Morgunblaðið - 14.09.1974, Page 4

Morgunblaðið - 14.09.1974, Page 4
4 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 14. SEPTEMBER 1974 Fa /T llí l . l I .IK. t V 4 LUR? 220-22* RAUOARÁRSTIG 31 LOFTLEIÐIR BILALEIGA CAR RENTAL 21190 21188 MIKIÐ SKAL TIL t SAMVINNUBANKINN Ferðabílar hf. Bílaleiga S 81260 5 manna Citroen G.S. fólks- og stationbilar 1 1 manna Chevrolet 8—22 manna Mercedes-Benz hópferðarbilar (með bilstjórn). «im|A ■Tilboð- AKIÐ NÝJA W HRINGVEGINN Á SÉRSTOKU . ■ AFSLÁTTARVERÐI ■ Shodh ICIGAH CAR RENTAL AUÐBREKKU 44, KÖPAV. 4-2600 ■4 SNOGHOJ Nordisk folkehejskole (v/Litlabeltisbrúna) 6. mán námskeið frá 1 / 1 1 Sendið eftir bæklingi DK 7000 Fredericia, Danmark, sími 05-952219. Þrístirni og litprentun Hin litríka og byltingarsinn- aða hugsjónabarátta Alþýðu- bandalagsins rfður alls ekki við einteyming á sfðum Þjóðvilj- ans sl. fimmtudag. Blaðið birtir frásögn af umræðum á Alþingi um samkomudag Alþingis f haust. Frásögnin ber litprent- aða (rauða) yfirskrift um þvera sfðu og hana prýða mynd- ir af þrfstirni úr þingliðinu, sem til er vitnað, Ragnari Arn- alds, Magnúsi Kjartanssyni og Svövu Jakobsdóttur. Grein þessi er dæmigerð fyr- ir skrif Þjóðviljans og mál- flutning Alþýðubandalagsins á sumarþinginu. Þar er fimbul- fambað um 3ja vikna frestun á samkomudegi reglulegs Alþingis, og sú mikla uppgötv- un gerð, að „Alþýðubandalagið var eitt flokka f fullri andstöðu við þessa frestun á samkomu- degi þingsins...“ Þessu er sleg- ið upp eins og sérstöku þing- afreki, sem teljist til meirihátt- ar sigurs f marx-lenfniskri bar- áttu og róttækni. „Tilræði við þingræðið”, sem ekki átti að „tefja formlega.” ryrsta atriði þessarar leik- rænu frásagnar er að sjálf- sögðu svipmynd af hófsömum andróðri Magnúsar Kjartans- sonar, sem Þjóðviljinn lýs- ir svo: „Magnús kvaðst telja það fráleitt að fresta sam- komudegi Alþingis um 3 vikur!“ Þá veit maður það. Svava Jakobsdóttir er mun herskárri f afstöðu sinni til þessa mikilvæga máls. „Við Alþýðubandalagsmenn er- um andvfgir þessu á þeim for- sendum, að við teljum þetta tilræði við þingræðið...“, segir valkyrjan. Og enn heldur Þjóðviljinn áfram: „Ragnar (Arnalds) lýsti þvf sfðan yfir, að Alþýðu- bandalagið myndi ekki tefja formlega framgang frumvarps- ins um frestun á samkomudegi Alþingis, en Alþýðubandalagið myndi greiða atkvæði gegn frestuninni sem slfkri.“ Þar með eru upptalin efnisatriði þessarar frásagnar Þjóðviljans af frábærri frammistöðu hetju- tenóra Alþýðubandalagsins á Alþingi tslendinga. Nauðsynlegur un dirbúningstí m i Fáir munu telja það umtals- vert og þaðan af sfður óeðlilegt, þó að ný rfkisstjórn taki sér fárrra vikna umþóttunar- og starfstfma til að móta afstöðu sfna til margbrotinna efnahags- legra vandamála, sem við var tekið og við þarf að glfma. Þá er ekki sfður skiljanlegt, að nokk- urn tfma þurfi til að móta frambúðarstefnu f ýmsum málaflokkum, sem óhjákvæmi- lega verða á verkefnaskrá næsta reglulegs þings. Alþýðubandalagið, sem stóð með þingrofinu í vor, er þing- menn voru sendir heim, hver á sfna sveit, með sögulegum og sérstæðum hætti, fellur sem sé illa inn f það andófshlutverk, sem það kemur nú fram f, jafn- vel þótt alþjóð viti, að hér sé um lftilsiglt sjónarspil að ræða af þess hálfu. Grjót úr glerhúsi Eitt höfuðviðfangsefnið, sem rfkisstjórninþurfti að skapa sér tfma til að sinna voru viðræður við