Morgunblaðið - 19.10.1974, Síða 13

Morgunblaðið - 19.10.1974, Síða 13
MORGUNBLAÐIÐ. LAUGARDAGUR 19. OKTÓBER 1974 13 myndasafnið kaupir myndirnar og lánar til skóla og fræðslu og utan- rikisráðuneytið lánar myndir til landkynningar erlendis. Einnig kemur fyrir, að beðið er um-kopiu erlendis til sýningar. En litið er upp úr þessu að hafa miðað við kostnað. Frummyndirnar liggja heima hjá Ósvaldi eða i London, þar sem gerðar eru af þeim kopiur, ef á þarf að halda. Og nú er nýjasta myndin, Eldur í Heimaey, tilbúin. Hverjir fá að sjá hana? Það hefur Ósvaldur ekkert hugsað um, en hann ætiar a.m.k. ekki að efna til sýninga á henni. Ósvaldur tekur fram, að hann hafi fengið mikla aðstoð við gerð þessarar kvikmyndar. j upphafi gekk ekki greiðlega að fá að fara á staðinn, sem kom dálítið kyndug- lega fyrir sjónir, eftir að hafa skundað að öllum eldstöðvum þangað til óhindrað. En Þorleifur Einasson, jarðfræðinur, kom Ós- valdi til aðstoðar þá og oftar. Vil- hjálmur Knudsen sonur hans sem hefur lært kvikmyndun og gert að ævistarfi sínu, fór til Eyja um leið og gosið byrjaði og kvikmyndaði, einkum framanaf, og hann aðstoð- aði föur sinn við tæknilegan frá- gang. Einnig kveðst Ósvaldur hafa fengið fallega búta frá fleirum, þvi enginn einn maður nái öllu. Við textagerð naut Ósvaldur að venju góðrar aðstoðar dr. Sigurðar Þór- arinssonar, sem hefur samið texta við allar eldfjallamyndir hans. Og Magnús Blöndal Jóhannsson gerði tónlist við þessa mynd sem fleiri. Alan Boucher var Ósvaldi hjálplegur viðenska textann, eins og hann hefur ávallt gert. — Ég hefi fengið hjálp frá mörgum mönnum, sem mér er ákaflega mikils virði, sagði Ósvaldur. Og þvi má ekki gleyma, ef nefndar eru myndir minar. — Jú, ég er ánægður með að hafa lagt þetta á mig fyrir kvik- myndunina, sagði Ósvaldur að lok um. Ég sé ekki eftir þvi. Annars hefði ég ekki gert það. Áhuginn á að ná einhverju á filmu drifur mann oft á staðinn og það er t.d. ávallt heillandi að sjá eldgos. Það er ekki sambærilegt við neitt og af því hefði ég ekki viljað missa. Ekki sagðist Ósvaldur vera far- inn að hugsa um næsta viðfangs- efni. En þó hann sé orðinn 75 ára, trúa þvi ekki þeir, sem þekkja hann, að hann sé alveg hættur. Ekki kæmi á óvart þó maður sæi hann hlaupandi af ákafa með þunga kvikmyndavélina, ef ein- hvers staðar færi að gjósa eða liggjandi milli þúfna með vélina til að ná fallegu blómi eða fugli.— E.Pá. með íslenzku bæjarlagi, sem blasir við á árbakka Sogsins og vekur athygli vegfarenda. Þá var hann lengi búinn að vera i tjaldi á þess- um stað á sumrin við laxveiðar. Og þar byggði Ósvaldur sér burstabæ, kallaði Laxabakka og girti F kring til verndar gróðrinum. Hann og fjölskylda hans undu sér þar mörg sumur. j rúman áratug fór hann lika alltaf með félögum sinum, Birni Ósvaldur við kvikmyndun. Ósvaldur Knudsen er 75 ára í dag. Hann er þó langt frá því aS vera setztur í helgan stein, eins og þaS er kallaS. Því fyrir fáum dögum frumsýndi hann við opnun Norrænu eldfjallastöðvarinnar nýja kvikmynd, Eldur í Eyjum, sem hann hefur að undanförnu verið að Ijúka við. Vakti hún aðdáun þeirra, sem sáu þessa frum- sýningu. Ósvaldur er fæddur á Fáskrúðs- firði 19. október 1899, en fluttist með foreldrum sinum til Akureyr- ar, þar sem hann var til 12 ára aldurs. Faðir hans, Vilhelm Knud- sen, var