Morgunblaðið - 30.08.1974, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 30.08.1974, Blaðsíða 16
16 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 30. ÁGUST 1974 Utgefandi Framkvæmdastjóri Ritstjórar Ritstjórnarfulltrúi Fréttastjóri Auglýsingastjóri Ritstjórn og afgreiðsla Auglýsingar hf. Árvakur, Reykjavík Haraldur Sveinsson Matthías Johannessen, Eyjólfur Konráð Jónsson, Styrmir Gunnarsson. Þorbjörn Guðmundsson. Björn Jóhannsson. Árni Garðar Kristinsson. Aðalstræti 6, sími 10 100. Aðalstræti 6, simi 22 4 80. Áskriftargjald 600,00 kr. á mánuði innanlands. í lausasölu 35,00 kr eintakið Stefnuyfirlýsing rík- isstjórnar Framsókn- arflokksins og Sjálf- stæðisflokksins hefur nú verið birt. Geir Hall- grímsson, forsætisráð- herra, gerði grein fyrir henni á fundi í sameinuðu Alþingi í gær. Eins og gert hafði verið ráð fyrir er þar lögð þyngst áherzla á brýn- ustu aðgerðir í efnahags- málum til þess að koma í veg fyrir rekstrarstöðvun atvinnufyrirtækja, treysta atvinnuöryggi, bæta gjald- eyrisstöðuna, styrkja hag fjárfestingarlánasjóða og ríkissjóðs og sporna við hinni öru verðbólguþróun. Víst er, að nauðsynlegt er að grípa til þess háttar að- gerða til þess að tryggja lífskjör almennings í land- inu. í stefnuyfirlýsingunni er lögð sérstök áherzla á, að þessar nauðsynlegu efna- hagsaðgerðir komi sem minnst við þá, sem lægst hafa laun og lakast eru settir í þjóðfélaginu. Jafn- framt lýsir ríkisstjórnin yf- ir því, að hún muni hafa samráð við aðila vinnu- markaðarins, launþega og vinnuveitendur. Hér er um mikilvægt atriði að ræða, því að þýðingarmikið er, að gagnkvæmur skilningur sé fyrir hendi, þannig að ráð- stafanirnar beri árangur og verði um leið eins létt- bærar og frekast er kostur við þær hrikalegu aðstæð- ur, sem nú eru fyrir hendi. Ríkisstjórnin tekur af skarið í þeim miklu deilum, sem staðið hafa undanfarin ár um varnir landsins. I stefnuyfirlýsingunni segir, að öryggi landsins skuli tryggt með aðild að Atlantshafsbandalaginu og sérstakt samstarf verði haft við Bandaríkin meðan starfrækt er hér varnar- og eftirlitsstöð á vegum Atlantshafsbandalagsins. Jafnframt á að halda áfram viðræðum um fyrirkomu- lag varnarmálanna með það fyrir augum, að Kefla- víkurstöðin geti gegnt hlutverki sínu í samræmi við öryggishagsmuni ís- lands á hverjum tíma. Þá segir, að greina skuli á milli starfsemi varnarliðs- ins á flugvellinum og ai- mennrar flugvallarstarf- semi. Nokkur munur hefur verið á afstöðu stjórnar- flokkanna til varnarmála og samstarfsins við Banda- ríkin. En Einar Ágústsson, utanríkisráðherra, hefur lýst yfir því, að ríkisstjórn- in muni ekki ganga lengra í þessum efnum en báðir stjórnarflokkarnir eru á einu máli um. Með þessu móti hefur verið tryggð farsæl lausn þessa mikla þrætuefnis um örygg ís- lands og varnarsamstarfið við vestrænar þjóðir. Um landhelgismálið segir í stefnuyfirlýs- ingunni, að það sé stefna ríkisstjórnarinnar að færa fiskveiðilandhelgi Íslands út f 200 sjómílur á árinu 1975 og hefja þegar undir- búning þeirrar útfærslu. Jafnframt verði áherzla lögð á nauðsynlega friðun fiskimiða og