Morgunblaðið - 19.10.1974, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 19.10.1974, Blaðsíða 10
MORGUNBLAÐIÐ. LAUGARDAGUR 19. OKTÓBER 1974 Aðhalds- og sparnaðaraðgerðir Reykjavíkurborgar: Vistheim- ili fyrir imgmenni Á FUNDI borgarstjórnar sl. fimmtudag var vfsað til félags- málaráðs tillögu Guðmundar Magnússonar, varaborgarfull- trúa Alþýðuflokksins, þar sem lagt er til að könnuð verði þörf á stofnun lftils heimilis fyrir þau börn og ungmenni, sem útskrifast hafa frá sérhæfðum upptöku- og skólaheimilum og hvergi eiga vfsan samastað. Markús örn Antonsson upp- lýsti, að félagsmálaráð hefði f fyrra samþykkt að stofna vist- heimili af þessu tagi fyrir 5 til 8 unglinga. Það hefði hins vegar ekki komist inn á fjár- hagsáætlun þessa árs. En hér væri um brýnt úrlausnarefni að ræða, og f október 1973 hefði verið lögð fram f félags- málaráði greinargerð um athugun á þörf fyrir slfkt heimili. Sundkennsla BORGARSTJORN vísaði sl. fimmtudag frá tillögu Guð- mundar Magnússonar vara- borgarfulltrúa um skipun nefndar til að skila áliti um fram- tíðarskipulag sundkennslu í borg- inni. Samkvæmt upplýsingum Ragnars Júlíussonar eru tillögur um þetta efni i greinargerð um samfellda skólakennslu. Volvo Penta/Stamford Ijósavél 136 kva 3X380/220 volt. Báðar spennur mögulegar með einfaldri breytingu á tengibretti. Ljósavélin er skv. kröfum Norska Verítas. Allar upplýsingar gefa sölumenn vorir. VELTIR HF. Suöurlandsbraut 16,sími35200. Komið í millj. kr. A borgarstjórnarfundi sl. fimmtudag greindi borgarstjóri frá þvf, að fyrirsjáanlegt væri, að f járhagsstaða borgarinnar myndi versna um 500 til 600 millj. kr. á þessu ári vegna verðbólgunnar. Verðbólgan nú væri milli 40 og 50%, en miðað við 40% verðbólgu hefðu rekstrarútgjöld borg- arinnar átt að vaxa um 1000 millj. kr. á þessu ári. Ljóst væri þvf, að með sparnaði og aðhaldi f rekstri hefði tekist að hamla gegn 400 til 500 milljóna kr. útgjaldaaukn- ingu. Ef f járhagsmálin hefðu ekki verið tekin föstum tökum, væri ástandið orðið enn hrika- legra en raun bæri vitni um, eins og þessar tölur sýndu. Borgarstjóri gat þess enn- fremur, að jafnframt aðhaldi og sparnaði í rekstri hefði verið dregið verulega úr framkvæmd- um og aðeins verið ráðist í brýn- ustu verkefni. Hann minnti á, að á síðasta fundi borgarstjórnar hefðu borgarfulltrúar minnihlut- ans sakað fulltrúa Sjálfstæðis- flokksins um að hafa misnotað aðstöðu sína hjá Reykjavíkurborg í þágu flokksins með því að ráðast 3Hor0imt>Tnt>ifo ^ j mflRCFRLDRR mÖCULEIKH VÐRR Fjárhagserfiðleikar borgarsjóðs: Viðræður um lántöku hafa staðið vfir BORGARSTJÓRI, Birgir ísleifur Gunnarsson, upplýsti á fundi borgarstjórnar sl. fimmtudag, að hann vonaðist til, að í næstu viku yrði unnt að skýra frá niðurstöð- um viðræðna við bankastjórnir Landsbankans og Seðlabankans um nokkurra ára lán til þess að jafna yfirdráttarskuld borgarinn- ar í Landsbankanum. Umræður þessar hafa staðið yfir að undan- förnu í samræmi við samþykkt borgarstjórnar frá því í ágúst. Þessar upplýsingar komu fram í tilefni til tillögu borgarfulltrúa Framsóknarflokksins, þar sem lagt var til að borgarstjórn fæli borgarstjóra og borgarráði nú þegar að hefja viðræður við Landsbankann og Seðlabankann í þessu skyni, þannig að niðurstöð ur lægju fyrir við gerð fjárhags- áætlunar fyrir árið 1975. Tillög- unni var vísað frá með þeim rök- stuðningi, að viðræður þessar stæðu nú þegar yfir og úrslita væri að vænta fljótlega. Frá- vísunartillagan var samþykkt með 9 atkvæðum gegn 6. 