launþegasamtökin. Efna- hagsaðgerðir, sem voru bein af- leiðing vangetu fráfarandi stjórnar, hlutu að skerða hag allra starfsstétta þjóðfélagsins um sinn. Rfkisstjórnin boðaði hliðarráðstafanir, til að létta birgðar þeirra, sem sfzt gátu mætt afleiðingum óstjórnar- innar. Viðræður við launþega- samtökin þóttu sjálfsagður undanfari ákvarðana f þvf efni. — Engu að sfður var opinskátt rætt um hugsanlegar leiðir f þessu efni, sem velja þyrfti á milli, eða samræma, f samráði við launþegasamtökin: lág- launabætur, hliðstæðar hækk- 'anir tryggingarbóta, niður- greiðslur nauðsynjavara og jafnvel skattívilnanir. En að dómi Alþýðubanda- lagsins var sá tfmi, sem rfkis- stjórnin tók sér f þessum tvf- þætta tilgangi, með fullu sam- þykki meirihlut^ Alþingis, „fráleitt athæfi" og „tilræði við þingræðið." Þannig er stundum grjóti kastað úr gierhúsi. r SJONVARPSDA GSKRA mAnudagur 16. september 1974 20.00 Fréttir 20.25 Veður og auglýsingar 20.35 Frá hafréttarráðstefn- unni f Karakas Fyrsti fréttaþátturinn af þremur með viðtölum við fulltrúa ýmissa þjóða á ráð- stefnunni. Umsjónarmaður Kiður Guðnason. 21.05 Maðurinn á bátnum Sænskt lcikrit eftir Per Olaf Enquist. Leikstjóri Inge Roos. Aðalhlutverk Krister Hell, Johan Hell, Ernst Wellton og Göran Eriksson. Þýðandi Jóhanna Jóhanns- dóttir. t leiknum rifjar fullorðinn maður upp hálfgleymdan at- burð frá bernskuárum sfnum. Hann er að leik ásamt vini sfnum. Þeir búa til fleka og sigla honum til eyjar skammt undan landi. En á heimleiðinni gerist hræðilegur og óskiljanlegur atburður. (Nordvision — Sænska sjón- varpið) 21.50 Albanfa Frönsk fræðslumynd um land og þjóð. í myndinni er lýst stjórnar- háttum, atvinnulffi og lífs- kjörum, og rætt er við nokkra Albani um þjóðfé- lagsmál. Þýðandi og þulur Oskar Ingi- marsson. 22.50 Dagskrárlok ÞRIÐJUDAGUR 17. september 1974 20.00 Fréttir 20.25 Veður og auglýsingar 20.35 Bændurnir Pólsk framhaldsmynd, byggð á sögu eftir Wladislaw Ray- mont. 9. þáttur. Páskar Þýðandi Þrándur Thorodd- sen. Efni áttunda þáttar: Eftir átökin f skóginum eru flestir karlmenn f þorpinu hnepptir f varðhald. Liðið er fast að páskum, og flest bendir til, að konurnar verði einar að sjá um öll hátfða- höldin, sem þeim fylgja. Boryna gamli er stöðugt rúm- fastur, og Jagna, kona hans, verður að þola strfðni Hönku, konu Anteks, sem ein allra veit hvar gamli maðurinn hefur fólgið fé sitt. 21.30 Olfan Norsk fræðslumynd um olfu- lindir við Noregsstrendur og áhrif þau, sem væntanleg olfuvinnsla hlýtur óhjá- kvæmilega að hafa á þjóðfé- lagið. Þýðandi og þulur Ellert Sig- urbjörnsson. (Nordvision — Norska sjón- varpið) 22.00 Enska knattspyrnan 22.55 Dagskrárlok MIÐVIKUDAGUR 18. september 1974 20.00 Fréttir 20.25 Veður og auglýsingar 20.35 Nýjasta tækni og vfsindi Tæknitungl ATS 6 Lungnaþemba og reykingar Haglrannsóknir Atlantshafslaxinn Umsjónarmaður Örnólfur Thorlacius. 21.05 Frá hafréttarráðstefn- unni f Karakas Annar þáttur. Umsjónarmaður Eiður Guðnason. 21.25 Upp koma svik . . . (So Well Remembered) Bandarfsk bfómynd frá árinu 1947, byggð á skáldsögu eftir James Hilton. Aðalhlutverk John Mills og Trevor Howard. Þýðandi Jón Thor Haralds- son. Myndin gerist á árunum 1919 til 1945. Aðalpersónan, George Boswell, er ungur hugsjónamaður. Hann bfður sig fram til þings, en missir áhugann og snýr sér að mannúðarmálum f heimabæ sfnum. Konu hans mislfkar þessi ráðabreytni og segir skilið við hann. Og löngu sfð- ar, þegar ný kynslóð er vaxin úr grasi, gerast atburðir, sem verða tii þess, að hann tekur að rifja upp minningar frá fyrri árum. 23.05 Dagskrárlok FÖSTUDAGUR 20. september 1974 20.00 Fréttir 20.25 Vcður og auglýsingar 20.35 Frá hafréttarráðstefn- unni f Karakas Þriðji og sfðasti þáttur. Umsjónarmaður Eiður Guðnason. 