Morgunblaðið - 30.08.1974, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 30.08.1974, Blaðsíða 31
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 30. ÁGUST 1974 31 Þeir beztu keppa hér NORÐURLANDAMÓT f golfi verður sett f dag kl. 5 f Golfskála Golfklúbbs Reykjavíkur f Grafar- holti. Þetta er citt af fyrstu Norð- urlandamótum, sem hér hafa verið haldin og verður vonandi mikil lyftistöng fyrir golffþrótt- ina, sem á ótrúlega miklum vin- sældum að fagna hér á landi. í gær boðaði stjórn GSl til blaðamannafundar og voru þar viðstaddir fyrirliðar allra Norður- landaliðanna. Fredrik Munthe formaður norska sambandsins og einnig formaður Norræna golfsam- bandsins, lýsti ánægju sinni yfir, að mótið væri haldið á Islandi. Hann kvaðst hafa notið morguns- ins í Grafarholti. Allir erlendu gestirnir lýstu ánægju sinni með aðstæður, og aðspurðir kváðust þeir ekki kvarta yfir aðstæðum, þótt þær í raun væru öðruvísi en þeir eiga að venjast. Á sfðasta Norðurlandamóti urðu Svíar í efsta sæti, síðan Dan- ir, þá Norðmenn, Finnar og is- lendingar ráku lestina. Ekki er búizt við mikilli breytingu á þessari röð nú, en þó gætu íslend- ingar keppt að því að komast upp fyrir Finna. Á Norðurlöndum er golfiþrótt- in komin langtum lengra en hér á landi. í Svíþjóð eru t.d. 90 at- vinnumenn, sem mest stunda kennslu. í Noregi eru slíkir menn ekki nema 5—6. Hér á landi er einn, Þorvaldur Steingrimsson, i Danmörku munu þeir um 30 tals- ins. Það er mikil aukning í golf- íþróttinni á Norðurlöndum. Magnús Lindberg liðsstjóri Svfa sagði okkur, að byggðir væru 7—8 nýir golfvellir árlega og við félagatölu klúbbanna bættust um 5000 nýir félagar árlega. Af þeim væru 40% konur og 20% ungl- ingar. Í Noregi byggja þeir 4—5 velli árlega. I Osló eru 1500 félagar skráðir i golfklúbbinn, en 250 á biðlista. Það segir sína sögu. i Finnlandi eiga þeir 7 golfvelli Eru það lög frum- skógarins, sem gilda? — spyr Jack Johnson, þjálfari IBA og 2500 manns eru skráðir i kiúbbana sjö. Hvergi er breiddin eins mikil og í Svíþjóð. Þar eru 250 kylf- ingar, sem náð hafa forgjöf 2. I flokki unglinga (juniora) hafa um 200 náð þvf að hafa forgjöf 4 eða minna. Yfirleitt getum við fullyrt sagði Magnus Lindberg, liðsstjóri Svía, að við eigum 27 leikmenn, sem geta leikið á pari hvaða völl sem er. Það, sem okkur finnst að hér, er lengd vallanna. Það skortir svona 300 m upp á, að brautir ykkar séu nógu langar. Svíarnir munu áreiðanlega færustu kylfingarnir meðal þátt- takenda hér nú. En hvort þeim tekst að aðlaga sig íslenzkum aðstæðum, getur enginn spáð um. Það kynni að vera, að aðstæðurnar yrðu fslenzku kylf- ingunum I hag, en slíkt leiðir reynslan I ljós, og allir eru vel- komnir í Grafarholt í dag. Þar verður aðstaða til að fylgjast með keppninni inni. Menn verða úti með labb-rabb tæki og i skála GR er engum í kot vísað. Þeir fóru f gær til Evrópumeistaramótsins 1 Róm: Sigurður Björns- son, fararstjóri, Stefán Hallgrfmsson og Hreinn Halldórsson. — ÞAÐ virðist sem það séu lög frumskógarins, sem eru f gildi f knattspyrnumálunum á tslandi, sagði Jack Johnson, þjálfari 1. deildar liðs Akureyrar f knatt- spyrnu f viðtali við Morgunblaðið f gær, en f þvf viðtali gerði hann athugasemd við þau um- mæli, sem fram komu f skrifum blaðsins um leik tBV og tBA, að þær raddir hefðu heyrzt, að það hefði verið hcitasta ósk Akureyr- inga, að ekki yrði unnt að fljúga til Vestmannaeyja á þriðjudag- inn. — Sannleikurinn í þessu máli Jack Johnson. er sá, að það var komið furðulega fram við okkur, sagði Johnson — og okkur raunar sýnd dæmalaus lítilsvirðing og frekja. Leikurinn var ákveðinn í Vestmannaeyjum á þriðjudagskvöld, eftir að hafa verið frestað á laugardag