Morgunblaðið - 01.08.1974, Síða 4

Morgunblaðið - 01.08.1974, Síða 4
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 1. ÁGUST 1974 BÍLAIilGA !0 CAR REIMTAL n 21190 21188 LOFTLEIÐIR BÍLALEIGAN IEYSIR CAR RENTAL 24460 í HVERJUM BÍL PIONŒŒn ÚTVARP OG STEREO KASSETTUTÆKI tfllllll -Tilboð- ■ AKIÐ NÝJA ■ HRINGVEGINN Á SÉRSTÖKU ■ AFSLÁTTARVERÐI SHODfí LCIGAH CAR RENTAL AUÐBREKKU 44, KÓPAV, ® 4-2600 Í4 HÓPFERÐA- BÍLAR Til leigu í lengri og skemmri ferðir 8 — 50 farþeqa bílar. KJARTAN INGIMARSSON Slmi 86155 og 32716 Leiguf lug - þjónustuf lug - vöruflug-sjúkraflug- útsýnisflug INNANLANDS OG UTAN __________ Sverrir Þóroddsson /f Gamla flugturninum —/ fc Reykjavikurflugvelli \\ Simi28420 Allan sólarhringinn HVER ER SINNAR ÆFU SMIÐUR 0 SAMVINNUBANKINN Hverjir láta undan? Ólafur Jóhanncsson hcfur nú ( vikutfma haft forystu um viðræður fjögurra stjórnmála- flokka I þvf skyni að endurreisa vinstri stjórnina, sem þjóðin felldi f kosningum fyrir mánuði. Enn virðist allt á huldu um árangur þessara við- ræðna. Engum dylst þó, að djúp er staðfest á milli vinstri flokk- anna, að þvf er varnarmálin varðar. Spurningin er aðeins sú, hvort þeir meta ráðherra- stólana svo mikils, að þeir séu reiðubúnir að verzla með þá stefnu f þessum efnum, er þeir reisa kjörfylgi sitt á. Olafur Jóhannesson hefur upplýst f samtali við Morgunblaðið, að auðvitað sé einhver ágrein- ingur um utanrfkismálin, en viðræðurnar séu hins vegar ekki komnar á það stig, að séð verði, hvort jafna megi ágrein- inginn. 1 málgögnum Alþýðubanda- lagsins og Alþýðuflokksihs má hins vegar glöggt sjá, á hvaða stigi þessar samningaumleit- anir eru um þessar mundir. Þjóðviljinn hefur fram til þessa haldið þvf fram, að það sé lágmarkskrafa Alþýðubanda- lagsins, að undanbragðalaust verði staðið við fyrirheit hinnar föllnu vinstri stjórnar að gera landið varnarlaust. Al- þýðublaðið hefur á hinn bóginn lýst þvf afdráttarlaust, að Al- þýðuflokkurinn geri ekki svo mikið sem að ræða þessa kröfu. t forystugrein Þjóðviljans f gær er ekki kveðið jafn fast að orði f þessum efnum og fram til þessa. Þar segir: „Og sfðast en ekki sfst þarf að losa þjóðina við allan erlendan her. Um það eru víssulega skiptar skoðanir meðal vinstra fólks, hvenær og með hvaða móti losa á landið við erlendan her og vfgvélar, en það er vinstri stefna að vilja frjálst og herlaust land.“ Hér er ekki minnst á lágmarks- kröfu, sem undanbragðalaus" verði að standa við. Fróðlegt verður að sjá, hvort Alþýðu- bandalagið metur ráðherrastól- ana svo mikils, að það sé reiðu- búið að láta að einhverju leyti undan f varnarmálunum. Alþýðublaðið lætur á hinn bóginn engan bilbug á sér finna. 