Morgunblaðið - 01.08.1974, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 01.08.1974, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 1. ÁGUST 1974 15 Grískir komm- únistar vilja í ríkisstjórn EINN af leiðtogum gríska komm- únistaflokksins, Artonis Ambatielos, krafðist þess í dag, að allir flokkar og stjórnmálahreyf- ingar, sem barizt hefðu gegn gömlu herforingjastjórninni, mynduðu ríkisstjórn í Grikklandi og ætti sú stjórn að undirbúa frjálsar kosningar. Hingað til hef- ur kommúnistaflokkurinn verið bannaður I Grikklandi. Sagði Ambatielos, að ríkisstjórn Karamanlis væri ekki fulltrúi meirihluta Grikkja og fasistar ættu sæti í henni. Reiður uppfinningamaður FRANSKIR öryggisverðir við Elyseehöllina í París komust i hann krappan í dag, er reiður uppfinningamaður lagði flutn- ingabifreið fyrir utan höllina með- an á ríkisstjórnarfundi stóð og hótaði að sprengja hana i loft upp ef innanríkisráðherrann, Andre Jarrot, tæki ekki til athugunar uppfinningu, sem maðurinn hélt fram, að minnkaði til muna meng- un frá bifreiðum. Sagði maður- inn, að 500 litrar af bensini væru á pallinum ásamt sprengiefni. Eftir hálftíma örvæntingarfullar viðræður tókst öryggisvörðum að fá manninn til að aka á brott. Hann var handtekinn skömmu síðar og reyndist þá flutningabif- reiðin tóm. Borsen Nr. 143 - 7V. argang - I ussalg 2.IMI Mandag dvn 29. juli 1974 1572 5« NORDS0EN SOM EF-HAV |l«.UMalri Im4 Sa Niels Anker Koefoed truer Island: Vi kan g0re Nords0en til et EF-fiskerihav Fiskeriminister Niels Anker Koefoed er parat til at tage alles krig mod alle om de internationale fiskebanker. Hvis is- lændinaene ensidigt ud- vider aéres fiskerigrænse til 200 somil. kan Konse- kvensen blive, at Nord- s0en erklæres for EF-fi- skerihav. siger ministe- ren til Borsen. Korer de den hárde linje, tvinges vi til at gore det samme. Han ser det dog no- digt, ikke mindst da USSR og Polen fisker i Nordsoen og vi i 0ster- söen. Koefoed mener. at man næppe komjntflf uden om grænser pá 200 somil. Derfor har han sendt kuttere til New Foundland for at sikre, at danske fiskere. har nogle rettigheder. hvis grænser indfores. side 5 Topsoe má overveje at udvide i udlandet I laldor Topsoc har forgævcs lcdt cftcr lokalcr i to ar. — Wcn mvndighcdcrnc afviscr <is mcd ligcfrcm sadistisk gltctíc. I.æs bagsidcn Myndin er af forsfðu danska blaðsins Börsen sl. mánudag, en þar birtist viðtal við Niels Anker Kofoed fiskimálaráðherra Dan- merkur, þar sem hann lýsir þvf yfir, að færi tslendingar fisk- veiðilögsöguna einhliða út I 200 mflur muni Danir sýna sömu hörku. Lætur ráðherrann að þvf liggja, að Norðursjór verði gerður að einkafiskimiðum EBE-landanna, eins og sagt er frá f frétt f Mbl. á þriðjudag. A-Þjóðverjar hefta samgöngur til V-Berlínar: Washingtonvið- ræður stöðvaðar Washington, 31. júli — AP. BANDARtKJASTJÓRN tilkynnti stjórn Austur-Þýzkalands f dag, að ekki kæmi til nokkurra mála, að stjórnmálasamband yrði tekið upp milli landanna á meðan sam- göngur frá Vestur-Þýzkalandi til Vestur-Berlfnar væru truflaðar, en slfkt gerðist sfðastliðinn þriðjudag. Viðræður austur- þýzkra og bandarfskra sendi nefnda hafa undanfarið farið fram f Washington um, að stjórn- málasamband verði tekið upp, en þeim var hætt á mánudaginn. Var orsökin stöðug ágengni Austur- Þjóðverja við fólk á þessari leið. Hafði austur-þýzka sendinefnd- in í Washington undir forsæti Herbert Suss sendiherra kosið að dvelja áfram í borginni í þeirri von, að slfkir atburðir endur- tækju sig