Morgunblaðið - 19.10.1974, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 19.10.1974, Blaðsíða 4
4 MORGUNBLAÐIÐ. LAUGARDAGUR 19. OKTÓBER 1974 22 0-22- RAUDARÁRSTIG 31 V_______________/ LOFTLEIÐIR BÍLALEIGA CAR RENTAL n 21190 21188 LOFTLEIÐIR Æbílaleigan felEYSIR CAR RENTAL 24460 28810 PIOMEEJ1 ÚTVARP OG STEREO KASETTUTÆKI Ferðabílar hf. BílaleigaS—81260 5 manna Citroen G.S fólks og stationbilar 1 1 manna Chervolet 8—22 manna Mercedes-Benz hópferðabilar (með bilstjórn) Hjartans þakklæti til allra, bæði. skyldra og vandalausra, sem auðsýndu mér kærleika með heimsóknum, gjöfum, skeytum og alls konar vinarhug á 80 ára afmæli mínu. Algóður Guð launi ykkur og blessi. Þórdís Símonardóttir. Lausn skipstjórans Hentugasti dýptarmælirinn fyrir 10—40 tonna báta. 8 skalar niður á 720 m dýpi, skiptanleg botnlína, er greinir fisk frá botni. Dýpislina og venjuleg botnlina, kasetta með 6" þurrpappir, sem má tvínota. SIMRAD Bræðraborgarstig 1, s. 14135 — 14340. Formennska í Alþýðubandalagsinu Dagblaðið Tfminn birtir for- sfðufrétt í gær um væntanlegan landsfund Alþýðubandalagsins og átök um formannskjör. t blaðinu segir m.a.: „Innan Alþýðubandalagsins gilda flóknar reglur um endur- kjör til miðstjórnar flokksins. 1 orði er þessi skipan á höfð til að efla lýðræði innan flokksins og tryggja, að enginn geti til fram- búðar fest sig f sessi í mið- stjórninni, en á borði leiðir og af þessari skipan mála, að f miðstjórn hefur á stundum ver- ið kjörið fólk, sem litla eða enga reynslu hefur f pólitfsku starfi, og þannig geta hinir raunverulegu foringjar flokks- ins tryggt sér, að miðstjórnin lúti vilja þeirra. Staða Ragnars Arnalds hefur um langa hrfð verið veik. Mörg- um Alþýðubandalagsmönnum hefur þótt nokkuð á skorta, að hann væri nógu skeleggur og einarður. Magnús Kjartansson er sagður vera f hópi þessara manna, og undanfarnar vikur hefur hann leynt og ljóst stefnt að þvf að taka sjálfur við stjórnvelinum á landsfundin- um f nóvember. Er haft við orð innan flokks- ins, að Magnúsi þyki nú kom- inn tfmi til þess að formanns- sætið skipi maður, sem „hlustað er á og mark er tekið á“. Nú þurfi að taka málin fast- ari tökum og sýna meiri einurð en gert hefur verið, ekki sfzt með tilliti til þess, að nú sé Alþýðubandalagið utan sjtórn- Átök Magnúsar og Lúðvíks Tfminn segir ennfremur: „Þvf fer þó fjarri, að forystu- lið Alþýðubandalagsins sé reiðubúið að samþykkja, að Magnús taki við formennsk- unni. Innan flokksins er djúpstæð- ur ágreiningur um ýmis mikil- væg mál, og má t.d. nefna bandarfska herliðið og áform um stóriðju hér á landi. Lúðvfk Jósepsson og Magnús eru á önd- verðum meiði hvað stóriðjuna áhrærir. Þá munu þeir Jónas Árnason og Stefán Jónsson vera andsnúnir stóriðju. Þeir treystu báðir stöðu sína f kosningunum sfðustu og hafa þess vegna ekki f hyggju að láta Magnús segja sér fyrir verkum. Jónas hefur t.d. sfður en svo farið dult með óánægju sfna f viðtölum við kjósendur sfna. Þá eru þeir Magnús og Lúðvfk ósáttir um afstöðuna til banda- rfska herliðsins. Magnús leggur mikla áherzlu á að herinn verði látinn fara, en stuðningsmenn Lúðvfks fara hins vegar háðu- legum orðum um það, sem þeir kalla „Suðurnesjadelluna hans Magnúsar“, og eiga þar við her- stöðina." „Aðra en Lúðvík Jósepsson” t lok fréttar Tfmans segir: „Einar Olgeirsson mun hafa verið þess fýsandi, að kosning- um loknum, að komið yrði á nýrri „nýsköpunarstjórn“ Al- þýðubandalags og Sjálfstæðis- flokks. Aðrir gamlir sósfalistar hafa fylgzt með þessum málum öllum úr f jarska, og mun mörg- um þeirra þykja sem flokkur- inn hafi f seinni tfð mjög sveigt af leið og fjarlægzt þau mark- mið, sem þá dreymdi eitt sinn um. Samkvæmt sfðustu fregnum mun Magnús Kjartansson hafa verið búinn að reifa það við alla valdamestu menn flokks- ins, að hann tæki við formanns- taumunum — aðra en Lúðvfk Jósepsson. Verður þvf spenn- andi að fylgjast með gangi mála innan Alþýðubandalags- ins næstu vikur.