Morgunblaðið - 30.08.1974, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 30.08.1974, Blaðsíða 29
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 30. ÁGtTST 1974 29 BRUÐURIN SEM HVARF Eftir Mariu Lang Þýöandi: Jóhanna Kristjónsdóttir 40 Anneli! Þú hefur ekki svarað hinum bréfunum mfnum og ég veit, að ég er veikgeðja að gera enn eina tilraun. Enéghefþjáðst svo ákaf- lega mikið þessi sfðustu ár og þráð þig mjög heitt... Nú þegar ég er loksins frjáls langar mig að minnsta kosti að segja það, sem ég hef ekki getaðleyft mér fram að þessu. ÉG ELSKA ÞIG. Eins mikið og fyrr. Eða meira. Ég læt undan þeim draumi, sem hefur ieitað á huga minn daga og næt- ur... og fyrstu vikuna eftir að ég kem heim verð ég þess vegna f húsi Carimarks. Húsinu okkar. Ég verð þar frá og með föstu- degi. Og ef þú svarar einnig með þögn veit ég, hver hugur þinn er. Mats. Christer sá liljubreiðuna út um gluggana. Mikilvægasta vitnið f harmleiknum um Anneli Hamm- ar hékk þarna úti með lífvana augnaráð og tungu, sem aldrei meira gæti tafað. Það var til hans, sem hún hafði komið daginn fyrir brúðkaup sitt og hér hafði hún trúlegast verið þennan sólar- hring, þegar hennar var leitað í Skógum og íbúarnir fóru á mis við bezta brúðkaup, sem vonazt hafði verið eftir að þar yrði haldið i mannaminnum. En hvað var það, sem hér hafði gerzt milli elskendanna tveggja, sem Hafði haft þessar voðalegu afleiðingar fyrir þau bæði? Og þvílíkir voru duttlungar ör- laganna, að hingað hafði hann komið aðeins fáéinum klukkutím- um of seint. Var það fyrirfram ákveðið að hann fengi aldrei að komast til botns í þessari gátu, sem varð æ viðbjóðslegri og óskiljanlegri með hverri stund- inni sem leið? Þegar Löving lögregustjóri kom á vettvang með ótal lögregluþjóna tók Christer á móti þeim, tottandi pípu sína og á ytra borði hinn rólegasti. Hann lýsti því yfir taf- arlaust, að hann tryði ekki á til- viljanir að minnsta kosti ekki þegar þær væru af þessum toga — að tilgang mætti merkja að baki slíkra tilviljana. Löving kvað fljótlega upp úr með þá skoðun sfna, að augljóst væri, að Mats Norrgárd hefði framið sjálfsmorð og það væri í sjálfu sér eins konar játning ... með tilliti til morðsins á Anneli Hammar. Daniel Severin tautaði eitthvað til merkis um, að þessi möguleiki væri athugandi. — Hann hefur smeygt reipinu um hálsinn á sér og sparkað stóln- um burt. Hvernig hefði annar get- að dröslað honum upp f tréð nema berja hann f rot áður? — Og þú sérð engin merki þess, að hann hafi orðið fyrir árás? — Nei, ekki að svo stöddu. Hann er mjög blár í andliti eins og sjá má og miklar blæðingar verið inn á augun, en það hefur gerzt við henginguna. En sem bet- ur fer er ég ekki sérfræðingur í svona óhugnaði, svo að ég gef enga endanlega yfirlýsingu. Þeir höfðu lagt líkið til á jörð- inni og það var engu lfkara en fögur og tignarleg filjublómin birtu enn frekar en áður andstæð- urnar í þeim ljótleika, sem við augum blasti. Daniel gizkaði á, að maðurinn hefði látizt milli klukk- an eitt og fjögur um nóttina, en hann mælti með, að fljótlega yrði hafin nákvæmari rannsókn. Áður en Löving fór frá Skógum hafði hann haft símasamband við Carlmark skókaupmann og ekki leið á löngu unz eiginkona hans birtist og háfði ekið á mettíma frá örebro. Hún var grönn miðaldra kona og keðjureykti amrfskar sígarett- ur. Henni var mjög brugðið en hún staðfesti athugasemdalaust, að líkið væri af Mats Norrgárd og gaf Christer síðan ýmsar harla mikilvægar upplýsingar um hann. — Við höfum þekkt Mats í að minnsta kosti fimmtán ár. Hann var mikill listmálari en hann var ekki síður mikil manneskja. Ég hef aldrei getað skilið, hvað hann var umburðarlyndur og þolinmóð- ur við þessa móðursjúku konu sem hann var giftur. Víst veit ég, að maður á ekki að tala illa um þá dánu, en