Morgunblaðið - 01.08.1974, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 01.08.1974, Blaðsíða 18
18 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 1. ÁGUST 1974 Sjö bikar- leikir í gær 1 GÆR fóru fram sjö leikir I 16 liða úrslitum bikarkeppni KSl. Urðu úrslit leikja þessi: Völsungar — Þróttur Nk 1-0, Haukar — Valur 1-8, Vfkingur í Ólafsvfk — Akranes 1-3, IBV — UBK 3-1, Fram — Fylkir 4-0, IBA — Víkingur 2-3 og Selfoss — tBK 0-1. Bann í næsta leik Vfkingurinn Gunnar Gunnarsson varð þess vafasama heiðurs aðnjótandi að fá að Ifta gula spjaldið í leik Vfkings og tBA sfðastliðinn laugardag. Fyrr f sumar var Gunnari sýnt gula spjaldið, reyndar einnig í leik Vfkings og Akureyringa, leikn- um, sem fram fór fyrir norðan. Eftir því sem næst verður komizt, verður Gunnar f leikbanni í næsta leik Vfkings f 1. deild, en í leik Vfkings og Ármanns f 2. deild f fyrra fékk Gunnar einnig áminningu og cr þvf kominn með þrjár bókanir. Mál hans og fleiri syndasela verður væntanlega tekið fyrir á fundi aganefndar f dag. — Kleppur Framhald af bls. 32 ráðuneytisstjóra í fjármálaráðu- neytinu, tjáði Mbl. í gær, að því bréfi hefði nú verið svarað og þar á það bent, að um kaup og kjör opinberra starfsmanna væri samið milli Starfsmannafélags ríkisstofnana og ráðuneytisins. Því gæti ráðuneytið ekki hafið viðræður um breytingar á kjörum eins hóps opinberra starfsmanna við þann hóp, helduryrði að fjalla um slíkt á milli viðsemjenda sjálfra. Skv. upplýsingum Þórunnar Pálsdóttur forstöðukonu er nú búið að auglýsa stöður þeirra starfsmanna, sem sagt hafa upp störfum, og hefur talsvert verið um stöðurnar spurt, en allir þeir, sem sótt hafa um störf þessi, hafa dregið umsóknir sínar til baka, þegar þeir fréttu um ástæðurnar fyrir uppsögnum þeirra, sem nú vinna þessi störf. Jakob Jónasson yfirlæknir sagði í samtali við Mbi. í gær, að starfsemi spitalans lamaðist að miklu leyti ef til þess kæmi, að starfsmenn mættu ekki til vinnu. Flytja þyrfti heim sjúklinga, sem raunverulega þyrftu að vera á spítalanum og ættu erfitt með að vera annars staðar en þar vegna sjúkdóms síns og félagslegra vandamála á heimilunum. Sagði Jakob, að læknar og annað starfs- lið spítalans, sem þjálfað er til annarra starfa, yrðu að ganga inn í störf þeirra starfsmanna, sem fjarverandi yrðu. Kvaðst hann vona, að samkomulag næðist í deilunni, því að margir þessara starfsmanna hefðu unnið lengi á Kleppi og væru góðir starfskraft- ar. Mbl. barst í gær yfirlýsing frá gæzlumönnum á Kópavogshæli, þar sem lýst er fullri samstöðu við kröfur starfsmanna á Kleppi, enda þiggi gæzlumenn beggja stofnana laun eftir 12. flokki og vinni sömu störf. Segjast gæzlu- menn á Kópavogshæli hafa gert sömu kröfu og starfsmenn á Kleppi fyrir gerð seinustu kjara- samninga og segjast hafa fullan huga á að grípa til „aðgerða ef hefðbundnar baráttuaðferðir duga ekki“. — Teinæringar Framhald af bls. 32 hlemmur af stórum kjötsúpu- potti, sem stóð í einu rúminu á þilfari og menn fengu sér heita súpu