1 forystugrein þess f gær segir:„A slfkum tfmum eins og þeim, sem nú eru, telur Al- þýðuflokkurinn það vera mikinn ábyrgðarhlut af stjórn- málaflokkum að reyna enn á ný að þyrla upp moldvíðri um mál, sem engum sköpum skipta um afkomu almennings f landinu. Þvf fráleitara er það, ef stjórnmálaflokkar ganga þá til leiks með þvf mgrkmiði að reyna að knýja fram málefni, sem almenningur f landinu hefur f nýafstöðnum kosn- ingum glögglega og ótvfrætt tekið afstöðu gegn. Slfkt er ábyrgðarlaus hráskinna- leikur og þeim einum ætl- andi, sem láta sig það engu varða, hvort almenningur f iandinu eigi að hafa nokkra möguleika til þess að standa af sér þann mikla afkomuvanda, er við blasir . . . Að setja nú önnur mjál á oddinn — og það mál, sem þjóðardómur hefur verið felldur um — er hámark ábyrgðarleysisins. Menn, sem þannig vilja hugsa, hefur þjóðin ekkert með að gera eins og málum er nú háttað." Hér er talað tæpitungu- laust! Aður en skriður er kominn á viðræður Alþýðu- flokksins við fráfarandi stjórnarflokka um endurreisn vinstri stjórnarinnar, segir Al- þýðublaðið hiklaust, að þjóðin hafi ekkert við fulltrúa Alþýðu- bandalagsins að gera haldi þeir fast við lágmarkskröfu sfna um brottför varnarliðsins. Ekki er nema von, að Ölafur Jóhannes- son geti ekki áttað sig á þvf, hvort þennan ágreining megi jafna. Það geta vist fæstir um þessar mundir, enda spurt um það, hvort menn séu reiðubúnir til þess að selja sálu mfna. St j órnarmy ndunarviðræður hafa sjaldan farið fram með opinberum hætti eins og nú hefur átt sér stað. Þjóðin getur þvf fylgst með þvf, sem er að gerast f þessum efnum frá degi til dags. Fróðlegt verður að sjá, hvort Alþýðuflokknum tekst að sveigja Alþýðubandalagið til undanhalds f varnarmálunum eða, hvort niðurstaðan verði á hinn veginn, að Alþýðuflokkur- inn falli að einhverju leyti frá skýrt markaðri og afdráttar- lausri stefnu sinni. Þjóðarblómið (Vicia cracca). Við kunnum öll söguna frægu um ástina og aldingarðinn Eden og tildrög mannlífs á jörð- inni. En gleymist okkur ekki, að upphaf okkar eigin þjóðar- sögu er um margt mjög svipað? Við þau miklu hátíðarhöld, sem nú fara fram, er aldrei imprað á þessari sögu. Karlar i ræðupúlti verða að tala um hetjudáð, áræði, þrautseigju og vitsmuni feðra sinna, en geta mæðra sinna aðeins i Iikingunni við hið eilifa smáblóm og gróandi þjóðlíf, sem tilbiður guð sinn og svo framvegis. Ástarsagan sígilda, sem tengd er minningu Helgu Arnardóttur í Hrífudal á Fjölum i Dalsfirði, hefur verið hálfgert feimnismál þeirra manna, sem staðið hafa fyrir mannfagnaði á landi hér i ellefu hundruð ár. Nú þegar við höfum eignazt fáeina garðbekki og skjóllundi ætti okkur að vera óhætt að hvíslast á um þetta forna ástarævintýri. Það gæti orðið til þess, að eftir hundrað ár yrði uppistaðan í flestum ræðum sagan af Helgu, Leifi og syni jarls. Við skulum hafa það fyrir satt, „þar til annað reynist“, að það sé upphaf þeirrar sögu, að einn fagran sumardag i önd- verðu brygði Helga heimasæt- an i Hrífudal sér á birkiskóg að lesa sér blóm i hársveig. Þar i skóginum óx hin fagra blóm- jurt, er umvafði birkistofnana og bar svo fagurblá blóm, að ekkert jafnaðist á við lit þeirra nema skær augu ungmeyjar með ljósgullið hár. Sextán ára stúlkur gera