Morgunblaðið - 14.09.1974, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 14.09.1974, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ. LAUGARDAGUR 14. SEPTEMBER 1974 15 100 manns á lands- fundi bókavarða LANDSFUNDUR Bókavarða- félags Islands var settur í gær- kvöldi f Lögbergi, húsi lagadeild- ar háskólans. í tengslum við landsfundinn hefur verið sett upp sýning um bókasafnsbyggingar. Albert Guðmundsson, 1. varafor- seti borgarstjórnar Reykjavíkur, setti fundinn og Vilhjálmur Hjálmarsson, menntamálaráð- herra, flutti ávarp. Margt er á dagskrá fundarins, sem stendur fram á sunnudag. I dag flytja bókafulltrúi ríkisins og landsbókavörður yfirlitserindi um safnþróunina sl. tvö ár. Þá flytja þeir Bjarni Vilhjálmsson, þjóðskjalavörður, Grímur M. Helgason, forstöðumaður hand- ritadeildar Landsbóka.saf nsins, og Ögmundur Helgason frá Héraðs- skjalasafni Skagafjarðar erindi um skjala- og handritasöfn. Þá verða umræður um hag almenningsbókasafna, en hann mun vera mjög bágborinn. Á morgun verður fjallað um rannsóknarbókasöfn. Haraldur Sigurðsson, bókavörður í Lands- bókasafni, ræðir um kort, skrán- ingu þeirra og umbúnað og Þórir Ragnarsson og Einar Sigurðsson, bókaverðir í Háskólabókasafni, fjalla um samskrá um erlend tlmarit og samvinnu íslenzkra rannsóknarbókasafna. Þá flytur Súsanna Bury, kennari I bóka- safnsfræðum erindi um þjálfun og menntun bókavarða. Á sunnudag er þáttur um bóka- söfn og skóla og hinn aukna þátt, sem bókasöfn eiga í skólastarfinu samkvæmt grunnskólalögunum. Framsögu um þetta efni hafa Sig- rún Klara Hannesdóttur, skóla- Hefur heilsu Chou hrakað? Tókló, Hong Kong, 12. sept. AP. ERLENDIR sendiráðsstarfsmenn I Peking hafa látið hafa eftir sér, að líðan Chou-en Lais, forsætis- ráðherra Klna hafi enn versnað og langt sé I, að hann geti gegnt störfum slnum á ný. Aftur á móti er lögð áherzla á það af opinber- um aðilum, að þeir, sem hafa tek- ið við störfum hans, gegni þeím aðeins til bráðabirgða og hann taki siðan til óspilltra málanna jafnskjótt og heilsa hans leyfi. + Eiginmaður minn og faðir okkar, EDWARD P. SVENDSEN, Lindarbrekku, Vogum, andaðist 1 1. sept. Margrét Ólafsdóttir og synir. bókafulltrúi, dr. Maggi Jónsson, arkitekt, og Guðmundur Magnús- son, skólastjóri. Þá flytur Elfa Björg Gunnarsdóttir, bókavörður I borgarbókasafninu, erindi um bókaþjónustu við aldraða og aðra, sem ekki eiga þess kost að fara sjálfir á bókasöfn. Um eitt hundrað manns sitja landsfundinn. Þær virðast ánægðar yf- ir að hittast aftur þessar leikkonur Þjóðleikhúss- ins við upphaf nýs leik- árs. 30 leikarar eru nú fastráðnir við leikhúsið, en alls eru leikarar að jafnaði um 50. SVAR MITT EFTIR BILLY GRAHAM »i Maðurinn minn drekkur mikið og spilar f járhættuspil, en hann segist vera kristinn. Ég sé ekki, hvernig hann getur hegðað sér svona og samt trúað þvf, að hann sé kristínn. Við verðum að gera greinarmun á því að segjast vera kristinn og að vera kristinn í raun og veru. Líf sannkristins manns vitnar um sig sjálft. Jafnvel lítið barn getur bent á lifandi, helgaðan mann, sem er „allur" Krists. Ein ástæðan til þess, að svo fáir veita kristindómn- um viðtöku er sú, að þeir, sem játa að þeir séu lærisveinar Krists, eru svo léleg „dæmi". Ég veit um mann, sem var spurður, hvort hann væri kristinn. Hann svaraði: „Á pörtum". Ég óttast, að margir okkar séu ekki kristnir á öllum sviðum lífsins. Þetta ætti að vera öllum fylgjendum Krists hvatning til þess að helga sig honum algjörlega. Við erum Biblí- an, sem heimurinn les. Við erum játningin, sem heimurinn þarfnast. Við erum predikanirnar, sem heimurinn veitir athygli. Biblían segir: „Sá, sem segist vera stöðugur í honum, honum ber sjálfum að breyta eins og hann breytti." (Jóh. 2,6). T Þökkum innilega öllum þeim, er sýndu okkur vinsemd og hlýhug við andlát og útför móður okkar, SÚSÖNNU MARfU MATTHÍASDÓTTUR Túngötu 15, fsafirði. Sigmundur Jónsson, Matthfas Jónsson, Jón Jónsson, Sigurður Jónsson. t Konan mfn, SOFFfALILLIENDAHL andaðist á Hrafnistu, föstudaginn 1 3. september. Björn Grfmsson. Dulræna yísindahandbókin Nýlega var þess getið I Mbl., að Sigurður Eyþórsson hef ði gef ið út bók, sem nefnist Dulræna vís- indahandbókin, en I fréttinni mis- ritaðist heiti bókarinnar. 