Morgunblaðið - 01.08.1974, Síða 17

Morgunblaðið - 01.08.1974, Síða 17
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 1. ÁGUST 1974 17 Þór Vilhjálmsson skrifar frá Caracas: Miðgarður eða Parque Central í Caracas, þar sem 3. hafréttarráðstefna S.Þ. er nú haldin. Ráðstefnan í Miðgarði UM það leyti, sem fundir voru að hefjast á 3. hafréttarráð- stefnu S.Þ. f Caracas 21. júní sl., fluttu fréttastofur fregnir af aðbúnaði og skipulagi, sem varla gátu kallazt bera vott um góðan undirbúning eða glæsi- brag. Margir veittu til dæmis athygli þeim tíðindum, að einn þátttakenda hefði sagt, að bað- kerið í herbergi sínu hlyti að vera úr pappa og að annar hefði látið hafa eftir sér, að hann hefði rekizt á múrvegg, þegar hann ætlaði að opna dyrnar inn til sín í fyrsta skipti. Sjálfsagt hefur einhver flugufótur verið fyrir þessum sögum. Ef til vill sá, að hér eru baðker ekki úr pottjárni heldur málmplötum, sem e.t.v. svigna svolítið, og svo má vel vera, að einhver hafi fengið miður rétta leiðar- lýsingu um þau völundarhús, sem ráðstefnan er í. Aðalatriðið er allt annað en einhverjir slík- ir smámunir. Hér hefur svo mikið verið gert á stuttum tíma til að ráðstefnan gæti farið vel fram, að það er ævintýri líkast. Það var ekki ákveðið fyrr en seint á síðasta ári, að þingstað- urinn skyldi vera f Caracas og á 4 mánuðum hefur tekizt að breyta hálfbyggðri samstæðu fbúða- og verzlunarhúsa svo, að þar fer nú fram hindrunarlaust öli sú margþætta starfsemi, sem stórri alþjóðaráðstefnu heyrir til, og þar eru að auki íbúðir fyrir mikinn hluta er- lendra fulltrúa og starfsmanna. Húsin, sem ráðstefnan er í, kallast einu nafni Parque Central eða Miðgarður. Þegar byggingarframkvæmdum lýkur á lóðinni verður þetta hverfi 9 háhýsa, sem tengd verða saman á neðstu hæðunum. I 5 af þess- um húsum er nú starfsemi vegna hafréttarráðstefnunnar, hin eru f byggingu og raunar er sitthvað ógert enn f öllum hús- unum. Flest húsanna eru 40 hæðir, eitt á þó að verða hærra. Eru menn hér furðudjarfir og byggja háhýsi út um alla borg, þó að jarðskjálftar séu alltíðir. Má sjá hér á byggingarstað svo rammgerðar járnabindingar, að höfundur þessara lina hefur ekki litið annað eins. í einni af tengibyggingunum milli háhýsanna hér í Miðgarði átti að vera kvikmyndahús. Því var breytt í aðalfundasal fyrir ráðstefnuna. Þar eru 744 sæti, túlkastúka og stúka fyrir ljós- myndara blaða og sjónvarps. Að auki eru ein 10 önnur fundaherbergi fyrir fulltrúa á ráðstefnunni og í tveimur þeirra geta verið um 500 manns samtímis. I hinum stærri af fundaherbergjunum er aðstaða til að þýða ræður um leið og þær eru fluttar og til að hlusta á jafnharðan. Er hér stór hópur túlka, sem þýða skjöl og ræður á hin opinberu mál S.