fiskistofna með skynsamlega nýtingu veiðisvæða fyrir augum. Þetta er einn þýðingar- mesti þátturinn í stefnu- yfirlýsingu stjórnarinnar. Hér eru mörkuð þáttaskil í fiskveiðilögsögumálefnum þjóðarinnar. Þróun haf- réttarreglna stefnir óð- fluga í þá átt, að réttur strandríkja til 200 mílna efnahagslögsögu verði viðurkenndur og þess vegna er nú rétt að láta til skarar skríða. Þá hefur ríkisstjórnin STEFNA NÝJU ST J ÓRNARINNAR ákveðið að efla byggðasjóð all verulega frá því sem verið hefur fram til þessa. Þannig er nú ákveðið, að ríkisvaldið veiti a.m.k. tveimur af hundraði út- gjalda fjárlagafrumvarps- ins til byggðasjóðs. Með þessu er mörkuð ný stefna, sem gefur möguleika á stærri átökum í byggða- málum en fyrr hafa átt sér stað. Þess er fastlega að vænta, að á þennan hátt verði unnt að efla byggða- þróun um land allt með uppbyggingu atvinnulifs, þjónustustarfsemi og auk- inni sjálfstjórn sveitarfé- laga og landshlutasamtaka. Ríkisstjórnin lýsir enn- fremur yfir því að hún muni taka ýmsa þætti efna- hagsmála til gagngerðrar endurskoðunar. I þeim efnum er minnzt á kjara- mál, þar sem m.a. verður stefnt að sameiningu al- gengustu bóta almanna- trygginga og tekjuskatts í því skyni að tryggja þjóðfé- lagsþegnunum lágmarks- tekjur. Setja á útgjöldum ríkisins ákveðin takmörk miðað við þjóðartekjur. Þá á að endurskoða skipulag og starfsemi fjárfestingar- sjóða og lánastofnana, og undirbúin verður löggjöf um verðmyndun, við- skiptahætti og verðgæzlu. Hér er mikið verk að vinna og þess er að vænta, að ríkisstjórnin komi þessum stefnumálum í framkvæmd og stuðli þannig að umbótum í þjóð- félaginu. Bororoættflokkurinn í Brasilíu, sem eitt sinn var flokkur mikilla stríðsmanna af Indíánakyni, hefur aftur tekið upp barneignir eftir tveggja ára hlé, en það hafði nærri riðið ættflokknum að fullu. „Bororo-menn voru veikburða og óttuðust þjáningar, svo að konurnar tóku inn töfralyfið, sem kemur í veg fyrir barns- getnað,“ segir hinn nýkjörni höfðingi, Lourenco. Átta börn hafa fæðst á þessu ári, og fjögur eru væntanleg i viðbót f þorpinu, sem telur 237 Bororo-menn og liggur í rfkinu Mato Grosso í vesturhluta Brasilíu. Bororo-mönnum hefur fækk- að úr 6.000 í 400 á þessari öld. Þeir höfðu yfirráð yfir öllu svæðinu frá Cuiaba og Corumba í vestri til Goias í austri. En nú býr mestur hluti ættflokksins á slóðum róm- versk-kaþólsku trúboðanna, þar sem jarðvegurinn er sendinn, árnar víðsfjarri og skógarnir litlir. „Fáum við ekki vernd, deyr kynstofn okkar út,“ segir höfð- inginn Aidju, aðaltalsmaður Bororo-ættflokksins, og faðir Lourenco. hins unga höfðingja. „Hættulegasti ógnvaldur Bor- Lífsbarátta Bororo-ættflokksins í Brasilíu eftir Marvine Howe i "** V jNeUrflarkStmcíi oro-manna nú er siðmenning hvíta mannsins, lestir hans, sjúkdómar, sem honum fylgja, og ásælni hans i jarðeignir,“ sagði Aidju nýlega við hvíta ferðamenn án þess að nokkur óvild fylgdi. Bororo-menn hafa notið verndar Salesian-prestanna og nunnanna í trúboðsstöðinni, sem hafa síðan árið 1902 reynt að hlífa ættflokknum við árekstrum við hina ágengu jarðeigendur,. skógarhöggs- menn og