Morgunblaðið - 19.10.1974, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 19.10.1974, Blaðsíða 1
24 SIÐUR OG LESBOK 204. tbl. 61. árg. LAUGARDAGUR 19. OKTÓBER 1974 Prentsmiðja Morgunblaðsins. Gagnkvæm náðun fanga í Chile og Sovétríkjunum? Santiago, 18. október. AP. RtJSSAR geta reynzt tilleiðanleg- ir að kanna tilboð Chilestjórnar þess efnis að pólitfskum föngum verði sleppt úr haldi f Chile, ef Rússar sleppa jafnmörgum föng- um, að þvf er tilkynnt var f dag. Claudio Collados aðstoðarutan- ríkisráðherra sagði á blaðamanna- fundi að Rússar hefðu tilkynnt þetta Alþjóða Rauða krossinum i Genf. Rauði krossinn hefur sent Kúbustjórn sams konar tilboð Chilestjórnar, en svar hennar er ókomið. Collados kvaðst vera á förum til Genfar, en neitaði þvi að förin stæði í sambandi við upplýsingar Rauða krossins. Hann kvað það „tilviljun" að fulltrúi Alþjóða Rauða krossins er nýkominn til Chile. Þessi full- trúi, Denis Feldmeyer, neitar þvi RÚSSAR EFSTIR Manila, 18. október. AP. RtfSSARNIR Vasiukov og Petrosjan eru komnir f tvö efstu sætin f alþjóðaskákmót- inu f Maniia á Filippseyjum með 7 vinninga Bent Lar sen hefur hrapað niður f þriðja sæti með 6'A vinning, Gheorghiu er einnig með 6H vinning. I fjórða sæti eru Kavalek frá Bandarfkjunum, Quinteros frá Argentfnu, Ljubojevic og Gligoric með 6 vinninga. að hann hafi meðferðis orðsend- ingu frá Rússum til Chilestjórnar. Samkvæmt óopinberum heimildum voru 5.000 fangar í Chile fyrir nokkrum mánuðum. Chilestjórn sagði i september- byrjun að fangarnir væru 2.000 og segir nú að þeim hafi fækkað i um 800. Sprenging við skóla Belfast, 18. október. AP. SPRENGJA sprakk f bifreið framan við barnaskóla f kaþólsku hverfi f Belfast f dag og að minnsta kosti 12 særðust, þar á meðal nokkur börn. Strax eftir sprenginguna brauzt út skotbardagi milli hermanna og leyniskyttna. Bardaginn torveld- aði björgunarstarfið. Áður skutu hryðjuverkamenn tvo menn rétt hjá miðborginni. Árásin fylgdi í kjölfar óeirða og íkveikna í nótt. Lögreglumenn og hermenn sem þustu til barnaskólans voru grýttir af miklum mannfjölda, sem safnaðist saman, og urðu síðan fyrir hörðum skotárásum frá leyniskyttum. Lögreglan sagði að engin vitneskja hefði enn fengizt, sem sýndi, hvort það voru skæruliðar Irska lýðveldishersins eða öfga- menn úr röðum mótmælenda sem komu sprengjunni fyrir f bílnum. Dr. Kissinger brá sér f gervi Araba, þegar hann skoðaði forna staði f Jórdanfu á sfðasta ferðalagi sfnu. Mjölið hækkar um $7 tonnið Chicago, 18. okt. AP. MJÖL hækkaði um 7 dollara tonn- ið í kauphöllinni í Chicago í dag. Soyabaunir hækkuðu um 3—16 sent einingin. Verð á maís og soyaoliu var breytilegt. Eftirspurn virtist aukast vegna yfirlýsingar Earl Butz landbún- aðarráðherra þess efnis, að senni- lega fái Rússar það korn, sem þeir hafa samið um. Fréttir um að Rússar muni njóta beztu viðskiptakjara í Bandaríkjunum virtust einnig auka eftirspurnina. Happy líður vel New York, 18. okt. AP. HAPPY, eiginkona Nelson Rocke- fellers tilvonandi varaforseta, var við ágæta heilsu í dag eftir skurð- aðgerð, sem var gerð á henni við brjóstkrabbameini. Þessi skurðaðgerð var svipuð þeirri og var gerð á Betti, eigin- konu Fords forseta, og tók þrjá og hálfan klukkutíma. Gyðingum sleppt gegn ívilnunum Rússar styðja Palestínuríki Moskvu, 18. október. AP. RtJSSAR og Egyptar samþykktu f dag að styðja stofnun Palestfnu- rfkis sem forsendu allsherjar- lausnar deilumálanna f Miðaust- urlöndum. „Sovétríkin og Egyptaland hafa orðið ásátt um að fullkomin og endanleg pólitísk lausn, sem verður að nást innan ramma Genfar-ráðstefnunnar með það fyrir augum, að koma til leiðar réttlátum og varanlegum friði í Miðausturlöndum, sé aðeins möguleg með því skilyrði, að tryggð verði lögmæt réttindi Arabaþjóðar Palestinu, þar á meðal rétturinn til að stofna þjóð- ríki,“ sagði í tilkynningu frá Tass. Fréttastofan