Morgunblaðið - 14.09.1974, Side 21

Morgunblaðið - 14.09.1974, Side 21
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 14. SEPTEMBER 1974 21 BRÚÐURIN SEM HVARF Eftir Mariu Lang Þýðandi: Jóhanna Kristjönsdóttir Styktar dansleikur í Þórskaffi 53 ið að þú hafir verið svo vitlaus, að... — Skiptu þér ekki af þessu! Aldrei hafði neinn viðstaddra heyrt Egon Ström tala f þessum tón við konu sína. Hann bætti líka við að bragði: — Fyrirgefðu vina mfn. En við höfum ekki tíma til að vera með yfirborðsglamur. Við bíðum eftir að sjá hvað vakir fyrir Christer. Og hann sneri sér að Christer og sagði vandræðalega: — Ég endurtek bara það, sem Dina sagði áðan. Hvern grunar þú um þessi ódæðisverk. Nú hafði spurningin verið endurtekin og Christer bjó sig undir að gefa ákveðið svar við henni. En þó svaraði hann ekki spurningunni beint alveg strax: — Hversu mikið vitum við núna? Við vitum, að Anneli komst allt í einu á snoðir um hinn rudda- lega veruleika, þegar hún heyrði samtal ykkar á skrifstofu Petrens. Hún varð þess áskynja, að stjúp- faðir hennar, sem hún hafði unn- að hugástum, hafði nánast „selt“ hana og að unnusti hennar hafði verið reiðubúinn að kaupa líkama i hennar dýru verði! A hvoru-: tveggja má líta sem svik, að minnsta kosti frá sjónarhóli ! Annelis. En ég held nú ekki, að hún hafi átt við það, þegar hún lét fyrrgreind orð falla við Lars Ove — Eða öllu heldur. Það var ekki þetta einvörðungu. Við höfum nú fylgt Anneli þá leið, sem hún fór: frá blómabúð- inni og upp í sumarbústaðinn og þaðan inn í eldhúsið hjá honum Lars Ove. Við þurfum aðeins að fylgja henni síðasta spölinn. Þeg- ar hún fer frá Lars Ove, er klukk- an að verða fjögur. Samkvæmt krufningarskýrslu ber dauða hennar að höndum rétt skömmu síðar og alténd ekki síðar en klukkan fimm. Lars Ove sá hana ganga í áttina að Sjávarbökkum, og fyrst hefur hún sennilega ætlað að ná í töskuna sína, sem hún hafði skilið eftir niður við vatnið. EN HVERT FER HUN SÍÐAN? Hitti hún einhvern úti fyrir Sjávarbökkum? Það er auðvitað möguleiki á þvf, að einhver hafi ráðizt á hana úti, en þó verð ég að segja, að með hliðsjón af þvf, sem vitað er, þykir mér trúlegra að hún hafi hitt morðingja sinn inni í húsinu. Nú er ekki nokkur vafi á þvf, að hún var mjög áfjáð í að hitta eina ákveðna persónu, persónu sem hún leit svo á að hefði komið mjög ódrengilega fram við sig. Við verðum að álykta, að hún hafi leitað á fund þessarar persónu. Christer horfði með athygli á Jóakim Kruse, sem handlék ein- glyrni sitt af mestu rósemi: — Fingraför Anneli fundust víða í íbúðinni yðar. Og hárnálar hennar. Jóakim brosti hæðnislega. — Þær vikulegur hreingerning- ar, sem húsráðandi minn sér um, voru gerðar á fimmtudag í stað föstudags, vegna þess að ákveðinn lögregluforingi var að koma heim. A fimmtudagskvöld drakk unnusta mín te hjá mér, og við vorum meðal annars að gera til- raunir með, hvaða hárgreiðsla myndi fara bezt við brúðarslörið. — Dyrum yðar var skellt um sjöleytið á sunnudagsmorgun. Hvar höfðuð þér verið? — Agöngu. — Og sorgarhálsbindið, sem þér skreyttuð yður með? — Ég svara aldrei nema einu sinni sömu spurningunni. — Þér viljið þá væntanlega ekki ræða meir um liljurnar? — Nei, ég ræði ekki