Morgunblaðið - 01.08.1974, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 01.08.1974, Blaðsíða 11
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 1. ÁGUST 1974 11 Eignaskipan og framfærslu- skylda Frá móti Sambands norrænna kvenréttindafélaga Dagana 13.—17. júní sl. efndi Samband norræna kvenréttinda- félaga (Nordiska Kvinnosaksför- ingars Samorganisation) til móts í Esbo í Finnlandi til þess aö ræða hjúskaparlöggjöf Norðurland- anna, aðallega löggjöf um réttindi og skyldur hjóna (fjármál hjóna), en nefndir vinna að endurskoðun þessara laga 1 öllum löndum. Af hálfu KRFÍ sóttu mótið Auð- ur Auðuns, Anna Sigurðardóttir, Sigríður Valdimarsdóttir og Bryn- hildur Kjartansdóttir. Mótið hófst með erindi Björns Kellins dómara frá Svfþjóð, en síðan voru flutt framsöguerindi frá hverju landi, og flutti Auður Auðuns erindi af hálfu KRFl. Starfið var I um- ræðuhópum og niðurstöður síðan ræddar á sameiginlegum fundum. Umræður snerust aðallega um eignaskipan og umráðarétt yfir verðmætum í hjúskapnum og framfærsluskyldu hjóna, sem samkvæmt núgildandi lögum Norðurlandanna er gagnkvæm. Samþykkt var ályktun, sem send var Norðurlandaráði, um að ráðið beindi því til ríkisstjórna aðildarlandanna, að við endur- skoðun hjúskaparlaganna yrðu eftirtalin atriði höfð í huga. 1. Eignaskipan í hjúskapnum. Allt, sem maki á við stofnun hjúskapar og öðlast í hjúskapnum í arf eða að gjöf, skal vera séreign hans. Varðandi eignir, sem aflað er í hjúskapnum, taldi fundurinn, að núgildandi lagareglur leiddu oft og einatt til ósanngjarnrar niðurstöðu og æskti þess að sifja- laganefndum landanna yrði falið að kanna nýjar og sanngjarnari reglur í þeim efnum. 2. Framfærsluskylda við maka. Fundurinn taldi að leggja bæri áherzlu á, að sérhver fullorðinn einstaklingur ætti að hafa rétt og skyldu til að sjá sjáfum sér far- borða án tillits til hjúskaparstétt- ar. í framtíðinni ættu því laga- reglur um réttarstöðu hjóna að mótast af þessu grundvaliar- sjónarmiði. Hins vegar áleit fundurinn, að meðan konur hefðu ekki almennt aðstöðu til tekjuöfl- unar til jafns við karla væri ástæða til að hafa lagareglur, er tryggðu því hjóna, sem hefði litl- ar tekjur eða engar, hlutdeild í tekjum hins. Vegna þess hve ábótavant er þekkingu alis almennings á laga- reglum um réttaráhrif hjúskapar taldi fundurinn æskilegt, að ríkis- stjórnir Norðurlandanna beittu sér fyrir sem víðtækastri al- mennri fræðslu um þau efni. Sér- staklega lagði fundurinn áherzlu að nauðsyn þess, að í grunn- skólanum yrði fræðsla um laga- leg, fjárhagsleg og félagsleg réttaráhrif hjúskapar tekin upp sem skyldunámsgrein. Þá lagði fundurinn áherzlu á samræmi í væntanlegum nýjum lögum Norðurlandanna um réttaráhrif hjúskapar. Á fundinum voru ennfremur samþykktar ályktanir varðandi hlutverk kynjanna og fræðslu á því sviði, um vinnuviku og dag legan vinnutíma og loks ályktun varðandi kvennaárið 1975. (Frá Kvenréttindafélagi íslands). AUGLÝSINGATEIKNISTOFA MYNDAMÓTA Adalstræti 6 sími 25810 