Morgunblaðið - 30.08.1974, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 30.08.1974, Blaðsíða 32
FÖSTUDAGUR 30. ÁGUST 1974 Leitin enn án árangurs ÞRATT fyrir vfðtæka leit hefur ekki enn spurzt til Bjarna | Sigurðssonar frá Ólafsvfk, sem týndist við Hólahóia á Snæfells- nesi s.i. sunnudag. 1 gær ieituðu nær 200 manns, og var veður mjög hagstætt til leitar. Leit verður haidið áfram a.m.k. fram að helgi. Frá því maðurinn hvarf hefur verið mjög víðtæk leit alia daga, mest um 500 manns. Hefur verið gengið margsinnis yfir svæðið þar sem talið er, að maðurinn geti verið, en alveg án árangurs. Mikið er um gjótur á þessu svæði, og hefur verið farið ofan í þær flestar. Sporhundaleit bar engan árangur, því maðurinn var með á fótum skó, sem hann notaði mjög sjaldan. Sækja til íslands eftir afnám vega- bréfsáritana ÞAÐ VAR vart búið að afnema vegabréfsáritanir milli tslands, Indtands og Pakistans, þegar fóik frá sfðarnefndu löndunum fór að reyna að komast inn f landið, og hefur útiendingaeftirlitið haft talsverð afskipti af þessu fólki, en eins og kunnugt er hefur fólk frá þessum löndum setzt að í rfkum mæli á Vesturlöndum við mis- jafnar vinsældir. Árni Sigurjónsson forstöðu- maður útlendingaeftirlitsins sagði í viðtali við Morgunblaðið í gær, að fólk frá Indlandi og Paki- stan hefði ekki heimild til að koma til landsins án vegabréfs- áritunar nema því aðeins að það væri ferðafólk og ekki fengi þetta fólk að fara inn í landið, nema því aðeins að það væri ferðafólk og ekki fengi þetta fólk að fara inn í landið, nema því aðeins, að það væri með farmiða fram og til baka. Á þessu hefur verið nokkur misbrestur og þvf hefur útlendingaeftirlitið þurft að hafa afskipti af fjölmörgum frá þessum Iöndum. Að líkindum hefur nokkur hluti þessa fólks ætlað að koma til landsins og leita sér að vinnu seinna meir, en til þess þarf atvinnuleyfi. Óbreytt líðan HJÓNIN, sem lentu f árekstri f fyrradag á Vesturlandsvegi móts við Grafarholt, voru á batavegi f gær. Hins vegar var líðan þriðja aðilans, sem slasaðist f þessum árekstri, ungs karlmanns, óbreytt. Hann liggur á gjörgæzlu- deild Borgarspftalans og er enn f Iffshættu. Rannsóknarlögreglan hefur beðið Mbl. að koma því á fram- færi, að þeir aðilar, sem urðu vitni að árekstrinum, gefi sig fram við lögregluna, sérstaklega þeir, sem voru á leið til borgar- innar. Gengið verð- ur fellt í dag MORGUNBLAÐIÐ fregnaði f gærkvöldi, að gengi fslenzkrar krónu yrði fellt f dag um a.m.k. 17%. Þó munu gjaldeyrisdeildir bankanna ekki hefja frjáls gjald- eyrisviðskipti fyrr en eftir helgi. Svo sem kunnugt er af fréttum, er gengisfall þetta allmiklu lægra en Seðlabanki Islands hafði gert ráð fyrir. Hinn 21. ágúst, þegar öll almenn gjaldeyrisviðskipti voru stöðvuð, krafðist Seðlabankinn 25% tryggingarfjár upp í væntan- legt uppgjör, þegar búið væri að skrá krónuna á nýju gengi. Sam- kvæmt þessu mun dollarinn á mánudag kosta a.m.k. 115,36 krónur, en meðan á tryggingar- fjártímanum hefur staðið, hafa menn þurft að greiða fyrir hvern dollar 123,25 