Morgunblaðið - 14.09.1974, Page 13

Morgunblaðið - 14.09.1974, Page 13
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 14. SEPTEMBER 1974 13 EMBÆTTI varaforseta Banda- rfkjanna hefur iöngum verið hálfgerð hornreka, en sfðan Theo- dore Roosevelt var kjörinn til að gegna þvf árið 1900, hefur enginn skipað það, sem gat státað af jafn- mikilli reynslu sem Nelson Aldrich Rockefelier. í höfuðborginni efast enginn um, að Rockefeller sé staðráðinn f að gegna embættinu á annan veg en fyrirrennarar hans. Til þess hefur hann flesta kosti. Hann hef- ur langa reynslu sem skipuleggj- andi, hann býr yfir mikilli þekk- ingu á utanrfkismálum og er frægur umbótamaður, sem hefur þann eiginleika að geta dregið að sér hæfileikamikla samstarfs- menn. Rockefeller og Ford Það er nánast hefð að kynna nýja varaforseta sem eitthvað al- veg glænýtt, en sfðan hafa þeir allir fallið f sama mótið, en Rockefeller sagði einu sinni, að varaforsetinn væri „tæki, sem alltaf væri hægt að grfpa til“. Hvorki hann né nánustu sam- starfsmenn hans reikna með þvf, að þetta gerist nú. Rockefeller: • • Oðruvísi varaforseti Kom ekki á óvart Ford forseti tilkynnti hinn 20. ágúst síðastliðinn, að hann hefði valið Rockefeller sem varaforseta og kom það ekki mikið á óvart. Nafn Rockefellers hafði verið of- arlega á listum allra þeirra stjórn- málaforingja, sem Ford bað um að koma með tillögur um varafor- seta. Flestir embættismenn í Wash- ington líta á staðfestingu þingsins á vali forsetans sem formsatriði, en því verður að fullnægja sam- kvæmt 25. grein stjórnarskrárinn- ar. Áður en þingið staðfestir út- nefningu Rockefellers, verður þó að sæta langvinnri rannsókn al- ríkislögreglunnar og svara spurn- ingum þingmanna. Yfirheyrslurnar i þinginu munu sennilega snúast mest um hin miklu auðæfi Rockefellers og hugsanlega hagsmunaárekstra. Aætlað hefur verið, að eignir Rockefellers nemi 300—500 milljónum dollara, en mikið af þeim er í fjölskyldufyrirtækjum og því ekki kunnar opinberlega. Yfirheyrslurnar yfir Ford for- seta, eftir að Nixon hafði útnefnt hann sem varaforsetaefni, stóðu í nær tvo mánuði. Yfirheyrslurnar yfir Rockefeller hófust ekki fyrr en þingmenn öldungadeildarinn- ar komu úr sumarleyfi hinn 4. september og þvf er óliklegt, að útnefning hans verði staðfest fyri en seint í október. Spurningin, sem mestu máli skiptir, er hins vegar sú, hvernig samvinna þeirra Fords og Rocke- fellers muni ganga. Ford hefur heldur hallazt til hægri, en Rocke- feller hefur löngum verið talinn til frjálslyndari arms flokks síns, þótt minna hafi borið á frjáls- lyndi hans á sfðari-tímum en áður. Þegar Ford kýnnti Rockefeller sem varaforsetaefni sitt sagðist hann telja hann: „góðan sam- starfsmann fyrir mig, og ég held, fyrir þjóðina og veröldina alla.“ Rockefeller gaf enga beina stefnuyfirlýsingu. Hann sagði: „Ég geri mér fyllilega ljóst, að hlutverk varaforsetans er að vera í forsæti í öldungadeildinni og gegna auk þess öðrum þeim störf- um, sem forsetinn kann að fela honum. Ég hlakka til þess að fá tæki- færi til þess að þjóna honum á hvern þann hátt, sem ég get, og ég er þeirrar skoðunar, að alúð hans og hreinskilni hafi endurvakið von og trú, og að undir forystu hans munum við sem þjóð hafa getu og viljastyrk til þess að tak- ast á við þann vanda, sem blasir við f landi voru og heiminum f dag, og vinna sigur á honum. Ég horfi björtum augum til framtíð- arinnar". Hvað táknar