Morgunblaðið - 01.08.1974, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 01.08.1974, Blaðsíða 22
22 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 1. AGÚST 1974 Ólafur S. Lárusson — Minningarorð F. 28. des. 1903 D. 28. júlí 1974. Mikill víkingur er tíl moldar hniginn. 70 ára lífsbarátta á enda. Lífsbarátta, sem háö var við sér- stæðar aðstæður og að mínu áliti ef til vill einstæðar. Foreldrar Ólafs voru hjónin Lárus Ólafsson Hjálmarssonar frá Melabergi á Miðnesi og kona hans Katrín Jónsdóttir Guðmundsson- ar og konu hans Guðrúnar Ólafs- dóttur Ólafssonar Skagfjörð. Bjuggu móðurforeldrar hans í Keflavik langa tið. Þegar Ólafur var á öðru ári fór faðir hans til sjóróðra til Aust- fjarða. Hann kom ekki aftur. Hann andaðist þar fyrir austan og var jarðsettur þar. Þannig voru póstsamgöngur í þá daga. Þegar t'aðir hans andaðist var móðir hans ófrísk. Það barn náði 2ja ára aldri. Eftir að móðir hans missti mann sinn fluttist hún til foreldra sinna. Ekkja með ung börn átti erfitt uppd-áttar á þessum árum, jafnvel þótt aldraðir foreldrar veittu skjól og aðstoð. Við bættist mikið heilsuleysi hennar. Enda fór svo, að berklarnir yfirbuguðu hana. Hún andaðist 3 dögum áður en Ólafur var fermdur. Síðan dóu þau sitt árið hvort afi hans og amma, þegar hann var 15 og 16 ára. Þá var hann eftir einn af sínum nánustu, alger einstæðing- ur. Ungur var Ólafur látinn fara að vinna bæði í landi og á sjó. Mér er sagt, að hann hafi verið frekar pasturslítill líkamlega sem ungl- ingur, en innra bjó sá viljastyrk- ur, sem skóp þá eldsál, er bæði þá í æsku og síðar á lífsleiðinni átti erftir að fleyta honum yfir brot- sjói lífserfiðleikanna. I Keflavík, þar sem Ólafur er fæddur og uppalinn og bjó síðan alla sína lífstíð, lá leiðin til lífs- bjargarinnar á hans uppvaxtarár- um aðeins í eina átt — til sjávar- ins. Þar biðu tækifærin fyrir dug- mikla og dáðrakka mannkosta- menn. Ólafur byrjaði ungur sjó- sókn, fyrst á árabátum og siðar á Faðir okkar og stjúpfaðir, ASGEIR HJARTARSON, bókavörSur, Ljósvallagötu 1 2, lést að heimili sinu 29 júli RagnheiSur Ásgeirsdóttir, Halldór Asgeirsson. Snorri Asgeirsson, Ingimar Jóhannsson. Eiginmaður minn, BJARNI SIGUROSSON trésmiðameistari, frá Hraunsási, Njálsgötu 98, lést þann 30, júli. Margrét Skúladóttir. t Faðir okkar og tengdafaðir, JÓN GUÐNASON, bifreiðasmiSur, Hólmgarði 10, verður jarðsunginn frá Fossvogskapellu föstudaginn 2. ágúst kl. 1330 Aðalheiður Jónsdóttir, Haraldur Sæmundsson, Gisli Jónsson, Margrét Guðnadóttir. t Hjartkær eiginmaður minn, ÁRSÆLL VALDEMAR SVEINBJÖRNSSON Sólvöllum, Garði, verður jarðsunginn frá Útskálakirkju, föstudaginn 2. ágúst, kl 2, Fyrir hönd barna, stjúpbarna, tengdabarna og barnabarna. Lilja Vilhjálmsdóttir. t Útför konu minnar, HELGU JÓNÍNU STEINDÓRSDÓTTUR, Eskihlfð 12, fer fram frá Fossvogskirkju föstudaginn 2, ágúst kl. 1 5. Fyrir mína hönd og annarra vandamanna Úlfar Karlsson. t Útför sonar okkar, KRISTJÁNS HAUKSSONAR, sem lést af slysförum 27. júlí s.l fer fram frá Fríkirkjunni I Reykjavík i dag kl 1 5.00 Soffia Theódórsdóttir, Haukur Hjálmarsson, Áslaug Hauksdóttir, Anna Hauksdóttir. Haraldur Guðmundsson, Helgi Hauksson, Hugrún Ólafsdóttir litlum vélbátum. Hann var ekki þannig skapi farinn, að hann ætti auðvelt með að vinna hjá öðrum. Hann tók skipstjórapróf árið 1930. Hann vildi áfram og upp, enda hafði hann stofnað heimili og eignazt fjölskyldu, sem stækkaði óðum svo sem síðar verður frá greint. Skipstjóri varð hann að loknu prófi á m/b Run- ólfi, 24 lesta, sem var í eigu Elín- mundar Ólafssonar. En tveim ár- um síðar, árið 1932, kaupir hann þennan sama bát ásamt þrem öðr- um félögum sínum, sem hann dáði mikið eins og reyndar bæði, móðurforeldri sín. Ólafur var síð- an skipstjóri á þessum báti til 1936 og eignaðist hann að