Morgunblaðið - 01.08.1974, Qupperneq 10

Morgunblaðið - 01.08.1974, Qupperneq 10
10 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 1. AGUST 1974 fjÓHANN HJÁLMARSSON Leiðin til íþöku Freud var en syg mand som de skulle ha sendt nogle aftener ud i byen og knalde Marx havde ikke andet end PENGE i hovedet og skulle hellere ha hjulpet no'en af gutterne nede pá gaden „VEGNA hvers skyldi hversdagsleik- inn ekki vera Ijóð?" segir danska skáldið Ivan Malinovski í bók sinni Kritik af tavsheden, útg. Borgen 1974. Malinovski gagnrýnir margt í þessum Ijóðum, hann er herskár, hefur allt á hornum sér Tilgangur skáldsins er að afhjúpa lygina, sem birtist í flestum hlutum, ekki síst í fjölmiðlum Ljóðin eru pólitísk, fjalla flest um það, sem mest er rætt í dönskum stjórnmálum, skilníngur á þeim þess vegna oft háður innsýn í dönsk málefni Lærifaðir Ivans Malinovski er þýska skáldið Bertolt Brecht En eins og Brecht er honum ekki alltaf ádeila og þjóðfélagslegt uppgjör efst í huga Það sannar til dæmis Ijóðið Kritik af döden: Endrum og eins fyllist ég Cvcliiui yleði þegar ég hugsa mér að dauðinn sé ekki til, aðeins lífið Hversdagsleikinn verður Ijóð í Karma Cowboy eftir Dan Turell, útg. Gyldendal 1974. Karma Cowboy er á margan hátt furðuleg bók, 308 bls í stóru broti. Hún skiptist i níu kafla og eru sumir þeirra þýðingar og stælingar á kunn- um dægurlagatextum og Ijóðum. Meðal fyrirmynda Dan Turells eru It's All Over Now, Baby Blue eftir Bob Dylan, Midnight Rambler eftir Mick Jagger og Keith Richards og Who To Be Kind To eftir Allen Ginsberg Töluverður hluti Karma Cowboy er á ensku Það, sem mesta athygli vekur í Karma Cowboy, eru löng og breið Ijóð, þar sem skáldíð segir frá dag- legu lifí sinu í Kaupmannahöfn. Sjálfsævisöguleg Ijóð, mælsk og op- inská, eru nú mjög i tísku. Meðal skálda, sem ort hafa slik Ijóð með góðum árangri eru finnska skáldið Pentti Saarikoski (Reykjavíkurljóð hans til dæmis) og Svíinn Lars Norén (Dagliga och nattliga dikter). Dan Turell freistar að brjóta sjálfan sig og umhverfi sitt til mergjar í Karma Cowboy Hann dregur ekkert undan. Það, sem honum dettur í hug, lætur hann óhikað fljóta með hversu fráleitt sem það virðist. Með takmarkalausri bersögli sinni vekur hann trúnað lesandans Einkallf sitt ber hann á torg og hreinsar með því hug sinn Sennilega eru þessi Ijóð, sem mörg eru töluð inn á segul- Rolf Gjedsted Dan Turell Henrik Nordbrandt um verið erfiðari viðfangs en I Karma Cowboy, til dæmis I bðkinni Sekvens af Manjara, den endelöse sang flimrende igennem hudens pupiller (1973). f Sekvens af Manjana er rannsókn málsins meira áberandi en I Karma Cowboy, en segja má að I sumum fyrri bókum Turells sé sú rannsókn eða könnun I algleymingi. Kannski geta eftirfarandi orð gilt sem mottó fyrir viðleitni Dan Turells að sýna okkur hlutina eins og þeir raunverulega eru: Bagefter er virkeligheden altid en film Bagefter blir virkeligheden altid uvirkelig igen Nokkur dönsk ljóðskáld band, orðin til undir áhrifum lyfja. Eiturlyf og afbrigðilegar kenndir eru meðal þess, sem oft er á dagskrá í Karma Cowboy. Mörkin milli Ijóðs og prósa eru ógreinileg i sumum köflum bókar- innar. Kaflarnir minna á nákvæmar skýrslur, stundum sjúkdómsgrein- ingar. Þeir eru fullir af heimildum um atburði siðustu ára og skáldið gerir sjaldan tilraun til að skilgreina þá eða skipa þeim i samhengi Aðal- atriðið er hrynjandi málsins, málið í sjálfu sér. Lesandanum er fengið það hlutverk að raða brotunum sam- an, ef það er þá til nokkurs Mestu skiptir að skynja andblæ textans. Aftur á móti hefur Dan Turell stund- Karma Cowboy sýnir þróun skáldsins i átt að einfaldleika I tján- ingu, opnara og Ijósara Ijóðmáli. Það er meiri mannleg hlýja i Karma Cowboy en i öðrum bókum skálds- ins. Orð Brechts virðast hafa haft áhríf á hann: (Brechts sidste notat som jeg pluselig sá forladen: Skrive, plante, Rejse, synge, Være venlig) Um skurðgoð nútimans er Dan Turell ómyrkur i máli Hann kemst þannig að orði um þá Freud og Marx: I