PHILIPS HEIMURINN INNÁ HEIMILIN PHILIPS HEIMILISTÆKIP HAFNARSTRÆTI 3, SlMI 20455 ^ SÆTÚN 8, SiMI 24000 «> VÉLSKÓLl ÍSLANDS SJÓMANNASKÓLANUM Endurtökupróf Þeim nemendum, sem ekki náðu tilskilinni einkunn til að standast próf eða ekki hafa náð framhaldseinkunn, mun verða gefinn kostur á að endurtaka próf í takmörkuðum fjölda greina haustið 1974. Prófin fara fram 9. —12. september í 1 . og 2. stigi. Sækja þarf um þátttöku í þessum prófum á sérstökum eyðublöðum. Hafið samband við skrifstofu skólans. Inntökupróf í 2. stig Nýir nemendur, sem hafa tveggja ára starfs- reynslu og óska eftir að setjast í 2. stig skólans, mæti til inntökuprófs, er hefst 9. september kl. 9.00. Prófað verður í -þessum greinum: verk- legri vélfræði, verklegri rafmagnsfræði, stærð- fræði, eðlisfræði og fslensku. Nýir nemendur, sem lokið hafa eins vetrar námi í verknámsskóla iðnaðarins (samsvarar 1 . og 2. bekk iðnskóla að viðbættu verklegu námi) og óska eftir að setjast í 2. stig skólans, mæti til inntökuprófs 9. september kl. 9.00. Prófað verður í verklegri véifræði. Nýir nemendur, sem lokið hafa sveinsprófi i vélvirkjun fá að setjast í 2. stig án sérstaks inntökuprófs. Skólastjóri. AUGLYSING um aðalskoðun bifreiða í Reykjavik í ágúst 1 974. Þriðjudagur 6. ágúst Miðvikudagur 7. ágúst Fimmtudagur 8. ágúst Föstudagur 9. ágúst Mánudagur 12.ágúst Þriðjudagur 13.ágúst Miðvikudagur 1 4. ágúst Fimmtudagur 1 5. ágúst Föstudagur 16.ágúst Mánudagur 19.ágúst Þriðjudagur 20. ágúst Miðvikudagur21 . ágúst Fimmtudagur 22. ágúst Föstudagur 23. ágúst Mánudagur 26. ágúst Þriðjudagur 27. ágúst Miðvikudagur28. ágúst Fimmtudagur 29. ágúst Föstudagur 30. ágúst R-19201 — R-19400 R-1 9401 — R-1 9600 R-19601 — R-19800 R-1 9801 — R-20000 R-20001 — R-20200 R-20201 — R-20400 R-20401 — R-20600 R-20601 — R-20800 R-20801 — R-21000 R-21001 — R-21200 R-21 201 — R-21400 R-21401 — R-21 600 R-21601 — R-21800 R-21801 — R-22000 R-22001 — R-22200 R-22201 — R-22400 R-22401 — R-22600 R-22601 — R-22800 R-22801 — R-23000 Bifreiðaeigendum ber að koma með bifreiðar sínar til bifreiðaeftirlitsins Borgartúni 7, og verður skoðun framkvæmd þar alla virka daga kl. 8.45 til 16.30. Bifreiðaeftir/itið er lokað á laugardögum. Festi- vagnar, tengivagnar og farþegabyrgi skulu fylgja bifreiðunum til skoðunar. Við skoðun skulu ökumenn bifreiðanna leggja fram fullgild ökuskírteini. Sýna ber skilríki fyrir þvi, að bifreiðaskattur og vátrygging fyrir hverja bifreið sé í gildi. Athygli skal vakin á því, að skráningarnúmer skulu vera læsileg. Vanræki einhver að koma bifreið sinni til skoð- unar á auglýstum tíma, verður hann látinn sæta sektum samkvæmt umferðarlögum og bifreiðin tekin úr umferð hvar sem til hennar næst. 77/ athugunar fyrir bifreiðaeigendur: Við fullnaðarskoðun bifreiða eftir 1. ágúst / 9 74, ska/ sýna Ijósastillingarvottorð. Þetta tilkynnist öllum, sem hlut eiga að máli. Lögreglustjórinn í Reykjavík, 29. júlí 1974. Sigurjón Sigurðsson.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.