Kissinger og Loka, en sagði þann fyrrnefnda einstaklega laginn samningamann og bragðvísan. „Hann hefur sér- stakt lag á að leggja sama málið fyrir marga aðila með msimun- andi hætti, þannig að allir megi vel við una — enda þótt þeir viti sjálfir mætavel, hvað hann er að gera,“ sagði Leshen. Moshe Leshen, sem hefur að- setur í Kaupmannahöfn, hefur komið til íslands þrisvar áður og séð þó nokkuð af landinu. Hann er fæddur og uppalinn í Tékkóslóvakfu og kom ekki til Israels fyrr en árið 1948, þá sem blaðamaður tékknesks dag- blaðs og átti að fylgjast með fyrstu átökum ísraels og Araba eftir að landið varð sjálfstætt ríki. Nokkru síðar fluttist hann til landsins og hóf störf hjá utanríkisþjónustu Israels. Leshen kvaðst hafa viljað nota tækifærið til þess að kynna Is- lendingum sjónarmið landa sinna I átökunum við Araba. Það væri sér gleðiefni, að ekki hefði orðið vart neinnar af- stöðubreytingar íslenzkra stjórnvalda í garð ísraels eins og raun væri víða annars stað- ar. „Það er ekki um að villast," sagði hann „að þarfir Israels og málstaður mæta ekki sama skilningi og áður ... en við höf- um víst öll heyrt talað um efni, sem heitir olía,“ bætti hann við og hló. Leshen rakti þá samninga, sem gerðir hafa verið um að- skilnað herjanna á Sínaí og I Golanhæðum og sagði allar til- slakanir í þessum samningum, sem þó útilokuðu alls ekki að styrjöld skylli aftur á, gerðar af hálfu Israela. „Við höfum ekk- ert fengið í staðinn fyrir þau landsvæði, sem við höfum látið af hendi; engir friðarsamning- ar hafa verið gerðir og engar tryggingar settar fyrir því, að átökin hefjist ekki aftur hve- nær sem er.“ Hann kvaðst lítt trúaður á, að ísraelar fengjust til að slaka frekar til gagnvart Sýrlending um vegna fyrri reynslu þeirra af árásum Sýrlendinga úr Gol- anhæðum á samyrkjubú Isra- ela. Á Sínai væri hugsanlegt, að þeir fengjust til að draga herlið sitt lengra til baka, þó yrði Sharm E1 Sheik talsvert vanda- mál. „Egyptar hafa áður lokað Akabaflóa og,enda þótt lið Sam- einuðu þjóðanna væri þar á sín- um tíma, var það einfaldlega kallað burt — svo að við treyst- um illa slíku fyrirkomulagi.“ Erfiðast taldi hann þó að yrði að semja við Jórdaníu, úr því Framhald á bls. 18 þess. Var ákveðið að breyta rekstrinum f þetta form til reynslu og sagði Björn, að þetta fyrirkomulag hefði gefið góða raun það sem af væri sumri. Hef- ur starfsfólkið vissa tckjutrygg- ingu, en sfðan ákveðinn bónus eftir þvf hvernig reksturinn geng- ur. Sagði Björn Vilmundarson, að þeir hjá ferðaskrifstofunni vildu gjarnan reyna þetta rekstursform á fleiri stöðum næsta sumar. Framhald á bls. 18 mm^mmmmmmmmmmmmm^mmmmmmmmmmmmammmmm^mmmm Bv. Ingólfur Arn- arson úr viðgerð SKUTTOGARI Bæjarútgerðar Reykjavíkur, Ingólfur Arnarson, kemur til landsins í næstu viku eftir viðgerð í Þýzkalandi. Að sögn Asgeirs Magnússonar for- stjóra bæjarútgerðarinnar þurfti að gera við lest skipsins á sama hátt og bv. Snorra Sturlusyni og einnig var skipið tekið í 6 mánaða skoðun. Skipið leggur af stað heimleiðis á mánudag og verður væntanlega komið til landsins fyrir lok næstu viku.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.