Morgunblaðið - 19.10.1974, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 19.10.1974, Blaðsíða 14
14 MORGUNBLAÐIÐ. LAUGARDAGUR 19. OKTOBER 1974 Þorsteinn Sigurðs- son á Vatnsleysu Kveðja úr vesturbænum. Það verða ekki talin ný sann- indi, þótt ég segi, að heimilið sé gróðurreitur einstaklingsins og hornsteinninn í þjóðfélagsbygg- ingunni. Það er einnig minnsta, en áreiðanlega mikilvægasta sam- félagið, sem lifað er 1. Þó getur þetta samfélag orðið stærra, traustara og betra, ef tvö heimili verða eins og eitt. Þannig hefur það verið á Vatnsleysu í meira en 50 ár. Hinn óumflýjanlegi förunáutur lífsins hefur með stuttu millibili vitjað heimilanna á Vatnsleysu og kallað burt systkinin Kristínu, sem lézt hinn 30. júní s.l., og Þor- stein, er andaðist hinn 11. október og verður í dag til moldar borinn. Þar standa nú tvö auð rúm, á hugann leitar tregablandinn söknuður. En Iífsins mikla sigur- verk segir okkur, að maður komi í manns stað og af rótinni vaxi sprotinn. Þeim, sem eftir lifa, er ætlað að hefja merki hins fallna og bera það fram á við. Það verður þó ekki vandalaust að bera merki hins mikilhæfa foringja og bar- áttuglaða félagshyggjumanns, Þorsteins á Vatnsleysu. Þorsteinn var fæddur að Vatns- leysu 2. desember 1893, einka- sonur og elztur fjögurra barna Sigríðar Þorsteinsdóttur og Sigurðar Erlendssonar, bónda á Vatnsleysu. Að allra dómi voru þessi heiðurshjón traust, æðru- laus og umfram allt trú i lífsstarfi sínu. Mér er sagt, að þau hafi lagt mikla áherzlu á það að ala börn sín upp í guðstrú og góðum siðum. Þau munu hafa vænt sér mikils af syninum og fengu bæði aó lifa það að sjá upphafið að starfsferli hans. Þorsteinn var sem drengur ein- ráðinn í að yrkja þann reit, sem feðurnir skópu honum, og fórna síðan þeirri stétt, sem hann og reyndar íslenzka þjóðfélagið voru sprottin úr, bændastéttinni, öllum kröftum sínum. Hann vissi í upp- hafi, að viðskiptin við jörðina eru hægfara, en örugg, sé að þeim unnið af trúmennsku. Starf bóndans var ekki og er ekki enn vænlegt til að safna veraldarauði, enda var auðsöfnun aldrei á stefnuskrá Þorsteins á Vatns- leysu, heldur miklu fremur hitt, er hamingju veitir og manngildið eykur. Þegar Þorsteinn hóf búskap á Vatnsleysu árið 1922, verður gæfan honum strax hliðholl. Til hans ræðst kaupakona vestan af Ströndum, Ágústa Jónsdóttir frá Gröf í Bitru. Þar var kominn lífs- förunauturinn ástkæri, sem ól manni sínum 9 mannvænleg börn. Lifa þau öll nema drengur að nafni Þorsteinn Þór, en hann dó 1 bernsku, og varð fráfall hans for- eldrunum þung raun. Ágústa á stóran hlut í lífi og ævistarfi manns síns. Hún stóð við hlfð hans í blíðu og stríðu, bjó honum fagurt og gott heimili og tók á sig auknar byrðar vegna félagsmálastarfa hans. Hún hefur verið sómi íslenzku húsfreyj- unnar, er hún fyrir hönd sinnar stéttar stóð við hlið manns síns við ýmis opinber tækifæri. Mann- kostir Ágústu kunni eiginmaður- inn vel að meta og launaði ríku- lega með fádæma umhyggju. Á langri starfsævi hefur Þor- steinn unnið mikið og gott starf fyrir sveit sína. Verður þess háttar æviferils hans lengi minnst þakklátum huga. 1 áratugi hefur Þorsteinn gegnt fjölmörgum trúnaðarstörfum, stórum og smá- um, fyrir sveitunga sína, sem of langt yrði upp að telja. Má í stuttu máli segja, að hann var mikill baráttumaður í öllu því, sem til heilla horfði fyrir sveitarfélagið, í framfara- félags- og menningar- málum. Þorsteinn átti sér óskabörn á félagsmálasviðinu. Ungmennafé- lögin voru hans félagsmálaskóli. Hann sagði oft, að þau hefðu Jkomið eins og heitur sólargeisli 1 fásinni þeirra tíma. Samvinnu- félögin stóðu honum og hjarta nær, en þau sönnuðu orð skálds- ins: „Hvað má höndin ein og ein, allir leggi saman.