útnefningin Fréttaskýrandi einn hafði þetta að segja um samstarf þeirra Fords og Rockefellers: „Þegar á allt er litið, er Ford Miðvesturríkja-stjórnmálamaður, heldur til hægri, ættaður frá smá- borg og haldinn andúð á stórborg- arsamfélaginu. Spurningin er, hvort hann getur hafið sig yfir þetta. Val hans á varaforseta er fyrsti leiðarvísirinn. Rockefeller er borgarbarn, ættaður af austur- ströndinni meðvíðan sjóndeildar- hring. Ford stóðst prófið; hann valdi ekki ,,já-mann“ sem varafor- seta, mann sem væri ánægður með að taka lífinu með ró og fylgjast bara með“. Annar fréttaskýrandi sagði: „Þetta er góð útnefning, sem þjónar hagsmunum þjóðarinnar. Auðvitað kemur.hún Repúblik- anaflokknum til góða. Ford og Rockefeller eru báðir færir um aó vinna störf sfn vel. Þeir eru traustvekjandi. Flestir munu vera þeirrar skoðunar, að Rocke- feller sé fær um að taka að sér forsetaembættið, ef þörf krefur. Rockefeller gæti komið Ford í erfiða aðstöðu sem mjög vinsæll varaforseti, en hann mun eiga mjög erfitt með að sannfæra fólk um, að hann hafi ekki áhuga á að verða forseti. Hann er nú sextíu og sex ára og gæti því virzt of gamall, en hann virðist mun yngri bæði í útliti og framkomu." Baksvið Rockefellers Hinn góði orðstír varaforseta- efnisins byggist að mestu leyti á fimmtán ára ríkisstjóraferli hans í.New York rfki. En hann þekkir einnig vel til alríkismála, þar sem hann starfaði að stefnumótun á valdaárum Eisenhowers og Tru- mans. Rockefeller hefur löngum verið talinn til hins frjálslyndari arms Repúblíkanaflokksins og einn helzti ráðamaður flokksins hafði þetta að segja: „Rockefeller sem- ur vel við ábyrga íhaldsmenn. Þeir eru margir, sem gera sér ekki grein fyrir þvf, hve lahgt til hægri hann hefur færzt". Barry Goldwater öldungar- deildarþingmaður frá Arizona, sem er einn helzti leiðtogi íhalds- samra repúblikana sagðist geta stutt útnefningu Rockefellers, en bætti síðan við: „En ég veit ekki, hvaða áhrif hún hefur á Repú- blikanaflokkinn“. Goldwater kvaðst efast um, að Ford og Rockefeller færu saman í framboð árið 1976. Hann sagði: „Mér dettur helzt í hug, að Rocke- feller gegni embættinu næstu tvö árin, en fari Ford í framboð 1976, muni hann velja yngri mann sem varaforsetaefni“. Annar forráðamaður flokksins leit hugsanlegt framboð Fords og Rockefellers þessum augum: „Frá stjórnmálalegu sjónarmiði er Rockefeller góður. Ihalds- mennirnir munu ekki snúa við honum baki og Suðurrfkjamenn munu sætta sig við hann. Hann nýtur fylgis á stöðum eins og New York, þar sem hann mun njóta sín vel í kosningabaráttunni". Ferill Rockefellers í New York er einstæður, en þar var hann kjörinn rfkisstjóri fjögur kjör- tfmabil í röð. Hins vegar hefur flokkur hans þrisvar sinnum hafnað honum sem forsetaefni. Helzti kostur Rockefellers fyrir rfkisstjórn Fords verður sá að hæfileiki hans að laða til starfa á æðstu stöðum hina færustu menn. Á síðustu árum hafa styrjöldin í Víetnam og Watergatemálið vald- ið því, að sífellt verður erfiðara að fá mjög hæfa menn til starfa í höfuðborginni. Einn þeirra, sem fylgjast náið með stjórnmálalífinu í New York, hafði þetta að segja um Rockefell- er: „Hann mun flytja mjög hæfa samstarfsmenn með sér til Wash- ington, úrvalslið hugsuða og skipuleggjenda. Sem formaður nefndarinnar, sem fjallaði um framtíð Ameríku og hann stofnaði og kostaði, er hann mjög vel að sér um öll helztu mál. Rannsóknir á því, hvaða stefnu þjóðin ætti að