um það, né heldur elskhuga hennar. En ég vissi ekki, að hann hafði komið í spilið aftur, ef þér eruð að gefa eitthvað slíkt í skyn. Ég gat mér þess bara til, þegar ég sá lilju- vöndinn á líkinu. — Já. Og hvernig ætli sá vönd- ur hafi lent þar? Hann yppti öxlum á nýjan leik og Leo Berggren furðaði sig á, að Christer héldi þolinmæði sinni. — Ég get gert það sama og þér. Ég get getið mér þess til... En það skiptir út af fyrir sig ekki máli. Það, sem skiptir meira máli, er, að íbúðin yðar er fyrir neðan svefnherbegið mitt. Og ég er nokkurn veginn sannfærður um, að þar væri ekki hægt að heyja hnífaeinvígi án þess nokkur yrði þess var. Nei, ég er nokkurn veg- inn sannfærður um, að hún lagði ekki leið sina til yðar þessa örlagaríku nótt. En hvert fór hún þá? Spurningin er svo einföld, að svarið er í samræmi við það. Hversvegna lá líkið á lóð Sjávarbakka? Hvers vegna hafði þvottahúsið á Sjávarbökkum verið notað til að þvo tuskur og afmá blóðslettur? VEGNA ÞESS AÐ MORÐIÐ VAR FRAMIÐ A SJAVARBÖKK- UM... Vegna þess að þegar Anneli skildi við Lars Ove, gekk hún rakleitt heim, sennilega með það fyrir augum að fara strax að sofa. Og þar í eldhúsinu á Sjávar- bökkum var morðvopnið innan seilingar, þegar hún rekst allt í einu á þá einu manneskju, sem hugsanlegt var, að henni gæti lent saman við — svo harkalegt var rifrildið, að hárið, sem hafði verið tekið í hnút, ólagaðist og kjóllinn hennar var rifinn. Sú manneskja var þarna fyrir, sem henni hafði þótt svo afskaplega vænt um, að hún átti einmitt þess vegna ákaf- lega erfitt með að fyrirgefa... Christer Wijk gaf engum tóm til að jafna sig eftir þetta reiðar- slag. Hann sneri sér aðeins að Gretel og sagði: — Segðu mér bara einn hlut, Gretel. Var gert hreint í eldhúsinu á föstudag eða laugardag? Gretel horfði skilningsvana á hann, en þó reyndi hún að greiða úr spurningu hans: — Frú Hanson þvoði eldhús- gólfið seint á föstudagskvöld. Ég var hjá henni og fylgdist með þvf, að hún gerði það almennilega, því að það get ég sagt þér, að ég get aldrei treyst þeirri manneskju... — Alténd höfum við fundið fjöldamargar hárnálar Annelis á gólfinu. — Alténd höfum við fundið fjöldamargar hárnálar Annelis á gólfinu. En ykkur hefur sjálfsagt yfirsézt þar, eða... — Nei, nei, alls ekki! Þær hljóta að hafa dott- ið á gólfið seinna — eftir að gólfið hafði verið þvegið... — Gretel! í guðs almáttugs bænum! Rödd Egon Ström var hás og full ör- væntingar. — Christer, ég forbýð Hvað heldurðu mamma, ljósin fóru og það varð allt vitlaust, þegar þau kviknuðu aftur. VELVAKAIMOi Velvakandi svarar í sima 10-100 kl. 1 0.30 — 11.30, frá mánudegi til föstudags. 0 Að kaupa notað Það hefur komizt f tízku víða erlendis að nota flesta hluti til hins ýtrasta, — og virðist svo sem bruðlæði neyzluþjóðfélagsins sé nú á talsverðu undanhaldi víða, t.d. í Danmörku. Nýlega rákumst við á grein f Berlingske Tidende. Þar er sagt frá verzlun, sem verzlar einvörð- ungu með notuö föt og útbúnað fyrir börn. Þarna er um að ræða barnavagna, kerrur, grindur, vöggur, barnaföt á allan aldur og yfirleitt allt það, sem til fellur. Eins og flestir vita, sem hafa verið með börn á sínum snærum, þá eru þau býsna fljót að vaxa upp úr flikunum sínum, og það er ekki alltaf, sem yngra systkini eða einhver náskyldur er til að taka við, en hins vegar er heldur ekk- ert vit í því að láta dýrindis flíkur liggja inni i skáp, engum til gagns, eða fleygja hreinlega þvf, sem er vel nothæft. 