Morgunblaðið - 01.08.1974, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 01.08.1974, Blaðsíða 16
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 1. AGUST 1974 16 Utgefandi hf. Árvakur, Reykjavík Framkvæmdastjóri Haraldur Sveinsson. Ritstjórar Matthías Johannessen, Eyjólfur Konráð Jónsson, Styrmir Gunnarsson. Ritstjórnarfulltrúi Þorbjörn Guðmundsson. Fréttastjóri Bjórn Jóhannsson. Auglýsingastjóri Árni Garðar Kristinsson. Ritstjórn og afgreiðsla Aðalstræti 6, sími 10 1 00. Auglýsingar Aðalstræti 6, sími 22 4 80. Áskriftargjald 600,00 kr. á mánuði innanlands í lausasolu 35,00 kr. eintakið. Kaldur veruleik- inn blasir við Sumarið hefur ver- ið bæði gott og við- burðaríkt að þessu sinni. Örlagaríkar kosningar í maí og júní mótuðu að sjálfsögðu mjög þjóðlífið framan af, en í júlímánuði hefur góða veðrið og þjóð- hátíóin á Þingvöllum vakið mesta eftirtekt og umræð- ur. Enda þótt tilraunir til stjórnarmyndunar hafi nú staðið yfir í um einn mán- uð án árangurs, sýnist almenningur veita þeim litla athygli. Vafalaust er fólk þreytt á stjórnmála- þrasinu og vill njóta hins góða sumars. En því miður er það nú svo, að eftir örfáar vikur verðum við að horfast í augu við kaldan veruleik- ann, hvað sem sumarleyf- um og sól líður. Hinn 1. september n.k. má gera ráð fyrir, að kaupgjaldsvísital- an hækki um allt að 25%, ef ekkert verður að gert, en bráðabirgðaráðstafanir þær, sem vinstri stjórnin beitti sér fyrir í maílok, ganga úr gildi í lok ágúst- mánaðar. Vafalaust er flestum ábyrgum mönnum ljóst, að enginn atvinnu- rekstur á Islandi getur staðið undir 25% hækkun kaupgjaldsvísitölu eftir fjórar vikur. Ef sú vísitölu- hækkun kemur fram, má búast við því, að mjög mörg atvinnufyrirtæki hreinlega loki. Fyrir laun- þega eru því horfurnar framundan mjög ótryggar, svo ekki sé meira sagt, og óhjákvæmilegt virðist, að um einhverja kjaraskerð- ingu verði að ræða, hver svo sem situr við stjórnvöl- inn og koma þá í ljós í pyngju hvers einasta manns, afleiðingar þeirrar óstjórnar, sem ríkt hefur í efnahagsmálum á vinstri stjórnar tíma. En því fer fjarri, aö laun- þegar séu þeir einu, sem þurfa að hafa áhyggjur af framtíðinni. Frystihúsin og útgerð báta og skuttog- ara eru nú rekin með stór- felldum hallarekstri. Þess- ar undirstöðu atvinnu- greinar hefðu fyrir löngu stöðvazt, ef bankastjórnir Landsbanka og Útvegs- banka hefðu ekki augsýni- lega tekið ákvörðun um að halda þeim gangandi, þar til ný og ábyrg ríkisstjórn tæki við völdum í landinu, en þá er ekki ólíklegt, að bankastjórar þessara tveggja banka stöðvi frek- ari skuldasöfnun banka sinna í Seðlabankanum, sem nú þegar er orðin óhófleg og langt umfram það. Flest, ef ekki öll, helztu frystihús landsins eru nú rekin með stór- felldu tapi og safna mikl- um yfirdráttarskuldum í viðskiptabönkum sínum og sama máli gegnir um út- gerðina. I raun og veru er útgerð skuttogaranna, sér- staklega hinna stærri, að komast í alger þrot. Með hverri veiðiferð, sem farin er, eykst tap togaranna og um leið peningavandamál útgerðarinnar og það hlýt- ur að vera tímaspursmál, hve lengi er hægt að halda þessum skipum úti við nú- verandi aðstæður og þar með hráefnisöflun fyrir frystihúsin. Raunar er svo komið, að mörg frystihús vilja taka við sem minnst- um fiski, þá verður tapið þeim mun minna. Þetta eru aðeins örfáar af þeim staðreyndum, sem við blasa í efnahags- og at- vinnulífi þjóðarinnar. Aug- ljóst er, að ekki verður að virðist sam- dóma álit þeirra, sem að ferðamálum vinna, að komur erlendra ferða- manna