Morgunblaðið - 14.09.1974, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 14.09.1974, Blaðsíða 16
16 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 14. SEPTEMBER 1974 vEjí$: Afmæli Fl: •'Vab*sX OPIÐ í KVÖLD! Dansaðtilkl. 2.00 Matur framreiddur frá kl. 19.00 Borðapantanir frá kl. 16.00 í síma: 52502 Borðum eigi haldið lengur en til kl. 21.00 Veitingahúsið w Olxll riwLL Strandgötu 1 - Hafnarfirði ¦ ¦& 52502 STJORNUBIÓ MACBETH BESTPICTUREOFTHEYEAR! —National Board of Review Heimsfræg ný ensk-amerísk verðlaunakvikmynd. Leikstjóri Roman Polanski. Aðalhlutverk: Jon Finch, Francesca Annis. Sýnd í dag og morgun Sýnd ki. 4, 7 og 9. Bönnuð börnum innan 16 ára. PELICAN fki Framhald af bls. 10 inn, sem hann risti ofan af viö fjárhús sín í Lágu Kotey, eða áveitugaróana, sem hann hlóð þar. Víðáttan var ekki mikil, en nóg til þess að sanna að með rækt- un mætti margfalda ávöxt jarðar ekki síður í Meðallandinu en í öðrum sveitum. Einar frá Kotey er í hópi hinna mörgu öldruðu Islendinga, sem veitt hefur at- hygli margþættri byltingu í lífi þjóðarinnar, efnislega og andlega, og kann vissulega að meta þær, sem til heilla eru. Innan ung- mennafélaganna var rætt um þörf breytinga, en möguleikarnir til framkvæmda fjarlægari en svo að menn eygðu leiðir að settu marki. Á þesssu sólbjarta sumri, sem nú er tekið að halla, hefur Einar upplifað þann merka atburð að aka í bíl til Hornafjarðar. Þetta þykir eflaust áður en varir ofur hversdagslegur atburður, vart þess virði að á hann sé minnst. En í vitund aldraðra borinna og barn- fæddra Skaftfellinga, sem um langan aldur þráðu það heitast að sigra vötnin miklu, sem aðskildu sýslurnar og eiga samskipti við sýslunga sína austan vatna, rætt- ist þarna draumur sem þeir öðr- um fremur kunna að meta og þakka, — meta að verðleikum það verk sem þarna var unnið af hugkvæmni og snilld. Fáum mín- útum eftir að brúin yfir Skeiðará var f ormlega opnuð til umf erðar á vígsludegi, 14. júlí 8,1, ók ég eftir brúnni. A undan okkur gekk hæg- Ungó — Ungó STUÐDANSLEIKUR Það verður hasa show í Ungó með hljómsveitinni Brimkló (ath. að enginn þarf að taka með sér píu), því það eru sætaferðir frá B.S.Í. klukkan hálf tíu. FÉLAGSHEIMILIÐ FESTI Grindavík FESTI GRUVI SVEITADANSLEIKUR að Félagsgarði i Kjós i kvöld, með PELICAN (þeir sem lesið hafa blaðaummælin siðustu ¦daga og hlustað á plötuna „Uppteknir" vita að ballið er pottþétt Enginn er svikinn af sætaferðunum frá BSI og frá Akranesi AÐDÁEIMDUR BEST IN THE WEST IN FEST Það eru tvær svimandi grúppur, sem halda þrælgóðu stuði í mannskapnum í kvöld (músik fyrir alla) önnur heitir HAFRÓT (sjá mynd) en hin CLEÓPATRA (hinir hressu sveinar úr Keflavíkinni). EKKERT Live Show milli kl. 10.00 og 02.00, en sætaferðir frá BSÍ fyrir þá sem vilja fara í Kjósina og styrkja Áma, því þar eru Pelican og Parker. Innanhússíminn er kominn í lag og hægt að ná sambandi um allt hús. Mikið var. Hóbi my friend, how is the veila in your heila? Aldrei sá ég neina mús í Úngó á laugardaginn. ' Verzlingar, nú er skólinn byrjaður og um að