kennari á Fáskrúðsf irði og síðar kaupmaður á Akureyri, og móðir hans var Hólmfriður Gisla- dóttir. systir Þorsteins Gislasonar, ritstjóra. Árið 1914 keyptu þau húsið, sem stendur á horni Berg- staðastrætis og Hellustunds og 1919 byggði Vilhelm við hliðina á því fallega, hvita húsið i Hellu- sundi 6. En Ósvaldur byggði árið 1925 lágu, vinalegu bygginguna á bak við og setti þar upp málara- verkstæði, en breytti þvi siðar i Ibúðarhús. þar sem hann býr enn. Ósvaldur er þvi búinn að vera býsna lengi i Þingholtunum. Þang- að heimsótti fréttamaður Mbl. hann um daginn og drakk þar morgunkaffi i tilefni afmælisins. Ósvaldur var að vanda gestrisinn og hlýr i viðmóti, en ekki marg- máll um sjálfan sig. Þegar Ósvaldur byggði bakhús- ið. hafði hann numið húsamálun hjá Ástu málara Árnadóttur, en lagði síðan leið sina til Danmerkur og Þýzkalands til að bæta við sig námi i innanhússkreytingu, en lærði ekki mikið af því, fannst honum. Ekki vildi Ósvaldur heldur gera neitt úr þvi, að hann hefði málað listaverk. — Föndraði bara svolitið við að teikna, sagði hann, þegar bent var á að á veggjum hengju samt myndir eftir hann. M.a. blasir við f anddyrinu i húsi hans freskumynd á heilum vegg, sem hann hefur gert þar. Og allt ber húsið merki um listfengi hans. I öðrum enda hússins hefur Ós- valdur innréttað vinnustofu. Þar er litill kvikmyndasalur og klefi til að ganga frá og klippa kvikmynd- ir. Og þar er íka eldtraust her- bergi, þar sem geymdar eru frum- myndir af hinum 40—50 kvik- myndum. sem hann hefur gert. Það er dýrmætt safn og á kannski eftir að verða enn dýrmætara. er fram liða stundir. Sumt af þvi, sem Ósvaldur hefur fest á filmu, er nú horfið, svo sem gömlu vinnubrögðin. sem hann safnaði og tók á Ströndum á árunum 1950—55 og sumir þeirra manna dánir, sem hann kvikmyndaði. Þarna eru kvikmyndir um öll eld- gos á islandi frá því Ósvaldur byrjaði að filma skömmu fyrir Heklugosið 1947. Þar eru myndir af tveimur Heklugosum, Öskju- gosi, þrjár Surtseyjarmyndir og nú myndin um gosið á Heimaey. Og þar eru kvikmyndir af fuglum og plöntum. sveitum og merkum mönnum og mörgu fleiru. Þessar kvikmyndir hafa verið teknar til sýningar á merkum kvik- myndahátiðum viða um heim, og er það eitt mikil viðurkenning. T.d. hefur Ósvaldur átt myndir á kvikmyndahátiðum á ítaliu. f Moskvu, f Búdapest, i Krakow, i Berlin, á írlandi og viðar. Og Surtseyjarmyndir hans hafa feng- ið fyrstu verðlaun og gullverðlaun á Edinborgarhátiðinni 1965. i Trento sama ár, á heimssýning- unni i Montreal 1967 og í Buda- pest 1971. En hvenær byrjaði Ósvaldur að kvikmynda og hvernig stóð á þvf? — Ég hafði alltaf tekið Ijósmyndir frá þvF ég var unglingur, sagði hann. En skömmu áður en Hekla gaus 1947 kom Guðmundur frá Miðdal til min með kvikmyndavél og spurði hvort við ættum ekki að fara að taka kvikmyndir. Um morguninn, þegar Heklugosið hófst, fór ég á staðinn og úr þvf varð fyrsta myndin, sem ég gerði. Fyrir tveimur árum gerði ég svo nýja kvikmynd um Heklugos og blandaði þá saman viðfilmur, sem Steinþór Sigurðsson og fleiri tóku. Þá hafði maður ekki eins góðan útbúnað, eins og nú. Ég var með Bolexvél, sem ég notaði raunar lengi. En hún var auðvitað ekki svipað því eins góð og Arrifles vélin, sem ég nota núna. Við spjöllum um kvikmyndir Ósvalds. Hann hefur löngum valið sér viðfangsefni