Morgunblaðið - 14.09.1974, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 14.09.1974, Blaðsíða 2
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 14. SEPTEMBER 1974 Valur - Portadown: Hindrunartrímm til gamans í leikhléi SU NÝBREYTNI verður tekin upp f leikhléi Vals og Portadown f Evrópukeppninni n.k. þriðjudag á Laugardalsvellinum, að skemmtidagskrá fer þar fram. 1 leikhléinu fer fram hindrunar- trimm og þar munu landsfrægir heiðursmenn keppa. Hlaupið verður 400 metra trimm og mega þátttakendur nota ýmiskonar hjálpartæki svo sem þríhjól, hlaupahjól, reiðhjól og reiðhest svo eitthvað sé nefnt, en frjálst val er í þeim efnum. Ymsar hindranir verða hins vegar á veginum en keppendur eru Ömar Ragnarsson, Laddi, Karl Einars- Rætt við vinnuveit- endur í gær FUNDUR var með fulltrúum Vinnuveitendasambands íslandsf gær í forsætisráðuneytinu, en það er annar fundur ráðherranefnd- arinnar og vinnuveitenda. Sam- kvæmt upplýsingum Geirs Hall- grfmssonar forsætisráðherra var á fundinumígærfáriðyfir sömu atriði og rædd voru á fundi með fulltrúum Alþýðusambandsins i fyrradag, láglaunabætur og fyrir- komulag þeirra. Geir kvað menn myndu vinna nánar úr þeim gögnum sem fyrir hendi væru yfir helgina. Næsti fundur með fulltrúum ASÍ verð- ur á mánudag og kvað Geir næsta fund með vinnuveitendum líkleg- ast verð á þriðjudag. Sá fundur hefur þó ekki endanlega verið ákveðinn. Harður árekstur ALLHARÐUR árekstur varð í gær á mótum Bólstaðarhlíðar og Stakkahlfðar. Tveir Fiatbllar rák- ust saman, og var annar þeirra talinn ónýtur á eftir. Konur óku bflunum, og meiddust þær lítil- lega. son, Alli Rúts, Ragnar Bjarnason, Pétur Kristjánsson, Árni Johnsen Magnús Bjarnfreðsson og Bjarni Guðnason. Keppt verður I tveim- ur riðlum og munu sigurvegarar í riðlunum síðan taka þrjár víta- spyrnur á hinn gamalkunna markvörð Hermann Hermanns- son. Stjórnandi, kynnir og ræsir er Jón Ásgeirsson. Umbúðasam- keppni í fjórða sinn FELAG fsl. iðnrekenda mun nú gangast f yrir umbúðasamkeppni í fjórða sinn, en slfk samkeppni hefur verið haldin annað hvert ár undanfarið. Tilgangurinn með samkeppninni er að kanna hvað gert hefur verið af nýjum umbúð- um og veita þeim beztu þeirra viðurkenningu. Með þessu er ætlunin að auka skilning og áhuga á gildi hagkvæmra og fal- legra umbúða f sölustarf semi. Keppnin er fyrir allar gerðir umbúða, svo sem flutnings- umbúðír, sýningarumbúðir og neytendaumbúðir. Verða þær að vera hannaðar á Islandi og hafa komið á markað hér og erlendis. Allir íslenzkir umbúðaframleið- endur og umbúðanotendur geta tekið þátt í samkeppninni, svo og aðrir þeir sem hafa með höndum gerð og hönnun umbúða. I fréttatilkynningu frá Félagi ísl. iðnrekenda kemur fram, að sýning á umhúðum f umbúðasam- keppninni verður að þessu sinni sameinuð finnskri umbúðasýn- ingu, sem opnuð verður I Nor- ræna húsinu 8. október. Munu tveir finnskir sérfræðingar í um- búðamálum starfa með dóm- nefndinni að vali þeirra umbúða, sem viðurkenningar hljóta. Þá verða viðurkenningar afhentar um leíð og finnska sýningin verður opnuð. Einnig gangast finnsku sérfræðingarnir fyrir tveggja daga fræðslunámskeiði um umbúðir dagana 9. og 10. október, þar sem fjallað verður um hin margvíslegustu ef ni. Hlaut doktorsgráðu fyrir rann- sóknir á litningum sjávarspendýra Hinn 7. maf sfðastliðinn varði Ulfur Árnason erfðafræðingur doktorsritgerð við Háskólann í Lundi. Doktorsritgerðin, sem er samantekt úr 7 fyrri ritgerðum Ulfs ber heitið „Phylogeny and Speciation in Pinnipedia and Cetacea. — A Cytogenetic Study". Ulfur lauk stúdentsprófi við Menntaskólann á Akureyri 1958 og innritaðist I