sér flest að stássi. Hún var frjáls og fri og vissi af hetjunni í skóginum við þiður- veiði. Draumahetju allra meyja á Fjölum, Leifi syni Hróðmars á Hólmi. Iþróttagarpinum, sem sjaldan geigaði bogaskot og gat sungið til skotmáls bæði fugla og elgi úr mörkinni. Og það gat ekki farið hjá þvi, að veiði- maðurinn ungi yrði fyrir töf á för sinni um skóginn i leit hinn- ar villtu bráðar. Helga frænd- kona hans var heillandi fögur, þar sem hún sat í skógarjaðrin- um með bláan blómsveig um gullið hár. Það var vel til vinn- andi að sverjast í fóstbræðralag við stirðvaxinn og fáskiptinn bróður hennar til að tryggja sér hana fyrir konu. Framhaldið höfum við heimildir um frá Ara fróða og við þekkjum söguna um landnámið og hvernig Leif- ur lét veiðifýsnina gabba sig til bjarnarleitar í Dynskógum. En um það höfum við engar heimildir, hvað af Helgu varð eftir að Ingólfur sótti hana í Vestmannaeyjar og drap þar Dufþak og fleiri þræla. Amstur Ingólfs vegna systur sinnar er með fádæmum. Næsti kafli sögunnar fjallar um það, þegar Karli þræll ræn- ir konu og hverfur á braut og finnst um síðir trúlega við Villingavatn. Nafngift staðar- ins er vísbending, sem vekur umhugsun. Hinn trúi Vífill, sem öndvegin fann í hvera- víkinni gegnt Gróttu, er þá snögglega gefið sjálfsforræði og gott land undir bú að Vífils- stöðum, og þjóðsagan hermir, að hann hafi haft útveg frá Breiðabólsstað á Álftanesi. Það er athyglisverð saga og bendir til, að Ingólfur hafi viljað forð- ast örlög Leifs. Helgu er að engu getið eftir að búseta er að fullu ráðin i landinu. En við getum enn I dag rekið slóð Helgu Arnardóttur um landið af blóminu fagra, sem hún bar með sér til landsins. Blómi ástarinnar, sem nú umvefur viðast berar klappir, þar sem áður uxu bjarkir. Það er hið eina og sanna þjóðarblóm ís- lands. Irska minnismerkið afhjúpað Akranesi, laugardaginn 27. júlí. I DAG var afhjúpað minnis- merki það, sem írska stjórnin gaf íslendingum í minningu um landnám Ira á Akranesi. At- höfnin hófst kl. 10,30 að Görð- um við byggðarsafnið. Lúðra- sveit Reykjavíkur lék nokkur þjóðlög, síðan setti Þorvaldur Þorvaldsson formaður þjóð- hátiðarnefndar athöfnina, kirkjukór Akraness söng, biskupinn yfir Islandi, herra Sigurbjörn Einarsson, flutti ræðu og einnig póst- og síma- málastjóri Ira, sem bað konu sína að afhjúpa minnismerkið. Magnús Torfi Ölafsson mennta- málaráðherra flutti þar næst ræðu og að lokum talaði Daníel Agústínusson forseti bæjar- stjórnar. Prófasturinn, séra Jón M. Guömundsson, og séra Jón Einarsson í Saurbæ stóðu heiðursvörð við minnismerkið, þegar það var afhjúpað. Rikis- stjórnin bauð gestum i hádegis- verð á Hótel Akranesi og voru þar flutt ávörp. Formaður hátíðarnefndar afhenti gestum þar veggskildi að gjöf, en þeir voru búnir til í tilefni þjóð- hátíðar á Akranesi. Irska minnismerkið. Séra Jón M. Guðjónsson ásamt Ásgeiri Magnússyni konsúl Ira á Islandi.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.