i tréskálar og notuðu tré- spóna. Síðan öxluðu menn tunnur sínar, en hver maður hefur sína persónulegu muni í trétunnu og í Keflavík munu þeir gista fram undir helgi, dytta að skipunum og gera allt klárt áður en þeir sigla inn til Reykjavíkur á sunnudag. Fjórir af skipverjum eru Islend- ingar. — Ikveikja Framhald af bls. 32 vaknað um nóttina við reykinn og hitann og hringt á siökkviliðið. Þegar hann hefði reynt að komast út hefði reykurinn verið orðinn það magnaður niðri í forstofunni, að hann komst ekki út. Sagði Gústaf, að sér hefði að vonum burgðið við og óttazt, að bækur sínar, sem sér væru dýrmætar, og aðrar eigur eyðilegðust, en svo hefði sem betur fer ekki farið. „Ég veit ekki af hverju þetta kom fyrir og mig langar ekki til að fella dóma um fólk, en það virðist nokkuð augljóst, að um íkveikju hafi verið að ræða,“ sagði Gústaf að lokum. — Tyrkir Framhald af bls. 1' land, en ef það reyndist hins vegar ekki hægt þá væri ekki um annað að ræða fyrir þá en segja sig úr Atlantshafsbandalaginu. „Við getum ekki verið banda- menn og samt vopna búizt hvor gegn öðrum.“ Ecevit sagði, að hann vildi, að friðsamieg sambúð tækist og löndin gætu áfram verið í NATO. James Callaghan utanríkisráð- herra Bretlands sagði í þinginu í London í dag, að Glavkos Klerides forseti yrði fulltrúi grískra Kýp- urbúa í framhaldsviðræðunum, sem hefjast í Genf í næstu viku. Koma utanríkisráðherrar Bret- lands, Tyrklands, og Grikklands saman í Genf 8. ágúst og tveim dögum siðar slást Klerides og Rauf Denktash leiðtogi tyrkneskra Kýpurbúa í hópinn. Stjórnmálaskýrendur i Grikk- landi telja, að Grikkir muni verða harðari í horn að taka á þessum fundum en þeir voru á fyrri fund- inum í Genf. Denktash sagði í Nikósfu í dag, að hann vildi, að Kýpur yrði sam- bandsríki með tveimur landfræði- lega aðgreindum grískum og tyrkneskum svæðum. Klerides forseti sagði, að hann myndi velta þessum möguleika fyrir sér. — Edduhótel Framhald af bls. 2 Hótelstjóri Edduhótelsins á Kirkjubæjarklaustri er Margrét ísleifsdóttir, en alls vinna við hótelið 12—14 manns. Ferðaskrifstofa ríkisins rekur á þessu sumri alls 9 hótel úti á landi og sagði Björn Vilmundarson, að nokkuð góð nýting hefði verið hjá þeim flestum það sem af væri sumrinu. — Þróun Framhald af bls. 2 tryggja sér far með fyrirvara og eru farmiðar teknir frá í síma 28025. Nokkrir leikarar flytja leikþátt- inn „Pískrað við prentsmiðjupóst- inn“, en þátturinn er byggður á atriðum úr gamalli Reykjavíkur- revíu, auk þess sem bætt hefur verið við atriðum úr samtfðinni. Þátturinn veróur fluttur kl. 6 í dag og dagana 3., 4., 6., 10. og 11. þessa mánaðar verður hann sýnd- ur á sama tíma. Þá er ný kvik- mynd, „Reykjavfk, ung borg á gömlum grunni“, sýnd í kvik- myndasal Laugardalshallarinnar tvisvar sinnum dag hvern. Forsvarsmaður Reykjavfkur- deildarinnar er Sigurður Magnús- son. I kvöld kl. 21 hefst svo héraðs- vaka Snæfellinga, en aðaldag- skráratriðið á vökunni verður poppópera, sem Snæfellingar hafa samið, en