1 frávísunartillögu Birgis Is- leifs Gunnarssonar borgarstjóra segir, að nauðsynlegt hafi verið að taka skammtfmalán hjá Lands- bankanum til að komast hjá greiðslustöðvun. Borgarráð hefði 1 umboði borgarstjórnar þegar samþykkt lántöku til að jafna greiðslustöðu borgarsjóðs og að undanförnu hefðu staðið yfir við- ræður við lánastofnanir um það efni. Lánastofnanir hefðu hins vegar ekki verið til skamms tíma til viðræðu um föst lán vegna þess glundroða sem vinstri stjórnin kallaði yfir þjóðina f efnahags- málum. Þetta viðhorf lánastofn- ana væri nú að breytast og þess væri að vænta, að samningavið- ræðum lyki mjög fljótlega. Til- laga borgarfulltrúa Framsóknar- flokksins fæli ekkert nýtt í sér umfram það, sem þegar hefði ver- ið samþykkt, nema ákveðna láns- fjárupphæð og lánstíma, sem úti- lokað væri að borgarstjórn tæki einhliða ákvarðanir um á þessu stigi. Af þessum sökum væri til- lögunni vísað frá. 1 greinargerð með tillögu borgarfulltrúa Framsóknar- flokksins segir, að brýna nauðsyn beri til að breyta nú þegar yfir- dráttarskuldum og öðrum óhag- stæðum skammtímalánum í föst lán og létta þannig vaxtabyrðina. Borgarstjóri hefði í lok ágúst leit- að heimildar borgarráðs til lán- töku, en þar sem ekkert hefði gerst í málinu, væri nauðsynlegt að borgarstjórn tæki málið í sfnar hendur. Tækist Reykjavíkurborg að koma áætluðum halla þessa árs þ.e. u.þ.b. 700 míllj. kr. á 7 ára skuldabréf, myndi greiðsla af- borgana og vaxta verða um 210 millj. kr. á næsta ári. Með þessu móti mætti hindra gífurlegan niðurskurð framkvæmda á næsta ári, enda væru mörg aðsteðjandi verkefni, sem ekki gætu beðið. Auk Birgis Isleifs Gunnarsson- ar borgarstjóra og Kristjáns Benediktssonar, sem mælti fyrir tillögu framsóknarmanna, tóku til máls: GuðmundurG. Þórarinsson, Guðmundur Magnússon, Adda Bára Sigfúsdóttir og Markús öm Antonsson. veg fyrir 4—500 útgjaldaaukningu í óhóflegar framkvæmdir. Albert Guðmundsson hefði þá óskað eftir því, að þeir nefndu þó ekki væri nema eitt dæmi um slíka misnotk- un. Við þeirri spurningu hefði hins vegar ekkert svar f engist. Því næst gat borgarstjóri þess, að nú væri liðinn hálfur mánuður frá því að spurningin var borin fram og enn bólaði ekki á svari. Hann lagði síðan áherslu á, að aðeins hefði verið ráðist f brýn- ustu framkvæmdir og öðrum hefði verið frestað. Birgir Isl. Gunnarsson borgar- stjóri. Höfum til reiðslu strax straufría sængurfataefnið er nú fyrirliggjandi í mörg- um mynztrum og litum. Einnig í saumuðum settum. Kærkomin gjöf, hverj- um sem hlýtur. Sparið húsmóðurinni erfitt verk, sofið þægilega og lífgið upp á litina í svefnherberginu. Reynið Night and Day og sannfærizt. Samband íslenzkra samvinnufélaga Innflutningsdeild Sambandshúsið Rvík sími28200 Frá borgar- stjórn Útgerðar- menn

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.