Morgunblaðið - 30.08.1974, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 30.08.1974, Blaðsíða 12
12 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 30. ÁGUST 1974 Kjarvalshúsið og fjölfötluð böm, íorsaga málsins og nú- verandi ástand Nokkur blaðaskrif hafa orðið að undanförnu um Kjarvalshúsið á Seltjarnarnesi og fjölfötluð börn. Sem formaður Foreldrafélags fjölfatlaðra barna finn ég mig knúða til að leggja hér fleiri orð í belg. Haustið 1972 gerðu ráða- menn þessa lands sér fyrst grein fyrir því, að undangenginni nokkurra ára baráttu þeirra, sem hafa látið sig varða þetta mál, að til voru fjölfötluð börn, sem þurftu að fá kennslu við sitt hæfi eins og önnur börn í landinu. Setturvar á laggirnar skóli fyrir fjölfötluð börn í tveimur stofum í húsi Hampiðjunnar f Stakkholti, en þá var Heyrnleysingjaskólinn þar til húsa. I þessum skóla nutu kennslu sjö fjölfötluð börn fram til vorsins 1973. Skólastjóri þess skóla var að vonum ekki ánægð- ur með þetta húsnæði, sem hvergi nærri var fullnægjandi. Auk þessi þurftu miklu fleiri fjöl- fötluð börn á skólavist að halda en þessi sjö, sem komust fyrir í þessum tveimur stofum. 1 von um betra húsnæði og eðli- lega fyrirgreiðslu mála segir sá skólastjóri upp þessu húsnæði, en þegar ljóst, er að ríkisvaldið ætlar ekkert að aðhafast þessum málum til framdráttar segir skólastjórinn upp störfum í mótmælaskyni. En allt kom fyrir ekki. Sinnuleysi yfirvalda varð ofan á þar til haustið 1973, að menn vöknuðu upp við vondan draum. Skólaárið var að byrja og þarna voru sjö fjölfötluð börn, sem áttu að haida áfram f skóla. Þá vildi það ráða- mönnum til happs, að Styrktar- félag Lamaðra og fatlaðra hafði um haustið samið um það við ríkið, að það tæki við rekstri skóla þess félags fyrir hreyfihömluð börn í Reykjadal, en félagið legði áfram til húsnæði sitt f Reykja- dal. Þarna var ekki fullsetinn bekkurinn og sáu menn sér því leik á borði og sendu þessi sjö börn upp í Reykjadal ásamt starfsfólki Fjölfötlunarskólans öðru en skólastjóra. Var þetta gert að fengnu samþykki þeirra, sem mest höfðu með þessi mál að gera, enda ekki um annað að ræða en að samþykkja, ef þessi sjö börn áttu einhvers staðar að vera þennan vetur. Nú þarf enginn að ímynda sér, að fjölfötluð börn á landinu séu sjö. Þau munu að minnsta kosti vera sextíu talsins, líklega fleiri. Aðstandendur annarra fjöl- fatlaðra barna en þessara sjö voru því alls ekki himinlifandi glaðir, þegar þeim varð ljóst, að enginn skóli mundi starfa fyrir börn þeirra þennan vetur. Mörgum þeirra hafði verið lofað plássi fyrir börn sín í áðurnefndum skóla, sem auðvitað átti að stækka og eflast með hverju árinu sem leið. Foreldrar nokkurra fjöl- fatlaðra barna hittust því í septemberlok árið 1973 og ákváðu að stofna foreldrafélag og knýja á um rekstur skóla fyrir börn sín í Reykjavík bann vetur. Eftir brambolt komst málið sv» að Reykjavíkur- borg lét íæði, Bjarkarhlíð við Búst' >ar sem hægt var að koir (u börnum. Þessi nýi V ötlunarskóla tók til st íber sama haust. Me' leytið stóð fyrir rc, . ms og hins fyrri. o iii skólans var engin eftir Helgu Finnsdóttur einstaklega vel. Allur hús- búnaður fylgdi aftur á móti hús- inu frá Reykjavíkurborg. Rekstur þessa skóla gekk vonum framar, en gallinn var bara sá, að miklu fleiri fjölfötluð börn þurftu á skólavist að halda. Eftir að skólinn varð til á fjár- lögum var skipuð skólanefnd og er formaður hennar Þorsteinn Sigurðsson, eftirlitsmaður sér- kennslu, en aðrir nefndarmenn, Sævar Halldórsson, læknir, María Kjeld, talkennariog Helga