Morgunblaðið - 30.08.1974, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 30.08.1974, Blaðsíða 21
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 30. ÁGUST 1974 21 Höröur Jóhannesson málarameistari F. 28. desember 1902. D. 21. ágúst 1974. þann 21. ágúst s.l. lézt í Land- spitalanum Hörður Jóhannesson, málarameistari, Mávahlíð 27, Rvík. Það er nú svo, að erfitt er að trúa því, þegar mánni er tilkynnt um lát vina sinna, þótt svo að maður viti, að enginn geti umflú- ið örlög sín, öll munum við hljóta sömu örlög, að kveðja þennan heim og flytja til annarra heim- kynna, sem okkur eru með öllu ókunn og óskiljanleg. Hörður gekk ekki heill til skóg- ar síðustu árin, og þótt hann bæri veikindi sín með karlmennsku, vissi hann vel hvað við myndi taka. Hörður Jóhannesson var fædd- ur hér í Rvík, nánar tiltekið í Tobbukoti við Skólavörðustíg, 28. des. 1902. Um uppvaxtarár hans er mér ekki kunnugt nema að litluleyti. A fyrsta ári var honum komið í fóstur hjá Eybjörgu Sigurðardótt- ur og Guðna Guðmundssyni, sem þá bjuggu að Keldum í Mosfells- sveit. Móðir Harðar var Emilia Sigurbjörg Ingimundardóttir frá Sörlastöðum í Seyðisfirði. Faðir hans var Jóhannes Jóhannesson frá Akranesi, lengst af læknir í Seattle I Bandaríkjunum. Árið 1919 hóf Hörður málara- nám hjá Einari Gíslasyni mál- aram. hér í borg og var hann annar tveggja iðnmálara, sem luku fyrsta sveinsprófi hér á landi 1926. Þessi atburður var stórmerkur þáttur i sögu iðnaðar- manna og hans verður lengi minnzt. Alla tíð siðan vann Hörð- ur við málarastörf, lengst framan af hjá Einari Gíslasyni. Arið 1944 stofnsettum við fjórir málarar hér í Rvík fyrirtækið Hörður og Kjartan hf. og vann hann við það meðan heilsan leyfði. Hann var mjög góður iðn- aðarmaður og fjölhæfur málari, sem lengi verður minnzt í röðum okkar málaranna. Ég kynntist Herði lítið fyrr en leiðir okkar lágu saman við stof n- un fyrirtækisins Harðar og Kjart- ans hf. Einhvern veginn atvikað- ist það svo framan af, að við unn- um mest saman, og því tókst sú vinátta millum okkar, sem varði til hinztu stundar, og tel ég mig hafa verið lánsaman að hafa lent með honum sem vinnufélaga á þessum árum, ég hafði þá sjálfur nýlokið námi. Hann var alltaf léttur I lund og alltaf fullur af kímnisögum og skringilegum frásögnum, sem all- ir höfðu gaman af. A árunum 1948—'50 byggðum við félagarnir húsið við Mávahlið 27—29 og þannig atvikaðist það, að við- bjuggum á efri hæðum, hvor í sínum enda, og gátum við heimsótt hvor annan með því að ganga um svalirnar á húsunum. Þannig að oft kom hann til min, og sátum við saman og röbbuðum um störf okkar og annað, sem á daginn dreif. Á árunum 1961—1963 dvaldi Hörður við málarastörf í Los Ang- eles í Kaliforníu, en eftir heim- komuna hóf hann aftur sin fyrri störf hér heima. Fvrir u.b.b. 6—8 árum fór Hörður að finna til þess sjúk- dóms, er dró hann til dauða og síðustu árin gat hann ekki stund- að vinnu, en lét ekki á því bera, þótt oft talaði hann um það við mig, hve leitt væri að geta ekki tekið til hendi til neins, en tók þvi með hinni mestu rósemi, eins og hans var von og visa. Hörður sat um tíma I stjórn M.M.F.R. sem varaformaður og leysti hann það starf af hendi með hinni mestu prýði. Þó liggja hvað eftirminnilegustu störf hans í skemmtinef nd M.M.F.R., þvf að ef hann var ekki í nefndinni sjálfur, var leitað til hans, ef eitthvað vantaði og stóð þá ekki á honum að skemmta sjálfur, ef annað fékkst ekki, þvi að það lá honum I rúmi létt og sjaldan hef ég heyrt skemmtilegar sagða ýmsar skemmtisögur og skrýtlur en hann gerði. Hörður gerðist snemma á árum skáti, og verð ég að segja, að þar átti skátahreyfingin hauk I