og sunnudag sökum þess, að ekki gaf til Eyja. Leikmenn Akureyrar- liðsins urðu því að taka sér frf í vinnu frá og með hádegi á þriðju- daginn og siðan hófst bið I óvissu um það hvort flogið yrði til Vest- mannaeyja. Klukkan þrjú um daginn var okkur endanlega til- kynnt, að ekki yrði hægt að fljúga til Vestmannaeyja, og tókum við þá tilkynningu vitanlega gilda. Til þess að nota tímann var sett á æfing, og voru leikmennirnir búnir að vera á æfingu í tvær klukkustundir, þegar við fengum að vita, að ekki yrði um annað að ræða en að fara til Vestmanna- eyja. Þessu mótmæltum við en ekkert tillit var tekið til þess. Leikurinn skyldi fara fram, hvað sem það kostaði — jafnvel þótt teflt væri I tvfsýnu í ferðinni. Til Vestmannaeyja komum við svo tíu mfnútum áður en leikur- inn átti að hefjast og gefur það auga leið hvernig er að fara í erfiðan leik, fyrst eftir að hafa farið á æfingu í góðri trú og sfðan eftir erfitt flugferðalag. Til þess að kóróna allt saman fóru svo síðustu mínútur leiksins fram í myrkri. Til marks um það má geta, að síðustu 20 mínúturnar, sem við vorum að leika þarna, var búið að kveikja öll Ijós f kaup- staðnum og undir iokin voru bif- reiðarnar umhverfis völlinn einn- ig allar komnar með ljós. Steindór Gunnarsson hjá knatt- spyrnuráði Akureyrar sagði, að vel gæti komið til greina að Akur- eyringar kærðu þennan leik, — okkur finnst þetta algjörlega óverjandi framkoma i okkar garð, sagði hann, en við gátum ekkert annað gert en farið. Fram- kvæmdastjóri Knattspyrnusam- bands islands bar okkur þá til- kynningu frá þeim mótanefndar- mönnum Helga Daníelssyni og Ragnari Magnússyni, að ef við yrðum ekki mættir á réttum tíma í Vestmannaeyjum yrði leikurinn flautaður á og af okkur dæmdur hann tapaður. MIKIÐ UM AÐ VERA HJÁ FRÍ ÞÓTT KEPPNI8TÍMABIIJÐ SÉ SENN Á ENDA ÞÓ SVO að senn líði að lokum keppnistfmabils frjálsfþrótta- manna eru enn nokkur stórmót eftir. Þannig héldu tveir sterk- ustu menn fslenzkra frjálsfþrótta f gær til Rómar þar sem þeir taka þátt f Evrópumeistaramótinu, þeir Stefán Hallgrfmsson og Hreinn Halldórsson. Evrópumót- ið verður sett 1. september, en sjálf keppnin hefst 2. september. Mun Stefán keppa f fyrstu grein- inni, 400 metra grindahlaupi, og sfðan f tugþraut, sem fram fer 6. og 7. september. Verður þar um mikla maraþonkeppni að ræða, keppnin hefst klukkan 9 að morgni og lýkur ekki fyrr en um klukkan 22. Hreinn keppir f kúlu- varpi 4. september. Fer undan- keppnin fram að morgninum og úrslitin svo sfðar um daginn. Bæði Stefán og Hreinn hafa ný- lega bætt íslandsmetin f kúlu- varpi og tugþraut. Hreinn varpaði 18.90 m á móti á Selfossi fyrir um mánuði síðan og hefur yfirleitt náð ágætum árangri i sumar. Til að Hreinn komist í lokakeppnina þarf hann að kasta kúlunni 19 metra í forkeppninni. Hvort Hreini tekst að ná sliku kasti er erfitt að segja fyrir um en vfst er, að Hreinn á að geta varpað kúl- unni svo langt. Spurningin er Sjö dæmdir í bann A FUNDI sfnum f gærkvöldi dæmdi aganefnd KSf sjö knatt- spyrnumcnn f ieikbann, sex f eins leiks bann og einn f tveggja leikja bann. Sá, er fékk tveggja lcikja bannið, er Guð- mundur Gfslason, Austra frá Eskifirði, en hinir leikmenn- irnir eru: Páll Björgvinsson, Vfkingi, Hörður Hilmarsson, Val, Ólafur Ólafsson, KR, Sig- urbergur Sigsteinsson, Fram, Gylfi Þ. Gfslason, Vfkingi Ólafsvfk og Benedikt Sigur- jónsson, Þrótti, Neskaupstað. Athygli vekur að Marteinn Geirsson er ekki dæmdur f bann, en hann hefur hlotið þrjár áminningar f sumar. Mun dómari eins þeirra leikja ekki hafa skilað inn skýrslu, og það ástæðan fyrir þvf að Marteinn sleppur. Vafalaust mun það hafa tölu- verð áhrif fyrir 1. deildar liðin f hinum mikilbægu