taka á næstu fimmtán árum, hafa verið unnar undir forystu hans og af ýmsum gáfuðustu mönnum þjóð- arinnar. Af þessu leiðir, að hann mun fá til starfa í Washington hæfa menn, sem búa yfir mikilli sérþekkingu." Rockefeller hefur tvfvegis hafn- að tilboðum um að fara í framboð sem varaforsetaefni. Hvers vegna þáði hann starfið nú? Um þetta sagði kunnugur maður í Washing- ton: 3> „Ég gizka á, að hann hafi látió forsetadrauminn lönd og leið, nema þá ef eitthvað sérstakt kæmi fyrir. Rockefeller verður orðinn 68 ára árið 1976 og við kosningarnar 1980 verður hann 72 ára. Ford mun leita ráða hjá Rocke- feller og treysta honum, en hins vegar hefðu Nixon og Rockefeller aldrei getað unnið saman. I stjórnmálalegu tilliti gæti Rocke- feller unnið stjórn Fords mikið gagn og hann gæti aflað Repúblik önum mikils fylgis fyrir kosn- ingarnar 1976. Hann gæti orðið til þess að auka traust almennings á ríkisstjórninni, en einkum hlýtur hann að auka trú fjármálamanna og atvinnurekenda á stjórninni. Sem auðmaður og frægur ríkis- stjóri hlýtur hann að vera hafinn yfir allan grun um stjórnmála- spillingu." Stjórnmálaferill Rockefellers Stjórnmálaferill Nelsons Rockefellers hófst árið 1958, þeg- ar hann sigraði f rikisstjórakosn- ingum í New York ríki. Því starfi gegndi hann til ársins 1973, er hann sagði af sér á þeim forsend- um, að hann vildi helga krafta sína lausn vandamála bandarisku þjóðarinnar, Margir voru þó þeirrar skoðunar, að hann hygðist nota það tilefni sem stökkpall til enn einnar atlögu forsetaembætt- inu. Þrisvar sinnum reyndi Rocke- feller að hljóta útnefningu sem forsetaefni Repúblikana, og í öll skiptin studdist hann við veldi sitt í New York. Fyrst reyndi hann að ná útnefningu árið 1960, en þá dró hann sig fljótlega í hlé til þess að komast hjá baráttu við Richard Nixon. Fjórum árum síðar gerði hann enn alvarlegri tilraun, en tapaði þá fyrir Barry Goldwater. Eftir þau Vonbrigði lýsti Rockefeller því yfir, að hann sæktist ekki lengur eftir þvi að verða útnefnd- ur sem forsetaefni. Þetta var þó ekki rétt. Hann reyndi aftur árið 1968, en enn tóku repúblikanar Nixon fram yfir hann. Áður en Rockefeller hóf stjórn- málaafskipti vann hann við fyrir- tæki sjölskyldunnar og fór þá meðal annars til Suður-Ameríku, en það varð til þess að vekja mik- inn áhuga hans á málefnum álf- unnar. Áriét 1940 útnefndi Roose- velt forseti hann sérfræðing sinn í málefnum Ameríkuríkja. Hann hjálpaði þá meðal annars við mót- un stefnu forsetans í samskiptum Bandaríkjanna við önnur rfki Amerfku. Hann starfaði sem for- maður nefndar, er fékkst við alþjóðleg þróunarmál á valdatíma Trumans og var aðstoðarráðherra mennta-, heilbrigðis- og velferðar- mála í stjórn Eisenhowers. Erfið vandamál Á opinberum ferli sínum hefur Rockefeller látið í ljósi mikinn áhuga á framtíð þjóðar sinnar. Fyrirskömmu sagði hann: „Margar þjóðfélagsstofnanir okkar eru á rangri braut, þær hafa ekki fylgzt með tímanum, þeim breytingum, sem orðið hafa, og geta ekki starfað í samræmi við nútímann ... Við hljótum að spyrja: Fást þessar stofnanir við hin erfiðu vandamál dagsins í dag? Svarið hlýtur i of mörgum tilfellum að vera neikvætt. Breytingarnar eru svo örar, að við eigum á hættu, að þær rugli okkur í ríminu.“ Sem varaforseti gæti Rockefell- er stutt Ford einmitt til þess að sigrast á þessari hættu. (Þýtt úr U.S. News and World Report.)

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.