öllu leyti einn árið 1938. Skipstjórnina stundaði hann af miklu harðfylgi og varð bæði afla- sæll og happasæll. Eftir að hann hætti skipstjórn stundaði hann umfangsmikla út- gerð, fiskverkun og frysihúsa- rekstur allt til ársins 1970. Miklar sveiflur hafa verið í þessum at- vinnurekstri á þeim 4 áratugum, sem Ólafur stundaði hann. Og hefur verið efitt, en aldrei var gefizt upp. Stálvilji lyfti honum yfir erfiðleikana og skapaði hon- um traust og vinsemd þeirra, sem við var að skipta. Stóð hann svo upp frá sinum atvinnurekstri, að þar var skilið við hreint borð. Ólafi til mikillar gleði og ánægju tóku börn hans við at- vinnurekstri hans og stofnuðu um hann hlutafélag, sem þau eru öll hluthafar í og ber nafn föður þeirra. Er það þeim metnaðarmál að halda á lofti því merki, er faðir þeirra bar í 40 ár. Mun minningin um hann verða þeim sífelld hvatning til þess að láta það merki ekki niður falla. Þótt margt sé andstætt í lífinu er þó heilsuleysi verst við að glíma. Þegar Ólafur var 22 ára gamall fékk hann fyrst brjóst- himnubólgu. Þessi veikindi háðu honum eftir það sífellt öll þau ár, er hann stundaði sjósókn. Hann harkaði þó af sér veikindin lengi vel, en árið 1940 var svo komið, að hann varð að leggjast inn á Vífils- staðahæli. Frá þessum tíma og þar til fyrir svo sem tveim árum hefur Ólafur dvalið langdvölum á Vífilsstöðum. Vart hefur fallið svo úr ár, að hann hafi ekki þurft að dvelja þar einhvern tima. Það hefur reynt mikið á sálarstyrk þessa manns og eflaust oft verið nær því að slíta hann í sundur að þurfa sífellt að hverfa frá heimili og starfi og taka upp glímuna við hvíta dauðann. Auk hjúkrunar og lyfja hafa honum reynzt í bezt í þeirri glímu viljastyrkur hans og lífslöngun, sem hvort tveggja er hert í óbilandi trú hans á al- máttugan guð. Falslaus og einlæg trú hans á guðlega forsjón hefur verið ein hans sterkasta stoð í lífsbaráttunni. Það mun mega telja til undan- tekninga, að hann ekki sækti guðsþjónustu á helgum dögum ef hann mátti því með nokkru móti við koma. Hann þakkaði algóðum guði allt það góða, sem honum féll í skaut. Hann reyndi að sýna þakklæti sitt með því að hlynna að þeim, sem áttu bágt og voru í kringum hann. Ólafur var ekki mannblendinn að eðlisfari. Hann eignaðist ekki marga nána vini, en þeir, sem urðu vinir hans, voru það ætíð sfðan. Ekki get ég látið hjá líða að minnast á vinfengi hans og Elentínusar Júlíussonar, Túngötu 16, Keflavík. Þeirra vin- átta hefur staðið frá barnæsku og ég veit með vissu, að hin síðari ár hefur varla fallið svo úr dagur, að þeir ekki hittust. Vil ég í nafni aðstandenda Ólafs þakka Elentínusi þá miklu vinsemd og ástúð, sem hann af miklu örlæti og þolinmæði sýndi Ólafi f veik- indum hans hin sfðustu ár. Einnig vil ég þakka starfsfólki í Vífilsstaðahælis, sem um áratuga- skeið hefur veitt honum aðhlynn- ingu og þá sérstaklega Helga Ingvarssyni fyrrverandi yfir- lækni og konu hans, sem til síðustu stundar veittu honum styrk og hjálp. Árið 1925 21. nóvember kvænt- ist Ólafur eftirlifandi konu sinni Guðrúnu F. Hannesdóttur. Þeim varð 12 barna auðið. Af þeim dóu tvö í æsku, en hin tíu eru upp- komin og hafa öll skapað sér heimili. Er það hinn myndar- legasti hópur, 5 stúlkur og 5 drengir. Það má öllum ljóst vera, að oft hefur mikill þungi hvílt á þessari konu með barnahópinn stóra og sársjúkan eiginmann. t Útför eiginmanns míns, föður, tengdaföður og afa ÓLAFS SÓLIMANNS LÁRUSSONAR, útgerðarmanns. Vallargötu 6, Keflavík, fer fram fimmtudaginn 1. ágúst 1974 frá Keflavíkurkirkju kl 3 síðdegis. Þeir sem vildu minnast hans láti líknarstofnanir njóta þess. Guðrún Hannesdóttir, börn, tengdabörn og barnabörn. t Innilegar þakkir fyrir samúð og virðingu sýnda minningu LOFTS BJARNASONAR, útgerðarmanns Solveig Sveinbjarnardóttir Kristján Loftsson Birna