Morgunblaðið - 01.08.1974, Side 31

Morgunblaðið - 01.08.1974, Side 31
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 1. AGUST 1974 31 | íl'HllmffiíITIII IVIORCUNBIAÐSIHIS Gadocha til Bayern Miinchen Þáttaskil er Ramsey hætti FLESTIR þeir, sem fylgdust með heimsmeistarakeppninni í knatt- spyrnu, voru sammála um, að bezti miðsvæðisleikmaður keppn- innar hefði verið Pólverjinn Robert Gadocha. Nú hefur þessi 28 ára knattspyrnusnillingur fengið leyfi hjá pólskum knatt- spyrnuyfirvöldum til að gerast at- vinnumaður I knattspyrnu I Vest- ur-Þýzkalandi, þar sem hann mun leika fyrir hið fræga lið Bayern MUnchen. Hefur þegar verið sam- ið um þá fjárhæð, sem Þjóðverj- arnir greiða fyrir Pólverjann, en hins vegar ekki gengið frá samn- ingum. Ætlaði formaður Bayern Miinchen að fara til Póllands um síðustu helgi, en var þá vísað frá, vegna þess að vegabréf hans var ekki í lagi. Fyrir lá, að Gadocha hafi mik- inn áhuga á að gerast atvinnu- maður I Þýzkalandi, og sýndu mörg lið honum áhuga. Eftir að Beyern MUnchen keypti Klaus Wunder frá Duisburg, var gerður um það óformlegur samningur, að MUnchen liðið myndi ekki keppa við Duisburg um Pólverjann, og voru samningar milli Gadocha og Duisburg langt komnir, er Bayern MUnchen kom aftur til sögunnar og bauð svo háa upphæð, að Duis- burg hafði enga möguleika til samkeppni. Reglur í vestur-þýzku knatt- spyrnunni mæla svo fyrir, að lið þar megi aðeins nota tvo útlend- inga í liði sínu. Fyrir hjá Bayern MUnchen eru hins vegar nokkrir mjög góðir erlendir leikmenn og má þar nefna Danina Johnny Sænska knatt- spyrnan MALMÖ FF hefur nú forystu i sænsku 1. deildar keppninni og er með 16 stig eftir 11 umferðir og er markatala liðsins 15—6. AIK hef- ur einnig 16 stig, en markatalan er 15—8. Landskrona er í þriðja sæti með 14 stig, en siðan koma Atvidaberg með 13 stig, Öster með 13 stig, Gais með 13 stig, Halmstad með 12 stig, Eflsborg með 10 stig, Hammarby með 10 stig, Djurgaarden með 9 stig, Norrköping með 9 stig, örebro með 7 stig, og neðst í deildinni eru Sirius og Brynás með 6 stig. Efstu liðin í 2. deildar keppninni eru GIF Sundsvall, Saab, IFK Malmö og örgryte. Heimsmet BANDARÍKJAMAÐURINN Rick Wohlhuter setti nýtt heimsmet í 1000 metra hlaupi á frjálsíþrótta- móti sem fram fór í Osló í fyrra- kvöld. Hljóp hann vegalengdina á 2:13,9 mín. en eldra metið sem Daniel Malan frá Suður-Afríku hafði sett árið 1973 og var 2:16,1 mín. Eftir hlaupið sagði Wohluter við blaðamenn, að hann hefði ekki hlaupið 1000 metra hlaup síðan 1972 og þá hefði hann náð tímanum 2:19,4 mín. — Ég á að geta bætt þennan árangur hve- nær sem er, sagði Wohluter, — en óvíst er þó að tækifæri gefist á næstunni, það er svo sjaldan keppt í þessu hlaupi. Hansen og Viggo Jensen, og Sví- ann Conny Torstensson. Aðeins einn þessara leikmanna, Johnny Hansen, er talinn öruggur um framtíð sfna hjá Bayern MUnch- en, en líklegt þykir, að Jensen og Thorstensson verði settir á sölu- lista innan tíðar. SIR Alf Ramsey var hylltur af 500 gestum við hátfðarkvöld- verð í London á þriðjudaginn. Þá voru liðin nákvæmlega átta ár, sfðan enska landsliðið vann heimsmeistaratitilinn í knatt- spyrnu undir stjórn Ramseys. Meðal gesta var 101 leikmaður, sem lék með enska landsliðinu undir stjórn Ramseys. 1 veizlunni afhenti Harold Wilson, forsætisráðherra Bret- lands, Ramsey eftirlikingu af Jules Rimet styttunni, sigur- laununum f heimsmeistara- keppninni,. er Englendingar unnu 1966. Eftirlíkingin er metin á tæpar tvær milljónir islenzkra króna. — Það mark- aði þáttaskil f enskri knatt- spyrnusögu, þegar Sir Alf Ramsey hætti sem landsein- valdur f Englandi, sagði forsæt- isráðherrann. 1 þakkarávarpi sínu sagði Sir Alf meðal annars, að þetta kvöld yrði honum örugglega eins minnisstætt og dagurinn, þegar Englendingar urðu heimsmeistarar. — Ég hef þá trú, sagði Ramsey, að Englend- ingar muni draga fána enskrar knattspyrnu að húni á nýjan leik fyrir heimsmeistarakeppn- ina f knattspyrnu f Argentínu árið 1978.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.