Háskólann f Lundi þá um haustið. Hann lauk phil. cand. prófi 1962, námsgreinar dýrafræði, grasafræði og landafræði. Ulfur nam erfðafræði og vatnafræði 1964—1965 og hóf framhaldsnám i erfðafræði 1966. Sérgrein hans er frumuerfðafræði og litninga- rannsóknir og lagði hann fyrst stund á litningarannsóknir á mönnum en á sjávarspendýrum 1967. Árið 1971 lauk hann fil. lic. prófi f erfðafræði við erfðafræði- stofnun háskólans í Lundi. Auk rannsókna í erfðafræði lagði hann stund á umhverfisvernd ár- iðl972. Úlfur Árnason hefur aflað gagna í ritgerð sína hér á landi og auk þess í Alaska veturinn 1971. Kaliforníu, Kanada og Græn- landi, en ritgerðin f jallar um þró- un og tegundamyndun sjávar- spendýra — hvala og sela. Kostn- aður við rannsóknir hans hefur verið greiddur af Rannsóknaráði sænska ríkisins síðati 1972. Ulfur sagði í viðtali við Morgunblaðið: „Verkið sjálft er grundvallað á litningarannsóknum og saman- burði á litningum hjá þessum dýr- um. Niðurstöður eru að mjög lítill munur er á litningum mismun- andi tegunda sjávarspendýra og sem dæmi má nefna, að allar hvalategundir utan tvær hafa 44 litninga. Þessar tvær undantekn- ingar hafa hins vegar 42 litninga. Rostungar og margar selategund- ir hafa 32 litninga, aðrar tegundir sela 34 og sæljón 36 litninga. Breytileiki er þannig lítill. Þessar niðurstöður fengust með beinum Framhald á bls. 14. Slysaaldan hefur hjaðnað Kærum hefur fjölgað — Eftirliti haldið áfram „SLYSAALDAN sem gekk yfir borgina f byrjun mánaðarins hefur greinilega hjaðnað, og þakka ég það stórauknu eftirliti lögreglunnar og árððri f f jölmiðl- um," sagði Óskar Ólason yfir- lögregluþjðnn umferðarmála f samtali við Mbl. f gær. Samkvæmt upplýsingum Óskars er þð enn langt frá þvf að ástand umferðar- mála f höf uðborginni sé gott, eins og bezt sést á þvf, að frá áramðt- um hefur lögregian gefið út 6350 kærur vegna umferðarlagabrota, nær 2500 skýrslur vegna árekstra, þúsundir stóðusekta og tug- þúsundir stöðumálasekta. Þetta er mikil aukning frá f fyrra. Eftirlit lögreglunnar hefur aðallega verið fólgið f radar- mælingum, skyndiskoðunum bif- reiða, eftirliti með umferðarljós- um og gangbrautum og nú síðast sektunum fyrir að leggja bifreið- um ólöglega. Sektarupphæð er 800 krónur, og er lögreglustjóra heimilt að afgreiða hana með sátt, Hellissandsmálið er enn óupplýst STÓRÞJOFNADURINN sem framinn var á Hellissandi um síð- ustu helgi er enn óupplýstur. Rannsókn málsins er haldið áfram, bæði af lögreglumönnum á Snæfellsnesi og sérfræðingum rannsóknarlögreglunnar f Reykjavík. Komið hef ur í ljós, að talan sem nefnd var í upphafi, 495 þúsund krónur, er ekki rétt. Við nýja út- reikninga kom fram, að stolið var 388,900 krónum. Spilakassi brotinn upp BROTIZT var inn f þvottastöðina Blika og Kaffistofu Guðmundar, sem er f sama híisi, f fyrrinðtt. Þjófurinn eða þjðfarnir fengu augastað á spilakassa frá Rauða krossinum, sem er f kaffistof- unni. Brutu þeir hann upp og tæmdu. Spilakassinn var fullur af tfköll- um, en ekki er vitað nákvæmlega hve upphæðin var há. Ekki var öðru stolið í húsinu, en nokkur spellvirki unnin á búnaði þess. m.a. hurðum sparkað upp. Þá var einnig brotizt inn f vél- smiðjuna Kistufell Brautarholti í fyrrinótt. Þar var engu stolið, en einhverjar skemmdir unnar. en rnálin fara ekki til Sakadóms. A annað hundrað ökumenn hafa verið teknir dag hvern fyrir of hraðan akstur, og hafa tveir radarar verið í notkun. Nokkuð hefur borið á því, að sömu menn hafi verið teknir oftar en einu sinni. Skyndiskoðun bifreiða hefur leitt í ljós, að ástand öku- tækja er yfirleitt gott, nema hvað Ijósaútbúnaður bifreiða