Morgunblaðið - 30.08.1974, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 30.08.1974, Blaðsíða 10
10 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 30. ÁGUST 1974 PETE FRENCH á stærra safn islenzkra popp- Ihljómplatna en yfirleitt fallir aðrir umtalsverSir hljómlistarmenn i enska og ameriska popp- heiminum. Hann á eina stóra plötu. en hinir eiga engal PETE FRENCH á raunar einnig eina islenzka eiginkonu, en hinir poppararnir enga! En hver er Pete French og hvað kemur hann lesendum SLAG- SÍÐUNNAR við? Pete French var um skeiS söngvari brezku hljómsveitarinnar Atomic Rooster og siðar söngvari bandarisku hljómsveitarinnar Cactus. Atomic Rooster reis upp af rústum hljómsveitar Arthur Brown, The Crazy World Of Arthur Brown, eftir að elddans Arthurs var hættur að vekja athygli. Kunnastir liðsmanna Atomic Rooster voru framan af þeir Vincent Crane, orgelleikari, og Carl Palmer, trommu- leikari, en eftir að Carl Palmer gekk i lið með Keith Emerson og Greg Lake, var stokkað upp i Atomic Rooster og þar kom Pete Frence til sög- unnar. Hann var i hljóm- sveitinni á því skeiði, er hún naut hvað mesta /insælda, þ.e. þegarhún erði stóru plötuna „In 'iearing of. . ." og litlu 'fötunnar „Tomorrow light" og „Devil’s answer". Siðan gerðist Pete söngvari banda- risku hljósveitarinnar Cactus. en aðalhvata- menn að stofnun hennar höfðu verið tveir fyrrver- andi liðsmenn Vanilla Fudge. þeir Tim Bogert bassaleikari og Carmine Appice trommuleikari. Pete var i hljómsveitinni um 18 mánaða skeið og söng m.a. á stórri plötu. :sem að hans sögn hét „Ot’n’ Sweaty", en i uppsláttarbók okkar ber hún raunar nafnið „Hot'n Nasty". En það skiptir reyndar engu máli, þetta er án efa sama platan. En þegar þeir Bogert og Appice gengu í lið með Jeff Beck i trióið Beck, Bogert og Appice, lagði Cactus upp laupana. Og siðan hefur Pete French litið verið I sviðsljósinu. Hann hefur þó verið ötull við tjöldin og hefur unnið að þvi að koma saman nýrri hljómsveit, en án árangurs. „Ég reyndi að fá gömlu félagana úr Atomic Rooster til að byrja upp á nýtt, en það gekk aldrei almenni- lega," segir hann. „Ég var um tima einnig að pæla með Jimmy McCulloch, sem nú er i Wings, en það varð ald- rei neitt gott úr þvi. Svo varð ég dauðleiður á þessu streði og ákvað að fara með konunni minni i frl til íslands." Eiginkona Pete heitir Dagný Helgadóttir og er frá Reykjavik. Þau dvöldust hér um tveggja vikna skeið, hún kynnti hann fyrir tengdafólki sinu og siðan ferðuðust þau um landið. „Við sá- um marga bráðfallega staði," segir Pete, „en hins vegar hef ég ekki getað hlustað mikið á islenzkar popphljóm- sveitir. En ég á eina stóra plötu með Trú- broti, þessa með ís- lenzka fánanum og aug- lýsingunni frá Loftleið- um utan á." Við spyrjum Pete hvernig honum liki plat- an og hann segir, að hún sé ágæt. Kannski sagði hann þetta bara af kur- teisi, en hann hefur þó vissulega áhuga á is- lenzkri popptónlist og er einmitt að spá í ákveðn- ar hugmyndir frá Svav- ari Gests um ensk- íslenzkt popptónlistar- samstarf. Hugmyndir Svavars eru i stórum dráttum þær, að Pete, sem er textahöfundur ágætur, semji texta við ýmis Islenzk lög og syngi þau inn á stóra plötu i Englandi, við undirleik enskra félaga sinna. Platan verði síðan gefin út hér á landi — og e.t.v. erlendis lika. „Ég er að fara heim," segir Pete, „og ætla að tala við hljómlistarmenn um þetta. Ekki endilega neina stóra katla, heldur bara góða tónlistar- menn. Það er góð hug- mynd að tengja þannig saman íslenzka popp- tónlist og enska texta og ég held, að enskir textar myndu gera lögin sterk- ari, þvi að íslenzkan er ekki vel til þess fallin að tengjast popptónlist. Ef I ég fæ i lið með mér þá menn, sem ég vil, þá byrjum við að hlusta ál plötur og segulbanda-l upptökur og lítum á nót-| ur. Svavar ætlar aðj koma út i september og ef ég hef góðar fréttir að færa af hljómsveitinni, þá