“ fólk — fólk — fólk — fólk Fé hefur farið fjölg- andi í Miðfirðinum Rætt við Benedikt á Staðarbakka LESENDUR Mbl. kannast vel við Benedikt Guðmundsson bónda á Staðarbakka f Miðfirði, enda eru þær ófáar fréttirnar úr Miðfirðinum sem hann hefur sent blaðinu. Blaða- maður Mbl. hitti Benedikt sem snöggvast að máli þegar hann var á ferð f Miðfjarðarrétt fyrr f haust. — Þú ert ekki alveg ókunn- ugur hér í Miðf jarðarrétt Bene- dikt? „Nei, ég hef verið hér við réttir í ein 50—60 ár og held því áfram alveg ótrauður. Hins vegar hef ég ekki farið á fjall í nokkur haust, en áður fyrr fór ég oft í göngur." — Er hún ekki komin nokkuð til ára sinna þessi rétt? „Jú, hún hefur staðið síðan nokkru eftir aldamót. Hún er orðin anzi léleg eins og sjá má, en hún gerir þó enn sitt gagn.“ — Fjárbúskapur er algeng- astur í Miðfirðinum? „Það er nú svo, að fé hefur heldur farið fjölgandi með ár- unum en tala kúa hefur verið svipuð. Á mæðuveikiárunum urðum við fyrir miklu áfalli eins og aðrir bændur 1 landinu, það varð að skera allt fé árið 1947 og skipta um. Skiptin tók- ust mjög vel að mínu mati, það hefur ekki orðið vart neinna alvarlega kvilla síðan. Nú hafa Miðfirðingar um 13—14 þúsund fjár á fóðrum og að lömbum meðtöldum um 30 þúsund fjár. Þar af var helm- ingur rekinn á fjall, en hinn helmingurinn gékk 1 heimahög- um“. — Kemur fé vænt af fjalli að þessu sinni? „Svona rétt í meðallagi sýnist mér, en ekki eins vel og í fyrra. Benedikt á Staðarbakka dregur f dilka f Miðf jarðarrétt. Þeir sögðu það gömlu menn- irnir, að lömbin yrðu smærri þegar voraði vel. Annars hefur veður verið mjög gott upp til heiða í sumar, alveg eins og niður í byggð. Heyskapur hefur gengið með allra bezta móti I sumar og heyfengur er góður.“ — Og að lokum, Benedikt, finnst þér bragurinn 1 Mið- fjarðarrétt hafa breytzt eitt- hvað síðan þú komst hér fyrst fyrir 50—60 árum? „Mér finnst nú þetta ósköp sviðað og það hefur alltaf verið, það sækir margt fólk réttina og réttarstörfin ganga vel. Það er þá helzt að breytingin sé sú, að nú sjást færri fullir í réttinni en þegar ég fór fyrst. að venja komur mínar hingað, og er það athyglisvert á þessum síðustu og verstu tímum, sem margir telja, en ég er nú ekki í þeim hópi.“ —SS. Fimm felldir Salisbury, 18. okt. AP. ÖRYGGISSVEITIR Rhódesíu- stjórnar hafa fellt fimm afríska skæruliða síðustu daga og þar með hafa alls verið felldir 426 skæruliðar síðan I desember 1972 að sögn stjórnarinnar í dag. Byssum skilað Lourenco Marpues, 18. október. AP: Borgurum í Mozambique var í dag skipað að afhenda öll vopn innan 30 daga þar sem óttazt er að óánægðir Portúgal- ar reyni að koma 1 veg fyrir að Afríkumenn taki við völdunum 25. júní á næsta ári eins og ráðgert er. Tafir verða á framkvæmd laga um tann- læknaþjónustu SAMKVÆMT lögum, er sam- þykkt voru á sfðasta Alþingi um tannlæknaþjónustu, er gert ráð fyrir hlutdeild sjúkrasamlags- ins f tannlækningakostnaði almennings. Hluti þessara laga átti að koma til framkvæmda hinn 1. september sl. en af þvf hefur ekki orðið enn. Morgunblaðið sneri sér til Páls Sigurðssonar, ráðuneytisstjóra, og spurði hann hverju þessi drátt- ur á framkvæmd laganna sætti. Páll sagði það rétt vera, að hluti þessara laga hefði átt að koma til framkvæmda nú 1. september sl. og aftur 1. janúar, ef samkomulag yrði um slíkt fyrirkomulag við tannlækna, Ifkt og samkomulag hefði orðið við lækna um svipaða skipan heimilislæknisþjónust- unnar. Astæðuna fyrir þessum drætti sagði hann vera þá, að viðræðurnar við tannlækna hefðu dregizt á langinn vegna sumar- leyfa meðal annars en nú væri þó búið að halda einn fund um málið. Kvað hann tannlækna nú vera að tilnefna fulltrúa sína i samninganefndina, sem ræða myndi við fulltrúa Trygginga- stofnunarinnar um þessi mál. Kvaðst Páll vona, að fljótlegayrði hægt að framkvæma þetta ákvæði laganna, ef tannlæknar lýstu sig ekki andvíga þvi.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.