Morgunblaðið - 01.08.1974, Síða 23

Morgunblaðið - 01.08.1974, Síða 23
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 1. ÁGÚST 1974 heilsuveill og varð að dvelja á heilsuhælinu að Vífilsstöðum langdvölum, en alltaf var hugur- inn við framleiðsluna og þegar heilsan batnaði var hann kominn til sinna starfa og dró þá ekki af sér og er ég viss um, að hann ofgerði sér oft, en það kom fram á heilsu hans á fullorðinsárunum. Ég man ekki fyrr eftir mér en ég man eftir Óla Sólimann, því að á uppvaxtarárum okkar voru Há- bæjar-bæirnir tveir, það voru ekki margir metrar á milli þeirra bæði I eiginlegri og óeiginlegri merkingu. Það má því segja, að við systkinin og ÓIi ælumst upp saman. Vegna aldursmunar voru eldri bræður mínir og Óli sam- rýndari og sú vinátta, er þar þró- aðist, hefur verið haldgóð og traust. Ég hygg, að þeir dagar séu ekki margir, er báðir þeir ÓIi og Élintfnus hafa verið heima I Keflavík, að þeir hafi ekki séð hvor annan. Þetta segir sína sögu. Um Óla verður ekki annað sagt en hann væri góður samferðamað- ur á lifsgöngunni. Þeir eru ekki fáir, sem Óli rétti hjálparhönd, því að hann mátti ekkert aumt sjá þá vildi hann bæta úr og gerði mörgum greiða, bónbetri maður finnst varla. Nú þegar leiðir skilja i bili er mikill söknuður í huga mjög margra, ekki aðeins hans nánustu, eiginkonu, barna, barnabarna og tengdafólks, held- ur einnig mikils fjölda vina og kunningja, sem vissu, hve gott var að vera í návist Óla. Ég er fullviss um, að lending á landi lifénda hefur tekizt vel hjá Óla Sólimann eins og gifta fylgdi hans siglingu hér á jörðu. í þeim efnum hafði hann bjargfasta trú á Iif eftir umskiptin og trú hans á almættið var bæði mikil og föst. Að lokum óska ég vini mínum velfarnaðar á þeim leiðum, sem hann á nú framundan, og færi þakkir frá okkur Hábæjarsystkin- unum fyrir samfylgdina. Guð blessi hann. Að síðustu votta ég eftirlifandi konu hans, börnum, tengdabörn- um, barnabörnum, öllu venzla- og skyldfólki mína innilegustu samúð, en það má vera ykkur öllum huggun i sorginni, að geng- inn er góður drengur og minning- arnar getur enginn tekið frá manni. Sverrir Júlfusson. i melka BOSCH viðgerða- varamuta bjðnusta Fullkominn tækjabúnaður ttl viðyeiða 09 prófunar á Störturum rafölum 09 öðrum búnaði rafkerfisrns Sérþ|álfaðir fagmeml i viðgerðum á bif- reiðarafkerfu m Bosch varahlutaþjónusta Hirfum fyrirli^^jandi mikið úrval vara- hluta i rafkerfið en það sem ekki er fyrirliggjandi getum við útvegað með litlum fyrirvaia Notið Bosch keitr platínui þétta há spennukefli kveik|ulok 09 kveik|uhamra i Bosch rafkerfi HEILDSALA — SMASALA BRÆÐURNIR ORMSSON% Lágmúla 9. simi 38820 Þorleifur Þorleifsson 1 NÁVIST dauðans velta menn fyrir sér tilgangi og lögmáli lífs og dauða. „Hví deyja þeir, er lifa ættu lengur/hví lifa þeir er hvíldina þrá?.