Morgunblaðið - 14.09.1974, Qupperneq 11

Morgunblaðið - 14.09.1974, Qupperneq 11
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 14. SEPTEMBER 1974 11 Kissinger setti her- inn 1 viðbragðsstöðu Franco stýrir fundi Madrid, 13. sept. AP. FRANCO, þjóðarleiðtogi Spánar, var f dag f forsæti ríkisstjórnarfundar f hölf sinni f dag og er það f fyrsta skipti sfðan hann veiktist fyrir tveimur mánuðum. Læknar Francos segja að hann hafi náð sér að fullu, en lagt verði að honum að fara gætilega með sig, enda gerist Franco nú aldurhniginn, þvf að hann er 81 árs að aldri. Argentína viðurkennir Gíneu-Bissá Buenbs Aires, 13. sept. AP. ARGENTlNUSTJÓRN hefur viðurkennt stjórn Guineu Bissau og munu rlkin taka upp formlegt stjórnarmálasam- band innan tíðar og skiptast þá á sendiherrum. Argentlnska utanrfkisráðuneytið sendi frá sér tilkynningu um þetta í dag. Sprenging við sendiráð París, 13. sept. AP. ÖFLUG sprengja sprakk 1 and- dyri sendiráðs Albanfu f Parfs árfa f morgun og urðu skemmdir á sendiráðinu veru- legar, en ekki er vitað til að slys hafi orðið á mönnum. Gorchakov fórst í bílslysi Moskvu, 13. sept., Reuter. ALEXEI K. Gorchakov, ráðu- neytisstjóri í sovézka forsætis- ráðuneytinu og náinn sam- verkamaður Kosygin forsætis- ráðherra lézt í bflslysi f Moskvu í gær, að því er TASS- fréttastofan sagði frá í dag. Hann var 65 ára. Hans hafa minnzt hlýlega bæði Brezhnev og svo yfirmaður hans, Alexei Kosygin, og vottað honum þakkir fyrir dygga þjónustu. Hann hefur verið félagi í kommúnistaflokknum síðan 1939, fengið Leninorðuna fyrir vel unnin störf og átt sæti í miðnefnd kommúnistaflokks- ins. Ráðherrar td þotukaupa Washington, 13. september — AP varnarmAlarAðherr- UM fjögurra Nato-landa var fagnað með 19 fallbyssuskot- um og heiðursverði, þegar þeir komu f bandarfska varnar- málaráðuneytið á föstudag. Er koma þeirra f tengslum við einn mikilvægasta vopna- kaupasamning, sem sögur fara af. Það sem um er að ræða eru kaup á flugvélum fyrir 9 til 13 milljarða dollara og stendur vafið um tvær bandarfskar þot- ur og frönsku F-1 Mirageor- ustuþotuna. James Schlesinger, varnar- málaráðherra Bandarfkjanna, tók á móti kollegum sfnum fjórum, sem eru frá Belgfu, Hollandi, Danmörku og Nor- egi. Samtals eru það 350 þotur, sem þeir hyggjast kaupa f'stað hinna úreltu F-104, Starfight- er. Sidney, 13. september — Reuter UTANRlKISRAÐHERRA Bandarfkjanna stóð fyrir þvf að herir landsins voru settir f við bráðabirgðastöðu vegna strfðs tsraela og Araba f október sl. á meðan Nixon forseti sat rólegur Sjómenn krefjast 50 mílna Tromsö, 13. september — AP SJÖMENN við Lófoten hafa auk- ið þrýsting á norsku stjórnina tif að færa út fiskveiðilögsögu lands- ins f 50 mflur. A fundi þeirra, sem nú stendur yfir f Tromsö var búist við að þeir samþykktu á föstudag ályktun þar sem skorað væri á stjórnina að færa fiskveiði- lögsöguna út f 50 mflur, meðfram ströndinni frá Lofóten að sovézku fandamærunum. I ályktuninni verður einnig farið fram á að ný skip og flug- vélar verði fengnar til að fram- fylgja nýjum reglum. Nýlega kröfðust sjómenn f Finnmörk 50 mflna fiskveiðilög- sögu. Sjómennirnir Ifta svo á að 50 mffurnar verði aðeins til bráðabirgða, ffestir sjómenn styðja hugmyndina um 200 mflur. Stjórn norska Verkamanna- flokksins á mikið af stuðningi sfnum að sækja til sjómanna f Norður-Noregi. Grikkland: Borgarstjórar í embætti á ný Aþenu, 13. sept. Reuter. GRlSKA rfkisstjórnin skipaði í dag aftur í embætti sín ýmsa borgarstjóra og embættismenn sveitarfélaga, sem settir voru af, þegar herforingjastjórnin tók völdin í Iandinu fyrir sjö og hálfu ári. Var ákvörðun þessa efnis tek- in á fundi rfkisstjórnar Kara- manlis í dag. Sagði forsætisráð- herrann þetta vera enn einn lið f þeirri viðleitni að koma á lýðræði í landinu og styrkja tiltrú manna á stjórninni. Dauðadómur yfir morðingja frú King Atlanta, 13. sept. Reuter. DAUÐADÖMUR var í dag kveð- inn upp yfir Marcus Wayne Chen- ault morðingja frú Atlöntu King, móður Martins Luther King, en hún var drepin við guðsþjónustu í Atlanta f júnf sl. Foreldrar Chenault grétu sár- an, þegar kviðdómur, sem var skipaður bæði hvítum mönnum og svörtum kvað upp úrskurðinn. Chenault brosti mildilega til við- staddra og sagði: „Nafn mitt er Jakob, þjónn almættisins. Hingað var mér skipað að fara af guði mfnum og meistara." Að öllum lfkindum mun Chenault verða tekinn af lífi í rafmagnsstólnum þann 8. nóvem- ber n.k. og las f blaði. Segir svo I ástralska blaðinu The Australian. Hefur blaðið þetta eftir frétta- ritara sfnum f New York. Segist hann hafa upplýsingar, sem breytt geta hugmyndum manna um þá viðburðarfku nótt fyrir tæpu ári síðan þegar allir herir Bandaríkjanna voru í viðbragðs- stöðu fyrir kjarnorkustyrjöld. Segir fréttaritarinn að áætlun um hvernig herirnir skyldu haga sér hafi verið gerð á fundi Kiss- ingers og Schlesingers varnar- málaráðherra og hafi enginn annar komið nálægt henni. Á meðan þessir tveir gömlu bekkjarbræður sátu á fundi, tveim klukkustundum eftir mið- nætti, var Nixon annars staðar við lestur. A blaðamannafundi daginn eftir skýrði Nixon frá því að ákvörðunin hafi verið tekin af sér og öryggismálanefnd Bandarfkj- anna. Mildur? W Effektiv # t'l oppv asjfc W T mtfu h©nef@n© ■ ■ & Palmolive-uppþvottalögurinn er mjög áhrifamikill og gerir uppþvottinn Ijómandi hreinan og skínandi — jafnvel þóttþérþurrkið ekki af ílátunum. Jafnframt er efnasamsetningin í Palmolive þannig, að hann er mjög mildur fyrir hendurnar. Prófið sjálf... Palmolive í uppþvottinn $ m i •* •m oppvask wm

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.