Morgunblaðið - 30.08.1974, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 30.08.1974, Blaðsíða 1
32 SIÐUR 161. tbl. 61. árg. FÖSTUDAGUR 30. ÁGÚST 1974 Prentsrniðja Morgunblaðsins. Stefnuyfírlvsing nýju ríkisstjórnarinnar: Efnahagsúrræði—Oryggi lands- ins — 200 sjómílna landhelgi Rekstrar- og atvinnuöryggi - Sér- stakar aðgerðir fyrir láglaunafólk Samráð við aðila vinnumarkaðar Geir Hallgrfmsson, forsætisráðherra, fiytur stefnuyfirlýsingu rfkisstjórnarinnar. Kosningabarátta hafin 1 Bretlandi GEIR Hallgrímsson, forsætisráðherra, flutti stefnuyfirlýs- ingu hinnar nýju ríkis- stjórnar á fundi sam- einaðs Alþingis í gær. Stefnuyfirlýsingin fer hér á eftir. (Kaflafyr- irsagnir eru blaðsins). □ ----------------- □ Sagt er frá umræðum á bls. 2. □ ----------------- □ Tímabundnar ráðstaf- anir Ríkisstjórnin mun nú þegar beita sér fyrir nauðsynlegum tímabundnum ráðstöfunum til að koma í veg fyrir rekstrarstöðvun atvinnuvega, tryggja atvinnuör- yggi, bæta gjaldeyrisstöðu, treysta hag fjárfestingarsjóða og ríkissjóðs, sporna við hinni öru verðbólguþróun og tryggja sem bezt lifskjör almennings. Við að- gerðir þessar verður lögð áherzla á, að þær komi sem minnst við þá, sem lægt laun hafa og lakast eru settir í þjóðfélaginu. Samkomulag er um að framkvæma þegar í stað þær ráðstafanir, sem ekki þola neina bið en að tekinn verði nokk- urra vikna tími til nánari athug- unar á öðrum ákvörðunum, sem flóknari eru. Þessi tími verði jafn- framt notaður til samráðs við að- ila vinnumarkaðarins og samtök atvinnuvega. Stefnt sé að því, að þessar ákvarðanir séu teknar fyr- ir lok septembermánaðar. Afkoma atvinnuveg- anna og atvinnuöryggi Ríkisstjórnin mun taka ýmsa þætti efnahagsmála til gagngerðr- ar endurskoðunar i því skyni að tryggja afkomu atvinnuveganna, atvinnuöryggi og vaxandi al- menna velmegun samfara réttlæti i tekjuskiptingu og aðstöðu manna. Ríkisstjórnin mun hefja þegar í stað athugun þessara málaflokka með það fyrir augum, að tillögur um frambúðarstefnu og umbæt- ur, sem ákveðnar yrðu, gætu kom- ið til framkvæmda svo fljótt sem auðið er. Þeir málaflokkar, sem hér um ræðir, eru fyrst og fremst eftir- farandi: Málaflokkar 1. Skipan kjaramála: Þar kem- ur til skoðunar m.a. fyrirkomulag á greiðslu visitöluuppbótar og vinnuaðferðir við gerð kjara- samninga. Stefnan í þessum mál- um sé jafnframt samræmd stefn- unni i skatta- og tryggingamálum og umbótum i þessum greinum. Stefnt verði að sameiningu al- gengustu bóta almannatrygginga og tekjuskattsins, er tryggi þjóð- félagsþegnunum lágmarkstekjur og horfi til skýrari áhrifa á tekju- skiptingu i réttlætisátt og aukinn- ar hagkvæmni. Sérstök könnun fari fram á stöðu lifeyrissjóða og lífeyrisþega. Jöfnun húsnæðis- kostnaðar og aðstöðu við öflun húsnæðis verði þáttur í slíkri frambúðarstefnu. Haft sé náið samráð við aðila vinnumarkaðar- ins og komið fastri skipan á sam- ráð ríkisstjórnarinnar við þá. Verðlagning búvöru verði tekin til athugunar í samráði við hags- Framhald á bls. 18 London, 29. ágúst. Reuter. ÓOPINBER kosningabarátta er hafin f Bretlandi, og almennt er gert ráð fyrir þvf, að kosningar fari fram 3. október, þótt nokkur dráttur verði á þvf, að Harold Wilson forsætisráðherra tilkynni það formlega. Tilkyningar Wilsons er ekki vænzt fyrr en f annarri viku sept- ember, þar sem talið er vfst, að hann vilji þekkjast gamalt heim- boð Elfsabetar drottningar og verði gestur hennar f Balmoral- höll dagana 7. til 8. september. Wilson er enn í sumarleyfi á Scilly-eyjum undan suðvestur- odda Bretlands og er ekki vænt- anlegur til London fyrr en eftir helgina. En ræður forystumanna Verka- mannaflokksins og íhaldsflokks- ins bera þess vitni, að þeir eru komnir í kosningaham, og foringi Frjálslynda flokksins, Jeremy Thorpe, er farinn í kosninga- ferðalag í loftpúðaskipi til sumar- leyfisbæja á ströndinni. Frjálslyndi flokkurinn getur fengið allgott forskot f kosninga- baráttunni, þar sem hann mun einn helztu stjórnmálaflokkanna halda venjubundið ársþing í Brighton, fyrir kosningarnar. Þinginu verður ekki frestað nema Wilson boði kosningar strax í næstu viku, en það er talið ósenni- legt. Sjónvarpað verður frá flokks- þinginu og foringjar frjálslyndra telja því, að þeir muni standa vel að vígi áður en kosningabaráttan hefst formlega. Flokksþingum Ihaldsflokksins og Verkamanna- flokksins I Blackpool verður lik- lega aflýst. Ýmsir telja, að Wilson forsætis- Stefnuyfirlýsing í öryggismálum: KeflavflíurstöSn gegni hlutverki í sam- ræmi við öryggishagsmuni Islands RlKISSTJÖRNIN mun fylgja þvf meginmarkmiði í utanrfkis- málum að varðveita þjóðerni, sjálfsákvörðunarrétt og efna- hagslegt sjálfstæði þjóðarinn- ar. Við framkvæmd utanrfkis- stefnunnar skal lögð áherzla á þátttöku Islands f starfi Sam- einuðu þjóðanna, samstarf norrænna þjóða, varnarsam- starf vestrænna þjóða, samstarf þjóða Evrópu og þátttöku Is- lands f þeim aðgerðum, sem ætlað er aó bæta sambúð aust- urs og vesturs. Þá styður rfkisstjórnin ein- dregið alla viðleitni til að vernda auðlindir, umhverfi og mannréttindi með alþjóðlegri samstöðu. öryggi landsins skal tryggt með aðild að Atlantshafsbanda- laginu. Hafa skal sérstakt sam- starf við Bandarfkin meðan starfrækt er hér varnar- og eft- irlitsstöð á vegum Atlantshafs- bandalagsins. Haldið skal áfram viðræðum um fyrirkomulag varnarmál- anna með það fyrir augum, að Keflavfkurstöðin geti gegnt hlutvcrki sfnu í samræmi við öryggishagsmuni tslands á hverjum tíma. Stefnt skal að þvf, að íslend- ingar taki við þeim verkefnum af varnarliðinu, sem ekki eru hernaðarlegs eðlis. Öllum að- gerðum f þá átt skal hraðað svo sem kostur er. Varnarliðsmenn verði búsett- ir á vallarsvæðinu strax og að- stæður leyfa. Greina skal á milli starfsemi varnarliðsins á flugvellinum og almennrar flugvallarstarfsemi. Framhald á hls. 18

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.