1 bók- inni eru 26 ljósmyndir, en á hægri slðu I hverri opnu bókarinnar stendur þessi setning: „er sálin dauðleg sálin er dauðleg". Á vinstri síðu stendur þetta: „er sál- in ódauðleg sálin er ódauðleg". Bókin er gefin út 1150 eintökum á kostnað höf undar. + Eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir og afi, STEINGRfMUR PÁLSSON, Selvogsgrunni 3, verður jarðsunginn frá Laugarneskirkju mánudaginn 1 6. september kl. 1.30. Kristín Jónsdóttir, Ólöf Steingrimsdóttir, Bjarni Steingrimsson, Erla Kristjánsdóttir, Ragnhildur Sóley Steingrlmsd. Hjálmar Bjarnason og barnabörn. Afmælis- og minn- ingar- greinar... ATHYGLI skal vakin á því, að afmælis- og minningargreinar verða að berast blaðinu með góðum fyrirvara. Þannig verður grein, sem birtast á f miðvikudagsblaði, að berast f sfðasta lagi fyrir hádegi á mánudag og hliðstætt með greinar aðra daga. Greinar mega ekki vera f sendibréfs- formi eða bundnu máli. Þær þurfa að vera vélritaðar og með gððu lfnubili. Kynþáttaóeirðir í Boston Boston 12. sept. AP ÞUSUNDIR hvftra barna mættu ekki f skðla f Boston í dag, eftir að skólar þar tóku til starfa sam- kvæmt nýjum lögum, þar sem bann er lagt við iillu kynþáttamis- rétti I skólunum. Eitt hundrað svertingjar komu f skólavögnum að einum skðlanna og var þá sam- ankominn hópur manna, senni- lega um fimm hundruð manns, og gerðu þeir aðsúg að svertingjun- um, köstuðu trjábútum að skóla- vagninum og höfðu f frammi hið versta orðbragð. Nokkrir hafa verið handteknir vegna óeirðanna og frá einum skóla er þá sögu að segja, að af 600 nemendum hvítum, sem sótt höfðu um inngöngu I skólann, mættu aðeins fimm I dag. Hefur lögregluvörður verið við nánast alla skóla I borginni I dag og virð- ist mikil ólga vera meðal hvltra nemenda. Segjast þeir ekki sækja skóla með svertingjum, enda hafi þeir sína skóla og geti verið þar eins og áður. Lögregla segir, að það megi öllum vera ljóst, að for- eldrar viðkomandi hvitra skóla- barna beri aðalábyrgðina, þvl að I Sinatra fyrir rétti Los Angeles 12. sept. NTB. FRANK Sinatra, bandarfski dægurlagasöngvarinn, á enn f úti- stöðum við fulltrúa réttvfsinnar. Lögð hefur verið fram kæra á hendur honum og verði hann dæmdur sekur kann svo að fara, að hann verði að reiða fram allt að 2.5 milljóiiir dollara fyrir vikið. Það er Frank nokkur Wein- stock forstjóri, sem kærir Sinatra og sagði hann I upphafi réttar- halda I dag, að þrlr af lífvórðum Sinatra hefðu slegið sig I rot, eftir að hann hefði tekið fálega tilraun- um Sinatra til að gerast nærgöng- ull við eiginkonu hans. Gerðist þetta á gistihúsi I Kaliforníu I fyrra. Verjandi Sinatra viðurkenndi, að einn af vinum Sinatra hefði slegið til Weinstocks, en stað- hæfði, að forstjórinn hefði byrjað að abbast upp á söngvarann og að vinir hans hefðu móðgað eina af stúlkum þeim, sem voru I fylgdar- liði söngvarans. Mikið ber á milli í f ramburði og er fylgzt af athygli með yfir- heyrslum, segir í fréttaskeyti NTB-fréttastofunnar. BIFREIOAEFTIRLIT RlKISlNS LJÖ/A/KODUN 1974 UMFtRDARR mjög mörgum tilvikum sé vitað til, að þeir hafi harðbannað börn- um sinum að fara i skólana, eftir að nýja löggjöfin var samþykkt. Fórust á Everest Katmandu, Nepal, 12. september. AP. FORINGI leiðangurs franskra f jallgöngumanna, Gerard Devous- soux, og fimm innfæddir leið- sögumenn grófust undir skriðu, sem sðpaði burtu tveimur tjald- búðuni og neyddi leiðangusmenn til þess að hætta við tilraun til að klffa Mount Everst, að þvf er ut- anrfkísráðuneytið f Nepal lil- kynnti f dag. Skriðan féll tveimur dögum eft- ir að Frakkarnir höfðu slegið upp tjöldum I 6.900 metra hæð I þriðja áfanga leiðangurs þeirra upp á tindinn, sem er 8.500 metra hár. Ákveðið var að hætta við tilraun- ina, og þeir nlu Frakkar, sem voru I leiðangrinum með Devous- soux, munu snúa aftur til Kat- mandu. Eldur í lysti- skipi Key West, 12. september. AP. ELDUR kom upp I lystiskipinu Gunard Ambassador á Mexfkðf Iða f dag og f lestir af 309 manna áhöfn skipsins fóru f björgunarbátana. Skip, sem komu til aðstoðar, björguðu þeim úr sjðnum. Vélarúmið stóð I björtu báli I kvöld, en að sögn talsmanns bandarlsku strandgæzlunnar I Miami tókst að hefta útbreiðslu eldsins. Þó var talin hætta á sprengingu. 52 valdir menn af áhöfninni berjast við eldinn undir stjórn skipstjórans og með aðstoð þriggja lítilla skipa strandgæzl- unnar. Farþegar voru ekki i skipinu, þegar eldurinn kom upp og engan af áhöfninni virðist hafa sakað.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.