Þ.: ensku, frönsku, spænsku, rússnesku og kínversku. Starfsmenn og sendinefndir hafa skrifstofur fyrir sig, hér eru fréttastofur og húsrými fyrir blaðamenn, símstöð, pósthús og lækna- stofa. Einnig eru hér ferða- skrifstofur, bílaleigur, tveir bankar, stór kjörbúð með matvælum, hreinlætisvörum og fleiru og svo fjöldamargar aðr- ar verzlanir, fleiri en upp verða taldar í stuttu máli, s.s. apótek, tvær bókabúðir, skóverzlun, Ijósmyndavörubúð, raftækja- búð og minjagripaverzlanir. Flestar eða allar þessar þjón- ustustofnanir eru i þeim hlut- um húsanna, sem hægt er að komast í af götunni. Þær eru ekki settar upp til skamms tíma, þar sem þær eiga síðar að þjóna þeim, er búa munu í Mið- garði. Er nú verið að selja hér íbúðir og munu fyrstu kaup- endur flytja inn, þegar ráð- stefnufólkið tekur saman fögg- ur sinar. Auk þess, sem þegar hefur verið talið. ætti að nefna kirkjuna hér í hverfinu, sem byggð er ofan á einni af tengi- álmunum þar sem vera eiga myndlistarsýningar. Ennfrem- ur mætti nefna eina 5 veitinga- staði. Slíkar stofnanir áttu raunar að vera fleiri, en áætlan- ir um þörfina fyrir þær munu hafa verið óraunhæfar. Um það leyti sem hafréttar- ráðstefnan kom saman var sagt, að við hana myndu starfa um 5.000 manns, fulltrúar og starfsmenn af öllu tagi. Þessi tala er sennilega fullhá, en erfitt er að fá glöggar upplýs- ingar þar að lútandi. I endur- skoðaðri útgáfu þátttakenda- skrár, sem dreift var 19. júlí, eru talin nöfn 1281 manns i 138 sendinefndum. Nokkur ríki, sem fengu boð um að senda fulltrúa, gerðu það ekki, svo að fjöldi sendmefnda er þessi. Þá eru einnig á þessari skrá nöfn 122 fulltrúa ýmissa alþjóða- stofnana og samtaka, sem S.Þ. hafa veitt áheyrnarrétt, og fleiri slíkra aðila. Þetta eru samtals 1.403 menn, en þess er að gæta, að þeir eru aldrei allir samtímis í Caracas. Hve margir þeirra eru hér á þessum degi er ekki vitað. S.Þ. sendu hingað um 280 starfsmenn sína og réðu tæplega 150 Venezuelamenn til viðbótar í sína þjónustu. Stjórn- völd landsins hafa á launum um 560 manns vegna ráðstefn- unnar auk hermanna, sem eru hér víst um 500 við varðgæzlu. Þetta verða alls tæplega 3.000 manns, sem er ósmá liðsveit. Ótaldir eru blaðamenn og sjálf- sagt fleiri, svo og makar og börn, sem talsvert ber á. Hvort allt þetta fólk myndar 5.000 manna fylkingu er þó óvíst. Kostnaðurinn við fundahöld- in í Caracas er nokkuð á huldu. 1 upplýsingaplaggi, sem út kom á vegum móttökunefndar stjórnvalda I Venezuela fyrir nokkrum vikum, segir, að kostnaðurinn verði um 16 milljónir dala. Er jafnframt tekið fram, að af þeirri fjárhæð muni S.Þ. greiða fjórðung, svo að það ætti eftir þessu að kosta ríkissjóð Venezuela 12 milljón- ir dala að hafa fundina hér í borg þessar 10 sumarvikur. Nú fást engar upplýsingar lengur frá heimamönnum um áætluð útgjöld og einn af fram- kvæmdastjórum við skipulags- starf S.Þ. hér fullyrti í eyru höfundar þessara lína, að stofn- unin ætti ekki að borga nema 1,5 milljón dali, hitt ætti Venezuela að greiða. Var gert samkomulag þess efnis, að S.Þ. legðu fram það fé, sem ráð- stefnuhaldið myndi hafa kostað I Genf, en ríkisstjórn Venezuela greiddi annan kostn- að. Þar sem höfundur þessara lina er búinn að gleyma því litla, sem hann e.t.v. kunni fyr- ir löngu i blaðamannslistinni, verður þetta vafamál varðandi fjármálin að vera óupplýst að sinni. Aðalráðstefnusalurinn í Miðgarði

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.