Morgunblaðið - 14.09.1974, Qupperneq 3

Morgunblaðið - 14.09.1974, Qupperneq 3
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 14. SEPTEMBER 1974 3 Haile Selassie Haile Selassie, Ljónið af Júda, konungur konunga Eþfópfu af guðs náð, var krýnd- ur keistari lands sfns 2. nóvem- ber 1930, þá 38 ára að aldri. Hann fæddist 23. júlf 1892 undir nafninu Lij Tafari og var sonur helzta ráðgjafa Meneliks II keisara. Hann hlaut menntun sfna hjá frönskum trúboðum. 14 ára gamall var hann dubbaður dejazmatch, riddari dýranna, sem er virðulegur titill héraðshöfðingja, og 1908 var hann útnefndur rfkisstjóri Sidamo-rfkis f suðurhluta Eþfópfu, en nokkru sfðar, að föður sfnum látnum varð hann h'éraðshöfðingi fæðingarhéraðs sfns, Harar. Árið 1911 giftist hann Wayzaro Menen, sem sfðar varð keisaraynja og áttu þau 3 syni og 3 dætur. Tafari var ekki alinn upp með það fyrir augum að hann yrði keisari. Hann hafði þó menntun eins og hún þótti bezt hæfa börnum aðalsfólks. En andlegir kostir hans, virðuleg framkoma og gjörvilegt útlit vöktu athygli Meneliks keisara. Þegar sá sfðarnefndi lézt árið 1911, tók sonur hans völd, en hrökklaðist fljótt úr hásæti vegna veiklyndis sfns og múhameðstrúar, sem þótti hin mesta óhæfa meðal meirihluta þegna hans. Það var Tafari sem með hjálp Iffvarða sinna kom honum frá 1916, en setti systur hans Zauditu f hásæti, en sjálf- ur varð hann sá sem völdin hafði, jafnframt þvf sem hann var útnefndur rfkiserfingi. Um þetta leyti breyttist nafn dejzmatch Tafari með nýjum titli og varð hann nú þekktur sem Ras Tafari. Samkomulag Zauditu keis- araynju og hins unga Ras Tafari var ekki hið allra bezta. Keisaraynjan var fhaldssöm en Tafari framfarasinnaður full- trúi hinna yngri kynslóða um- bótasinna. En þau friðuðu Eþfópfu og bættu hag fbúanna. Ras Tafari einbeitti sér f fyrstu að utanrfkismálum. Arið 1923 tókst honum að fá Eþfópfu samþykkta sem aðila að Þjóða- bandalaginu. Ári sfðar heim- sótti hann Róm, Parfs og Lond- on og varð þvf fyrsti stjórnandi Eþfópfu sem nokkru sinni hafði farið til annars lands. Arið 1928 fékk Ras Tafari titilinn „negus“, konungur, og tveim árum sfðar, eftir dauða Zauditu, var hann krýndur keisari (negusa nagast) f Addis Ababa og tók hann sér þá nafnið Ilaile Selassie, sem þýð- ir „veldi hinnar heilögu þrenn- ingar“. Eitt hans fyrstu verka sem keisara var að gefa þjóð sinni ritaða stjórnarskrá. Menntun og stjórnarfarslegar umbætur voru settar ofarlega á verka- efnalistann. Umbótastarf keis- arans var f algleymingi þegar ttalir gerðu innrás f landið árið 1935 og neyddist hann þá til að snúa sér frá þjóðfélagsmálum að þvf að verja tilveru Eþfópfu sem sjálfstæðs rfkis. Á meðan sprengjur og eiturgas unnu á þjóð hans og gagnslausar um- ræður fóru fram f hinu mátt- lausa Þjóðabandalagi, fór þessi veikbyggði en virðulegi keisari til Genfar árið 1936 til að tala máli þjóðar sinnar. Ur þeirri ferð sneri hann ekki heim næstu fjögur árin, heldur lifði hann f útlegð f Bretlandi. Stuttu eftir að Italir urðu þátttakendur f seinni heimsstyrjöldinni árið 1940 fór Haile Selassie til Khartoum til að skipuleggja andspyrnu- hreyfingu Eþfópfumanna. Barátta hans og landa hans náði hámarki þegar hann ók á ný inn f höfuðborg lands sfns Addis Ababa f maf 1941. Ástandið f landinu tók miklum stakkaskiptum. 