krónur. Höfðu menn jafnvel búizt við, að gengisfallið yrði svo mikió. KEFLAVIKURSJONYARP- IÐ TAKMARKAÐ í GÆR? MARGT bendir til þess, að út- sendingar Keflavfkursjónvarps- ins hafi f gær verið takmarkaðar við flugvallarsvæðið og næsta nágrenni. A Reykjavfkursvæðinu náðist engin sjónvarpsmynd f gær og f gærkvöldi, en tal heyrðist vel, Ú I Norðurlandamótið í golfi verður haldið í Reykjavík um helgina. Sjá frétt á bls. 31. K j amorkusprenging Rússa mældist hér NEÐANJARÐARKJARNORKU- SPRENGINGAR Rússa í gær- morgun varð vart á jarðskjálfa- mælum á tslandi. Sprengingin varð kl. 10. Einar Einarsson f Skammadalshóli f Mýrdal sá áhrifin af sprengingunni á jarð- skjálftamælinim þar og hringdi til Sveinbjarnar Björnssonar eðlisfræðings á Raunvfsinda- stofnun. Hann fór þá og athugaði nákvæman jarðskjálfamæli, sem er á f jallinu Þorbjörn við Grinda- vfk og voru þar greinileg merki sprengingarinnar, svo ekki varð um villzt. Sagði Sveinbjörn, að hennar hefði vafalaust orðið vart á öðrum nákvæmum mælum hér, en sumir eru þannig gerðir, að nokkur tfmi lfður, þar til fram- kölluðeru mælingablöð. Skjálfti af slíkri kjarnorku- sprengju, sem sprengd er neðan- jarðar, hefur sérkennileg ein- kenni, að því er Sveinbjörn sagði. Hann er langdreginn og grófari en af öðrum skjálftum. Eftir að hann er búinn, kemur svo bergmál eftir 200 sekúndur. Þá er fyrsta bylgj- an dáin út, en áhrif frá annarri, sem hefur farið dýpra í jörðu og því lengur á leiðinni, koma fram. Sagði Sveinbjörn, að yfirleitt 324 hvalir ÞEGAR Mbl. hafði samband við Hvalstöðina í gær, voru komnir þar á land 322 hvalir og tveir voru á leið f land, svo samtals er búið að veiða 324 hvali á vertíðinni í ár. Þetta er svipuð veiði og í fyrra. Veiðzt hafa 275 langreyðar, 40 búrhvalir og 9 sandreyðar. Tíð hef ur verið mjög hagstæð á hvala- miðunum í sumar. fyndust á mælum hér áhrif svo sterkra kjarnorkusprengja, sem sprengdar eru í jörðu í Sovétríkj- unum. Til dæmis varð Einar í Skammadalshól var við spreng- ingu frá sama stað 12. september í fyrra. Mbl. fékk fregnir af þessari kjarnorkusprengju Rússa frá Uppsölum í Svíþjóð í fréttum AP fréttastofunnar í gær. Hafði sprengingin fundist á mælum þar. Öflug kjarnorkusprengja hafði verið sprengd kl. 10 um morguninn á Novaya Zemlya, en þar hafa neðanjarðar tilrauna- sprengingar farið fram á hverju Framhald á bls. 18 svo greinilegt var, að útsending var f gangi. Mbl. hafði f gærkvöldi samband við Marshall Theyer, blaðafulltrúa varnarliðsins, en hann sagði, að varnarliðið myndi engar yfirlýsingar gefa um málið. Þá hafði Mbl. einnig samband við Einar Ágústsson utanrfkisráð- herra f gærkvöldi. Hann sagðist ekki geta staðfest fréttina, en hins vegar hefði varnarliðið tjáð sér, að búið væri að koma upp nauðsynlegum tækjum, sem prófuð yrðu f vikunni, og send- ingar takmarkaðar f vikulokin. Mbl. hafði í gærkvöldi samband við fólk víðs vegar í Reykjavík. Kópavogi og Hafnarfirði. I Reykjavík sást myndin alls ekki, utan á einum stað í Breiðholti, en þar voru skilyrði verri en áður. I Kópavogi og