Morgunblaðið - 14.09.1974, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 14.09.1974, Blaðsíða 20
20 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 14. SEPTEMBER 1974 ffflllw 3 v i ~* -m H8£ Ármann ití^s/ia #enr rarf mjw eldsvoða Kr. Emarsson menn! Innst í horninu undir rúminu mínu kúrir mýsla. Ég sé, að hún er hrædd. Kannski þolir hún illa hávaða eins og f rænka. Og þarna liggur pappakassinn á hliðinni. Ég teygi mig eftir kassanum, og nú sé ég undireins hvers vegna mýsla hefur sloppið laus. Hún hefur nagað opið, sem ég klippti á kassann, svo nú er það orðið meira en helmingi stærra. Mikill óttalegur kjáni get ég verið, tauta ég við sjálfa mig, að mér skyldi aldrei hafa dottið í hug að mýsla gæti auðveldlega nagað sig út úr jafn lélegu fangelsi og þunnum pappakassa. Það er merkilegt, að hún skyldi ekki vera sloppin út fyrir löngu. Ég veit ósköp vel, að mýs eru nagdýr. Það lærði ég í skólanum. Hvað á ég nú að taka til bragðs. Jú, nú man ég eftir því, að ég geymi saumadótið mitt í skrautlegum kassa, undan konfekti. Pabbi gaf mér hann einu sinni þegar hann kom f rá útlöndum. Það bezta er, að kassinn er úr blikki og lokið er á hjörum. Ég verð bara að gæta þess, að loka honum ekki of fast, svo mýsla fái nóg loft. Nei, úr saumakassanum mínum ætti mýsla ekki að sleppa. Nú verð ég að haf a hraðann á, frænka getur komið á hverri stundu. Ég næ í kassann, og hvolfi úr honum í ferðatöskuna mína. Ég get raðað saumadót- inu mínu seinna. En nú var þyngsta þrautin eftir, að ná mýslu. Ég reyni að lokka hana til mín. En það er sama hvaða ráðum ég beiti, mér tekst það ekki. Loks þrýtur mig þolinmæðina. Ég skríð alveg inn undir rúmið, og tek mýslu litlu varlega I lófa minn. Mig kitlar svolítið í lóf ann, en ég læt það ekki á mig f á. Ég er að Ijúka við að koma mýslu fyrir í nýja kassanum, þegar ég heyri þungt fótatak í stiganum. Ég flyti mér að fela kassann í rúminu mínu. Það fór eins og mig grunaði, það mátti ekki tæpara standa. Auðvitað er það Sigga frænka, sem kemur inn í herbergið. Hún er allvígaleg, hárið stendur úfið út í allar áttir og hún er vopnuð stóra gólfkústinum. Hefurðu séð músarskömmina? spyr hún fastmælt og skimar í kring um sig. Ég hristi höfuðið. Mig grunar, að frænka muni ekki hlífa mýslu, komist hún í færi við hana. Það er verst, að enginn köttur skuli vera til á heimilinu, rausar frænka. Hún drífur sig úr nátt- kjólnum, og smeygir sér I ferðabuxur, sem hún hef ur meðf erðis í dóti sínu. Jæja, nú er ég tilbúin að taka á móti mýslu, segir frænka hróðug. Komi hún, ef hún þorir. Ætli hún sé ekki farin að sofa, svara ég til þess að segja eitthvað. Ég er dauðhrædd um, að frænka finni kassann. Nú ætla ég að vera kötturinn, segir frænka grimm á svipinn. Ég skal ekki hætta fyrr en ég stúta óf étinu, eða f læmi að minnsta kosti úr bænum. Og Sigga frænka lætur ekki sitja við orðin tóm. Hún skellir sér á fjóra fætur og byrjar að skarka með kústinum undir rúminu. Ég verð að halda um munninn, til þess að springa ekki af hlátri. Frænka hamast með kústinum, og öðru hvoru kippist hún til, eins og hún búist við því á hverri stundu að mýsla komi þjótandi I fangið á henni. Ég skil ekkert í, að