0 Leikföng Umrædd Verzlun hefur líka á boðstólum leikföng, en þá gefur að skilja, að þau eru vel með farin. Börn vaxa „upp úr“ leik- föngunum sinum ekki sfður en fötum og barnavögnum, og enda þótt slíku dóti sé oftast fleygt án mikillar eftirsjár, þá mætti og ætti heldur að nýta það betur. Blaðið hefur gert samanburð á verði á notuðum, velmeðförnum og fullkomlega nýtilegum hlut- um. Þannig er gert ráð fyrir að nýr bílstóll kosti i verzlun sem svarar 4.200 krónum fslenzkum, en hins vegar fékkst hann notað- ur fyrir 1.500 krónur. Barnabað- kar á grind með borði kostar i verzlun 2.200, en fékkst notað fyr- ir 900 krónur, regnslá með sjó- hatti úr plasti kostaði nýtt 720 krónur, en notað 220 krónur, gallabuxur með smekk kostuðu nýjar 880 krónur, en notaðar 240 krónur, og úlpa, sem kostaði upp- haflega 2.200 krónur fékkst f um- ræddri verzlun fyrir 900 krónur. Kannski er þetta ekki sambæri- legt við verðlag hér á íslandi, en alla vega er ekki úr vegi að velta þessu fyrir sér, nú þegar sparnað- aralda er farin að gera vart við sig á ýmsum sviðum. Eigandi verzlunarinnar segir í viðtali við blaðamenn Berlingske Tidende, að beztu viðskiptavin- irnir séu án efa ömmur og annað fólk, sem komið er á miðjan ald- ur. Þetta fólk viti miklu betur hvernig eigi að nýta hlutina, vegna þess að það hafi sjálft reynslu af öðru en að fara sam- stundis út í búð og kaupa nýtt þegar hlutirnir fara að ganga úr sér. 0 Ekkert nógu fínt handa frumburðinum Einnig kemur fram, að sjaldan komi fólk í þessa verzlun til að kaupa föt eða annað handa fyrsta barninu í fjölskyldunni, þar sem ekkert þyki nógu fínt, dýrt eða nýtt handa frumburðinum. Samt sem áður segist eigandinn hafa tfnt saman fatnað, sem ætti að nægja nýfæddu barni fyrsta hálfa árið, fyrir 4.800 krónur, en hefði þetta verið keypt nýtt hefði það ekki kostað undir 20 þúsund krónum. Ekki vitum við hvort rekstrar- grundvöllur væri fyrir slíkri verzlun hérlendis, — en vafalaust myndu einhverjir segja sem svo, að skárri væri það nú nízkan að tíma ekki að kaupa almennileg föt á blessuð börnin. En Danir hafa löngum verið frægir fyrir sparsemi og nýtni, — að maður segi nú ekki hagsýn- ina, og i greininni er sagt frá nýtni á ýmsum sviðum öðrum. Til dæmis kemur fram, að notkun plastpoka hefur minnkað um fjórðung á þessu ári sé miðað við árið í fyrra. Sá sparnaður hefur vitaskuld orðið fyrir áhrif olíuhækkunar- innar, sem orðin er. Fleira er tínt til f greininni, en við látum þetta nægja að sinni, lesendum til íhug- unarog ef til vill eftirbreytni. 