Morgunblaðið - 19.10.1974, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 19.10.1974, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ. LAUGARDAGUR 19. OKTÓBER 1974 3 Hreppsnefnd Blönduóss: Skorar á ríkisstjórnina að veita rækjuveiðileyfi EINS OG fram kom 1 Morgun- blaðinu nýlega, hefur sjávarút- vegsráðuneytið dregið að veita þremur bátum frá Blönduósi rækjuveiðileyfi f Húnaflóa. 27 bátar hafa þegar fengið veiði- heimild f Húnaflóa, en voru 23 f fyrr.a. I gær barst Mbl. ályktun hreppsnefndar Blönduósshrepps, sem undirrituð er af Einari Þor- lákssyni sveitarstjúra. Alyktunin er svohljóðandi: „Hreppsnefnd Blönduóss- hrepps skorar á rfkisstjórn Is- lands að veita nú þegar bátum frá Blönduósi rækjuveiðileyfi. Fjór- um nýjum bátum er nú veitt rækuveiðileyfi, en þremur bátum skrásettum á Blönduósi, sem ætla að leggja þar upp, hefur ekki verið veitt leyfi, þótt þeir upp- fylli öll skilyrði. Á Blönduósi er allt tilbúið til rækjumóttöku. Bú- ið er að ráða starfsfólk og leggja milljónir f undirbúning. Hrepps- nefndin skorar þvf á ríkisstjórn að mismuna ekki fbúum við Húnaflóa á þennan hátt og veita bátum frá Blönduósi nú þegar umbeðin veiðiieyfi." Samkvæmt upplýsingum, sem Mbl. fékk í sjávarútvegsráðuneyt- inu f gær, hefur enn ekki verið tekin ákvörðun um það, hvort Blönduóssbátunum þremur verð- ur veitt leyfi. Hennar er þó að vænta mjög bráðlega. Tízkusýning kvenstúdenta á sunnudag FASTUR liður í skemmt- analífi Reykjavíkur er hin árlega kaffisala og tízkusýning Kvenstúd- entafélags íslands. Ágóð- inn rennur í styrktarsjóð félagsins. Að þessu sinni fer skemmtunin fram í súlnasal Hótel Sögu sunnudaginn 20. okt. kl. 15.00. Verða á boðstólum gómsætarkökurogbrauð, bakað af félagskonum. Stúlkurnar sem sýna eru einnig úr hópi félags- kvenna. Fatnaður sem sýndur verður er frá þremur tízkuverzlunum, Eros, Kjólaverzluninni Elsu og Tommy í Glæsi- bæ. Skófatnaður er frá Skóverzlun Sólveigar og hattar frá Soffíu Pálma. Elsa Haraldsdóttir sýn- ir nýjungar í hárgreiðslu. Kynnir á sýningunni verður Brynja Bene- diktsddttir leikkona. FYRIRLESTRAR Á SÖGUSÝNINGUNNI Sýningarstúlkur úr Kvenstúdentafélaginu f tfzkuflfkum, sem þær ætla að sýna. Ljósm. Öl. K. Mag. AÐSÖKN að sögusýningunni að Kjarvalsstöðum „tsland — tslend ingar, ellefu alda sambúð lands og þjóðar“, hefur verið góð að undanförnu og er óhætt að segja að sýningin veki verulega athygli sýningargesta. Frá þessu er skýrt f fréttatilkynningu frá Þjóð- hátfðarnefnd 1974. Meðan á sýningunni stendur verða fluttir 20 fyrirlestrar um ýmis málefni sem varða land og þjóð og verður efnisval mjög f jöl- breytt. Fyrsti fyrirlesturinn verð- ur fluttur á morgun.laugardaginn 19. okt. Fyrirlesari verður Hörður Ágústsson listmálari, en erindið nefnir hann: „íslenzkar kirkjur að fornu og nýju.