Morgunblaðið - 14.09.1974, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 14.09.1974, Blaðsíða 12
12 MORGUNBLAÐID, LAUGARDAGUR 14. SEPTEMBER 1974 ytto*$mðfi$ltíb Utgefandi Framkvæmdastjóri Ritstjórar Ritstjórnarfulltrúi Fréttastjóri Auglýsingastjóri Ritstjórn og afgreiðsla Auglýsingar hf Arvakur, Reykjavik. Haraldur Sveinsson. Matthias Johannessen, Eyjólfur Konráð Jónsson, Styrmir Gunnarsson. Þorbjörn Guðmundsson. Bjorn Jóhannsson. Arni Garðar Kristinsson. Aðalstræti 6, simi 10 100. .Aðalstræti 6, simi 22 4 80 Askriftargjald 600,00 kr. á mánuði mnanlands i lausasólu 35.00 kr eintakið Aðundanförnu haf a stað- ió þrotlausar viðræður milli ríkisstjórnarinnar annars vegar og ýmissa aðila vinnumarkaðarins hins vegar vegna þeirra efnahagsráðstafanna, sem nú eru á döfinni. Ríkis- stjórnin hefur þegar átt tvo formlega fundi með fulltrúum Alþýðusam- bandsins, þar sem rætt hef- ur verið um sérstakar hliðaraðgerðir til þess að tryggja hag láglaunafólks. Á þessum aðilum hvílir nú mikil ábyrgð. Niðurstöður þessara viðræðna geta ráð- ið úrslitum um, hvort endurreisnarstarf ríkis- stjórnarinnar ber árangur, þannig að tryggja megi til f rambúðar fulla atvinnu og almenna hagsæld allrar al- þýðuílandinu. Eitt fyrsta verk Geirs Hallgrímssonar, forsætis- ráðherra, eftir að ríkis- stjórn Sjálfstæðisflokksins og Framsóknarflokksins tók við völdum, var að lýsa yfir því, að stjórnin myndi beita sér fyrir sérstökum ráðstöfunum til þess að létta byrðar þeirra, er lak- að greiða úr ringulreið efnahagsmálanna. Ljóst er, að velmegunin undanfarið hefur að miklu leyti byggst á erlendri skuldasöfnun. Nú er komið að því að greiða verður skuldirnar. Jafnframt verður að tryggja rekstrargrundvöll atvinnuveganna. Fyrstu ráðstafanir stjórnarinnar haf a miðað í þessa átt. Slík- ar ráðstafanir koma óhjákvæmilega niður á landsmönnum öllum. Al- mennt búa menn nú við góð kjör og geta af þeim sökum tekið á sig auknar byrðar. Þeir sem lægst haf a laun- in í þjóðfélaginu eiga hins vegar af eðlilegum ástæð- um erfiðara um vik að taka á sig þær auknu álögur, sem endurreisnarstarfinu fylgja í fyrstu. Þess vegna að bera ekki hagsmuni þessara aðila fyrir brjósti. Staðreyndin er hins vegar sú, að ríkisstjórnin hefur sérstaklega lagt sig i fram- króka við að undirbúa ráð- stafanir til þess að tryggja lífskjör þeirra, sem við erfiðastar aðstæður búa. Stjórnarandstöðuflokkarn- ir halda sig þó enn við sama heygarðshornið, rétt eins og þeir geri sér enga grein fyrir því, sem er að gerast í þjóðf élaginu. Við þær aðstæður, sem við búum nú við, er mikil- vægt að sættir haldist og gagnkvæmur skilningur ríki milli hagsmunasam- taka og ríkisvaldsins. Þess vegna var það þýðingar- mikið, að forsætisráðherra skyldi lýsa yfir því, að við- ræöur yrðu þegar hafnar við launþegasamtökin og Samstarf ríkisstjórnar og launþegasamtaka ast eru settir í þjóðfélag- inu. Jafnframt var lögð áherzla á, að fyrirkomulag láglaunauppbótar yrði ekki ákveðið fyrr en að höfðu samráði við launþegasam- tökin. Með þessu steig ríkisstjórnin óþjákvæmi- legt og þýðingarmikið skref. Enginn þarf að fara í grafgötur um, að þjóðin í heild verður að draga sam- an seglin, meðan verið er var það mililvægt, að ríkis- stjórnin skyldi í upphafi marka þá ákveðnu stefnu, að