0 Hver á rauða kápu? Ásgeir Erlendsson vitavörður í Bjargtangavita hringdi. Hann sagðist hafa verið að lesa um með- ferð á fundnu fé og munum í velvakanda, en þar hefði komiö fram, að það að segja ekki til þess sem finnst, sé refsivert athæfi. Asgeir sagði, að nú stæði ein- mitt svo á fyrir sér, að hann hefði fundið rauða kápu af krakka, lík- lega á aldrinum 2—3 ára. Kápan væri svo að segja alveg ný, og áreiðanlega tveggja eða þriggja þúsund króna virði. Hann bað Velvakanda um að hjálpa sér að létta á samvizk- unni, þótt hann hefði reyndar verið að búast við þvf, að eigand- inn hefði samband við sig til að spyrja um kápuna. Það er ekki á hverjum degi, sem við fáum upplýsingar um fundna muni á svo afskekktum muni á svo afskekktum stöðum, en ef eigandi kápunnar, eða rétt- ara sagt forráðamaður eigandans, rekur augun í þessa klausu, getur hann haft samband við Ásgeir á Hvallátrum, um Patreksfjörð. • Nöfn, heimilisföng og símanúmer fyigi Alltaf er nokkuð um það, að Velvakanda berist bréf, án þess að bréfritarar setji nöfn sfn, heimilisföng og simanúmer und- ir. Mörg þessara bréfa eiga reynd- ar ekki erindi við lesendur Morg- unblaðsins, en oft hittist svo á að þau fjalla um sitthvað umtalsvert, en skilyrði fyrir birtingu er að Velvakandi viti deili á bréfritara. Þess vegna er óumflýjanlegt að birta öðru hverju áskoranir til pennavina Velvakanda um þetta atriði. í leiðinni skal á það bent, að bréfin þurfa að vera skrifuð greinilega, i aðra hverja lfnu helzt á ritvél. Styrktarfélag lamaðra og fatl aðra heldur dansleik í Þórskaffi n.k. sunnudagskvöld kl. 8—1. Hljómsveit Guðmundar Sigur- jónssonar mun leika fyrir dansi, nemendur úr Dansskóla Sigvalda sýna nýjustu dansa og leynigestur mun skemmta. Forsvarsmenn skemmtunarinnar hvetja fólk til að mæta, því að ágóðanum verður varið til sumardvalarheimilis Styrktarfélags lamaðra og fatlaðra í Reykjadal. Islenzki dansflokkurinn: Ovissa eftir áramótin ÍSLENZKI dansflokkurinn, sem vakti verulegá athygli á síðasta leikári Þjóðleikhússins, hefur að- eins tryggðan starfsgrundvöll fram að næstu áramótum, að þvf er fram kom á blaðamannafundi hjá Sveini Einarssyni, Þjóðleik- hússtjóra f gær. Eftir áramót er framtíð flokksins i óvissu af fjár- hagsástæðum, eri flokkurinn hef- ur sérstakan fjárhag, þótt hann starfi innan vébanda leikhússins. Hefur verið gerð fjárhagsáætlun fyrir næsta starfsár flokksins, og hljóðar hún upp á 9 milljónir króna. Er nú verið að kanna möguleika á áframhaldandi stuðningi hins opinbera. I ís- lenzka dansflokknum eru nú 10 manns en hann er undir stjórn Alan Carters, ballettmeistara. Flokkurinn er um þessar mundir f sýningarferð á Austf.iörðum. Sauðárkrókur: Stormurinn á svið Sauðárkróki 12. sept. HÉR ER nú næg atvinna, haustsvipurinn færist yfir, og lfður nú að þvf, að skólarnir hefji vetrarstarfið. Sauðf járslátrun hefst f dag. Leikfélagið hérna er nú að æfa fslenzkt leikrit, Storminn eftir Sigurð Róbertsson, og hefur það ekki verið flutt á sviði áður. Leikstjóri er Gfsli Halldórsson. Stormurinn var leikinn f útvarpió á s.I. ári og vakti þá mikla athygli. Kári. Múlasýslu: Talsvert veitt af hreindýrum Lagarfelli N.-Múlasýslu 12. sept. HÉÐAN er nú fremur lítið að frétta, nema hvað tíðarfarið hér á Héraði hefur verið erfitt í ágúst og september. Heyskap er ekki alveg lokið og komið er að göngum. Nú lfður að lokum hrein- dýraveiðanna, því að þeim á að vera lokið 15. sept. Hefur tals- vert verið veitt af hreindýrum þrátt fyrir slæmt veiðiveður, því að þokur hafa verið hér miklar að undanförnu. Hér er sunnanátt og þurrt f dag. — Jónas.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.