reynum við að fá gott I stúdió til að taka lögin upp. Ef útkoman verðurl góð. kæmi vel til greinal að leggja plötuna fyrirl stór hljómplötufyrirtækil erlendis og gefa þeiml kost á að fjárfesta l| þessu viðfangsefni. Einsl og er er ég algerlega | óbundinn af samningum við plötufyrirtæki, um- boðsmenn og aðra slika [ aðila, ég losaði mig al- veg út úr þessu, þegar I ég hætti i Cactus. Nú er | ég alveg f rjáls til að gera það sem ég vil." Við spyrjum Pete, hvort það geti ekki lika I verið óhagkvæmt að I hafa enga fjársterka aðila á bak við sig; upp- tökur séu dýrar og erfitt að komast inn á stóra markaði án peninganna. „Jú, vissulega," segir hann, „og samkeppnin er alltaf að harðna. Hljómsveitirnar verða æ fleiri og batna stöðugt og jafnframt eru stór- fyrirtæki orðin allsráð- andi á markaðnum. En samt, ef maður gefst ekki upp, þá hefst þetta oft einhvern veginn. Menn hanga i þessu árum saman, alveg eins og i leiklistinni, og einn daginn býðst þeim stórt hlutverk á ný, ef þéir eru reiðubúnir að taka við því." Og nú er Pete i Bret- fandi að spá i islenzka tónlist og ætlar að semja texta við hana. Eins og fyrr var getið, er I hann ágætur textahöf- ' undur, hefur m.a. samið texta við tvö lög á stórri plötu Becks. Bogert og I Appice, lögin „Lady" og I „Lose myself with I you". Hann hjálpaðil einnig til við útsetningar ] á lögunum og átti að semja fleiri texta fyrir „B, B og A", en þá fór að koma upp missætti i hljómsveitinni og hún sundraðist nokkru siðar. Vonandi gengur Pete betur með íslenzku tón- listina. — sh. Lærðu Eyja- börnin að drekka á megin- landinu? MINNA hefur verið um efni utan af landi á SLAGSÍÐUNNI en æskilegt hefði verið, en meginástæðan er sú, að SLAGSÍÐUMENN hafa verið bundnir i báða skó F borginni lengst af — og ekki einu sinni komizt til berja, hvað þá meir. En þó lenti einn þeirra til Vestmannaeyja á dögunum, til að skrifa um knattspyrnuleik, og notaði þá tækifærið og ræddi við þrjá pilta úr hópi áhorfenda i leikhléi. Lék honum forvitni á að vita hvort miklar breytingar hefðu orðið á fé- lags- og skemmtanalifi unga fólksins i Eyjum vegna eldgossins, sem hrjáði heimamenn hluta árs 1973. Piltamir heita Halldór Sveinsson, 17 ára pipulagninganemi, Tómas Jóhannesson, 18 ára, starfar hjá málara F sumar, og Guðlaugur Sigur- geirsson, 18 ára, starfsmaður hjá Flugfélagi Islands. Guðlaugur hefur tekið talsvert af myndum fyrir Morg- unblaðið, enda er hann sonur Sigur- geirs Jónassonar, sem kunnur er fyr- ir fréttamyndir frá Eyjum, sem birzt hafa í Mbl. á undanförnum árum. Við spurðum piltana fyrst um skemmtanalífið í Eyjum, en þeir kváðu litið um skemmtanir — allir væru svo önnum kafnir i vinnu. Helzt væru það böll á laugardags- kvöldum og bió. auk þess sem bileig- endur „rúntuðu" um á kvöldin, ef þeir væru þá ekki að gera við. Á dansleikjunum leikur hljómsveitin Logar. en hún er að mestu skipuð öðrum hljómlistarmönnum en gert hafa garðinn frægan á undanförnum árum undir þessu nafni. En hvað um félagslff, spurðum við (takið eftir, að Slagsfðumaðurinn tal- ar um siálfan sig i fleirtölu, að hætti merkra blaðamanna!) — Og það er nú ekki mikið, sögðu þeir. fþróttaað- staða er nánast engin eftir gosið og starfsemi æskulýðsráðs hefur að mestu legið niðri. Annars er ráðið núna vist búið að fá til umráða gamalt hús, Draumbæ, og stendurtil að reyna að gera það upp og koma þar upp aðstöðu fyrir unga fólkið. Þeir félagar kváðu áberandi meira af aðkomuunglingum i Vestmanna- eyjum i sumar en oftast áður og væri það fyrst og fremst vegna þess. að nóga vinnu væri að fá og gott kaup. Enn lögðum við fyrir þá spumingu, að þessu sinni um það, hvort merkja mætti einhverja breytingu á unga fólkinu eftir dvöl þess uppi á megin- landinu. Þeir sögðust sjálfir ekki hafa orðið varir við neitt slikt hjá sjálfum sér eða jafnöldrum sinum, a.m.k. ekki neitt umtalsvert, en hins vegar