poppópera þessi var frumsýnd á héraðshátíð Snæ- fellinga. Nú munu um 6000 manns hafa séð sýninguna, en henni lýkur 11. ágúst. — Connally Framhald af bls. 1 lag upp á 5.000 dollara til kosn- ingabaráttu demókratans Philip Hoff til öldungadeildarinnar árið 1970. Eru þessar ákærur báðar bornar fram af Watergatesak- sóknaranum. A Nelson yfir höfði sér allt að fimm ára fangelsisvist og 10.000 dollara sekt. Connally hefur hvað eftir ann- að neitað að hafa tekið við pening- unum, en hann var formlega ákærður i þessu máli sl. mánudag. — Wilson boðar Framhald af bls. 1 nýtingaráætlunina. Eigendur skipasmíðastöðvanna, sem þjóð- nýttar verða, fá fullar bætur fyrir sinn hlut. Ráðherrann sagði ekki, hvenær þjóðnýtingin væri ráð- gerð, en að hvft bók yrði gefin út um málið innan skamms. Talið er að þjóðnýtingaráætlun þessi verði eitt af kosningamálun- um í þingkosningum, sem gert er ráð fyrir, að haldnar verði f Bret- landi f haust. Þingið fór f dag í tveggja mánaða sumarleyfi og eru flestir þingmenn á einu máli um, að það komi ekki saman á ný fyrr en eftir nýjar kosningar. Verka- mannaflokksstjórn Wilsons beið í gær 5 sinnum niðurlægjandi ósig- ur í atkvæðagreiðslum um tillög- ui um nýja verkalýðslöggjöf og er talið líklegt, að þau úrslit verði tii þess að flýta kosningum. Wilson myndaði minnihlutastjórn, þá fyrstu í 40 ár, í kjölfar kosning- anna 28. febrúar sl. ------*-♦-»---- — Ehrlichman Framhald af bis. 1 asti hugsanlegur dómur fyrir þessi afbrot var 20 ára fangelsis- vist og 30.000 dollara sekt. Þrfr liðsmenn sérstakrar njósnasveit- ar Hvfta hússins, „pfpulagningar- mannanna" svokölluðu, sem frömdu innbortið, fengu einnig dóma. G. Gordon Liddy hlaut eins til þriggja ára dóm, en Bernard Barker og Eugenio Martinez, sem eru af kúbönskum ættum, hlutu skilorðsbundinn dóm með þriggja ára reynslutíma, þar eð þeir „voru narraðir af háttsettum embættismönnum rfkisstjórnar- innar“, eins og Gesell dómari sagði. Gesell sagði, að Ehrlichman hefði brugðizt því trausti, sem honum hafði verið sýnt sem hátt- settum embættismanni Banda- ríkjastjórnar. „Stjórnarskráin var virt að vettugi, réttur borgaranna svívirtur,” sagði dómarinn og kvað það sérstaklega ámælisvert, að lögfræðingur legði sig niður við slíkt. Ehrlichman, sem er 49 ára að aldri, var mikils virtur lögfræð- ingur í Seattle áður en hann réðst til starfa hjá Nixon árið 1968. Hann sagði í réttinum í dag, að Gesell hefói komið í veg fyrir, að hann gæti varið sig fyrir kviðdóm- inum. „AUir menn, sem starfa fyrir ríkisstjórn, verða stöðugt að vega og meta hagsmuni einstakl- ings á móti hagsmunum landsins í heild. í þessu máli var um slíkt mat að ræða,“ sagði Ehrlichman og kvað gildar öryggisástæður hafa verið fyrir innbrotinu í skrifstofu sálfræðingsíns. John Ehrlichman hyggst áfrýja dómnum og Gesell lét hann laus- an gegn eigin tryggingu. — Lærði af Loka Framhald af bls. 2 sem komið væri „Hussein hefur látið ljós vilja til að semja við okkur, en nú er þess krafizt, að við