gera að skvetta úr klaufinni í tilefni dagsins. Bannað að slást við dyraverðina, því þeir eru í nýjum jökkum. Tommi. um skrefum gjörfulega vaxinn maður, nokkuð lotinn, en bros lék um andlit hans. Húf una bar hann undir handlegg sér. Ekki veit ég um nafn þessa manns, en svipmót hans gaf til kynna að áður hafi hann átt erfiðari kynni af Skeið- ará en nú er hann gekk þurrum fótum yfir hana á þessum sól- bjarta degi. Skaftfellingar fögnuðu þessum degi, — og ég veit að Einar tók þátt í honum, því að svo rík ítök á allt það f honum, sem Skaftafells- þingi má til bóta verða. Einar Sigurfinnsson er enn barn sveitarinnar, þótt langt sé síðan hann bjó f sveit eða að hann vann hjá Landssímanum í Vest- mannaeyjum. Enn ræðir hann um það sem til framtíðarheilla má verða f lífi einstaklingsins og þjóðar — og enn sem fyrr má hann ekki vamm sitt vita í orði eða verki. Einar er tvfkvæntur. Fyrri kona hans, Gíslrún Sigurbergs- dóttir, dó á nýársdag 1913, en þau bjuggu þá á Efri-Steinsmýri I Meðallandi. Tvo sonu áttu þau: Dr. Sigurbjörn núverandi biskup tslands, kvæntur er hann Magneu Þorkelsdóttur. Þau eiga 8 börn. Sigurfinn, verkstjóra í Hvera- gerði. Hann er kvæntur önnu Sig- urðardóttur. Eiga þau 3 börn. Síðari kona Einars er Ragnhild- ur Guðmundsdóttir. Eiga þau einn son, Guðmund, garðyrkju- bónda í Hveragerði. Kvæntur er hann Sigfríði Valdimarsdóttur. Þau eiga 6 börn. I dag verður Einar á heimili Guðmundar og Sigfríðar að Varmahlíð 20 og tekur þar á móti vinum sínum og f jölskyldunnar. Ótaldir eru þeir vinir Einars f rá Kotey og fjölskyldu hans, sem þakka honum fyrir kynni liðinna ára, gleðjast yfir þeim áfanga, sem honum er gefinn til að staldra við og lita til baka um f arinn veg. Einari kynnin allt frá bernsku minni, er ég naut næstum dag- legrar samfylgdar hans og sona hans í góðu nágrenni, um leið og ég árna honum og f jölskyldu hans allrar blessunar. Ingim. Olafsson. Mývatnssveit: Fjöllin komin með hvítu hettuna Björk, Mývatnssveit 12. sept. HÉR HEFUR verið fremur óstöðug tíð að undanförnu, tvær slðustu nætur gerði f rost. Náttúran er farin að skarta sínum fjölbreyttu haustlitum og fjöllin hafa dregið upp sína hvítu hettu. Margir telja, að sumarið hafi verið fremur skúrasamt, þegar á allt er litið, norðlægar áttir og oft tafsamt við heyskap. Allt hefur þó bjargast vel, og má þar þakka hinum nýju hjálpartækjum, sem flestir bændur eru nú búnir að f á sér. Göngur eru hafnar, og í gær var farið i Suðurafrétt. Réttað verður í Baldursheimsrétt á laugardag. Þann dag hefjast göngur í Austurafrétt og rétt- að verður í Reykjahlíðarrétt 17. þ.m. Óhemjumargt fé er komið í heimahagana og eru grös þvi farin að sölna fyrr venju á heiðum, en það er eðli- legt miðað við snemmbæran gróður I vor. — Kristján. Dæmdur til dauða Atlanta, Georgíu, 12. september. AP. MARCUS Wayne Chenault var í dag dæmdur til að láta lífið f rafmagnsstólnum fyrir að myrða frú Martin Luther King, móður blökkumannaleiðtogans og djákna einn f kirkju i Atlanta f júní.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.