Morgunblaðið - 01.08.1974, Síða 3

Morgunblaðið - 01.08.1974, Síða 3
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 1. AGÚST 1974 3 Ekki aðrir betri gestir á þjóðhátíð í KVEÐJUHÓFI, sem Vestur- Íslendingar, er hingað komu á þjóðhátfð, efndu til f Frfmúr- arahúsinu sfðdegis í gær, af- henti formaður Þjóðræknisfé- lags tslendinga f Vesturheimi, Skúli Jóhannsson, gjöf til Listasafns rfkisins, stóra ljós- mynd af málverki, sem þckkt- asti fslenzki málarinn vestan hafs, Arni Sigurðsson, gerði af fyrsta varanlega fslenzka land- náminu I Vfðinesi við Winni- pegvatn 21. október 1875. Sr. Bragi Friðriksson formaður Is- landsdeildar Þjóðræknisfélags- ins veitti gjöfinni móttöku og ætlar að koma henni til skila. Fleiri gjafir voru f þakklætis- skyni færðar þeim, sem vel höfðu við gestina gert. Vestur Þetta myndarlega kveðjuhóf sátu 500—600 manns, vestur- heimski hópurinn og íslenzkir vinir og velunnarar. Viðstaddir voru m.a. Ólafur Jóhannesson forsætisráðherra, Halldór E. Sigurðsson fjármálaráðherra, sendiherra Kanada á lslandi, dr. Þorláksson, fulltrúi Kanada á þjóðhátíð og fleiri. Fyrsti og stærsti hópurinn, frá Winnipeg, fer heim á laug- ardagsmorgun eftir mjög ánægjulega ferð til Islands, að því er allir sögðu. Formaður Þjóðræknisfélagsins, Skúli Jó- hannsson, þakkaði fyrir hönd Vestur-Islendinganna ógleym- anlegar móttökur og ræddi samskipti íslendinganna báð- um megin hafsins og baráttu Vestur-lslendinga við að halda tungu feðra sinna og samskipt- um. Ennþá kemur út íslenzkt blað í Kanada Lögberg-Heims kringla, þó að það beri sig eng- an veginn og sé rekið með stór- tapi ár hvert. Þá afhenti Skúli gjöfina til Listasafnsins og aðrar gjafir í þakklætisskyni. Pétri Thor- steinsson ráðuneytisstjóra og Matthíasi Johannessen for- manni þjóðhátíðarnefndar 1974 voru færðar innrammaðar ljós- myndir af fyrrnefndu mál- verki. Matthías þakkaði fyrir hönd þjóðhátiðarnefndar með stuttri ræðu, þar sem hann sagði, ma.a., að ekki hefði Is- land getað fengið betri gesti á þjóðhátíð en Vestur-íslending- ana. Hann vitnaði i ljóðið „Þótt þú langförull legðir sérhvert land undir fót, bera hugur og hjarta samt þíns heimalands mót“, og sagði, að við fyndum Skúli Jóhannsson afhendir Braga Friðrikssyni gjöf til Listasafns rfkisins, mynd af fyrstu íslenzku landnemunum að stfga á land I Vfðinesi við Winnepcgvatn. S ’ -Islendingar kveðja sannarlega, að Vestur-lslend- ingar bæru þetta heimalands mót. Þá afhenti Skúli öðrum þjóð- hátíðarnefndarmönnum m.vnd- ir til minja, þeim Indriða Þor- steinssyni, Höskuldi Ólafssyni, Gísla Jónssyni, Agli Sigurgeirs- syni og Gunnari Eyjólfssyni. Einnig Hallgrími Hallgríms- syni aðalræðismanni Kanada á tslandi, Finnboga Guðmunds- syni landsbókaverði, sem m.a. var fyrsti kennari í islenzku- deild Winnipegháskóla, Gísla Guðmundssyni, sem hefur ann- azt móttöku gestanna að vestan í sumar, og Heimi Hannessyni, sem Skúli þakkaði sérstaklega aðstoð við förina og dvölina hér. Fyrrverandi formanni Is- landsdeildar Þjóðræknisfélags- ins, Sigurði Sigurgeirssyni, færði Skúli þakklæti fyrir að hafa í meira en tvo áratugi veitt Vestur-lslendingum ómetan- lega aðstoð. Sigurður sagði i þakkarræðu sinni, að aldrei hefði hann fyrr séð jafn fjöl- mennt og glæsilegt hóf Vestur- Islendinga hér og sýndi það, að öll svartsýni um að