21.00 Kapp með forsjá Breskur sakamálamynda- flokkur. Þýðandi Kristmann Eiðsson. 21.55 Portúgal Nýleg, norsk fræðslumynd um ástand og horfur í portú- gölskum stjórnmálum eftir vaidatöku hersins. Þýðandi Dóra Diego. (Nordvision — Norska sjón- varpið) 22.20 Iþróttir Meðal annars myndir frá Evrópumótum f sundi og frjálsum fþróttum. Umsjónarmaður Ómar Ragn- arsson. 23.10 Dagskrárlok LAUGARDAGUR 21. september 1974 20.00 Fréttir 20.20 Veður og auglýsingar 20.25 Fornleifauppgröftur í Kfna Fræðslumynd frá Kfnverska sendiráðinu. Þýðandi Þórhallur Guttorms- son. Þulur Gylfi Pálsson. 21.05 Gestir hjá Dick Cavett Flokkur bandarfskra viðtals- þátta þar sem Dick Cavett tekur tali frægt iistafólk og kvikmyndaleikara. Gestur hans f þessum þætti er hinn kunni leikari og leikstjóri Orson Welles. Þýðandi Jón Thor Haralds- son. 22.05 Ævintýri Earnies (The Man from Diners’Club) Bandarfsk gamanmynd frá árinu 1963, byggð á sögu eftir Blatty og John Fenton Murray. Leikstjóri Frank Tashlin. Aðalhlutvcrk Danny Kaye, Cara Williams og Martha Hyer. Þýðandi Heba Júlfusdóttir. Aðalpersónan, Earnie, vinnur við nýskráningu fé- laga, sem fengið hafa inn- göngu f velmetinn og virðu- legan klúbb. Öll er þessi skráning unnin með vélum og tölvum, sem gera vesa- Iings Ernie ruglaðan f rfm- inu. Hann reynir þó að þrauka f starfinu, til þess að bregðast ekki trausti Lucy, vinkonu sinnar. En dag nokk- urn gerir hann afleita skyssu, sem veldur miklum vandræðum. 23.35 Dagskrárlok Messur á morgun Dómkirkjan Biskup landsins vígir kl. 11 árd. stud. theol. Jon Dalbo Hró- bjartsson til stúdentaprests. Séra Jóhann Hlíðar lýsir vígslu. Vígsluvottar auk hans eru sr. Guðmundur Öli Ólafsson, sr. Lárus Halldórsson og sr. Jónas Gíslason. Sr. Þórir Stephensen þjónar fyrir altari og hinn ný- vígði prestur prédikar. Langholtsprestakall Guðsþjónusta kl. 11 árd. Sr. Sigurður Haukur Guðjónsson. Bústaðakirkja Guðsþjónusta kl. 11 árd. Sr. Ólafur Skúlason. Grensássókn Guðsþjónusta kl. 11 árd. í safnaðarheimilinu. Sr. Halldór S. Gröndal. Elliheimilið Grund Guðsþjónusta kl. 14. Fél. fyrrv. sóknarpresta. Kapella St. Jósefsspftalans Landakoti Lágmessa kl. 8.30. Hámessa kl. 10.30. Lágmessa kl. 2 síðd. Háteigskirkja Messa kl. 2 síðd. Sr. Arngrímur Jónsson. Arbæjarprestakal! Messa í Árbæjarkirkju kl. 11. Minnst 11 alda sambýlis hús- dýra við manninn. Séra Guð- mundur Þorsteinsson. Lágafellskirkja Messa kl. 2 síðd. Sr. Bjarni Sigurðsson. Kirkjuvogskirkja Messa kl. 2 síðd. Sr. Jón Arni Sigurðsson. Kálfatjarnarsókn Helgistund í Brunnastaðaskóla kl. 2. Skólasetning. Sr. Bragi Friðriksson. Breiðholtsprestakall Messa kl. 2 síðd. Sr. Ingólfur Guðmundsson messar. Sóknar- presturinn. Hallgrfmskirkja Guðsþjónusta kl. 11. — Guð blessaði dýrin. Dr. Jakob Jóns- son. Kópavogskirkja Messa kl. 11. Sr. Árni Pálsson. Hafnarf jarðarkirkja Messa kl. 2 síðd. Sr. Garðar Þorsteinsson. Stokkseyrarkirkja Messa kl. 2 síðd. Sr. Þórir Stephensen dómkirkjuprestur prédikar. Sóknarprestur.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.