Saturnalia ufomuftens fest, útg Gyldendal 1974, er Rolf Gjedsted á svipaðri bylgjulengd og Dan Turell i hispurslausri túlkun innra lifs. En Gjedsted er fágaðra skáld en Turell Ljóð hans eru yfir- leitt stutt og meitluð, ef undan eru skilin nokkur prósljóð Ljóða- bækur Rolfs Gjedsted hafa vakið mikla athygli í Danmörku, gagnrýnendur hafa keppst um að hæla honum. Gjedsted hefur þýtt Ijóð franska skáldsins Arthurs Rimbaud á dönsku. Áhrif frá Rimbaud eru augljós I Saturnalia. í prósaljóðum Gjedsteds er líkt sam- bland af hörku og mildi, ruddaskap og viðkvæmni og í prósaljóðum Rimbauds. Gjedsted yrkir oft um efni, sem eru líkleg til að styggja fólk, sem leggur strangt siðferðis- mat á bækur. En í Saturnalia er líka mikið af Ijóðræmni fegurð, glæsi- legri skáldlegri tjáningu og hrein- leika, sem aðeins þeir hafa vald á, sem hafa lifað samkvæmt boðorði Rimbauds um sjáandann. I Ijóðinu Solsort segir Rolf Gjedsted. Jeg er solsorten, der skriger I skoven pá denne árstid! Lige afmægtig. lige gennemtrængende. . . Jeg fortæller om mit fald, om ufred i verden, der omgir os — om helgeners & tyranners födsel! Ljóðabók Henriks Nordbrandt Opbrud og ankomster, útg. Gyldendal 1974, er ólík þeim Ijóða- bókum, sem hér hafa verið nefndar. Henrik Nordbrandt er orðinn mótað skáld þótt hann sé enn ungur mað- ur. Fyrsta Ijóðabók hans var Digte (1966), en Ijóðabækur hans eru nú orðnar fimm. Þegar rætt er við danska bókmenntamenn um ung dönsk skáld eru þeir líklegir til að telja Henrik Nordbrandt fremstan í flokki. Nordbrandt hefur ferðast víða um heiminn, verið búsetturiGrikk- landi og Tyrklandi og er talinn mikill málamaður. Ljóð Nordbrandts fjalla einkum um framandi lönd og þjóðir, fyrst og fremst Grikkland og Tyrkland. Þau eru ferðaljóð, en alls ekki fyrirborðslegar rissmyndir af kunnum stöðum eins og oft vill verða, heldur verður framandi lands- lag og þjóðlíf skáldinu tilefni til þess að átta sig betur á sjálfu sér. i Fædrelandssang lýsir hann því hve fráleitt það er að freista þess að ferðast burt frá uppruna sinum, hið danska þjóðerni verður ekki afmáð og Danmörk fylgir skáldinu hvert sem það fer. Skáldið veit að það kemur alltaf of seint til að finna það, sem leitað var að. Heimkoma lýsir reynslu ferðamannsins: Framhald á bls. 29. Á SUMARDEGI Erlendur Jónsson Fegurðar drott ningin ÞRENNT þarf til að aka hringveginn nýja; sterkan bfl, hestaheilsu og þolinmæði. Sá er þessar línur ritar hefur að vísu ekki reynslu nema af þriðjungi hans á þessu sumri: frá Reykjavik til Hornafjarðar og til baka aftur, en þykist þó geta trútt um talað. Hoss og hrist- ingur einnar slíkrar ferðar mundi nægja til að hrista saman alla heimsins kokkteila í bráð og lengd. Maður níðist á iandinu, veginum, bílnum og sjálfum sér og nýtur ferðar- innar tæpast fyrr en í svartasta skammdeginu þegar maður fer að endurskoða það i róleg- heitum gegnum sólbjartar slidesmyndir uppi á vegg og skröltið i bílnum er hljóðnað í undirvitundinni. Nú liggja allar leiðir til Skaftafells eins og Rómar forðum. Einhver sagði að þar væri „stórleikur land- skaparins“ meiri en annars staðar og þóttist víst hafa valið orð við hæfi. Eða var hann ein- ungis að lýsa „stórleik" orð- heppni sinnar? Hvílíkur „stór- leikur“ íslenskrar málnotk- unar! Hvað verður úr mold og grjóti andspænis slíkri reisn andans? Það liggur í reyfaraeðli íslend- ingsins (víkingaeðii má orða það á þjóðhátiðarári) að dásama mest það sem fæstir hafa tækifæri til að sjá. Auk þess er alltaf verið að útnefna einhverjar fegurðardrottningar i landslaginu sem síðan mega vikja fyrir nýjum drottningum, eldast og húka í sínu horni eins og hverjar aðrar hornkerl- ingar: Fyrir strið Þórsmörk — meðan fáir komust þangað. Eftir stríð t.d. Rauðhólar við Reykjavík eða réttara sagt minningin um þá af því búið var að moka þeim ofan í flug- völljjg enginn gat séð fegurð þeirra framar. Og nú síðast Skaftafell. Skaftfellingar ættu að breiða yfir það 'nema á þjóð- hátíðum og brúarvígslum svo ljómi þess entist lengur en