hingað til lands á þessu sumri séu tregari en verið hefur um nokkurt árabil, e.t.v. ekki að þeim hafi fækkað svo mjög, en að þeir standi stutt við og tekjur okkar af ferðamönn- um því minni en ella. Ástæða fyrir þessari fram- vindu mála er að sjálf- sögðu, að ísland er orðið mjög dýrt ferðamanna- land. Fyrir nokkrum vikum var Svíi hér á ferð, sem komst að þeirri niðurstöðu, að það væri helmingi dýr- ara að vera hér á íslandi en dregið lengur en til næstu mánaðamóta að gera ein- hverjar ráðstafanir til bjargar. Mörgum kann að sýnast viðeigandi, að vinstri stjórn moki sinn eigin flór og væntanlega kemur það í ljós innan tíð- ar, hvort vinstri flokkarn- ir hafa raunverulegan áhuga á því að takast á við þau vandamál, sem þeir hafa sjálfir skapað, en ekki er ólíklegt, að sumir þeirra a.m.k. vilji firra sig ábyrgð- inni, þegar þeir verða að horfast í augu við það, að nú verða þeir að standa reikningsskil gerða sinna. í Svíþjóð og er Svíþjóð þó það land, þar sem verðlag hefur verið einna hæst um nokkurt skeið. En nú er ísland sem sagt að skjóta öðrum löndum aftur fyrir sig að þessu leyti og er það auðvitað hin óheyrilega verðbólga, sem því veldur. Þessi þróun er áhyggjuefni vegna þess, að tekjur okk- ar af erlendum ferðamönn- um hafa aukizt mjög á und- anförnum árum og ferða- mannastraumurinn er ekki orðinn svo mikill, að ástæða sé til að sporna við fæti gegn einhverri aukn- ingu hans enn um sinn. Þannig koma áhrif verö- bólgunnar fram, hvert sem litið er í þjóðfélaginu. Dýrt ferðamannaland Halldór I. Elíasson; Er vinstri leiðin fundin MARGIR hafa íhugað undan- farið, hvort einhver skynsemi kunni að liggja bak við hug- myndir og aðgerðir stjórnar- herranna vinstri í efnahagsmál- um. Þetta er vissulega mikil- vaegt íhugunarefni fyrir alla þá, sem vilja vera vakandi yfir af- stöðu sinni til stjórnmála. Eg aðhyllist ekki þær hugmyndir, að vinstri menn séu óskynsam- ari en gengur og gerist í fjár- málum eða öðru. Ég sætti mig heldur ekki við þá skýringu, að Lúðvík Jósepssyni sé vitvant, þótt hann mótmæli kröftuglega þeirri vaxtahækkun, sem helztu sérfræðingum þjóðarinnar á sviði peningamála þótti svo nauðsynleg, að þeir gengu gegn vilja meirihluta ríkisstjórnar- innar með ákvörðun sinni. Það var annars þessi skoðun Lúðvíks ásamt áður fram komn- um viðhorfum hans til taprekst- urs togaranna, sem opnaði augu mín fyrir kerfisbundnu sam- hengi bak við stefnuyfirlýs- ingar og aðgerðir vinstri ráð- herranna. Margar aðgerðir vinstri stjórnarinnar, eins og t.d. míklar erlendar lántökur og mikil eyðsla ríkisins við hin hagstæðustu ytri skilyrði þjóðarbúsins, eru svo óskyn- samlegar að mati allra sérfræð- inga í hagstjórn, að greinilega verður að leita að nýjum mark- miðum, sem ríkisvaldið hefur ekki sett fram opinberlega, ef takast á að finna hugmyndum vinstri ráðherranna skynsam- legar forsendur. Algjört vald ríkisins yfir framleiðslunni, hvað sé fram- leitt og hvernig afrakstrinum sé skipt, er að minu áliti eina markmiðið, sem gefið getur ofangreint samhengi. Hér væri um að ræða umbreytingu markaðskerfis okkar í fram- leiðslukerfi, sem kommúnistar kalla „alræöi öreiganna", þegar þeir ráða sjálfir rikisvaldinu, en einræði annars. Það, sem er þó einkum athyglisvert, er, að margt bendir til þess, að fund- izt hafi leið til þessarar umbreytingar, þar sem ekki þyrfti að koma til algerrar stöðvunar framleiðslunnar og eftirfarandi uppbyggingar hins nýja kerfis á rústum hins gamla. Þar væri þá komin leið, sem vinstri menn hafa lengi leitað að, en aldrei