sérstakar ráðstafanir yrðu gerðar til hagsbóta þessum þjóðfélagsþegnum og ákveðin fjáröflun fyrir ríkissjóð til að standa und- ir slíkum aðgerðum. Núverandi stjórnarand- stöðuflokkar hófu árásir sínar á rfkisstjórnina áður en stefnuyfirlýsing hennar var birt og sökuðu hana um fyrirkomulag láglaunaupp- bótar yrði ekki ákveðið fyrr en að höfðu samráði við þau. Hér koma margar leiðir til greina og eðlilegt er og nauðsynlegt, að rfkis- valdið hafi samráð við Al- þýðusambandið, þegar efnahagsráðstafanir snerta kjarasamninga með þeim hætti, sem nú á sér stað og öllum er ljóst, að ógerning- ur er að komast hjá, eins og sakir standa. Af þessu má sjá, að ríkis- stjórnin leggur alla áherzlu á, að að þess- um efnahagsaðgerðum verói þannig staðið, að þær komi ekki með fullum þunga niður á þeim, sem lakast eru settir og sam- komulag geti náðst um nauðsynlegar hliðarráð- stafanir í því sambandi. Áhrifavald verkalýðs- hreyfingarinnar verður ekki dregið í efa. Árangur endurreisnarstarfsins get- ur að nokkru leyti ráðizt af afstöðu hennar í þessum efnum. Miðstjórn Alþýðu- sambandsins samþykkti strax og ríkisstjórnin tók við völdum áskorun til stéttarfélaganna að segja upp gildandi kjara- samningum. Landsmenn vænta þess, að með þessu móti hafi forysta Alþýðu- sambandsins verið að styrkja samningsaðstöðu sína, en hér haf i ekki verið um að ræða endanlega ákvörðun um að steypa þjóðinni út í allsherjar- verkföll. Öllum er ljóst að slíkt yrði einungis til tjóns fyrir launþega og þjóðina alla. Hér er um mjóg vanda- samt og erfitt úrlausnar- efni að ræða. Viðræðum verður haldið áfram á næstunni og víst er, að þær geta ráðið úrslitum um árangur efnahagsaðgerð- anna og skipt sköpum um það, hvort unnt reynist að tryggja til frambúðar al- menna hagsæld fólksins í landinu. Dr. Bjarni Jónsson: Hvað veldur? AUGLÝSING í Morgunblað- inu í dag, 8. sept. 1974, minnti mig á mál, sem verið hefir á döfinni í læknadeild Háskóla íslands síðan á liðnu hausti. Á deildarfundi í læknadeild þ. 24. okt. 1973, var borin fram svohljóðandi tillaga af fulltrúum stúdenta í deild- inni: „Stjórn Félags lækna- nema beinir þeim tilmæl- um til deildarfundar, að hlutast verði til um að menntamálaráðherra beiti sér fyrir breytingu á 32. grein laga um Há- skóla íslands (lög nr. 84 — 1970), þar sem kveðið er á um tengsl prófessorsembætta Læknadeildar við ákveðn- ar stofnanir. Miði breyt- ing þessi að því að fella nefnd tengsl niður. Hníga að þessu fyrst og fremst eftirtalin rök: 1. Ætla má, að hvort starfið, prófessorsemb- ætti við Læknadeild og forstöðumannsstaða við t.d. lyflækninga- eða handlækningadeild sé hverjum manni , nægt verkefni. 2. í hæsta máta er óeðlilegt að binda pró- fessorsstöður við ákveðin sjúkrahús eins og gert er, samkvæmt núgildandi lögum, þar eð það hindr- ar eðlilega nýtinu annarra sjúkrahúsa á höfuðborgarsvæðinu til kennslu." Deildarfundur tók ekki af- stöðu til þessarar tillögu en setti nefnd til þess að fjalla um hana og skila læknadeild Háskólans áliti; skyldu þar tekin. fram bæði með- og mótrök. í nefndina voru skip- aðir Arinbjörn Kolbeinsson, dósent, Friðrik Einarsson, dósent, Sigurður Guð- mundsson, stud. med. og formenn læknaráða Borgar- spítala, Landakotsspítala og Landspítala. Nefndin hélt nokkra fundi. Á