1 stað öngþveit- is, stjórnmálalegrar sundrung- ar og eyðileggingar kom hann á stöðugleika og algerri hlýðni þegna sinna. Á 25 ára afmæli krýningar sinnar færði hann þegnum sfn- um endurskoðaða stjórnarskrá og fyrstu kosningarnar voru haldnar árið 1957. Það þýddi þó ekki að Eþfópfa væri orðin lýð- ræðisrfki, þvert á móti rfkti þar algert einræði. Sagt var að ekki hefði verið til það opinbera mál, sem Haile Selassie hefði ekki haft úrslitavald yfir, og völd hans voru fremur tryggð með ótta þjóðar hans en aðdáun og allt fram til þessa var litið á hann bæði heima og erlendis sem hið eina sanna tákn Eþfópfu. Haile Selassie keisari og keisaraynjan á 25 ára afmæli krýningar hans árið 1955. Myndin sýnir Borgar f hlutverki sfnu hjá Lilla Teatern, og þar sést hann ásamt Lailu Björkstam og Asko Sarkola, sem tók við leikhús- stjórn Lilla Teatern af Lasse Pöysti nú f sumar en þeir eru báðir tslendingum að góðu kunnir frá sýningu Lilla Teatern á Kringum jörðina á 80 dögum á Listahátfð fyrir tveimur árum. Borgar fær frábæra dóma í Finnlandi Borgar Garðarsson leikari hef- ur nú f ríimt ár verið f Finnlandi, þar sem hann hefur kynnt sér og starfað við finnsk leikhús — aðal- lega þó Lilla Teatern f Helsinki. Þar hefur hann verið aðstoðar- leikstjóri f nokkrum verkum og raunar einnig hjá Svenska Teat- ern. Morgunblaðinu hafa nú borizt blaðaúrklippur frá Finnlandi þar sem kemur fram að Borgar fer nú með eitt af aðalhlutverkunum í farsaþáttum, sem Lilla Teatern hefur sett upp. Nefnast leikþætt- irnir á sænskunni Ett, tu, tre og Supe, en í hinum síðarnefnda fer Borgar einmitt með aðalhlutverk- ið. Þættirnir eru eftir Ungverj- ann Férenc Molnár. Sýning Lilla Teatern hefur fengið góða dóma og Borgar Garð- arsson fær hreint frábæra dóma fyrir framlag sitt til sýningarinn- ar. Til dæmis segir gagnrýnandi Borgábladet: „Og svo var það Borgar Garðarsson, sem hægt er að segja um að þó það væri ekki nema vegna hans, væri það þess virði að fara í Lilla Teatern. Flýt- ið ykkur! 1 nóvember leggur Vasa-leikhúsið hald á hann.“ í myndatexta með gagnrýninni er þess getið, að Borgar hafi komið til Finnlands sem fyrsti leiklistar- styrkþegi íslenzka rikisins. „Styrkárinu er lokið, en hann er hér ennþá. Lof og þökk fyrir það.“ UUSI Suomi Helsinki segir að safarík og áreynslulaus kímni Borgars Garðarssonar hafi verið f sérflokki og algjörlega lagað sig að kröfum aðstæðnanna. Helsinki Sanomat hrósar Borgari fyrir ein- staka leikgleði. Borgar hefur nú ráðið sig til Vasa-leikhússins, þar sem hann mun fara með aðalhlutverkið í einu barnaleikriti, auk þess sem hann verður aðstoðarleikstjóri í uppfærslu Vasa-leikhússins á Jörundi Jónasar Árnasonar. Þar mun Borgar einnig fara með hlut- verk Jörundar eða Studiosis — hlutverkaskipan hefur ekki verið endanlega ákveðin. Inger Pálsson f Uppsölum hefur þýtt Jörund á sænsku, en frumsýningin er áformuð í kringum mánaðamótin janúar — febrúar á næsta ári. Sýningar á Þið munið hann Jör- und eru þó ráðgerðar víðar nú í vetur. Þannig er David Scott, sem setti upp Hanann hárprúða h.iá Leikfélagi Akureyrar i fyrra, að vinna að þvf að setja Jörund á svið í litlu leikhúsi f London, og um þessar mundir er leikritið að koma út i danskri þýðingu á veg- um áhugaleikfélaga f Danmörku.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.