“ Slíkar spurningar eru áleitnar þeim er eftir standa og sjá menn I blóma lifsins hverfa yfir móðuna miklu. Það eru meira en þrjátíu ár síðan við Þorleifur Þorleifsson kynntumst og þau kynni þróuðust i vináttu, ég man drengskap hans, listagáfu, sam- vizkusemi og næmleik. Þorleifur var einfari, hrjúft yfirbragð, sér- stæðar skoðanir og trú á einfalt líf í nánum tengsium við náttúr- una var ekki líkleg til að finna hljómgrunn á tímum æðisgengins lifsgæðakapphlaups. Fornar dyggðir og heit ættjarðarást eru hreinlega ekki í tízku lengur. Fegurð og kyrrð öræfanna, hrikaleik hálendisins þekkti hann manna bezt, hann var góður göngumaður og ferðir hans um fjöll og firnindi eru margar. Ljós- myndir þær, er Þorleifur tók á gönguferðum sínum, eru margar snilldarvel teknar, enda góður ljósmyndari eins og hann átti ætt til. Þorleifur var afbragðs teiknari, hann teiknaði nokkuð af auglýs- ingum, en útskurðarmyndir hans af húsum og hverfum í gömlu Reykjavik eru viða til, m.a. eru nokkrar slikar myndir á byggða- safni Reykjavíkurborgar. Þessar myndir eru ekki aðeins mikil- vægar heimildir heldur eru þær sérstæð listaverk svo snoturlegar og nákvæmar, að ótrúlegt er hve miklu Þorleifur gat afkastað í þeim fáu fristundum, sem hann átti. Er kvikmyndagerð hófst á Is- landi upp úr 1940 og Loftur Guð- mundsson og Óskar Gislason hófu að taka sínar fyrstu myndir sáu Þorleifur og Oddur bróðir hans, hvilíka möguleika kvikmyndin hafði og unnu þeir mikið með Óskari Gíslasyni, m.a. samdi Þor- leifur kvikmyndahandrit fyrir Óskar og gerði Þorleifur kvik- myndahandritið af kvikmyndinni „Nýtt hlutverk", sem sjónvarpið sýndi fyrir skömmu. Þorleifur og Oddur bróðir hans ráku saman verzlunina Amatör á Laugavegi 55. Þeir voru mjög samhentir i Skip til sölu 3, A -, 6, 8, 9, 1 1 , 12, 15, 1 7, 18, 20, 25, 26, 28; 37, 39, 42, 45, 47, 50, 52, 54, 56, 60, 63, 65, 66, 67, 71, 73, 75, 76, 82, 85, 86, 90, 92, 94, 100, 101, 1 05, 129 , 142, 1 47, 1 50, 1 97, 247. Fasteignamiðstöðin, Hafnarstræti 1 1. sími 14 120 starfi, enda hefur fyrirtæki þeirra á sér orð fyrir listræn vinnubrögð. Þeir bræður bjuggu ávallt með móður sinni, Elfnu og fluttust þau fyrir nokkru í nýja og bjarta íbúð, sem Þorleifur skreytti útskurðar- myndum sínum og öðrum lista- verkum og hafði skapað sér þar aðstöðu til að sinna hugðarefnum siðnum. Það er vandfyllt skarð slíks manns, sem Þorleifs Þorleifs- sonar, en megi timinn milda sárustu sorgina. Fjölskylda mín og ég sendum Elínu, Oddi, syst- kinum og vinum hlýjustu samúðarkveðjur. Tage Ammendrup. Kveðja frá Ljósmyndarafélagi lslands. Um leið og við vottum ætt- ingjum Þorleifs K. Þorleifssonar ljósmyndara innilegustu samúð, viljum við þakka honum fyrir vel unnin stjórnarstörf og ýmis önnur i þágu félagsins. Þórir H. Óskarsson formaður Ljósmyndarafélags Islands. Stúdentar Félagsstofnun stúdenta minnir á að umsóknar- frestur um dvöl á stúdentagörðum n.k. vetur rennur út þ. 10. ágúst. Félagsstofnun stúdenta. Grús mokuð á bíla í Hofstaðagryfjum, Garðahreppi, alla daga frá kl. 7.30—22, laugardaga 7.30—15.30 Ýtutækni h. f. Skrifstofa okkar verður lokuð vegna sumarleyfa dagana 6.—9. ágúst að báðum dögum með- töldum. Félag íslenzkra stórkaupmanna. Sumarflíkiir

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.