ekki kunni að vera hægt að halda tengslun- um yfir hafið væri óþörf. Færði Skúli honum mynd af fyrstu landnemunum í Víðinesi og minjagjöf. Þá lék Snjólaug Sigurðsson, kunnur píanóleikari, sem er með í för Vestur-Islendinganna prelude eftir Debussy á píanó við mikla ánægju gesta. Ólafur Jóhannesson forsætis- ráðherra, sem nú þurfti að yfir- gefa þetta hóf, ávarpaði gesl- ina. Vitnaði hann í ljóðlínurnar „Hvað er svo glatt sem góðra vina fundur“ og kvaðst viss um, að vesturheimsku gestirnir hefðu fundið hér, að þeir væru góðir gestir. Bað hann þá færa þakklæti frá íslenzku þjóðinni til Vestur-Islendinga heima og bauð vestur-íslenzku gestina velkomna sem fyrst aftur til íslands. Fleiri stóðu upp: Stef án Stephensen fararstjóri Winnipeghópsins ræddi brott- förina og kvaðst klökkna við tilhugsunina. Bragi Friðriksson formaður íslenzku deildarinnar þakkaði þetta veglega og fal- lega samkvæmi sem væri Vest ur-Islendingum líkt að bjóða til, og hann þakkaði öllum hér á landi, sem hefðu verið boðnir og búnir að gera dvöl gestanna sem ánægjulegasta. Hann skýrði frá því, að í fyrsta skipti hefðu stjórnir begggja félag- anna, í Reykjavík og Winnipeg, getað haldið fund saman í gær hér á landi og þá rætt væntan- lega hópferö Islendinga vestur um haf á 100 ára afmæli ís- lenzka landsnámsins næsta sumar. Lýsti Bragi persónu- legri reynslu sinni og konu sinnar af dvöl með Islendingum í Kanada. Þau hefðu komið heim betri Islendingar en fyrr. Tani Björnsson frá Seattle fararstjóri hópsins frá Banda- ríkjunum þakkaði viðtökur og minnti sinn hóp á brottför frá íslandi næstkomandi miðviku- dag og Eyfells aðstoðarfarar- stjóri ræddi brottförina. Sess- elja Eldjárn þakkaði þetta boð fyri-r sína hönd og gestanna. Þá talaði Þorsteinn Matthíasson og að lokum steig i ræðustól dóttir Stephans G. Stephanssonar, Rósa Benediktsson, og fer ræða hennar hér á eftir: Herra forseti lslands, for- sætisráðherra, háttvirtir gestir og ferðafélagar. Það er mér mikil ánægja að vera viðstödd hér i dag á þessu móti. Sömuleiðis er það mér fagnaðarefni að vera komin heim i annað sinn á ævinni. Eldra fólk vestra talaði svo oft um að „fara heirn". Faðir minn sagði svo í kvæði sínu: r,Ég legg á hafið heiman þvi heim ég komast vill.“ Þó að ég sé borin og barn- fædd vestra finnst mér ég vera svo heima hjá mér á Islandí. Mér finnst ég hafi svo mikið til að vera þakklát fyrir. I fyrsta lagi það að vera af is- lenzku bergi brotin og að hafa átt þá foreldra, sem ég átti. Vil ég nú bera Islandi og Is- lendingum kveðjur frá Islend- ingum i Alberta og sérstaklega frá fjölskyldu minni og mér. Svo þakka ég ykkur öllum fyrir gestrisnina og góðsemina, sem mér hefur verið auðsýnd i svo ríkum mæli. Allt hefur hjálpað til að gjöra veru mína hér svo ánægjulega. Vil ég svo enda með kvæði föður mins, Veizlulok, ortu 1914: Vinir sem vin ei gleyma Við áttum snöggvast heima — Dátt var dillað kátum! Drógum sem við gátum, þetta lokalag — Öllum er eitt að þakka. Allt sem létu flakka Gleðina, glettnina frakka, Grátinn með hlátur brag. Skjótari von og vilja Við erum nú að skilja! Tæmd er teyguð minni, Tómleg húsa-kynni, Autt er um bekk og borð — Leiðirnar út í löndin Leggja á tungu böndin — Þarna er þögul höndin! Þegar mig brestur orð. Hluti af salnum 1 hinu geysif jölmenna kveðjuhófi