Hafnarfirði sást myndin ekki. Þá hafði blaðið einnig samband við fólk í nágrenni Keflavíkurflugvallar. I Keflavík sást myndin, en gæði hennar voru lélegri en áður. 1 Sandgerði sást myndin alls ekki, en í Höfnum sást hún mjög greini- lega, enda er sjónvarpsgeislanum beint þar yfir. Þess má geta, að útsendingar Keflavíkursjónvarps- ins sáust mjög greinilega á öllu Reykjavíkursvæðinu í fyrrakvöld. Mosabruni I FYRRADAG kviknaði í mosa á svonefndu Járnbarði, sem er rétt vestan Dritvíkur á Snæfellsnesi. Tókst mönnum að slökkva eldinn um kvöldið, og hafði þá brunnið á töluvert stóru svæði. Sviplegt banaslys: Haustfundinum lýkur í dag Ofnastæða féll á 11 ára gamlan dreng HAUSTFUNDUR utanrfkisráð herra Norðurlanda hófst í Átt- hagasal Hótel Sögu klukkan 9.30 f gærmorgun. Fundurinn stóð fram eftir degi, og tókst að mestu að Ijúka umræðum um þau mál, sem voru á dagskrá. Ráðherrarnir mun hittast aftur fyrir hádegi f dag, og verður þá gengið frá yfir- lýsingu fundarins. Einnig munu ráðherrarnir halda blaðamanna- fund fyrir hádegi. Á fundinum í gær voru teknir fyrir þrír málaflokkar. I fyrsta lagi ástand í alþjóðamálúm al- mennt, öryggismál og samskipti Norðurlanda við aðrar þjóðir Evrópu. I öðru lagi var rætt um þau mál, sem búizt er við, að komi til afgreiðslu á 29. allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna, sem hefst bráðlega, ástandið í Suður-Af- ríku, friðargæzlusveitir Samein- uðu þjóðanna og þátttaka Norður- landa í því starfi og Hafréttarráð- stefnuna í Caracas. 1 þriðja lagi var rætt um afvopnunarmál Evrópu. 1 FYRRADAG varð það sviplega slys f vöruporti Bæjarútgerðar Reykjavfkur við Eiðsgranda, að ofnastæða hrundi á 11 ára gamlan dreng, sem þar var að leik. Er talið, að hann hafi látizt sam- stundis. Vfðtæk leit var gerð að drengnum, og fannst Ifk hans f gærmorgun. Drengurinn hét Svavar Marteinn Svavarsson, fæddur 23. september 1962, sonur hjónanna Svavars M. Carlsen og Kristfnar Hafsteinsdóttur, Meistaravöllum 21, Reykjavík. Aðdragandi slyssins var sá, að Svavar litli var ásamt fleiri krökkum í feluleik í portinu f fyrradag. Um kvöldmatarleytið uppgötvuðu börnin, að Svavar vantaði í hópinn, og héldu þau, að hann hefði farið heim. Nokkru síðar fer móðir drengsins að óttast um hann og fer að leita hans. Þegar það bar ekki árangur, snéri hún sér til lögreglunnar, og voru kallaðir út leitarflokkar. Þegar fór að birta um morguninn, voru enn fleiri kallaðir til leitar, og samkvæmt ábendingum barn- anna var leitað mjög nákvæmlega í vöruportinu, og bar leitin árang- ur um klukkan 8.30 í gærmorgun. I portinu er geymt mikið af vörum, t.d. hefur Eimskip geymt þar töluvert af vörum vegna þrengsla í sínum eigin vöru- skemmum. M.a. geymdi Eimskip þarna miðstöðvarofna úr stáli, og var þeim staflað upp í stæður og segldúkur breiddur yfir. Svavar litli hefur ætlað að fela sig undir segldúknum, en líklega rekið sig í stæðuna með þeim afleiðingum að hún féll á hann. Er talið, að hann hafi látizt samstundis.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.