Finns- dóttir, formaður foreldra- félagsins. Síðari hluta vetrar bárust skólanum höfðinglegar gjafir og gat skólanefndin meðal annars keypt fyrir þær stofn í lekotek, en með slíkri stofnun er meiningin að hjálpa þeim foreldr- um, sem ekki eru með þroskaheft börn sín f skóla. Reiknað er með, að rfkið taki að sér að reka þetta lekotek, en ég ætla ekki að fjölyrða um það að sinni. Menntamálaráðherra fól þessari skólanefnd að semja áætlun um starfsemi skólans árið 1974—’75 sem hún og gerði og skilaði í menntamálaráðuneytið til. Það fé, sem ætlað var til reksturs hins fyrri fjölfötlunar- skóla til ársloka árið 1973 fór upp f Reykjadal. Foreldrafélagið, með hjálp góðra manna, setti því skólann sjálft af stað, þegar húsnæðið var til reiðu. Engir pen- ingar komu frá ríkinu til skólans fyrr en 1. janúar 1974. Þá var skólanum áætlað á fjárlögum fyrir árið 1974 tæpar fimm hundruð þúsund krónur, bæði i stofn- og rekstrarfé. Fram til þess tíma var ekkert í skólanum nema það sem foreldrar betluðu frá fyrirtækjum, sem reyndust þeim 19. marz sfðastliðinn. Um mánaða- mótin marz—apríl leggur nefndin svo fram ákveðnar tillögur um húsakaup f samræmi við þá hús- rýmisþörf, sem gefin er upp í áætlun nefndarinnar og er 680 ferm. Er þarna reiknað með lág- markshúsrýmisþörf. Sfðan gerist ekkert í þessum málum, þrátt fyrir mikinn þrýsting, fyrr en í ágúst, að skólanefndinni er tilkynnt, að þessi skóli geti fengið Kjarvalshúsið til afnota næstu tvö árin Það hús er eitthvað í kringum 350 ferm. að stærð, þannig að við verðum að skera starfsemina niður í samræmi við þetta breytta húsrými. En allt er betra en ekkert og þetta gæti orðið til þess, að fyrirhugaðri byggingu yfir fjölfötlunarskóla verði hraðað. Frumvarp til laga um fjölfötiunarskóla var tilbúið síðasta vor og verður væntanlega lagt fram á alþingi í vetur. Reykjavfkurborg þarf að nota húsnæðið í Bjarkarhlíð frá og með 1. september næstkomandi og samningar, sem gerðir hafa verið við forráðamenn Kjarvals- hússins kveða svo á, að húsið skuli vera laust til afnota fyrir Upplýsingar um fjölfötluð börn og málefni þeirra 1 10 atriðum 1. Fjölfatlað telst það barn, sem hvergi fær kennslu og þjálfun við sitt hæfi annars staðar í íslenzku skólakerfi en í fjölfötlunarskóla og stendur jafnframt á mörkum þess greindarfarslega að vera kennsluhæft, en getur orðið það með réttri hjálp. 2. Áður fyrr var enginn greiriarmunur gerður á fjöl- fötluðum börnum og öðrum vangefnum börnum. Lentu þau því oftast nær á hælum, þegar of erfitt var orðið að hafa þau heima, vegna þess að uppeldi þeirra og kennslu hefði verið ábótavant. 3. Fjölfatlað barn, sem og önnur vangefin börn, er ekki geðtruflað, en sýnir oft sálræn- ar truflanir vegna rangrar með- ferðar og fákunnáttu. Fjölfatl- að barn þarf sams konar að- hlynningu og hvert heilbrigt barn. 4. Yfirvöldum til afsökunar er rétt að geta þess, að ekki eru nema 15—20 ár.síðan farið var að þjálfa og kenna vangefnum börnum að gagni og um leið að flokka þau niður eftir sjúkdóm- um og greindarfarslegu ástandi. Rétt er að geta þess, að þessi hjálp á ekki einungis að ná til þeirra barna, sem eru kennsluhæf og á mörkum þess. Þessi hjálp á líka að ná inn á hælin í ríkari mæli. Þar vantar mikið á, að einstaklingar séu með meðhöndlaðir eins og fólk. 5. Kennsla og þjálfun fjöl- fatlaðra barna er dýr, en ekki dýrari en hvað annað, sem ríkisvaldið lætur framkvæma. Yfirvöld þessa lands sem og annarra hafa í áratugi komizt upp með það að gleyma þessum börnum, á meðan félagsleg þjónusta og skólavist er greidd fyrir meirihlutann, heilbrigðu börnin. Þetta er brot á stjórnar- skránni íslenzku og mannrétt- indaskrá Sameinuðu þjóðanna. 