Morgunblaðið - 01.08.1974, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 01.08.1974, Blaðsíða 28
28 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 1. ÁGUST 1974 t % Fyrsta bréfið Smásögur eftir Rudyard Kipling Þýðandi Ingibjörg Jónsdóttir Og aðkomumaðurinn sagði „Uhumm“, því að hann var af Téwara-ættbálknum. „Asnakjálki,“ sagði Taffí og spyrnti við fæti, þvi að nú sá hún stóra karfatorfu, sem óð upp fljótið, en pabbi hennar gat ekki notað spjótið. „Láttu þér eldra fólk í friði við verkin,“ sagði Tégúmaí, sem var svo önnum kafinn, að hann gaf sér ekki tóm til að líta um öxl. „Ég er engan að ónáða,“ sagði Taffí. „Ég vil láta hann hlýða mér, en hann skilur mig ekki.“ „Láttu mig í friði,“ sagði Tegúmaí og hélt áfram að tosa í dádýrssinina með munninn fullan af þráðum. Aðkomumaðurinn — sem var sannur Téwara — settist á grasið og Taffí sýndi honum, hvað pabbi hennar var að gera. „Þetta er mjög dásamlegt barn,“ hugsaði aðkomu- maðurinn. „Hún stappar niður fótunum og grettir sig. Hún hlýtur að vera dóttir þessa göfuga höfð- HÖGNI HREKKVÍSI j Það er síminn til þín ingja, sem er svo voldugur, að hann lítur ekki við mér.“ Hann brosti enn kurteislegar en fyrr. „Éarðu til mömmu," sagði Taffí, því að þú hefur lengri fætur en ég og þú sekkur ekkiíbjóramýrina og biddu hana um hitt spjótið hans pabba — það með svarta handfanginu, sem hangir yfir eldstónni." Aðkomumaðurinn (og hann var af Téwara- ættinni) hugsaði:„Þetta er mjög dásamlegt barn. Hún baðar út öllum öngum og hrópar að mér, en ég skil ekki orð, sem hún segir. Ef ég hlýði henni ekki, óttast ég, að hinn stolti höfðingi, Maðurinn—sem— lítur—ekki—við—gestum, verði reiður.“ Hann reis á fætur og tók stóra flögu af birkiberki og rétt Taffi. Þetta gerði hann, mín heittelskuðu, til að sýna, að hjarta sitt væri hvítt sem birkibörkur og hann vildi ekkert illt gera. En Taffí skildi hann ekki fullkomlega. „Ó,“ sagði hún. „Nú skil ég! Þú vilt fá að vita, hvar mamma á heima. Ég kann ekki að skrifa, en ég get teiknað, ef ég hef eitthvað oddhvasst. Lánaðu mér hákarlstönnina í hálsfestiuni þinni." Aðkomumaðurinn (og hann var af Téwana- ættinni) svaraði engu, svo að Taffí rétti upp litlu höndina sína og togaði í fallegu perluna og fræga og hákarlstannar hálsfestina, sem hann hafði um hálsinn. Aðkomumaðurinn (og hann var af Téwana- ættinni) hugsaði: „Þetta er mjög, mjög, mjög dásam- legt b.irn. Hákarlstönnin í hálsmeni mínu er töfra hákarlstönn og mér var sagt, að snerti einhver hana í leyfisleysi myndi hann tútna út eða springa, en þetta barn hvorki tútnar út né springur og þessi mikils- metni höfðingi, Maðurinn—sem—hugsar—aðeins— um—eigin—mál, sem ekki hefur enn virt mig viðlits, virðist ekki óttast, að hún tútni út eða springi. Ég verð að vera kurteisari.“ Og hann lét Taffí fá hákarlstönnina og hún lagðist á magann og kreppti undir sig fæturna eins og sumir gera, þegar þeir vilja teikna myndir og hún sagði: „Nú ætla ég að teikna fallegar myndir handa þér. Þú mátt gægjast yfir öxlina á mér, en þú mátt ekki hrista mig. Fyrst teikna ég pabba að veiðum. Þetta er ekki mjög líkt honum, en ég teikna hann með brotið spjót, svo að mamma þekki hann. Nú teikna ég hitt spjótið hans, það með svarta skaftinu. Það lítur út fyrir, að það hafi rekizt á kaf í bakið á pabba, en ANNA FRÁ STÓRUBORO - saga frá sextándu öld eftirJón Trausta. ffle& mof gu nkcif f Inu — Jæja ÓIi minn, — nú skaltu vekja pabba.... — Og þetta er fyrsti Ijósastaurinn minn...(???) 4^ - ifV Bl' bróðurinn. Einhvem tíma yrði hxm að standa fyrir máli sinu við hann. Frostað gscti því orðið, en ekki hjá því komizt. Slíkum áhyggjum vildi hún ekki hlaða á Hjalta, meðan hjá því yrði komizt. Eilt kvöld sat Hjalli í svefnloftinu hjá herni og skar lit rúmfjöl úr harðri og valinni rauðeik. Börnin sváfu bæði, en Anna sat enn þá undir yngra barn- inu. „Lofaðu mcr að sjá, hvernig þér gengur,“ mælti Anna. „Ertu kominn langt.?“ Hjalti færði sig með fjölina til hennar og settist þar á kistil. ,.Mér gengur ósköp seint," sagði hann. „Kærðu þig ekkert um að flýta þér. Það er mest um vert, að verkið verði fallegt." „Já, það er satt. Ég er líka alltaf að hugsa um þetta dag og nótt og velta því fyrir mér, hvernig það eigi að vera.“ ,.Og hvernig hefirðu hugsað þér það?“ „Það er svo skammt á veg komið enn þá, að ég er hræddur um. að ég gcti ekki gert þér það skiljanlegt.“ „Keyndu." „Með báðum brúnunum eiga að liggja strengir með banda- ieiri. En ég veit ekkert, hvað ég á að setja í þá. Það verða að vcra einhver falleg vers. Þú verður að hjálpa mér til að volja }iau.“ Anna brosti. „Þú verður að yrkja þau sjálfur." Hjalti leit á hana stórum augum. „Það get ég ekki. Ég hefi aldrei reynt að yrkja.“ „Reyndu það. Ég trúi því illa, að augim þín fögru séu ekki skáldaugu. Og mér þætd helmingi vænna um fjölina, ef versin á henni væru eftír sjálfan þig. Og þá geturðu líka haft þau mátulega löng.“ Hjalti roðnaði ofurhtið. „Ég sker í kringum böndin og læt þau svo bíða fyrst um sinn.“ „Já, gerðu það.“ „Svo verða þrír reitir með rósasveigum umhverfis. 1 mið- reitnum verður María með barnið. Sko, hann er það eina, sem dálítið lag er komið á hjá mér.“ „Já, það þekkist vel. Ég er María, og barnið er Mangi litli.“ „Nei, Anna,“ mælti Hjalti og blóðroðnaði. Anna tók um höfuð hans og hallaði því upp að sér og barninu. „Vcrtu ekki feiminn, elskan mín. Mörg hundruð Maríu- myndir eru til, og engin þeirra líkist annarri. Það er ekki von, þvi að hver þeirra um sig líkist þeirri stúlku, sem lista- maðurinn hefir haft í huga, þegar hann gerði myndina. Og ég veit, að engin stúlka er í þínum huga, nema ég. Það sýnir líka myndin." — Við ætlum að heim- sækja mömmu....

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.