músarskömmin skuli ekkert láta á sér kræla, segir frænka móð og másandi og hamast með vopni sinu allt hvað af tekur. Mér finnst einkennilegast við frænku, að það er eins og hún heyri ekki hávaða, sem hún gerir sjálf. Þær virðast nákvæmlega eins þessar ávaxtakörfur, sem merktar eru A og B. — En þegar betur er að gáð er B-karfa frábrugðin A í fjór- um atriðum. ANNA FRÁ STÓRUBORO - saga frá sextándu öld eftir Jón Trausta „Þetta er tómur þvættingur, sem enginn botnar neitt í," kallaði lögmaður. „Það má ekki nema einn tala í einu." „Eg hefi heyrt, að lögmaðurinn hafi skorað Hjalta á hólm og fellt hann," kallaði einhver. Lögmaður leit reiðulega til þess, sem kallað hafði, en gat ekki glöggvað sig á, hver það hefði verið, og í sömu svipan gall í ófyrirleitnum strák á tvítugsaldri, skólastrák úr Þykkva- bæjarklaustri: „Eg hefi heyrt, að lögmaðurinn hafi tekið hann til sín vegna mágsemdanna og láti hann afskrifa eitthvað, sem heitir Corpus juris, — eitthvert lagavit, sem honum veitir víst ekki af." „Takið hann!" kallaði lögmaður, afar reiður. Nokkrir af sveínum lögmanns hlupu til með brugðnum atgeirum og ætluðu að grípa manninn, en hann tók á rás beint upp fjallið, og höfðu þeir hans ekki. Þetta atvik kom þinginu á talsverða ringulreið. En brátt söfnuðust menn þó aftur að lögmanni. Þá mælti Halldór frá Núpi, og var nokkur móður i rómnum: „Hingað til höfum við vanizt því, kotungar undir Eyja- fjöllum, að hafa málfrelsi á þingum og mannfundum, þar sem fullkomin grið eru sett. Og skömm er okkur það, ef enginn þorir að láta það uppi í eyru lögmannsins, sem okkur býr í brjósti. Má ég tala, herra lögmaður?" „Talaðu," mælti lögmaður þungbúinn mjög. „En sjálfur ber þú ábyrgð orða þinna." „Það geri ég auðvitað," mælti Halldór. „Ég hygg, að eng- inn maður, sem hér er staddur, viti neitt um Hjalta, hvort hann er lifandi eða dauður, eða hvar hann er niður kominn. Þá fræðslu ber að sækja til þeirra, sem kunnugri eru. -— En það finnst okkur, Eyfellingum, að þetta mál komi okkur harla lítið við. Hér er einungis um ættardeilur að ræða, sem engan ættu að snerta utan ættarinnar." . „Hér er um dóm að ræða, sem fullnægja verður," greip lögmaður fram í. „Dómar þínir, lögmaður, eru ekki guðs dómar, fremur en dómar annarra manna, sízt þegar um einkamál ættingja þinna er að ræða og þar sem þú ert sjálfur sakaraðili. Eftir okkar gömlu lögum er þess aðeins krafizt af manneskjum þeim, sem í óvígðum ástum lifa, að þær giftist. Vilji þær ekki giftast og ekki skilja heldur, kemur það fyrst til greina að dæma þeim hegningu. Nú er þér, lögmaður, manna bezt kunnugt um, hvers vegna þau Hjalti og Anna eru ekki gift. — Og verði farið að rekast í því að taka fé af mönnum hér fyrir það eitt, að þeir hafi ekki sagt til Hjalta á Stóruborg, er hætt við, að einhvers staðar verði þröng fyrir dyrum." Margraddað „heyr!" og dunandi lófaklapp gall um allan flokkinn. llleÖlmof^unkoffiAu — Það er augljóst mál, áð þeir eru smávaxnir karlmennirnir í þessum klúbb. — Æ, æ, nú gleymdi ég því alveg að hann er á næturvakt f þessari viku. \&i" — Gæti ég svo fengið einn disk af hafragraut sem forrétt.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.