Morgunblaðið - 14.09.1974, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 14.09.1974, Blaðsíða 24
BUCIVSIIICBR m$mmWmMb nUGLVSinGRR m LAUGARDAGUR 14. SEPTEMBER 1974 Fyrsta konan í forsætisnefnd Norðurlandaráðs RAGNHILDUR Helgadóttir alþingismaður mun taka sæti f forsætisnefnd Norðurlandaráðs f stað Matthfasar Á. Mathiesen, sem hverfur úr Norðurlandaráði sem fulltrúi Alþingis eftir að hann tók við starfi fjármálaráð- herra. Mun þetta vera f fyrsta sinn að kona tekur sæti f forsætis- nefndinni. Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins í sendinefnd Islands hjá Norður- landafáði voru kjörnir þeir Matthías A. Mathíesen og Jóhann Hafstein og varamenn þeirra Gunnar Thoroddsen og Geir Hallgrímsson. Þar sem þrír þeirra fyrrgreindu hafa tekið við ráðherraembættum geta þeir ekki setið sem fulltrúar Alþingis í Norðurlandaráði. Þing- flokkur Sjálfstæðisflokksins hefur tilnefnt Ragnhildi Helga- dóttur sem fulltrúa sinn í sendi- nefnd Islands hjá ráðinu ásamt Jóhanni Hafstein og mun hún jafnframt taka sæti Matthíasar í forsætisnefnd þess. Fátt er mönnunum ef tir- sóknarverðara en frels- ið. Frelsisþráin virðist okkur í blóð borin og sagnir eru frá öllum öld- um af hetjulegri baráttu þjóða, hugsjónahópa og einstaklinga fyrir frelsi sínu. Engum sögnum fer hins vegar af frelsisbar- áttu brunahana og ekki verður séð að haninn sá á myndinni muni skera sig neitt úr að þessu leyti. Öllum stundum hangir hann upp við rammgerða rimlagirð- ingu og mænir dapur- lega millum rimlanna á börnin, sem eru að leik fyrir handan. Utvarpsstjóri: Kostnaður við Lén- harð 17,3 millj. kr. Ragnhildur Helgadóttir 348 hvalir I gær höfðu 348 hvalir veiðzt hjá Hvali hf. Skiptingin er þann- ig, að 281 langreyður hef ur borizt á land, 58 búrhveli og 9 sand- reyðar. Á sama tíma í fyrra höfðu veiðzt 385 hvalir en skiptingin f tegundir var þá nokkuð önnur eða 263 langreyðar, 43 búrhvalir og 79 sandreyðar. RÍKISÚTVARPIÐ hefur látið taka saman kostnað Sjónvarpsins við gerð kvikmyndarinnar Lén- harður fógeti og samkvæmt þvf sem fyrir liggur benda lfkur til þess, að heildarkostnaður myndarinnar verði rúmar 17 milljónir króna eða nánar tiltekið 17,3 milljönir. Er sú upphæð all- miklu hærri, en sú bráðabirgða- áætlun, sem lögð var fyrir út- varpsráð f júnfmánuði 1973, en hún hljóðaði upp á 4,5 milljónir króna. Gera má ráð fyrir, að kostnaðaráætlunin hafi hækkað verulega á einu ári vegna verð- bólgu eða unz ráðizt var f töku myndarinnar á sfðastliðnu sumri. Er talið að áætlunin umreiknuð samkvæmt verðbólgu hefði þvf átt að vera um mitt ár 1974 eitt- hvað á nfunda milljón króna. Sést af þessu, að kostnaður við gerð kvikmyndarinnar hefur þvf um það bil tvöfaldazt miðað við áætl- unina, sem upphaflega var lögð fram. Andrés Björnsson útvarpsstjóri boðaði blaðamenn á sinn fund í gær til þess að skýra frá stað- reyndum í málinu og þá einkum vegna þeirra blaðaskrifa, sem verið hafa í blöðum undanfarið um málið, þar sem jafnvel hefur verið rætt um 30 milljón króna kostnað við gerð myndarinnar. Á f undinum voru með útvarpsstjóra Gunnar Vagnsson, fjármálalegur framkvæmdastjóri útvarpsins og Magnús Bjarnfreðsson, sem kann- að hefur kostnað við gerð myndarinnar og tekið saman það yfirlit, sem blaðamönnum var af- hent á fundinum yfir kostnaðar- tölur. Kostnaðurinn skiptist þannig að svokallaður fastur kostnaður sjónvarpsins (dagvinnukaup starfsfólks, tækjaleiga o.