semjum jafnframt við fres- ishreyfingu Palestfnu-Araba, sem segja, að friður verði aldrei á þessu svæði fyrr en vandamál þeirra hafi verið leyst — en þau vandamál teljum við tilbú- in í pólitiskum tilgangi. Krafa PLO er sú, að Ísraelsríki sem slíkt verði lagt niður og þess í stað stofnað rfki tveggja þjóða — en það er lausn, sem við höfum enga trú á, við sjáum til dæmis á Kýpur hvaða afleiðing- ar það gæti haft. Þá hefur kom- ið til greina að stofna sérstakt riki Palestínu-Araba á vestur- bakka Jórdanár, en við erum andvígir þvf, þar sem við höf- um fulla ástæðu til að ætla, að PLO mundi líta á slíkt fyrir- komulag sem bráðabirgðaskip- an eingöngu — forystumenn hreyfingarinnar hafa raunar lýst þvi yfir opinberlega — og að þeir muni halda áfram árás- um og hryðjuverkum. „Á hinn bóginn gætum við sætt okkur við þjóð Palestínu-Araba á vest- urbakkanum, sem hefði tak- markað sjálfsforræði innan jórdanska ríkisins. Þá væri stjórn Jórdaníu ábyrg fyrir hugsanlegum árásum og hryðjuverkum og mætti þá vænta þess, að fyrir slika starf- semi yrði tekið eða reynt að taka. Verulegar líkur eru á þvf, að sjálfstætt ríki PalestínuAr- aba á vesturbakkanum fengi fljótlega mjög róttæka og her- skáa stjórn, því að enda þótt Arafat núverandi leiðtogi PLO og hans nánustu menn megi teljast hógværir til þess að gera, eru engu að síður sterk öfl innan hreyfingarinnar, m.a. innan samtaka Arafats sjálfs, A1 Fatah, sem hann ræður ekk- ert við.“ Leshen sagði ekkert efamál, að ísrael hefði beðið pólitískan ósigur á alþjóðavettvangi eftir styrjöldina f haust, sem þeir hefðu þó unnið hernaðarlega, enda þótt þeir væru illa undir átökin búnir. „Jafnan er það svo, að þjóð, sem vinnur hernaðarlegan sigur í styrjöld, er hinn raunverulegi sigur- vegari og fær komið á friði — nema þegar Israel á í hlut. Við hljótum auðvitað að spyrja okkur hvers vegna svo sé,“ sagði Leshen. Aðspurður hvort rétt væri, að samband Israela og Egypta væri miklu vinsamlegra en samband Israela og Sýr- lendinga, kvað hann svo vera. „Egyptar eru elskulegt fólk, glatt og vinsamlegt og ágreiningur okkar f milli ristir í raun og veru ekki mjög djúpt. Um Sýrlendinga gegnir allt öðru máli. Þeim hefur verið innrætt hatur á okkur frá blautu barnsbeini og kennt, að við höfum rænt þá landi. Þar fyrir utan eru þeir allt öðru vfsi fólk; Sýrlendingar og írakar eru miklu harðgerðari manneskjur en Arabarnir sunnan til.“ Aðspurður hvenær hann teldi, að samningaviðræðurnar í Genf gætu hafizt sagði Leshen; „Ég hef litla trú á því, að nokkrar meiriháttar samningaviðræður fari fram f Genf — hins vegar kann þar að verða rekinn endahnútur á samningaviðræður, sem þá þegar hafa farið fram annars staóar." iesiii DHCIECn — mbj. + Útför eiginkonu minnar, móður og tengdamóður, JONINU SCHRAM sem andaðist 27. júlí, fer fram frá Dómkirkjunni föstudaginn 2. ágúst kl. 13 30. Gunnar Schram Gunnar G. Schram, Elísa Schram, Margrét G. Schram, Helgi Hallgrímsson,

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.