6. Það er hart, ef foreldrar vilja hafa fjölfatlað barn sitt hjá sér, barn sem öllum þykir vænt um á heimilinu og getur ekki fremur en önnur börn án eðlilegrar ástúðar og umhyggju foreldra verið, en eru svo neyddir til að láta barnið frá sér, vegna frumstæðra þjóð- félagshátta. 7. Foreldrum er nú gert nærri því ókleift að hafa börn þessi á heimilum sínum. Það þykir líklega ódýrara að demba öllum á hæli. Enginn getur reiknað út kostnaðinn, sem til- finningar foreldra og barn bíða við aðskilnað, eða við það álag, sem báðir aðilar þurfa að búa við í núverandi þjóðfélags- formi, sé barnið heima. En það er hægt að reikna út tap ríkisvaldsins, láti það undir höfuð leggjast að gera börn þessi að vinnufærum einstakl- ingum. 8. Einhvern tíma heyrði ég sagt, að þetta og hitt þyrfti að gera til að koma fjöltötluðum börnum út f samfélagið. Þessi ummæli eru byggð á miklum misskilningi. Fjölfatlað barn, og önnur þroskaheft börn, eru í þessu samfélagi, þegar þau fæð- ast, eins og allt annað fólk. Það þarf einungis að laga samfélag- ið að þörfum þessara barna. Mannkynið ætti að vera komið það langt á þroskabrautinni, að ekki einungis þeir sterkustu og hæfustu komist fyrir í sam- félaginu, hinir séu útskúfaðir eða drepnir. Ég kalla það að drepa fjölfatlað barn, þegar það er látið lifa sjálft sig við ömurlegar aðstæður, án þess að vera hjálpað til að nota þá greind, sem í því býr. Fjölfatlað barn hefur eðlilegt tilfinninga- lif og það finnur sárt til van- rækslu, verkefnaskorts og illr- ar meðferðar. 9. Allar aðgerðir til lagfær- inga á málefnum fjölfatlaðra og reyndar allra vangefinna eru út í hött, á meðan ekki er byrjað á réttum enda, börnunum. Byrja þarf að hjálpa börnunum nógu snemma því að hvert ár sem líður, án þess að nokkuð sé að gert er glatað og verður ekki bætt þar skilur á milli vangef- inna og venjulegra barna. Gera þarf þessum börnum kleift að ganga eðlilega lífsbraut. Ég skora á alla þá, sem vinna að málefnum vangefinna að ein- beita sér að þessari hlið máls- ins, þá kemur framhaldið af sjálfu sér. Látum ekki nýjar kynslóðir vangefinna vaxa jafn- harðan úr grasi á meðan við káklum við að aðstoða fullorðið vangefið fólk, sem hefur farið á mis við alla eðlilega hjálp i bernsku. 10. Víða erlendis er jafn- miklu fjármagni veitt til rann- sókna á vangefnissjúkdómum og hjartasjúkdómum til dæmis. Og þá ekki síður í læknishjálp og kennslu, sem er beint fram- hald af áðurnefndum rann- sóknum. Þetta þykja því orðin athyglisverð vísindi. Hér á ts- landi er erfitt að fá læknishjálp fyrir vangefna, enda fáfræðin um þessi mál gifurleg, ekki síð- ur hjá lærðum en leikum. Þessi hópur barna hefur til skamms tíma ekki verið til, hvorki fyrir læknum, kennurum, stjórn- málamönnum eða almenningi. Nú neyðist þetta fólk til að viðurkenna tilveru þessara barna, því að foreldrar þeirra ætla að hætta að þegja þau í hel. Ég skora á íslensk stjórn- völd að snúa við blaðinu og útrýma því misrétti, sem þessi börn hafa verið beitt. 