fyndist þeim áfengisneyzla unglinga á aldrinum 14—15 ára nú mun meira áberandi en tiðkaðist fyr- ir gos. „Það þekktist ekki fyrir gos, að 14—15 ára unglingar sæjust undir áhrifum áfengis, en nú ber hins vegar talsvert á þvi," sagði einn þeirra. Og þá vitum við hvað borgarbörn- in hafa kennt aðkomubörnunum! -sh. — hljómplötur gefa út kassettur með vinsælum lögum ★ S.G.hljóm- plötur hafa ný- lega sent á markað þrjár segulbands- kassettur með léttri, íslenzkri tónlist, þær fyrstu f sögu fyrirtækisins. Fyrsta kassettan var með laga- syrpum Hauks Morthens og kom hún á markað samtfm- is stórri plötu með þessum syrpum. Nokkru sfðar komu svo á markað kassett- ur með lögum af stórri plötu Vil hjálms Vil- hjálmssonar, sem einkum varð vinsæl vegna lagsins „Bfddu, pabbi“, og sjómannalög- um, sem flutt eru af ýmsum listamönnum og höfðu öll komið áður út á S.G hljómplötum. Svavar sagði f viðtali við Slag sfðuna, að kassetturnar hefðu rokið út f verzlunum og væru viðbótar sendingar nú á leiðinni. Svavar hefur nú f und- irbúningi út- gáfu á 10—15 kassettum til viðbótar vinsælum um af hljómplötum. Verður bæði um að ræða kassett- ur með öllu efni af ákveðnum stórum plötum og einnig kassettur, þar sem safnað verð- ur saman vin- sælum lögum ýmissa lista- manna, t.d. vin- sælum lögum frá ákveðnu ári eða um ákveðið efni. Jafnframt með lög- S.G.- Hversvégna vildi enginn taka viðtal við Nasareth? hefur Svavar ákveðið, að framvegis verði öll létt tónlist, sem S.G.hljóm- plötur munu senda á markað á stórum plöt- um, jafnframt gefin út á kass- ettum. Af væntanleg- um plötum má nefna nýja plötu mcð harmónikuleik Reynis Jónas- sonar, svipaða syrpuplötunni, sem hann lék inn á fyrir nokkrum árum, 18 laga barna- plötu með söng Svanhildar Jakobsdóttur og 12 laga plötu með tónlist fs- lenzk-kanadfsku hljómsveitar- innar Geysis. Um sfðast- nefndu plötuna sagði Svavar, að þarna væri um að ræða tónlist, sem Geysir hefði tekið upp á eigin kostnað f Þýzkalandi f fyrra, en nokkru sfðar hefði hljómsveitin lagt upp laup- ana og fslcnzki liðsmaðurinn, Gfsli Gissurar- son, sfðar selt Svavari upptök- una og útgáfu- réttinn. Lögin eru öll eftir Gísla. Hljóm- sveitin Geysir hafði áður gefið út á eigin kostn- að tveggja laga plötu, sem einnig var hljóð- rituð í Þýzka- Iandi. Geysir var, auk Gfsla, skipaður þrem- ur Kanada- mönnum, og voru allir liðs- menn hljóm- sveitarinnar Bhái-trúar. Það er skrftið, að cngum blaða- manninum skyldi hafa þótt ástæða til að eiga ftarlegt viðtal við einn eða fleiri liðsmenn NAZARETH á dögunum, þótt vafalaust hefði gefizt færi til slfks. Meira að segja SLAG- SlÐAN fann enga hvöt hjá sér til að birta slfkt viðtal, þótt SLAG- SlÐAN hafi það annars yfirleitt f huga að reyna að gera skil þvf efni, sem er efst á baugi hverju sinni. Að vísu var síðan f sumar- frfi, þegar NAZARETH bar að garði, en aðalástæðan fyrir þvf, að viðtalið var ekki tekið og ekki birt, var sú, að umsjónarmenn SLAGSlÐUNNAR höfðu ekki áhuga á slfku. Var þannig veruleg SLAGSlÐA á skoðunum þeirra á NAZARETH. Það á sér sfnar or- sakir — og verðúr vikið að þeim ástæðum f spjalli á næstu SLAG- SlÐU, þar sem gerð verður grein fyrir breytingum á stefnuskrá SLAGSÍÐUNNAR. Umsjónar- menn SLAGSlÐUNNAR fóru nefnilega að dæmi Geirs og Olafs, settust á rökstóla og börðu á end- anum saman nýjan „málefna- samning", þar sem kveðið er á um, að SLAGSlÐAN taki öðru vfsi á málefnum Ifðandi stundar eftirleiðis en hingað til. HVERS VEGNA? Svarið getið þið Iesið á næstu SLAGSÍÐU. Látið ekki happ úr hendi sleppa eða æsi- spcnnandi frásögn framhjá ykkur fara. Stillið ykkur upp við bréfa- lúguna á útihurðinni strax á laugardagskvöldið, svo að þið getið tryggt ykkur Morgunblaðið glóðvolgt úr hendi blaðburðar- barnsins eldsnemma á sunnu- dagsmorguninn, á undan öllum öðrum f f jölskyldunni!

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.