þ.h.) er rétt tæplega 4 milljónir króna, en útlagður kostnaður er 13,3 mill- jónir króna. í útlögðum kostnaði er reiknað kaup fyrir yfirvinnu og aðkeypta vinnu, laun leikara, leikstjóra, annarra listamanna, efniskaup öll, akstur o.fl. Segja má að greiddar hafi verið eða gjaldfallnar um 16 milljónir króna, en hitt, sem allt er fastur kostnaður, gjaldfellur á næstu mánuðum. í yfirliti yfir kostnaðartölur við kvikmyndatökuna er fastur Framhald á bls. 14 Meðan skipstjórinn var í bíó strandaði eigandinn bátnum FÆREYSKUR færabátur Perje Vigen strandaði um 10 leytið f fyrrakvöld Tétt fyrir utan söltun- arstoðina Neptún á Seyðisfirði. Skipstjórinn og tveir hásetar höfðu brugðið sér f kvikmynda- hús en á meðan ákvað eigandi bátsins sem jafnframt er stýri- maður hans ásamt tveimur háset- um að f ara f skemmtisiglingu út á f jörðinn. Þeir voru þ<5 ekki nema rétt lagðir af stað er þeir renndu bátnum upp f f jöru, þar sem hann stóð sfðan fastur. Nánari atvik þessa óhapps eru ekki ljós, en í fyrrinótt svaf skip- stjórinn og hásetarnir á hótelinu meðan eigandinn mátti dúsa úti í bátnum og gæta hans. Reyna átti að ná bátnum út á 10 flóðinu í gærkvöldi og ætlaði vb. Vingþór að aðstoða hann, ef þörf krefði. VERÐUR 200 MILNA LANDHELG- INNAR GÆTT AF GERVITUNGLUM? FORSTÖÐUMENN Landhelgis- gæzlunnar munu nú hugleiða f alvöru hvort ekki sé hugsanlegt að unnt sé að notast við fjar- könnunartækni við gæzlu fisk- veiðilögsögunnar f framtfðinni, ekki hvað sfzt eftir að hún hefur verið færð út f 200 mflur. Sem kunnugt er hafa vfsinda- menn setið hér á rökstólum að undanförnu og rætt margvfs- lega móguleika þessarar nýju tækni, en gjörbylting hefur orðið á sviði f jarkönnunar með tilkomu gervihnatta og loft- mynda, sem teknar eru úr þeim. Sat einn af skipherrum Landhelgisgæzlunnar þessa ráðstefnu til að kynna sér möguleika f jarkönnunar f þágu Landhelgisgæzlunnar. Athygli landhelgisgæzlu- manna mun t.d. beinast að þvf hvort Landhelgisgæzlan geti ekki nýtt sér loftmyndir frá gervitunglum til að hafa öruggt eftirlit með svo vfðáttumikilli landhelgi sem 200 mflurnar eru. Flugvélar Landhelgis- gæzlunnar hafa hvergi nærri nægjanlegt flugþol til að leita uppi erlenda fiskveiðiflotann kringum allt land. Loftmyndir frá gervitunglunum kynnu hins vegar að sýna hvar fisk- veiðiflotinn væri hverju sinni og sfðan væri þá hægt að senda gæzluvélarnar beint á þann stað til nánara eftirlits með veiðum erlendu skipanna. Morgunblaðið bar þetta undir Pétur Sigurðsson, for- stjóra Landhelgisgæzlunnar, og vildi hann ekki svara þvf beint, að eftirlit af þessu tagi væri nú f athugun hjá Landhelgis- gæzlunni. Hann staðfesti þó, að Gunnar Ólafsson, fulltrúi hjá Landhelgisgæzlunni, hefði set- ið þessa ráðstefnu fyrir hans hönd. Pétur sagði ennfremur, að Landhelgisgæzlan væri nú að kynna sér á hvem hátt hún gæti hugsanlega hagnýtt sér fjarkönnunartæknina við eftir- litsstörf sfn og þá ekki aðeins hvað snerti gervitunglin heldur kæmi hér margt fleira til greina. Frá blaðamannafundi út- varpsstjðra í gær. Frá vinstri: Magnús Bjarn- freðsson, Gunnar Vagns- son og Andrés Björnsson. Herjólfsdeilan leyst HERJÓLFSDEILAN svonefnda leystist farsællega f gær og um kvöldið sigldi Herjólf ur áleiðis til Vestmannaeyja með fullfermi handa eyjaskeggjum. 1 gærmorg- un lá fyrir skeyti til afgreiðslu- manna Herjólfs, er hafði að geyma afsökunarbeiðni ritstjóra Eyjablaðsins Frétta á ummælum hans í blaði sínu, sem afgreiðslu- 'mennirnir töldu róg. 1 gærmorg- un héldu svo afgreiðslumennirnir fund um efni skeytisins og var þar samþykkt að aflétta af- greiðslubanninu á Herjólfi, sem tafizt hafði f Reykjavíkurhöf n um sólarhring af þessum sökum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.