“ Fyrirlesturinn hefst kl. 15 í hliðarsal að Kjarvals- stöðum. A sunnudaginn (20. okt.) flytur Páll Bergþórsson veðurfræðingur erindi sem hann nefnir: „Lofts- lag á Islandi í ellefu aldir“ og hefst það kl. 15. Kiukkan 16.30 sama dag talar dr. Sigurður Þórarinsson um: „Jarðvegseyð- ingu á Islandi." Daglega eru sýndar litskyggnur af íslenzku landslagi, sem hinn kunni ljösmyndari Gunnar Hannesson hefur tekið á fjöl- mörgum ferðum sínum um land- ið. Sögusýningin að Kjarvalsstöð- um er opin daglega frá kl. 14 til 23, nema mánudag. Sýningunnu lýkur 24. nóv. Kosningaréttur stúd- enta takmarkaður — Pétur sló í gegn í Höfn segir í frétt frá Vöku SAMNORRÆNI jazzkvintettinn, sem íslenzki trommuleikarinn Pétur östlund var útnefndur í, lék fyrir skömmu á norrænni músikviku f Kaupmannahöfn. Morgunblaðinu hefur borizt um- sögn um leik kvintettsins úr danska blaðinu Berlingske Tid- ende, og segir þar m.a. að ekki hafi gefizt nægur tími til að meta gæði hans til fullnustu, en ljóst þyki að liðsmönnum hans hafi ekki tekizt að ná nægilega saman; þeir hafi leikið flestir í sínum sérstaka stfl án þess að samræma hann heildinni. Gagnrýnandi blaðsins nefnir þó tvo eða þrjá ljósa punkta og sá ljósasti er greinilega Pétur Östlund, sem er nefndur „hið íslenzka trommu- undur“. Hafi leikur píanóleik- arans Ole Köck Hansens og saxó- fónleikarans Knut Riisnæs alveg fallið í skuggann af hamförum Östlunds við trommusettið. Sér- staklega minnist gagnrýnandinn„ Henrik Iversen á „hefðbundið og gáskafullt trommusóló“ Östlunds, KOSNINGAR til 1. desember- nefndar 1 Háskóla tslands fara fram þriðjudaginn 22. október n.k. t fréttatilkynningu frá Vöku, félagi lýðræðissinnaðra stúdenta, segir að meirihluti kjörstjórnar haf i ákveðið að þrengja kosninga- fyrirkomulagið frá þvf sem áður var. Kosið verður á fundi, sem hefst kl. 20 á þriðjudagskvöld og verður húsinu lokað tveimur stundum eftir að fundurinn hefst. 1 fréttatilkynningu Vöku segir m.a.: „I reglugerð um kjör til 1. des. nefndar segir, að til hennar skuli kosið á almennum stúdentafundi. Sá fundur verður haldinn f Súlnasal Hótel Sögu þriðjudaginn 22. október og hefst kl. 20. t fyrra var fundurinn opinn, og kosning hófst klukkustundu eftir að fundur hófst. Síðan var kosið í hálfan annan tíma. Var þetta gert til þess að sem flestir gætu neytt atkvæðisréttar síns, þar sem margir stúdentar eiga ekki heimangengt á slíkan fund nema stutta stund. Fulltrúar lista Vöku Atvinnuleikhús í Hafnar firði upp úr áramótum? lögðu til við kjörstjórn, að þetta fyrirkomulag yrði rýmkað. A það var ekki fallizt, heldur þrengdi kjörstjórn kosningarfyrirkomu- lagið frá þvf, sem verið hafði f fyrra. Verður húsinu nú lokað 2 klst. eftir að fundur hefst, og kosning mun því byrja um kl. 21.15 — 21.30. Með því að binda kosninguna við stuttan tíma um kvöldið er kosn- ingaréttur stúdenta mjög tak- markaður. Ákvörðun þessa tóku formaður kjörstjórnar og fulltrúi Verðandi í henni. Furðu gegnir, að Verðandimenn skuli ráðast f það að leggja svo til atlögu við kosningarétt stúdenta, og vfst er, að slíkar aðgerðir gefa umræðu um Tjáningarfrelsi og skoðana- myndun