horni. Félagsforingi Skátafélagsins Ern- ir var hann á árunum 1933—1938 og Skátafélags Reykjavíkur 1950—1960. Man ég vel þá tima, er skátafélagið fékk inni i Skáta- heimilinu við Hringbraut, rétt upp úr síðasta striði, og var að koma sér þar fyrir með öll sín félagsstörf. Hann vann mikið að þvi, að þetta heimili yrði sem bezt og skemmtilegast. Og þótt ég aldrei yrði sjálfur skáti, hreifst ég með honum í þessu starfi, og leið varla sá dagur, að eftir vinnu kæmum við ekki við i Skátaheim- ilinu til að gera eitthvað eða að hann heima að kvöldi án þess að líta inn. Svo niikill var áhugi hans fyrir skátastarfinu, og án þess að lasta neinn held ég, að Hörður hafi verið sá sem rívað mest vann fyrir skátahreyfinguna á þessum árum, og eins og hann sagði oft, „einu sinni skáti, ávallt skáti". Skátahreyfingin sýndi honum líka þann sóma að heiðra hann fyrir hans miklu störf. Hörður var I Oddfellowregl- unni, þar rækti hann störf sín af sömu samvizkusemi og annars staðar, og er honum þakkað það að starfsdegi loknum. 6. júní 1931 gekk Hörður að eiga konu sína Guðrúnu Björgu Sveinsdóttur frá Kóreksstöðum í Hjaltastaðaþinghá, N-Múlasýslu. Hefir hún reynzt manni sínum góður lífsförunautur. Þótt sjálf gangi hún ekki heil til skógar hugsaði hún mjög vel um Hörð i veikindum hans. Þau eignuðust einn son, örn kvikmyndatöku- mann, sem vinnur hjá Sjónvarp- inu. Þegar Hörður er horfinn okkur, þökkum við honum fyrir viðkynn- inguna, og margar samverustund- ir. Félagarnir hjá Herði & Kjart- ani hf. senda sínar innilegustu kveðjur og þakkir. Eiginkonu hans og syni óskum við alls hins bezta. Minningin um góðan dreng mun vara í hugum okkar um ókomin ár. Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. Ölaf ur Jónsson, málaram. Þegar skátar kveðja, er gjarnan notað merki þetta, sem að ofan er sýnt: Farinn heim. Og nú okkar góði, glaði Hörður farinn heim eftir heiladrjúgt starf hér í þessu jarðlífi. Öll þau tæp 40 ár, sem ég hef fylgzt með skátastarfi í Reykja- vík, hefur Hörður Jóhannesson verið þar virkur og lengst af sá virkasti í forustusveitinni. Hann varð fyrst skáti I skátafé- laginu Ernir og síðan í stjórn Skátafélags Reykjavíkur um ára- raðir og lengi félagsforingi þess. Var oft gaman að fylgjast með þeim Herði og félögum hans, þeg- ar lagt var til atlögu við lausn ýmissa verkefna. Sérstaklega man ég, hve ötullega Hörður stjórnaði framkvæmdum við Skátaheimilið við Snorrabraut, allt frá því í striðslok, að skátar tóku við bröggunum og innrétt- uðu þar aðstöðu til skátastarfs, sem varð miðstöð skáta í um 20 ár. Þó að Hörður væri ávallt hrók- ur alls fagnaðar á varðeldum og brandarar fykju af honum, þá var honum þó meira í huga, að hugsjón skátalifsins næði til sem flestra unglinga, því að slík höfðu áhrifin verið á hann sjálfan. Hann var því alltaf viðbúinn að vinna starf fyrir skátana og mér er til efs, margir hafi starfað meir eða betur að eflingu skátastarfs I Reykjavík heldur en Hörður Jó- hannesson. Síðustu árin, þegar heilsunni hrakaði mjög vildi hann þó alltaf fylgjast með skátunum og þar dvaldi hugur hans löngum. Nú síðast i sumar á Landsmót- inu að Ulfljótsvatni, þá mátti hitta Hörð í hópi skáta, kátan og brosandi, þó að þreytan í lfkaman- um segði til sín. En það var alltaf Martinus Simson —Minning uppörvandi að tala við Hörð, og það gladdi okkur mikið, þegar örn sonur hans kom í vor og sagðist vilja koma með föður sínum á Landsmótið: „Maður veit aldrei hvenær það er orðið of seint að f ara." Slik hugulsemi við föður sinn hlýjar um hjartarætur. Og nú er Hörður Jóh. farinn heint! Skátasamband Reykjavíkur og Skátar í Reykjavik og reyndar allir skátar óska honum góðrar heimkomu