fundið. Kjarna leiðarinnar tel ég vera þann, að fyrirtæki almennt eigi alls ekki að geta fjárfest nema með langtíma lánum á ábyrgð ríkisins og höfuðstól þeirra sé haldið sem næst núlli. Með þessu nást yfir- ráð banka- og rikisvalds yfir fjárfestingu og þá smám saman yfir framleiðslu í landinu og eignarrétturinn skiptir ekki lengur máli. Til þess að ná þessu markmiði verður rfkis- valdið að sjá til þess, að fyrir- tæki séu rekin með nægjanlega miklu tapi til þess að þau sjái sér ekki fært að draga fé úr rekstrinum til fjárfestingar. Það verður því einnig að sjá þeim fyrir verulegu lánsfjár- magni til rekstursins. Fyrsta undirstaða þessa fyrirkomulags eru lágir vextir. önnur nauð- synleg undirstaða er mikil verð- bólga, þar sem tapandi fyrir- tækjum væri ókleift að greiða afborganir og vexti ef verð- bólga sæi ekki um að gera lítið úr þeim vanda. Verðbólgan verður vissulega því meiri sem vextirnir eru hærri við þessi skilyrði f samræmi við álit Lúð- víks. Hins vegar verður að vera eitthvert lágmark á vöxtum ef safna á sparifé til útlána. Ein megin ástæða stjórnar Seðla- bankans fyrir hækkun vaxt- anna mun vera sú, að miðað við verðbólguna hafi vextirnir verið komnir niður fyrir þetta lágmark. Vera má að Lúðvfk hafi ekki viljað viðurkenna þetta, en sennilega hefur hug- myndín verið að safna fjár- magni til útlána á annan hátt en í gegnum bankakerfið, þ.e. með sköttum á almenning. Þar með væri búið að bola banka- valdinu burtu og ríkið stæði eitt eftir sem valdhafi. Með hliðsjón af ofangreind- um markmiðum og Ieiðum hefur fengizt full skynsemi f afstöðu Lúðvíks Jósepssonar til vaxta og rekstrar atvinnuveg- anna. Hins vegar má enn spyrja, hvort ekki sé fólgin mót- sögn í hinni breyttu afstöðu vinstri valdhafanna í gengis- málum. Ég tel skýringuna liggja í þeirri reynslu vinstri manna, að millifærsluleiðin sé algjörlega ófær til lengdar. En hún er líka óþörf ef gripið er til ofangreindra aðgerða og lágri skráningu gengis bætt við. Gengið má þá síga til að haldið sé í við verðbólguna, en það má ekki falla þannig að útflutn- ingsatvinnuvegirnir rétti við. Af þessari afstöðu til gengis- mála leiða þó viss vandamál. Einkum er hætt við of mikilli neyzlu erlendrar vöru og þjón- ustu og versnandi aðstöðu inn- lendrar framleiðslu. Hætt er við, að ekki sé hægt að komast hjá innflutningshöftum eða bönnum, a.m.k. ekki á tímum versnandi kjara útflutnings- framleiðslunnar. Þegar fram f sækir mun bætast við stöðnun og úreltar framleiðsluaðferðir og þá má ekki lengur dragast, að tekið sé fast um taumana. Þetta mundu sannfærðir sósíal- istar flokka undir „réttlætan- legar tímabundnar fórnir“. Eitt vandamál er þó óleyst. Hvernig ætlar vinstri stjórn að halda lffi meðan stöðug verð- bólga geisar? Það er ekki endi- lega svo erfitt. Ungu fólki og miðaldra, sem stendur f hús- næðiskaupum og annarri upp- byggingu heimilis, finnst sem það græði á verðbólgunni. Eldra fólkinu, sem tapar spari- fé sínu og lífeyri, má hins vegar bjarga með hækkuðum ellilíf- eyri og tryggingum, enda skatt- peningar nógir. Þannig hlotn- ast vinstri herrunum vinsæld riddarans. Auðvitað á eftir að koma í ljós, hvort dæmið gengur upp. Það fer eftir viðbrögðum almennings í landinu. Þegar hefur komið fram almenn andúð á hækkun skatta, sem meðal annars hefur orðið til þess, að ekki hefur tekizt að fjármagna fjárfestingarlána- sjóði ríkisins eins og ætlað var. Vinstri herrarnir geta þó hugsað: Kemst þó hægar fari. Reykjavík 29.7.1974.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.