ekki. Þegar hins vegar slíkt gerðist aftur í gær, sendu Bandarfkjamenn orðsendingu um, að viðræðurnar væru óraun- hæfar. Engin viðbrögð höfðu í dag komið fram frá austur-þýzku nefndarmönnunum. Það var vestur-þýzkur embættismaður, sem I gær var stöðvaður á leiðinni til Vestur-Berlínar, og honum snúið aftur. RABIN AVITAR ÞJÓÐERNISSINNA Jerúsalem 31. júlí — AP YITZHAK Rabin, forsætisráð- herra Israels, sagði f þinginu í dag, að Israelar ættu „óumdeilan- legt tilkall" til hernumdu svæðanna á vesturbakka Jórdanár, en varaði um leið öfga- menn meðal fsraelskra þjóðernis- sinna við að taka lögin f sfnar Málið til fulltrúadeild- arinnar 12. ágúst nk. hendur og sagði, að stjórnin bannaði allt landnám Israela þar, sem ekki hefði fengið tilhlýðan- legt leyfi stjórnvalda. Með þessu skfrskotaði Rabin til á*aka. er áttu sér stað á þessum slóðum á mánudag. Yasser Arafat, leiðtogi Palestfnuskæruliða kom til Moskvu f gærkvöldi til þess að leita stuðnings sovézkra stjórn- valda við sjálfstætt Palestfnurfki. Hann hafði áður farið f slfka ferð þessara erinda, en árangurslaust. Höfðu Arafat og stuðningsmenn hans bundið vonir við, að honum yrði að þessu sinni tekið sem rfkisleiðtoga f Moskvu, en við- tökurnar á flugvellinum f gær bentu ekki til, að þær vonir væru á rökum reistar. Ríkisréttarundirbúningur í fullum gangi Washington, 31. júlí, AP. UNDIRBUNINGUR rfkisréttar- halda yfir Nixon Bandarfkjafor- seta er nú f fullum gangi eftir að dómsmálanefnd Bandarfkjaþings hefur lokið rannsókn sinni á mál- inu og lagt fyrir fulltrúadeildina tillögu f þremur liðum um, að réttur verði settur yfir forsetan- um. Nefndin lauk sterfum um kl. 03.00 sl. nótt eftir að hafa sam- þykkt þriðja liðinn, sem sakar Nixon um að hafa virt að vettugi dómskröfur um afhendingu skjala, sem nefndin taldi sig þurfa á að halda f sambandi við rannsóknina. Skömmu áður en nefndin lauk störfum felldi hún tvær viðbótar- tillögur, aðra varðandi skattamál forsetans og hina varðandi rétt hans til að fyrirskipa leynilegar loftárásir á Kambódfu á árunum 1969—’72. 26 greiddu atkvæði gegn þeim tillögum, en 12 voru með. Tillögurnar þrjár, sem dóms- málanefndin sendi til fulltrúa- dcildarinnar, eru, að forsetinn verði sviptur embætti f nafni bandarfsku þjóðarinnar allrar vegna misnotkunar embættis sfns, fyrir að hindra framgang réttvísinnar f rannsókn Water- gatemálsins og neita að hlfta dómskröfum dómsmálanefndar- innar um afhendingu skjala vegna rannsóknar hennar. Sem kunnugt er þarf meirihluti þeirra 435 þingmanna, sem sitja i fulltrúadeildinni, að samþykkja tillögur nefndarinnar áður en hægt er að setja ríkisrétt yfir for- setanum í öldungadeildinni, þar sem % atkvæða þarf til að svipta forsetann embætti. Fréttaskýr- endur telja nær öruggt, að mál forsetans fari fyrir öldungadeild- ina vegna þess, hve margir dóms- málanefndarmenn voru fylgjandi ríkisrétti, eða 27 á móti 11. Nixon forseti er sagður fullviss um, að málið hljóti aldrei afgreiðslu í fulltrúadeildinni og í versta falli, að hann verði sýknaður ef svo ólíklega vildi til, að málið færi fyrir öldungadeildina. Nú er unnið af fullum krafti við • • Ongþveiti í fang- elsum Frakklands Peter Rodino formaður dóms- málanefndarinnar eftir lok at- kvæðagreiðslunnar. París, 31. júlí -AP. ENN berast fréttir af óeirðum innan franskra fangelsa. 