og þakka allt forustu- starfið, öll brosin og þann innri mann, sem við kynntumst hjá Herði. Hann var ávalltt viðbúinn. Við vottum konu hans, Guð- rúnu og syni þeirra, Erni, samúð okkar og biðjum Guð að blessa minningarnar um góðan mann og föður. PállGísalson. AÐALFUNDUR Skógræktarfé- lags Islands verður haldinn að Núpi i Dýrafirði dagana 30. og 31. þ.m. Að þvi tilefni vil ég minnast eins gengins áhugamanns um skógrækt á landinu og forystu- manns á Vestf jörðum, Martinusar Simsons, sem lézt á liðnu voru hátt á níræðisaldri. Simson sat ætið aðalfundi Skóg- ræktarfélags Islands, ef hann gat komið-því við, siðast í Hafnarfirði i fyrra, en þá var Hfsorkan tekin að þverra. Þó vann hann allt sum- arið af eldlegum áhuga að stækk- un skrúðgarðsins, sem hann hef- ur komið upp ásamt sinni góðu konu, Gerðu, i Tungudal við ísa- fjörð og nefndur er Simsonsgarð- ur. Hann ber vott hinum mikla og góðviljaða lífskrafti, sem með Simson bjó og var þess valdandi, að allur gróður óx vel og dafnaði undir hans handleiðslu. Það er talið sannað mál, að hug- arþel ræktunarmannsins ráði miklu um vaxtarskilyrði gróðurs- ins, sérstaklega blómgróðurs. Simson var búinn að vera á Islandi í hálfa öld og átti alla tfð heima á Isafirði, enda þótti hon- um vænt um þann stað, sem hann fórnaði að mestu sinni lífsorku. Að vfsu var hann búinn að lifa mjög fjölbreyttu lífi í Danmörku á sínum ungu árum og var oft gaman að heyra hann segja frá þeim árum. Hann safnaði köngl- um af furutrjám á unglingsárum Vilborg Ingimars- dóttir—Minning Mér var í æsku kennt, að þakka skyldi velgerðir. Um það hafa mér einatt verið mislagðar hendur. Nú þegar Vilborg, vel- gerðarmaður minn, er látin, hlýt ég þó að hlýða þessu kalli. Hún var fædd 22. nóvember 1902 á Efri-Reykjum I Biskups- tungum. Foreldrar hennar voru Ingimar Guðmundsson bóndi á Bergsstöðum I Biskupstungum, Ingimundarsonar, og kona hans Ingibjörg Guðmundsdóttir á Kjarnholtum í Biskupstungum, Diðrikssonar. Kennari var hún á Húsavík 1926—40. Þegar við áttum tal saman nú á seinni árum — raunar töluðum við saman í síma fyrir nokkrum dögum — reyndi ég í gamanvísum Framhald á bls. 23. og komst þá vel i kynni við danska skógrækt. A búgarði vann hann við kúahirðingu. En að sið- ustu var hann þar f jölleikamaður og var farinn að reka sinn eiginn „cirkus". Þegar hann var setztur að á ísafirði tók hann að stunda ljós- myndun auk þess sem hann lagði gjörva hönd á margt fleira, s.s. smiði útvarpsviðtækja, þegar út- varpsöld hófst hér á landi. I höndum var Simson mikill völundur og bera myndirnar, sem prýða garðinn hans, þess ljósast- an vottinn auk sundmanns og sundkonu, sem standa vörð við Sundhöllina á tsafirði. Ógetið er enn eins þáttar, sem gerði Simson eftirminnilegan þeim, sem honum kynntust, en það var lífsviðhorf hans og heim- speki. Hann var ekki í neinum vafa um, að lífið heldur áfram þótt skipt sé um tilverusvið. Um þau mál og ýms önnur skrifáði hann mikinn fjölda ritlinga. Það síðasta, sem hann skrifaði, bar nafnið „Ævi mín og lifsreynsla" og lét hann prenta það í allstóru upplagi. Skógræktin var þó hans stærsta áhugamál og má vissulega að nokkru rekja til hans, að nú má telja sannað, að víða á Vestfjörð- um má með góðum árangri rækta hinn f jölbreyttasta trjágróður. Ég vil svo að lokum þakka Sim- son ánægjuleg kynni og biðja guð að blessa hann i riýrri tilveru. Ennfremur bið ég Gerðu, eftir- lifandi konu hans, farsæls ævi- kvölds. Oddur Andrésson. N stendur enn í 3 daga Kápurfrá kr. 1.200. Jakkar f rá kr. 7.00. I dag bætast við: blússur - pils buxur - hattar og efnisbútar þcrnhard laiujal KJÖRGARÐI

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.