vegagerðarmenn. Bororo-menn eygja nú vonar- glætu, þar sem stjórnin hefur komið á fót stofnun („The National Foundation“), sem berst fyrir réttindamálum Indiána og hefur lofað að verja land Indíána og menningu. Saga Bororo-ættflokksins er hliðstæð sögu annarra Indíána- ættflokka í Brasilíu, sem stöð- ugt hörfa og jafnvel hverfa með auknum framförum og út- þenslu menningarinnar. Engar nákvæmar tölur eru til um fjölda Indíána í Brasilíu, en þeir eru enn mjög dreifðir um vatnasvæði Amazonfljótsins og annarsstaðar inni í frumskóg- inum. Nýlegar ágiskanir áætla fjöldann um 100.000, þótt sumir mannfræðingar telji hann ná 200.000, þar sem auknar bólu- setningar og læknishjálp auka afkomumöguleika fólksins. Talið er, að í Brasilíu hafi verið 1—3 milljónir Indíána, þegar portúgalskir landkönnuðir stigu þar á land um 1500. Aidju og Lourenco, sem búa nú I steinhúsum, sögðu álit sitt á samruna Indíána og annarra íbúa Brasilíu. Aidju, sem er 58 ára gamall, sonur hans 27 ára gamall, telja samrunann óhjá- kvæmilegan, en slíkt verði að gerast á löngum tíma. Lourenco telur Indíánum fyr- ir bestu að halda kyrru fyrir á litlum afmörkuðum landsvæð- um og tileinka sér siðmenning- una í áföngum samhliða þvf sem þjóðlegar erfðir verði í heiðri hafðar. Höfðinginn Aidju sagði, að Bororo-menn vildu sameina hið besta úr heimi siðmenning- arinnar og sínum eigin; þeir vildu halda sjálfstæði sínu, en vildu hinsvegar einnig njóta nýtfsku þæginda, svo sem traustbyggðu húsanna, sem þýskir trúboðar byggðu handa þeim fyrir 15 árum, þegar ótt- ast var, að ættflokkurinn væri svo veikburða, að hann væri ekki fær um að byggja hina þjóðlegu pálmakofa, sem end- ast f um 2 ár. Endurheimt glataðra land- svæða ættflokksins er nú aðal- baráttumál Bororo-manna. Rfk- ir nautgripabændur og smá- bændur hafa í vaxandi mæli lagt undir sig landsvæði, sem áður tilheyrðu Bororomönn- um, og höggvið niður skógana vegna væntanlegrar jarðyrkju og sett upp búgarða. „Indíánastofnunin verður að reka þessa jarðeigendur á brott," sagði Aidju og lagði áherslu á, að samkvæmt nýjum lögum væri það skylda stjórn- arinnar að gæta eigna og hags- muna Indíána. Sr. Vincente Cesar, forseti trúboðsráðsins, lagði kröfur Bororo-manna fyrir stofnunina og fékk loforð fyrir því, að rúm- um 500.000 ekrum lands yrði haldið eftir handa ættflokkn- um, en á þessu landssvæði væru skógar og e.t.v. myndi hluti þess liggja á bökkum Carca-árinnar. Á meðan þeir bíða, eru höfð- ingjar ættflokksins, með aðstoð Salesian-prestanna, að koma á fót nýjum aðferðum til Iífs- framfæris, því að þeir vita, að þeir geta ekki lifað á veiðum einum saman, þrátt fyrir aukið skóglendi og ár. Bororo-menn hafa lært ýmsar handiðnir af Salesian-trúboðun um og gera sér vonir um að koma upp iðnaði með körfu- gerð, útskurði, fjaðra- og út- saumi. Þeir hafa einnig lært aðrar iðnir af Salesian-trúboðunum. Aidju er húsgagnasmiður og sonur hans trésmiður. Nýlega hófu prestarnir að kenna þeim jarðyrkju, og þeir eru nú teknir að brjóta land til að sá í það hrfsgrjónum og baunum. (Þýð.: K.Á.)

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.