stundum verður maður að vera hreinskilin og ef hana ber á góma er ekki hægt að vera hreinskilin nema vera líka um- talsillur. — Hvað amaði að henni? — Eftir þvf sem ég bezt veit var hún spiflt af dekri og frekja henn- ar var takmarkalaus. En hún kvartaði sýknt og heilagt undan því, að hún væri slæm á tugum. Og hún notfærði sér það til að eitra tilveruna fyrir Mats. Ef hún fékk ekki vilja sínum framgengt í einhverju; ef hann lét í það skína, að hann vildi losna úr hjónaband- inú og lifa sínu eigin lífi, þá varð hún alltaf fárveik ... lék píslar- vott og sviðsetti sjálfsmorðstil- raunir. Þær heppnuðust náttúr- lega aldrei, en þær höfðu alltaf sín áhrif á Mats og slógu öll vopn úr höndum hans. Síðustu árin voru hræðileg. Hann varð nefni- lega ástfanginn af annarri konu og eftir þvf sem ég veit bezt var sú ást gagnkvæm, en hann þorói ekki einu sinni að minnast á skilnað við eiginkonu sfna af ótta við — — Vitið þér hver stúlkan var frú Carlmark? — Nei. En ég hef gert þvf skóna hún væri héðan. Sumarið 1953 um svipað leyti og nú, fékk hann bú- staðinn lánaðan til að geta málað f friði i nokkrar vikur. Við eigum líka bát niðri við vatnið. Og ... já, það var að þessari dvöl lokinni, að hann sagði mér f trúnaði hvað hann væri ólýsanlega vansæll og að hann hefði tekið þá ákvörðun VELVAKAINIDI Velvakandi svarar I slma 10-100 kl. 1 0.30 — 11.30, frá mánudegi til föstudags. 0 Hvaö verður tekiö af okkur næst? Guðrún Lárusdóttir skrifar, og hefur sjálf sett fyrirsögn: „Nú þegar við íslendingar höf- um valfrelsi og getum horft á tvær sjónvarpsstöðvar og valið þá dagskrána, sem betri er, verður sú raunin á, að með okkur er farið eins og ófrjálsa fólkið í Rússlandi. Nú á að loka fyrir þá stöð, sem byggir starfsemi sína á útsending- urn skemmtiefnis og góðra þátta, en f staðinn fáum við að horfa á pólskar og rússneskar glæpa- myndir eða þætti um dýralif f því íslenzka sjónvarpi, sem yfirleitt hættir útsendingum um kl. 22, starfar ekki á fimmtudögum og tekur sér mánaðarsumarfrí ár hvert. Ofan á þetta allt saman er svo hið lélega efni of dýrt. Væri þá ekki rétt, að fólk léti ,,innsigla“ sjónvarpstækin hjá sér til að sýna fram á, að það vill sjálft ráða hvað það horfir á. Hinir, sem vilja bara pólsku og rússnesku myndirnar ásamt dýra- lífsmyndum þurfa þá ekkert að stilla yfir á aðra stöð. Þeir, sem hafa aðstöðu til að horfa á Keflavíkursjónvarpið hafa látið setja fimm þúsund króna stykki í tæki sín, þannig að þeir verða beinlinis fyrir fjár- hagslegum skaða við takmörkun útsendinga stöðvarinnar. Ef lokað verður fyrir þessa stöð, hvað verður þá næst tekið af „frjálsum og sjálfráðum ís- lendingum"? Með fyrirfram þakklæti fyrir birtinguna, Guðrún Lárusdóttir.“ • Heföi átt aö syngja þjóðsönginn oftar á þjóðhátíð Björg f Kópavogi skrifar: „Ég var svo bjartsýn að halda, að „Guð vors lands“ í allri sinni fegurð og tign myndi hljóma um allt land á 11 alda afmæli þjóð- arinnar, og hefði mér þótt það mikil hátfð. Þess í stað kyrjuðu Islendingar „ísland ögrum skorið". Þeir þurfa vfst ekki bókmenntafræðing til að útskýra það fyrir sér, auk þess sem mér finnst niðurrifsmönnum ganga vel að forheimska þjóðina“. Velvakanda finnst nú ekki fal- legt að tala um, að þjóðin hafi kyrjað „ísland ögrum skorið“. Margir hafa mætur á Iagi og ljóði, en auðvitað má deila um það, hvort þjóðsöngurinn hefði ekki átt að heyrast meira á þjóðhátfð- inni. Hins vegar verður að taka tillit til þess, að enda þótt þjóðsöngur- inn sé hátíðlegur, ljóðið, eða öllu heldur sálmurinn, og lagið falli vel hvort að öðru, þá er það nú svo, að það er ekki heiglum hent að syngja þetta svo vel fari. 1 fyrsta lagi er lagið ákaflega vandmeðfarið, og varla á færi annarra en lærðra söngvara að syngja það. Það tekur yfir mikið raddsvið, — og hversu margir „springa" ekki á „eitt eilífðar smáblóm"? Þar að auki kunna flestir aðeins fyrsta erindið. Það er kannski dálítið hastarlegt að þurfa að viðurkenna þetta, og má hver mótmæla því sem vill. Af þessum ástæðum hefur það orðið svo, að þegar viðeigandi væri að syngja þjóðsönginn, hefur verið gripið til þess ráðs að syngja ýmis ættjarðarlög, t.d. „fsland ögrum skorið“, „Hver á sér fegra föðurland“ og fleiri. Stundum hefur verið rætt um að taka upp þjóðsöng, sem ineira yrði sunginn af almenningi en þjóðsöngurinn núverandi, þótt ekki hafi til þess komið að ræða það f alvöru. Vel mætti lfka hugsa sér að hafa tvo söngva, en ekki væri úr vegi að lesendur skiptust á skoð- unum um þetta. Velvakandi er ósammála Björgu í Kópavogi um það, að niðurrifsmönnum gangi vel að forheimska þjóðina, eins og hún segir. 0 Hver á aö ráöstafa óskilamunum? Guðfinna Sigmundsdóttir skrif- ar: „Kæri Velvakandi. Þann 22. ágúst birtist í Velvak- anda grein, er fjallaði um 12 ára stúlku, sem hafði fundið peninga- buddu og skilað henni til lögregl- unnar. Þetta varð til þess, að mig lang- aði til að segja frá atviki sem gerðist fyrir nokkrum árum. Ég dvaldist um tfma í Glasgow. Dag einn fann ég armbandsúr. Ég fór með það til næsta lögreglu- þjóns, sem bað mig að gefa sér upp nafn og heimilisfang. Sfðar sama dag kom annar lög- regluþjónn heim til mín og af- henti mér miða, sagði mér að geyma hann í hálft ár, en þá mætti ég koma að vitja úrsins, og fengi ég það til eignar, ef eig- andinn hefði ekki gefið sig fram. Ég fór til íslands, áður en ég gæti vitjað úrsins. Þegar hálft ár var liðið, kom tilkynning um, að enginn eigandi hefði gefið sig fram. Nú fór konan, sem ég hafði dvalizt hjá, til að nálgast úrið fyrir mig, en henni var þá sagt, að aðeins finnanda væru afhentir munir. Stuttu eftir að þetta gerðist tók ég ákvörðun um að fara út aftur. Þegar þangað kom var liðið um eitt ár frá því að ég fann úrið. Ég bjóst nú við því, að eftir svo langan tíma væri tilgangslaust að vitja þess, en fór samt, og var méi afhent úrið. Mér dettur í hug, að hægt væri að hafa svipaðan hátt á hér á landi. Virðingarfyllst, Guðfinna Sigmundsdóttir.“ Þetta er athyglisverð frásögn og erum við sammála Guðfinnu um, að þessi málsmeðferð gæt verið til fyrirmyndar. S3? SIGGA V/ÖGA S *\/LVE9AU — Kjarvalshús Framhald af bls. 12 degi mínum utan heimilis er lokið. Myndlistarmenn geta þó alltaf huggað sig við það að geta kannski selt þau málverk, sem þeir stelast til að mála í frí- stundum, en við, sem stelumst til að vinna í þágu ríkisins í frí- stundum, eigum ekki von á neinum peningum í staðinn. En þetta er auðvitað okkar eigin heimska. Mig langar samt að bæta því við, að ég mundi gjarnan þiggja að dvelja í sumar til dæmis mánuð í Stokkhólmi eða jafnvel í Kjarvalshúsinu og fá að vinna þar í friði að þeim málum.sem ég hef áhuga á, en hef engan tíma til að koma í framkvæmd. En brauð- stritið leyfir það ekki og við ferð- umst heldur ekki langt, sem eigum fjölfötluð börn. Ég nefni þetta einungis til að sýna fram á, að þeir eru margir hópamir i þjóðfélaginu, sem verða að láta sér nægja ófullnægjandi vinnu- skilyrði. Mig langar að lokum til að taka það fram, að mér þykir mjög leitt, ef allt okkar erfiði hefur einungis orðið til þess, að við troðum öðr- um um tær. Það var ekki mein- ingin, enda hafa fjölfötluð börn aldrei verið fyrir neinum í þessu þjóðfélagi, þess hefur verið vel gætt. Ég enda þessa grein með ösk um það, að fái myndlistar- menn ekki hús Kjarvals í haust, þá fái þeir það strax næsta haust. Það mundi þjóna hagsmunum beggja aðila. LJÓS & ORKA NÝJAR VÖRUR Á GÖMLU VERDI TÓKUM UPP í GÆR VEGGLAMPA Á BÖD LANDSINS MESTA LAMPAÚRVAL Sendum í póstkröfu LJÓS & ORKA Siiúurlaiulsbraut 12 simi S4488

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.