1 morg- un létust tveir fangar f St. Martin- De-Re fangelsinu, en um 200 fangar höfðu tekið völdin I sínar hendur I gærkvöldi og safnazt saman I fangelsisgarðinum, þar sem þeir reyndu að kveikja I fangelsinsu. Gerðu öryggisvarð- sveitir hersins árás I morgun og brutu óeirðirnar á bak aftur. Talsmenn yfirvalda segja, að ann- ar hinna látnu fanga hafi verið myrtur af félögum sfnum vegna þess að hann neitaði að taka þátt ( aðgerðum þeirra. Dánarorsök hins var ekki látin uppi. Hafa þá sex fangar beðið bana I óeirðum innan franskra fangelsa undan- farnar tvær vikur. Vinnur dóms- málaráðherrann, Jean Lecanuet, nú að þvf að endurskoða refsilög- gjöf Iandsins, en óeirðirnar munu fyrst og fremst eiga að vera mót- mæli gegn henni. Þá hafa fangaverðir farið í verkföll hópum samar. og aðeins haldið uppi nauðsynlegustu störf- um, svo sem matgjöfum. Hafa lög- reglusveitir tekið við sjálfum gæzlustörfunum. Lecanuet hefur í hyggju meiri háttar endurbætur á hinni úreltu refsi- og réttarfars- löggjöf Frakklands, en engar verulegar breytingar hafa verið gerðar á henni síðan árið 1945. að ganga endanlega frá skýrslu dómsmálanefndarinnar og er tal- ið, aðhúnverði afhentforsetafull trúadeildarinnar nk. miðvikudag, Skýrslan er 8000 vélritaðar blaA siður. Ekki er vitað, hvenær hún verður birt opinberlega, en það verður ekki seinna en við upphaf umræðnanna í fulltrúadeildinni. Líklegra er þó talið, að efni henn- ar leki til fjölmiðla frá málglöðum þingmönnum augnabliki eftir, að þeir fá hana i hendur, eins og fréttamaður AP-fréttastofunnar, Dick Barnes, kemst að orði. Líklegt er talið, að fulltrúa- deildin taki tillögurnar til um- ræðu i kringum 12. ágúst og um- ræður muni standa í u.þ.b. 100 klukkustundir og verða lokið með atkvæðagreiðslu 26. ágúst. Eðli- lega liggur ekki fyrir, hvenær málið kæmi fyrir öldungadeild- ina, en þó er þar þegar hafinn undirbúningur málsmeðferðar ef til kemur. Mike Mansfield leiðtogi demó- krata í öldungadeildinni hefur samið algerlega nýjar tillögur um, hvernig ríkisrétti skuli háttað og er þar gert ráð fyrir, að öllum umræðum i deildinni verði sjón- varpað og útvarpað utan síðustu klst. fyrir atkvæðagreiðslu, þá verður lokaður fundur. Yfirburðasigur Smiths í kosningunum í Rhódesíu Salisbury, 31. júlí, AP—NTB. RHÖDESlUFYLKINGIN, flokk- ur Ian Smiths forsætisráðherra sigraði með yfirburðum I þing- kosningunum, sem fram fóru f landinu um sfðustu helgi. Hlaut flokkur Smiths öll 50 þingsætin, sem hvftir menn fá, og 77% af atkvæðum hvftra manna. Aðeins 250 þúsund hvftir fbúar eru f landinu, en um 5 milljónir blökkumanna, scm fá 24 sæti f þinginu, en aðeins 70 þúsund hlökkumcnn hafa kosningarétt. Ian Smith forsætisráðherra sagði í ræðu, er úrslit voru kunn, að þau sýndu, að kjósendur í Rhódesíu væru skynsamt fólk og kynslóðir komandi ára myndu líta aftur til ársins 1974 með þakklæti til þeirra, sem þá tóku rétta ákvörðun. Þó að úrslitin hafi ekki komið á óvart var talið hugsan- legt, að frambjóðendur Rhódesiu- flokksins, sem er hægfara flokk- ur, svo og óháðir frambjóðendur gætu sett strik í reikninginn, en þeir fengu aðeins 18% atkvæða. Fréttaskýrendur segja, áð u. slitin sýni, að hvíti minnihlutinn i landinu standi einhuga að baki Smiths og stefnu hans í kynþátta- málum. 1 kosningabaráttunni, sem var fremur sviplítil, byggði flokkur Smiths á hættunni á, að blökkumenn í landinu næðu yfir- höndinni og lagðí áherzlu á, að enginn kjósandi mætti sitja heima á kjördag. Það var sem kunnugt er árið 1965 sem Smith lýsti yfir sjálfstæði Rhódesiu gagnvart Bretlandi. 'x ii t 1 imiiuvuiiv L ». I. ». KU.UX I.U.I.»ALUW4U*WJLX*J.MX1

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.