sagði, að löndin hvettu til þátttöku Frelsissam- taka Palestínu (PLO) sem full- gilds aðila í friðarviðræðunum í Genf. Egypzka fréttastofan gaf út svipaða yfirlýsingu. Fréttatilkynningin var gefin út eftir heimsókn egypzka utanríkis- ráðherrans, Ismail Fahmy, til Moskvu. Washington, 18. október. AP. SAMKOMULAG tókst f dag um að Rússar leyfi að minnsta kosti 60.800 manns — aðallega Gyð- ingum — að flytjast frá Sovét- rfkjunum á ári gegn þvf að Rúss- ar njóti beztu viðskiptakjara gagnvart Bandarfkjunum. Aðilar samkomulagsins eru stjórn Fords forseta, sovét- stjórnin og bandaríska þjóð- þingið. Með þessu samkomulagi er tryggt að þingið samþykki frumvarp um viðskiptin við Sovétríkin og með því lýkur tveggja ára baráttu Henry Jack- sons öldungadeildarmanns fyrir því að Rússar slaki á hömlum gegn þvf að fólk flytjist úr landi. Þingið hefur ekki viljað sam- þykkja lögin um viðskipti við Sovétríkin nema því aðeins að sovézkir borgarar fái aukið frelsi til þess að flytjast úr landi. Jackson öldungadeildarmaður skýrði sjálfur frá þessu samkomu- lagi og kallaði það „sögulegt skref“. Hann sagði að þingið gæti riftað samkomulaginu, ef Rússar stæðu ekki við sinn hluta þess, en taldi að til þess þyrfti ekki að koma. Samkomulagið er f sex liðum. Samkvæmt þvf heita Rússar meðal annars að refsa ekki fólki, sem vill flytjast úr landi og að setja ekki hömlur á fólk, sem sækir um leyfi til þess að flytjast úr landi. Þetta samkomulag nær til 18 mánaða reynslutima. A þessum tíma eiga Rússar að hrinda í framkvæmd hinni nýju stefnu sinni gagnvart því fólki, sem vill fara af landi brott, og þingið mun samþykkja þær tollaívilnanir og þau lán, sem kveðið er á um í frumvarpinu um viðskiptasamn- ingana við Rússa. Jackson var hrósað mjög i dag fyrir „glæsilegt frumkvæði.1' Jackson stóð að því, að öldunga- deildin ákvað að veita Rússum ekki tollaívilnanir fyrr en samið yrði um brottflutning fólks frá Sovétríkjunum. Jackson sagði, að stjórn Nixons ____ Framhald á bls. 22 Jafntefli Moskvu, 18. október. AP. ANATOLY Karpov og Viktor Korchnoi sömdu jafntefli f 14. skákinni eftir 30 leiki f kvöld. Þeir virtust þreyttir eftir 13. skákina, sem fór í bið i annað sinn eftir 96 leiki í gærkvöldi. Biðskák- in verður tefld á morgun. Nixon staðinn að nýjum rangfœrslum Washington, 18. okt. AP. SEGULBANDSSPÓLA sem var spiluð við Watergate-réttarhöld in f dag leiddi f Ijós að Richard M. Nixon fyrrverandi forseti ræddi hættuna á þvf, að nokkr- ir helztu aðstoðarmenn hans yrðu ákærðír, 17. marz 1973 — fjórum dögum áður en hann kveðst hafa fengið fyrstu ná- kvæmu vitneskjuna um Water- gate. Þetta var f fyrsta sinn sem þessi hluti hljóðritunarinnar hefur birzt opinberlega. I viðræðunum sagði John W. Dean við Nixon að hann hefði verið viðstaddur fundi þar sem rætt hefði verið um pólitfskar njósnir, þar á meðal innbrot og sfmahleranir, en hann kvaðst telja að áformin hefðu verið lögð á hilluna. Kviðdómendurnir heyrðu sfðan Dean segja: „Það næsta sem ég heyrði var ... inn- brotið 17. júní.“ Nixon spurði: „Þú heyrðir umræður um það, en þú heyrðir engar umræður um hleranir, var það . . . á fundum þfnum? Eða hvað?“ Seinna heyrðist Nixon ræða, hverjir væru f mestri hættu, og hafa eftir Dean að það væru fyrst og fremst John Mitchell fv. dómsmálaráðherra, Charles Colson og H.R. Haldeman fv. starfsmannastjóri — „beint eða óbeint" eins og hann sagði. Dean heyrðist segja Nixon að hann teldi sig einnig vera f nokkurri hættu og Nixon sagði: „Eg veit . . . þú varst með f þessu þegar verkið hafði verið unnið.“ Dean: „Það er rétt, en ég vissi ekkert fyrirfram." Nixon: „. . . allir hinir hafa tekið þátt f þessu helvftis máli og geta átt það á hættu að verða lögsóttir.“ Dean: „En við ekki. Það er munurinn.“ Talið snerist að Jeb Stuart Magruder, staðgengli Mit- Framhald á bls. 22

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.