Morgunblaðið - 01.08.1974, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 01.08.1974, Blaðsíða 7
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 1. ÁGtJST 1974 7 Öryggisbíllinn ESV Marina frá British Leyland. ÖR YGGI í AKSTRI... ÞÚ HEFUR keyrt bílinn þinn oft og margsinnis eftir þessari sömú leið án óhappa. Það er myrkur dimmt, en vegurinn er góður og skyggni gott. Þú ert afslapp- aður. Bíllinn brunar mjúklega áfram þar sem þetta er mjög góður bíll og þú hefur til- hneigingu til að gorta af því við kunningjana. En þú ert ekki sú manngerð, sem keyrir mjög hratt og þetta er óþarflega fínn bíll fyrir þig, því að þú ert ekki einn af þeim, sem spóla af stað á Ijósum. Samt sem áður ert þú hreykinn af bílnum og hefur hann ekki einu sinni í kaskó af því þú hefur keyrt árum saman án þess nokk- urn tíma svo mikið sem að rispa nokkurt ökutæki. Þannig ert þú og þannig er bíllinn þinn, sem þú ekur í, klukkan rúmlega tiu að kvöldi. Þú ert á 55 km/klst hraða, og þú veizt, að næsti á undan er á sama hraða, af því þú hefur ekið lengi á eftir honum. Hann er nokkuð langt á undan, af því þú ekur aldrei fast á eftir öðrum bíl- um, því það er mjög illa séð í ökuskólanum, sem þú fórst í til að læra góðakstur. Þú gætir hafa farið fram úr hon- um hundrað sinnum, ef þig hefði langað til, en til hvers? Ekkert liggur á. Hann gefur stefnuljós til hægri sem bendir til að hann ætli að aka fáfarna hliðargötu og þú velt- ir fyrir þér, til hvers hann sé að fara þangað. Hann fer út að miðri götunni og stoppar næstum því fyrir bíl, sem kemur á móti. Framundan er aðalbraut. Bíllinn fyrir framan á miðjum veginum um það bil að beygja til hægri. Viðbrögðin eru ósjálf- ráð. Fótinn af bensíngjöfinni. Á bremsuna. Hraðinn minnk- ar nokkuð. Þú beygir lítið eitt til vinstri til að vera nokkuð frá bílnum, sem erað beygja. Hann er enn talsvert fyrir framan. Engin hætta. Ein- hverannarerá götunni. Bíll, kemur á móti. Annar kemur og beygir yfir á miðjuna. Hættulítið, nægilegt pláss fyrir þrjá bíla. Þessi á miðj- unni beygir! Getur ekki verið en er nú samt. Guð minn góður! Þetta getur ekki verið satt. Þeir lenda saman. Þú snarbremsar. Eina skiptið á ævinni, sem þú þarft að nauðhemla. Hinar ágætu diskabremsur á bílnum þínum stoppa hann svo snögglega að þú ert enn aumur í bringunni daginn eftir af þvl þú skallst á stýrið. Þetta er ekki þitt slys. Þú hefur tíma til að sjá, að þeir hafa rekizt mjög harkalega saman. En þar sem þú ert eini nærstaddi maðurinn, hefur þú áhyggjur af því, sem gera þurfi, og þú ert hræddur. Þú ert hræddur við lík og beyglaðan málm og blóð. Þú hefur tlma til að vera hræddur meðan þú horfir á áreksturinn, af því hinar ágætu diskabremsur þínar stoppuðu þig svo fljótt. Þetta verður ægilegur árekst- ur. Billinn sem kom á móti fór enn hraðar en þú bjóst við. Hann rekst harkalega á hinn bílinn, en stöðvast ekki við það og algerlega stjórn- laus rásar hann eftir götunni I átt til þín. Þú hefur enn tíma og hugsar skýrt. Lokað til beggja hliða, svo eina ráðið er að bakka til að draga úr högginu. Þú lítur I spegilinn áður en þú bakkar og vonar síðan að þú sleppir. Bíllinn slengist til þín. Allt stoppar. Þér líður mjög undarlega, þú ert ruglaður og finnur ægilegri sársauka en þú hefur nokkurn tíma fundið. Þú segir við sjálfan þig. „Þú hefur lent í árekstri og þú ert sennilega sá eini, sem er á lífi." Þú verður að reyna að hjálpa hinum. Þú kemst út og getur gengið. Og það merkilega er, að maður kemur út úr bílnum, sem er á vélarhlífinni hjá þér. Hann getur líka gengið, en hann er alblóðugur. Hann fer farþegamegin að bíl sínum, en þú ferð að reyna að fá hjálp. Blóð, beyglaðir bílar, örvilnun, sírenurnar nálgast. Þú vonar, að næsta dag hafi þetta alls ekki gerzt. — Daginn eftir ert þú tvær línur í dagblöðunum og ein setn- ing kannski í fjóra daga eða svo. Og nú ertu bara statistík I hagskýrslum um umferðar- slys. (Þýtt, lítillega breytt og stytt úr Guardian) br.h. Til sölu Passab rafmagnsprjónavél. Uppl. Framnesveg 44, rishæð. Austin Mini 1974 W15001965 Til sölu Austin Mini 1974 3500 km og W 1500 1965 með nýrri vél. Upplýsingar i sima 16497, eftir kl. 1 7.00. Gleraugu með lituðu gleri i svörtu hulstri töpuðust föstudaginn 5. júlí á móts við Sjónvarpið á Laugavegi. Finnandi vinsamlega hringi i sima 23812. Til sölu Saab 96 árg. '72. Uppl i sima 85442 eftirkl 19.00. 4—5 herb. íbúð til leigu i Hliðunum. Tilboð merkt: Bogahlið 1185 sendist auglýs- ingadeild Mbl. Til sölu Hef til sölu fjóra oliukynnta mið- stöðvarkatla með öllu tilheyrandi. Uppl. i simum 4 1 303 og 40240. Bílaskipti Vil kaupa 6 manna bíl, ekki eldri en árg. '69. Helzt i skiptum fyrir Cortinu árg. '71. Uppl. i sima 85603 eftir kl. 5 siðdegis. Ung hjón óska eftir 2ja — 3ja herb. ibúð i Kópavogi, til leigu. Sími 72481. Amerísk vörubifreið ca. 5 tonn, bensín án sturtu, til sölu tækifærisverð 1 10 þús. Simi 16290 og 1 1590. 4 herbergja ibuð til leigu á Seltjarnarnesi nú þegar.Fyrirframgreiðsla æskileg. Tilboð sendist Mbl. fyrir 7. ágúst, merkt: 1 182. Rýmingatsala til að rýma fyrir haustvörunum seljum við hannyrðavörupakningar með 10% afslætti i nokkra daga. Hannyrðaverslunin Erla Snorrabraut 44. Til leigu 4ra herb. íbúð í Vesturbænum. Ibúðin leigist með húsgögnum og heimilistækjum. Tilboð merkt „5. sept — 1248" sendist Mbl. fyrir 8. ágúst. 2—3 herbergja íbúð með húsgögnum óskast strax. Leiguupphæð skiptir ekki máli. Til- boð merkt: 1186. Vörubíll óskast, má vera með ónýtu húsi og vél. Simi 92-71 53. Vörubílar til sölu Scania (LS 1 10) 1972 3ja öxla með 21/2 Fóko krana. Aðeins ekinn 80 þús. km. M Benz 15 —19 1973, ekinn42 þús. km. M Benz 1 9 — 20 1 963 með Scania búkka. Uppl. í síma 36724. Ikingabarinii!| Kominn aftur GJAFABÚÐIN VESTURVERI

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.