Vestur-Islendinganna. Þjóðhátíð Reykvíkinga: Hlaupið með kyndilinn frá Ingólfshöfða hefst í dag Fjölþætt dagskrá hátíðarhaldanna um helgina ÞJÓÐHATÍÐ Beykvlkinga verður um næstu helgi. Fjölþætt dagskrá hefur verið undirbúin fyrir hátlð- arhöldin og er leitazt við að gera sem flestum til hæfis. Dagskráin hefst á laugardag á þvf, að Bessi Bjarnarson, Glsli Alfreðsson og Ómar Ragnarsson fara 1 vfkinga- skipum um borgina að úti- skemmtunum, sem haldnar verða fyrir börn við ýmsa skóla f borg- inni og þeir stjórna. Eftir hádegið hefst hátíðin formlega með ræðuhöldum og dagskrá á Arnarhóli. Við opnun hátíðarinnar verður komið með kyndil og tendraður eldur við styttu Ingólfs, en hlauparar munu hlaupa með kyndilinn frá Ingólfs- höfða til Reykjavíkur. Vegalengd- in er um 385 km og munu tæplega 300 hlauparar taka þátt í hlaup- inu, sem hefst í dag. Á laugar- dagskvöldið verður kvöldskemmt- un við Arnarhól með ýmsum at- riðum til skemmtunar og fróð- leiks, dansað verður við fimm skóla í borginni að lokinni dag- skránni. Á sunnudaginn verða hátíðar- messur f öllum kirkjum borgar- innar kl. 11, en eftir hádegi hefst dagskrá á íþróttavellinum í Laug- ardal, þar verður m.a. iþrótta- keppni og skákkeppni Friðriks Ólafssonar og Noregsmeistarans Sven Johannessen með lifandi taflmönnum. Um kvöldið verður knattspyrnuleikur milli úrvals- liða Reykjavikur og Kaupmanna- hafnar á Laugardalsvellinum og er búizt við mjög sterku liði frá Danmörkú til þátttöku í þeim leik. Þá verður um kvöldið hátíð- arsamkoma i Dómkirkjunni i til- efni 100 ára afmælis þjóðsöngs- ins. Fyrir hádegi á mánudag verða barnaskemmtanir við sömu skóla og áður, sem Bessi, Gisli og Ómar stjórna, en eftir hádegið verður síðdegisskemmtun við Arnarhól með ýmsum atriðum við allra hæfi. Á mánudagskvöldið verður kvöldskemmtun við Arnarhól, en að henni lokinni verður dansað í miðborginni á þrem stöðum til kl. 1 eftir miðnætti, en þá verður mikil flugeldasýning við Arnar- hól i umsjá Hjálparsveitar skáta og hátíðinni slitið. I tilefni þjóðhátíðarinnar verð- ur sérstök þjóðdansasýning á föstudagskvöld og dansar þar dansfólk úr Þjóðdansafélagi Reykjavíkur dansa eftir Sigríði Valgeirsdóttur við tönlist eftir Jón Asgeirsson. Ókeypis aðgangur verður að öll- um atriðum dagskrárinnar, sem fram fara undir beru lofti, þ.á m. íþróttaleikir. Stefán Kristjánsson framkvæmdastjóri þjóðhátiðar- nefndar Reykjavikur sagði i sam- tali við Mbi. i gær, að nefndin vænti þess, að Reykvikingar tækju þátt í hátíðarhöldunum og sæju sóma sinn í, að hátíðin færi sem bezt fram. Eins og áður sagði leggur hlaup- ari I dag af stað með logandi kyndil frá Ingólfshöfða til Reykjavíkur. Áður en hlaupið hefst verður afhjúpaður minnís- varði uin Ingólf Arnarson á höfð- anum og afhjúpar Sigurður bóndi á Kvískerjum varðann. Viðstadd- ir verða m.a. borgarstjórinn i Reykjavík og nefndarmenn í þjóð- hátiðarnefnd Reykjavikur. Peningar fundust Breiðholti I SlÐUSTU viku fannst i neðra Breiðholti peningabudda með töluvert miklum peningum í. Það var skilvis 6 ára gamall drengur, sem fann budduna og kom henni til lögreglunnar. Ef einhver telur sig hafa týnt þessari buddu, má hann eða hún snúa sér til Bjarka Elíassonar, yfirlögregluþjöns, sem skilar henni gegn haldgóðri lýsingu.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.