úr náttúrunni. Hann kveðst alltaf hafa haft gam- an af þvf að ferðast og ferðaðist mikið um landið, m.a. með Fjalla mönnum. — Þá ferðaðist maður til þess eins að ferðast, segir hann, en eftir að kvikmyndunar- áhuginn vaknaði var e.t.v. frekar lagt i ferðir til að kvikmynda, segir hann. Kannski missir maður af einhverju með þvi að horfa alltaf gegnum myndavél, bætir hann við. En ég hefi, held ég, alltaf haft unun af þvi að vera úti og skoða blóm og fugla og hefi því valið mér viðfangsefni, þar sem náttúr- an er a.m.k. í bakgrunninum. — Ég er ekki frá þvi, að þessi áhugi á ferðalögum upp um fjöll hafi vaknað þegar Skugga-Sveinn var leikinn á Akureyri, sennilega 1906—7, svarar Ósvaldur, spurningunni um það hver hafi orðið kveikjan að þessu. — Þá lék pabbi Grasa-Guddu og ég fékk að fara F leikhúsið. Komið var að grasaferðinni I leikritinu og tjaldið var dregið upp. Annað eins hafði ég aldrei séð. Sól skein í heiði, viðsýni óendanlegt og hvitir jökl- arlokuðu sjóndeildarhringnum. Ég hafði aldrei séð aðra eins fegurð og ég er ekki frá þvf, að þetta hafi verið kveikjan að þessari ástriðu minni f ferðalög. Ég man eiginlega ekki eftir öðru úr þessari leiksýn- ingu á Skugga-Sveini. Það segi ég kannski ekki alveg satt, því hún Ásta F Dal þótti mér yndisleg. Ég hefi oft séð Skugga-Svein siðan, en enginn hefur getað farið f fötin hans Einars Jónssonar, málara, sem gerði grasasenuna á Akur- eyri. Ætli annar eins málari hafi nokkru sinni verið til eða önnur eins leikkona og hún Rúna F Gilinu, sem lék Ástu í Dal. En ef til vill væri viðhorf mitt þó breytt núna. Árið 1942 byggði Ósvaldur sér hinn skemmtilega sumarbústað Stephensen og Árna Þ. Árnasyni i gönguferðir á sunnudagsmorgnum og seinna bættust Daniel Þorkels- son og Þórhallur Vilmundarson i hópinn. Þá óku þeir á einhvern stað i nágrenni borgarinnar og þaðan var farið í gönguferðir til að njóta náttúrunnar og útiverunnar fram undir hádegi. Á vegg i vinnu- stofu Ósvalds hangir kort af Reykjanesskaga. sem merktir hafa verið inn á þeir staðir, sem hópur- inn gekk um á sunnudagsmorgn- um. Og þeir eru orðnir býsna margir. Þessi ást Ósvalds á islenzkri náttúru kemur greinilega fram i kvikmyndum hans. Hann kveðst ekki sjá eftir tima og fyrirhön við að festa þetta á filmu og gera úr kvikmynd, segir hann. Maður von- ar, að eitthvað af þessu eigi eftir að geymast, segir hann. Sem dæmi má nefna, að ferðir hans í Surtsey meðan á gosi þar stóð, urðu vist milli 80 til 100 og ferð- irnar i Hrisey til að mynda rjúpuna þar og viðar urðu býsna margar á öllum árstima. Um kostnaðinn vill Ósvaldur sem minnst tala. Efnivið- urinn einn i slika mynd kostar nú orðið vafalaust nokkur hundruð þúsund krónur. — Þetta er ekki til að lifa af, segir Ósvaldur. A.m.k. hefði mér ekki þýtt að ætla að lifa af þvi. Framan af sýndi hann sinar nýju myndir F kvikmyndahúsum og fólk hafði mikinn áhuga á að koma og sjá þær. En eftir að sjónvarpið kom. hefur hann litið gert að þvi að bjóða þær fram. Fræðslu- Ósvaldur Knud- sen og Vil- hjálmur sonur hans f vinnu- stofunni. Á veggnum bak viS þá hanga verðlaunaskjöl, sem kvikmynd- ir Ósvalds hafa fengið, og við- urkenningar- skjöl fyrir þátt- töku í kvik- myndahátíð- um. Hefur gert 40 - 50 myndir Flestar úr íslenzkri náttúru

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.