1 svona litlu þjóðfélagi ættum við að geta gert stórátak í þessum mál- um, eins og þegar við útrýmd- um berklum til dæmis. Verum öðrum þjóðum til fyrirmyndar í þessum efnum og sýnum, að við séum menningarþjóð á fleiri sviðum en bókmenntasviðinu. skólann 15. september næst- komandi. Má því segja, að þarna skelli hurð nærri hælum. Er reiknað með þeim möguleika, að þarna verði hægt að kenna allt að 24 börnum, en ýmiss önnur starf- semi, sem fyrirhuguð hafði verið í skólanum, verður á hrakhólum í vetur. Til fróðleiks má skjóta því inn í, að íslenzk börn yngri en 15 ára eru eitthvað nálægt 60.000 að tölu. Af þessum börnum eru á að gizka 3.600 vangefin og eru þá allir hópar taldir með, einnig tor- næm börn, sem eru í sérbekkjum í barnaskólum. Af þessum hópi eru líklega allt að 140 börn fjölfötluð. Er reiknað með, að hundrað þeirra sé hægt að gera að vinnufærum einstaklingum, en hin fjörutfu að sjálfbjarga og hæfari einstaklingum en ella, sem munu geta dvalið vandræðalaust á heimilum sínum. Hælis- kostnaður fyrir vangefið barn er 1300,00 krónur á dag, en kostnaður á hvert barn f fjölfötlunarskóla er 3000 kr. á dag. Barn getur að meðaltali þurft að vera ein 10 ár f fjölfötlunarskóla, en einstakl- ingur getur e.t.v. þurft að vera á hæli í 70 ár. Svo ég víki aðeins að skrifum myndlistarmanna, þá er ég fylli- lega sammála Braga Ásgeirssyni, myndlistargagnrýnanda Morgun- blaðsins, um það, að áðurnefnd lausn mála er ekki sú, sem fjöl- fötluð börn og aðstandendur þeirra hafa óskað sér. Það er Ifka lágmarkskrafa okkar, eins og Bragi Asgeirsson segir, að þetta velferðarþjóðfélag okkar veiti alla þá hjálp, sem til þarf, til að gera þessi börn að nýtum ein- staklingum í þjóðfélaginu. Mér er líka fullkunnugt um það, að allar listgreinar eiga erfitt uppdráttar hér á landi vegna fjár- skorts. Þrátt fyrir hina margum- töluðu velferð, sem hér ríkir, virðumst við öðrum þræði vera bláfátæk. Spurningin er því sú, hvort það þætti eðlilegur heimilisrekstur, ef hyglt væri að listaverkakaupum og listsköpun, en uppeldi og menntun barnanna vanrækt. Kannski gildir annað um rekstur þjóðarbúsins en venjulegs heimilis, en það er hvorki mitt né Braga Asgeirs- sonar að svara þeirri spurningu, heldur forsvarsmanna ríkisins. Ég er Ifka sammála Braga Ás- geirssyni um það, að vorkunnsemi er ekki réttur grundvöllur sam- úðar. Fjölfötluð börn eru börn eins og önnur börn og þjóðfélagið þarf að laga sig eftir þörfum þeirra. Þetta er spurning um að veita þeim sjálfsögð mannrétt- indi, en ekki að gera þeim góð- verk. Ég verð að vísu að skjóta því hér inn, að Gísli Astþórsson, sem var svo elskulegur að ljá málstað okkar lið, þekkir nægilega vel að- stæður til að viðhafa ummæli af þvf tagi, sem hann gerði, og um- mæli hans eru einmitt sprottin af sárindum foreldra fjölfatlaðra barna. Það er nú einu sinni svona, að tilfinningarnar hafa stundum yfirhöndina, einnig hjá for- eldrum fjölfatlaðra barna. Þeir eiga við margt að stríða, ekki síð- ur en myndlistarmenn. En ég er að velta fyrir mér annarri spurningu. Hvað gerum við, ef við neitum að fara í Kjar- valshúsið, þannig að myndlistar- menn hafi betri vinnuaðstöðu? Eða geta kannski allir aðilar sætt sig við það, að börnin verði þarna í eitt til tvö ár, þó að aðstand- endur f jölfatlaðra barna og mynd- listarmenn séu auðvitað allir óánægðir með þá tilhögun. Hvorki ég eða Bragi Ásgeirsson höfum betri úrlausn á takteinum reikna ég með og aftur eru það líklega forsvarsmenn ríkisvalds- ins, sem geta komið með rétta svarið. Foreldrafélagið hefur barizt með oddi og egg fyrir þessum málum í eitt ár og vinnuaðstaða mín er meira að segja svo slæm, að ég verð að láta mér nægja horn f íbúðinni á kvöldin og nóttunni, þegar börnin eru sofnuð og vinnu- degi Iokið.Þvíþaðer ekki svo gott, fremur en hjá ýmsum myndlistar- mönnum, að ég geti lifað af þess- um störfum. Ég verð að sinna þeim í hjáverkum, þegar vinnu- Framhald á bls. 29.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.