byr undir báða vængi. Þrátt fyrir þessa takmörkun á kosningarréttinum tók Vaka ákvörðun um að ganga til kosn- inga f trausti þess, að stúdentar svari þessari skerðingu á lýð- ræðislegum réttindum sínum á viðeigandi hátt með þvf að fjöl- menna á fundinn á þriðjudaginn kl. 20 og veita frambjóðendum Vöku brautargengi." Eyrarbakka 18. október — NÝLOKIÐ er við að leggja fyrstu olíumölina á götur hér á Eyrar- bakka. Olíumalarlagið er um mið- bik þorpsins, 350 metrar að lengd, og er það með fullfrágengið allt svæðið umhverfis hraðfrystihús- ið. LEIKFELAG Hafnarfjarðar hóf að nýju starfsemi sfna föstudag- inn 11. okt. með sýningu í Menntaskólanum við Hamrahlíð á sænska leikritinu Leifur, Lilla, Brúður og blómi f þýðingu Harðar Torfasonar. Leikstjóri er Kári Halldór. Munu sýningar verða í skólum eftir því sem unnt er. Með hlutverk fara: Leifur, Gunnar Magnússon; Lilla, Þóra Lovísa Friðleifsdóttir; Brúður, Sigríður Eyþórsdóttir og Blóma leikur Hörður Torfason. Athygli skal vakin á tveim sýn- ingum, sem verða í Lindarbæ fimmtudagskvöldið 24. okt. og mánudagskvöldið 28. okt. Hefjast báðar sýningarnar kl. 9, miðasala verður i Lindarbæ frá kl. 7 báða dagana og er miðaverð kr. 400. Sýningin er einn og hálfan tíma í flutningi, stanzlaust. Hér hefur verið ruddabrim undanfarna daga, gæftir lélegar og lltill afli, þegar gefið hefur á sjó. Héðan eru þó gerðir út 7 bátar og er fiskvinnslufólk nú komið á atvinnuleysisskrá vegna hráefnaskorts. . — Oskar. Þetta verða einu sýningarnar utan skóla og jafnframt síðustu sýningarnar á verkinu, þar sem L.H. mun fella niður núverandi rekstrarfyrirkomulag sitt og hefja rekstur atvinnuleikhúss væntanlega strax upp úr áramót- um. Nánar mun verða greint frá því síðar. Á myndinni eru Hörður Torfa- son og Sigríður Eyþórsdóttir í hlutverkum sínum. Tvö slys á Hornafirði Hornafirði, 18. október. TVÖ alvarleg slys hafa orðið á Hornafirði nýlega. I fyrrakvöld lenti piltur á skellinöðru aftan á bíl og brotnaði á fæti. Fóru báðar pípur sundur. Morguninn eftir voru vegagerðarmenn að setja leiðarmerki á Lónsvegamótin. Notuðu þeir jarðbor, en borinn hrökk i höfuð verkstjórans og hlaut hann talsverðan áverka. Báðir hinir slösuðu voru fluttir til Reykjavíkur til frekari læknis- meðferðar. — Elfas. Olíumöl lögð á Eyrarbakka Perusala í Kópavogi LIONSKLUBBARNIR í Kópa- vogi munu um þessa helgi hafa sína árlegu perusölu í bænum. Öllum ágóða verður að venju varið til líknar- og æskulýðs- mála. Klúbbfélagár vonast eftir •stuðningi Kópavogsbúa nú sem fyrr. Jarðskjálftar í Hvítársíðu JARÐSKJALFTAR fundust f fyrrinótt rétt fyrir klukkan 02 I Hvftársíðu. Styrkleiki skjálftans var 3,4 stig á Richterkvarða og sagði Ragnar Stefánsson jarðskálftafræð- ingur að upptökin hefðu mælzt f Sfðufjalli, en upptök jarð- skjálftanna f maf og júlf f sum- ar voru þar einnig. Þó eru upp- tökin nú 10 km frá þeim stað, þar sem þau voru í sumar.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.