leikjum um helgina að missa jafngóða leikmenn út, og nú verða að sitja yfir. Einkum kemur það sér illa fyrir Víking að missa Pál Björgvinsson og Fram að missa Sigurberg Sigsteinsson, en báðir þessir leikmenn hafa verið með traustustu leikmönn- um félaganna í sumar, og bæði eiga liðin f erfiðri fallbaráttu um helgina. hvort það tekst á Evrópumeistara- mótinu. Stefán hefur aðeins farió i gegnum eina tugþraut í sumar, það var í bikarkeppninni á dögun- um. Þá gerði Stefán sér litið fyrir og setti nýtt glæsilegt Islandsmet. Fékk samtals 7589 stig. Sá árang- ur hefði dugað Stefáni til 7. sætis á síðasta Evrópumeistaramóti. Að vísu var Stefán við sitt bezta í mörgum greinum í bikarkeppn- inni, bætti árangur sinn í öðrum, en í nokkrum greinum var hann nokkuð frá sínu bezta. Þannig að takist allt eins og bezt verður á kosið i Evrópumeistaramótinu ætti Stefán enn að geta bætt sinn fyrri árangur. Fararstjóri með Stefáni og Hreini verður Sigurður Björns- son, stjórnarmaður í FRl. Mun Sigurður sitja þing Alþjóða frjáls- íþróttasambandsins, sem haldið verður samhliða Evrópumeistara- mótinu. UNGLINGAKEPPNI FRI Ýmislegt annað er á döfinni hjá frjálsfþróttafólki þessa dagana. Á Laugum fer fram um helgina unglingakeppni FRÍ og taka þátt í henni 75 ungmenni frá 17 félög- um og héraðssamböndum. Rétt til keppni á þvf móti hafa þau f jögur ungmenni, sem náð hafa beztum árangri í hverri grein í sumar. Flestir keppendur verða frá Skarphéðni eða 14, 13 frá ÍR og 12 fráHSÞ. SÆNSKIR ANDRÉSAR LEIKAR 13.—15. september fer fram í Svíþjóð mikið unglingamót, sem kennt er við þann kunna teikni- myndakappa, Andrés Önd. Fjög- ur ungmenni frá íslandi taka þátt í því móti og er það í fyrsta skipti, sem íslendingar taka þátt í hinum sænsku Andrésar-leikum. Hins vegar hafa íslenzk börn um árabil tekið þátt í sams konar leikum í Noregi og einmitt nú um næstu helgi munu 4 börn héðan keppa í Noregi. Þau, sem taka þátt í mótinu i Karlstad í Svíþjóð, verða þau Ásta B. Gunniaugsdóttir, ÍR, hún kepp- ir i 100 metra hlaupi og lang- stökki, Lára Halldórsdóttir, FH, keppir f 800 m hlaupi og hástökki, Guðmundur Geirdal, UBK, keppir í 1000 m hlaupi og hástökki og Jón Erlingsson, HSK, keppir í há- stökki og langstökki. Rétt til þátt- töku í þessu móti hafa þau ung- menni, sem fædd eru 1960 og sið- ar. Fararstjóri verður Einar Frí- mannsson. NORÐURLANDAÞING 19.—20. október verður haldíð hér á landi Norðurlandaþing frjálsfþróttaleiðtoga og verður þingið nú haldið hér á landi í þriðja skipti. i byrjun nóvember verður svo haldið í Zagreb í Júgó- slavíu þing með þátttöku fulltrúa frá frjálsíþróttasamböndum allra Evrópulandanna. Þar verða ákveðin öll stærstu frjálsíþrótta- mót í Evrópu næsta sumar, hvar þau verða haldin og á hvaða tfm- um. Þeir Örn Eiðsson, Svavar Markússon og Sigurður Helgason sitja þetta þing fyrir tslands hönd. Munu þeir vinna að þvf að fá þing sem þetta hingað til lands árið 1976. TUGÞRAUTARKEPPNI GEGN FRÖKKUM OG BRETUM Dagana 28. og 29. september fer fram f París landskeppni f tug- þraut milli islands, Frakklands og Bretlands. Ætti íslenzka liðið að hafa talsverða möguleika á sigri gegn Bretunum, en hætt er við, að róðurinn verði erfiður gegn Frökkum, sem eru mun sterkari en hinar tvær þjóðirnar. Fimm menn hafa verið valdir til keppninnar fyrir Íslands hönd og eru það eftirtaldir, árangur í svig- um. Stefán Hallgrímsson, KR (7589) Elías Sveinsson, ÍR, (7155) Karl West Fredriksen, UBK, (6739) Hafsteinn Jóhannesson, UBK, (6543) Vilmundur Vilhjálmsson, KR, (6430) Fararstjóri með hópnum á mót- ið í París verður Páll Ó. Pálsson og þjálfari Guðmundur Þórarins- son.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.