er oft f ólagi. Eftirlit með umferðarljós- um hefur sýnt, að brögð eru að þvf að ökumenn virði ekki settar reglur, og tugir ökumanna hafa verið staðnir að því að aka á rauðu ljósi Þá hefur verið rækilega fylgst Ekkivíttur Matthfas Johannessen ritstjðri Morgunblaðinu Reykjavík, 13. september 1974. Kæri Matthfas. Þar eð þjóðhátíðarárið leggur væntanlega okkur öllum sérstak- ar skyldur á herðar gagnvart fornkveðnum heilræðum, tel ég nauðsynlegt að leiðrétta rang- hermi Mbl., um útvarpsráð, sem birtist á baksíðu blaðsins sl. mið- vikudag. Allir skulum við heldur það hafa, sem sannara reynist. Á fundi útvarpsráðs sl. mánu- dag var formaður ráðsins ekki víttur. Fjórir ráðsmenn létu hins vegar í ljósi þá skoðun, að ekki hefði verið rétt af formanni að láta hafa eftir sér í fjölmiðlum efnisdóm um framkvæmdina á upptöku Lénharðs f ógeta á meðan rannsókn málsins færi fram inn- an Ríkisútvarpsins. Þegar Jón Þórarinsson dagskfárstjóri krafð- ist þess, að útvarpsráð fordæmdi ummæli formanns með sérstakri samþykkt, taldi Njörður P. Njarð- vík rétt að víkja af f undi, til þess að menn gætu óhikað rætt kröfu Jóns Þórarinssonar. Sýndi for- maður með því sjálfsagða kurteisi og eðlilega lýðræðislega fram- komu. Fól hann undirrituðum að stjörna fundinum. Utvarpsráð komst hins vegar að þeirri niður- stöðu, að ekki væri tilefni til sér- stakrar samþykktar, heldur gætu ráðsmenn, sem og oft áður í öðr- um tilfellum, látið bóka skoðun sina. Var skoðun fjórmenning- anna síðan bókuð. Engar vftur voru samþykktar. Frétt Mbl. um þær og brotthlaup formanns út- varpsráðs vegna þeirra af fundi er því röng. Ég vona svo, að þú sért búinn að ná þér eftir allt þjóðhátfðarstand- Framhald á bls. 14 með því að ökumenn virði rétt gangandi vegfarenda við gang- brautir, og að mati Óskars Ölason- ar þyrfti næsta skref að verða stóraukið eftirlit með hegðun gangandi vegfarenda í umferð- inni og beiting sekta ef útaf er brugðið. „Ég er mjög ánægður með viðbörgð ökumanna og annarra vegf arenda á síðustu dög- um og vona að árekstra- og slysa- tfðni eigi enn eftir að lækka. Við munum halda áfram okkar eftir- liti," sagði Oskar Ölason að lok- um. Fasteignamarkaðurínn: Mikið framboð MIKLAR kostnaðarhækkanir á efni til byggingariðnaðarins hafa orðið til þess að mjög erfitt er að selja nýbyggingar. Hins vegar er eftirspurn eftir notuðum íbúðum með bezta móti, enda segja fast- eignasalar að hagstætt verð sé á þeim um þessar mundir og út- borgunarskilmálar eru nú rýmri en oft áður. I samtali við Morgunblaðið í gær, sagði Ragnar Tómasson hjá Fasteignaþjónustunni, að í stór- um dráttum mætti segja um fast- eignamarkaðinn nú, að framboð væri þar meira en hann myndi eftir nokkur undanfarin ár. Sala hefði verið betri nú seinni part sumars en hann hefði átt að venj- ast, en hún hefði verið mjög treg í vor og fyrripart sumars. Ragnar sagði, að verðlag eldri fasteigna hreyfðist hægt og væri orðið það lágt, þrátt fyrir gífur- legar hækkanir síðustu tvö árin, að ekki væri óvarlegt að staðhæf a að það væri nú um 20% undir eðlilegu markaðsverði með tilliti til venjulegs hlutfalls milli verða á nýsmíðuðum fbúðum og notuð- um fbúðum. Taldi Ragnar, að byggingarmeistarar sem nú stæðu í húsbyggingum fyrir hinn frjálsa markað mættu halda vel á spöð- unum til að sleppa sléttir út. Ragnar sagði ennfremur, að út- borgunarkjör væru nú orðin rýmri fyrir kaupendur en verið hefði undanfarið. Morgunblaðið hafði einnig sam- band við Arna Grétar Finnsson f asteignasala í Hafnarf irði og hafði hann svipaða sögu að segja. Framhald á bls. 14

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.