fyrr- töldu staðanna. Þarna eru bílastæði sem með lítilli hagræðing gætu rúmað alla bíla landsins ásamt hjól- hýsum sem nú eru nýjasta stöðumark á Fróni. Ferða- maðurinn stígur út úr bílnum, lurkum laminn eftir aksturinn og skaksturinn, rýnir í landið gegnum rykmökkinn og spyr: Hvar er „stórleikurinn"! Og sjá: fegurðardrottningin stendur reyndar þarna í ryk- mekkinum, snotur að vísu, en kórónulaus og ósminkuð af því orðasminki sem fyndnir menn hafa verið að farða hana með á undanförnum árum. Ég er ekki alger jafnaðar- maður fyrir hönd landslagsins, en andvígur svona lagaðri útnefning fegurðardrottninga með tilheyrandi bílastæðum og örtröð fólks á örlitlum bletti. Með slíku er verið að smækka ísland og hvern þann er þátt tekur í slíku. Hins vegar dáist ég að forn- mönnum sem nutu landsins án þess að vera sýknt og heillagt að skjalla það. Eða skyldu þeir hafa tekið eftir að Þingvöllur væri álitlegur blettur þó þeir væru að fjasa um það í bókum? Nú vilja menn ráða yfir fegurð- inni eins og öðru, leggja á hana gæðamat eins og fisk upp úr togara, setja trade mark á fáa útvalda staði, en keyra afgang- inn í gúanó síns allranáðarsam- legasta viðurkenningarleysis. Nei, góðir hálsar. Fegurð lands er fyrst og fremst nokkuð sem stendur skrifað með spegilskrift einhvers staðar innst í hug- skotinu, eitt prósent ranveru- leiki, en níutfu og níu prósent tilfinning. Og nóg er tilfinn- ingasemin þó eitt og eitt ofur- menni taki ekki að hefja fjölda- framleiðslu á eigin tilfinn- ingum í þeim vændum að aðrir bæti þeim við sínar. I Austur-Skaftafellssýslu er líka til nokkuð sem heitir Hali i Suðursveit, sem Þórbergur hefur ósjálfrátt víðfrægt á sínum langa og merkilega rit- ferli. í mínum augum er “stór- leikur Iandskaparins“ ekki minni þar en á Skaftafelli þó með öðrum hætti sé; andstæður kannski ekki eins stórbrotnar, en samræmið þeim mun meira. Fjöllin með meitluðum hamra- beltum eru bæði mikill skúlptúr frá sköðunarverksins hendi og einnegin dulúðug og ljóðræn; ekki að furða þó sá sem hefur slíkt fyrir augum á morgni ævinnar verði bæði skáld og lífspekingur þegar árin færast yfir. Undir svo rúnum ristum hamraveggjum hlýtur að vera kjörið leiksvið fyrir huldufólk og aðrar duldar vættir, og þar er Öræfajökull orðinn svo blár að hann er f þann veginn að stíga til himna og vísar þannig veginn til suðursveita eilífðarinnar. Og Atlantshafið er þar snöggtum nær, þetta síbreytilega skák- borð veraldarsögunnar þar sem gullskip og koníak rekur á land og örlög tveggja heimsstyrjalda hafa þegar verið ráðin. Síðan Hornafjörðurinn með sfnum mjúklátu eyjum, silfur- skæru sundum og margbrotna fjallahring. Mér fannst ég þekkja hann, ef til vill af ágætri ævisögu Þorleifs í Hólum, ef til vill af myndum Jóns, sonar hans, ef til vill af eigin ímyndun; eða öllu þessu til samans. Þó má vera að Hornafjörðurinn sé tilkomu- mestur í tunglskini á vetrum — má ekki annars ráða það af þjóðsögunni — þegar Horna- fjarðarmáninn treður marvað- ann um skýja sæinn og gerv- allur sjónhringurinn stendur í bleiku sviðsljósinu. Unga fólkið ætti að gera sér far um að trú- lofast í þvílíkri birtu. Hringvegurinn er annars merkilegt fágæti og yfirhöfuð vegur á Islandi hvort sem hann liggur f hring eða ekki; svo merkilegt að vafasamt er að orð finnist yfir þess konar fyrir- bæri á öðrum tungumálum. Þó vegalengdirnar séu geig- vænlegar þarna austur er engu að síður öruggt að vegur þessi mun hafa margvíslegar afleið- ingar í för með sér; kannski kemst aftur á með honum hið langþráða jafnvægi f byggð landsins. Brýrnar yfir Núps- vötn og Súlu og GÍgjukvísl og Skeiðará eru vafalaust tækni- afrek. Samt finnst mér hafa verið meira tækniafrek að komast yfir árnar fyrrum — brúarlaust. Ég vona að Skaftfellingar hætti ekki að hugsa nýjar hugs- anir, Hornafjarðarmáninn hætti ekki að veita aðdáendum sínum innblásturinn og skúm- urinn á Breiðamerkursandi fái að lifa enn um sinn þrátt fyrir tilkomu þessa vegar.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.