Loftsdóttir Gísli Torfason Solveig Birna Gísladóttir Loftur Bjarni Gislason t Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð við andlát og útför, eiginmanns. föður, tengdaföður, afa, bróðurog mágs SIGURÐAR H. MATTHÍASSONAR vélstjóra. Sérstakar þakkir færum við járnsmiðafélaginu. Margrét Ingunn Jónsdóttir, Steinvör Sigurðardóttir, Elías Árnason, Sigriður Elíasdóttir, Hrefna Matthiasdóttir. Ingvar Kjartansson. Aldrei hefur henni verk úr hendi fallið og óþreytandi hefur hún verið að hlú að bónda og börn- um. Umhyggjusemi hennar fyrir heilsu og vellíðan hans og barn- anna hefur verið takmarkalaus. Hálft hans lán er því hennar verk. Börn þeirra hjóna og makar eru þessi: Guðrún K.J. gift Ásgeiri Einarssyni skrifstofustjóra, Arn- björn Hans, dó á þriðja ári, Jane Maríe, gift Guðmundi Ólafssyni verkstjóra, Arnbjörn Hans skip- stjóri, kvæntur Jónu Ólafsdóttur, Lára Hulda, dó á öðru ári, Guðjón Gunnar framkv.stj., kvæntur Marín Marelsdóttur, Lárus Hörð- ur vélstjóri, kvæntur Aðalheiði Árnadóttur, Ólafur Hafsteinn verkstjóri kvæntur Svölu Gríms- dóttur, Bára Erna gift Karli Gunnlaugssyni sjómanni, Sigrfð- ur Karólína, gift Guðmundi Ingólfssyni verkamanni, Særún, býr í Bandaríkjunum, Reynir við- skiptafr., kvæntur Önnu Lilju Gestsdóttur. AUs eru barnabörnin 41 og barnabarnabörn 15. Afkemendur Ólafs eru nú í dag 66. Er þá orðin breyting á frá því, að Ólafur 16 ára gamall stóð uppi allslaus sem einstæðingur án ná- kominna ættingja. Ég vil að leiðarlokum þakka Ólafi tengdaföður mínum fyrir allt það, sem hann hefur fyrir mig og mína fjölskyldu gert. Sérstak- lega vil ég þakka honum þá um- hyggjusemi, sem hann sýndi Ásu dóttur minni í veikindum hennar fyrir nokkrum árum. Ég vil þakka fyrir 30 ára viðkynningu, sem hef- ur kennt mér að góður maður er gulli betri. „Far þú í friði, friður guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt.“ Ásgeir Einarsson. Að morgni 28. júlí lézt Ólafur í sjúkrahúsi Keflavíkurlæknishér- aðs eftir stutta, en stranga sjúk- dómslegu þar. Ólafur var fæddur í Keflavík 28. desember 1903, son- ur hjónanna Lárusar Ólafssonar frá Melabergi á Miðnesi og Katrínar Jónsdóttur í Hábæ (Jónsbæ) í Keflavík. Faðir hans lézt, þegar Ólafur var í frum- bernsku, á f jórða eða fjögurra ára gamall. Hann ólst upp hjá móður- afa og ömmu, þeim Guðrúnu Ólafsdóttur og Jóni Guðmunds- syni, er lengi bjuggu í Hábæ (Jónsbæ) í Keflavík. Snemma vandist Ólafur allri vinnu, bæði til sjós og lands, eftir því ertil féll í sjávarbyggðalagi á uppvaxtar- árum hans. A árunum 1930 til ’40 réðst hann í útgerð á mótorbáti, er þrír félagar hans gerðu út í fyrstu, m.b. Jón Guðmundsson, sem þró- aðist upp í það, að hann eignaðist bátinn einn, en það var upphafið að um 40 ára langri útgerðar- og framleiðslusögu hans. Nú þegar hann fellur frá er starfandi þrótt- mikið framleiðslufyrirtæki, er ber nafn Ólafs og fjölskylda hans rekur. Mjög myndarlegt sjávar- framleiðslu fyrirtæki, sem bæði hefur útgerð á vélbátum og að hluta skuttogara, auk reksturs hraðfrystihúss. Ólafur kvæntist hinn 21. nóvember 1925 eftirlifandi konu sinni Guðrúnu Hannesdóttur Einarssonar úr Keflavík, öll þeirra búskaparár bjuggu þau í Keflavfk. Þau eignuðust 12 börn, tvö þeirra dóu ung, en 10 komust upp öll hin mannvænlegustu og dugnaðarfólk, sem sómir sér vel í þeim störfum, er þau hafa tekið að sér. Óli Sólimann, eins og kunningj- ar hans og vinir kölluðu hann, var léttur á fæti og léttur í lund. Það voru eiginleikar, sem komu sér vel fyrir hann í lífinu, því að mikinn hluta ævinnar var hann t Þökkum innilega auðsýnda sam- úð við andlát og jarðarför KRISTJÁNS finnbogasonar' verkstjóra, Reynivöllum 6, Selfossi. Sigrfður Kristjánsdóttir, Pétur Kristjánsson, Ragnheiður Kristjánsdóttir.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.