þeim fyrstu sátu allir for- menn læknaráða nefndra spítala, þ.e. Þórarinn Guðna- son fyrir Borgarspítala, Bjarni Jónsson fyrir Landakotssplt- ala og Jón Þorsteinsson fyrir Landspítala. Síðar tilnefndi læknaráð Landspítala Hjarlta Þórarinsson í stað Jóns Þor- steinssonar. Nefndin lauk störfum þ. 29. mars 1974. Skilaði hún áliti sínu sam- hljóða án nokkurs mótat- kvæðis. Allir nefndarmenn nema stúdentinn höfðu fengist við kennslu læknisefna meira eða minna og sumir þeirra verið fastir kennarar við Há- skólann í mörg ár. Má þá væntanlega leggja nokkuð upp úrsamhljóða áliti þeirra. Segir svo í nefndarálitinu: „Vegna fjölgunar stúd enta í Læknadeild og áforma um breytta og bætta kennsluhætti, hef- ur hvað eftir annað verið lögð áhersla á nauðsyn þess að nýta til fulls efni- við til kliniskrar kennslu við deildaskipt sjúkrahús, þ.e.a.s. þau sjúkrahús, sem þannig eru útbúin, að ætla má, að þau geti annast kennslu lækna- stúdenta. Nefndarmenn urðu ekki sammála um nein gild mótrök gegn tillögu stúdenta. Nefndin samþykkti samhljóða eftirfarandi álitsgerð á fundi 29. mars s.l.: „Nefndin lítur svo á, að ekki sé unnt að sinna klin- iskri kennslu læknastúd enta svo viðhlýtandi sé, nema að efniviður deilda- sjúkrahúsa sé notaður til kennslunnar. Þurfa þá sérfræðingar við þessa spítala að sinna kennslu meira eð minna eftir at- vikum. Þykir því rétt að þessir sérfræðingar taki upp kennslu við Háskól-" ann og fái greiðslu og starfsheiti eftir því, sem á við í hverju tilviki. Hætti læknir störfum við sjúkra- hús, hætti hann að vera kennari. Kennarastöðurn- ar verði þannig tengdar sérfræðistöðum eða yfir- læknisstöðum, en ekki nein sérstök kennara- staða tengd einstökum spítala eða stofnun, held- ur geti háskólakennari af hvaða gráðu sem er starf- að við hvert slíkt sjúkra- hús, eftir því, sem ástæða þykir til á hverjum tíma." Nú eru þrír háskólakennar- ar við Borgarspítala og verða væntanlega fjórir innan tíðar, en fjórir eru við Landakots- spítala. Aðrir kennarar í klin- iskum fræðum eru tengdir Landspítala og sumar stöð- urnar bundnar þar af lögum, sem stúdentum og ýmsum kennurum Háskólans finnast úrelt og ætti að þeirra viti að breyta þeim lögum. Kem ég þá aftur að auglýs- ingunni, sem varð vaki þessa greinarkorns. Þar er auglýst prófessorsembættið í barna- sjúkdómum og staða yfir- læknis á „Barnaspítala Hringsins" og gert ráð fyrir, að sama lækni verði veitt bæði störfin. Skrifa undir þessa auglýsingu tvö ráðu- neyti, menntamála og heil- brigðismála. Má geta þess hér, að Barnaspítali Hrings- ins er í raun barnadeild Land- spítala og hefir ekki önnur tengsl við kvenfélagið Hring- inn en þau, að þær konur afhentu Landspítala fé, sem þær höfðu safnað gegn því, að barnadeildin yrði tengd nafi félagsins. í vor var prófessorsemb- ættið í barnalækningum aug- lýst laust til umsóknar án nokkurra tengsla við ákveðna spftala eða spítaladeildir og sóttu þá um það embætti þrír menn. Embættið hefir ekki verið veitt. Nú veldur mér það nokk- urri furðu, að embættið er auglýst að nýju og þá hlekkj- að við ákveðna spítaldadeild án þess að nokkurra ástæðna sé getið eða orsakir nefndar til þessarar breytingar. í Reykjavík eru starfandi Framhald á bls. 14

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.