“ 1 Samvinnufé- lögunum var fólgið afl til fram- farasóknar. Afurðasölufélögin á Suðurlandi, Mjólkurbú Flóa- manna og Sláturfélag Suður- lands, áttu og í Þórsteini góðan starfskraft, en með tilkomu þess- ara samtaka varð bylting 1 af- komumöguleikum bænda. Síðast nefni ég hinn gamalgróna félags- skap bændanna, Búnaðarfélag Is- lands, sem Þorsteinn fórnaði miklum tlma síðari hluta ævi sinnar, við góðan orðstír og reisn. Stóð hann þar við stjórnvölinn í tvo áratugi. Fyrir hönd bændanna var hús þeirra í Reykjavfk, Bændahöllin, stolt Þorsteins og prýði. Sú fram- kvæmd kostaði hann og aðra góða drengi mikla baráttu, er lyktaði með sigri, sem lengi mun sjá stað. Bjartsýnis- og gleðimaðurinn Þorsteinn á Vatnsleysu er horf- inn sjónum okkar. Við mörg tæki- færi munum við sakna hans, með tónsprotann til að laða fram söng. í safni minninganna geymast slikar stundir og eru dýrmætar. Þorsteinn var líka alvörunnar maður og trúmaður. Kirkja Krists átti í honum trúan og dyggan þjón, sem kunni góð skil á hinni helgu bók og gat af einlægni vitnað til hennar á hátíðar- og sorgarstundum. Kirkjan hans á Torfastöðum og heimilið á Vatns- leysu voru honum heilög vé. Þangað sótti Þorsteinn styrk til góðra verka. Orð Guðs var honum ávallt ljós á veginum. Þorsteinn á Vatnsleysu var ekki gamall maður, þó að rúmlega 80 ár væru að baki. Forsjónin hafði gefið honum mikla andlega og líkamlega hreysti, og fram á síð- ustu stundu hafði hann fangið fullt af verkefnum. Þannig stytti hann ævikvöldið. Á stopulum tómstundum undi hann sér við lestur góðra bóka, lék á orgelið og söng. Og skrúðgarðurinn fagri varð friðarreitur Þorsteins. Þar voru hver björk og hvert blóm vinir hans. Máttur þeirrar moldar, sem Þorsteinn trúði alla tfð á, nærði þessa vini hans svo vel, að meðan hann svaf, teygði sprotinn sig móti ljósi og nýjum degi. Nú er verkamaðurinn í víngarðinum fallinn, og blómin f garðinum á Vatnsleysu eru að falla til upp- hafsins. Huggun og styrkur er að hugsa til þess í öruggri vissu að einmitt í dauðanum eygjum við nýtt líf. Vesturbæjarfjölskyldan sendir ástvinum öllum innilegar sam- úðarkveðjur og minnist þeirra á sorgarstundu. Og elskulegan frænda kveðjum við með djúpri virðingu og þökk fyrir langa og góða samfylgd og þá gleði og festu, sem hann veitd lida sam- félaginu á Vatnsleysu. Guð veri með honum. Björn Erlendsson. Þorsteinn Sigurðsson á Vatns- leysu varð bráðkvaddur í Reykja- vík 11. þ.m., tæplega áttatíu og eins árs að aldri. Hann var sonur hjónanna Sigríðar Þorsteinsdótt- ur og Sigurðar Erlendssonar, sem bjuggu lengi á Vatnsleysu. Þor- steinn fæddist á Vatnsleysu 2. des. 1883. Hann ólst upp f systk- inahópi hjá foreldrum sínum og vann flest venjuleg sveitastörf, sem tíl féllu og vandist þvf strax öllum bústörfum. Þorsteinn fékk á unga aldri brennandi áhuga fyr- ir hvers konar framförum i land- inu en ekki sízt í landbúnaði. Tvítugur að aldri fór hann í Bún- aðarskólann á Hvanneyri og út- skrifaðist þaðan að loknu tveggja vetra námi. Þorsteinn stundaði verklegt búnaðarnám á Jaðri í Noregi 1919 og nám við lýðháskól- annfVors veturinn 1919—1920. Þegar Þorsteinn var að alast upp í Biskupstungum, fór vakn- ingaralda um landið með ung- mennafélagshreyfingunni. Ung- mennafélögin störfuðu um þetta leyti um allt land og víða af mikl- um áhuga. Þorsteinn gerðist fljótt virkur þátttakandi í Ungmenna- félagi Biskupstungna og sat í stjórn þess í mörg ár. Hann hreifst af hugsjónum, stefnu og starfi ungmennafélaganna og varð fljótt þekktur á þeim vett- vangi um allt Suðurland og víðar. Þorsteinn var glæsimenni og var eftír honum tekið hvar sem hann kom. Hann var glaður í vinahópi, söngmaður góður og hrókur alls fagnaðar þegar menn vildu létta af sér áhyggjum og gera sér daga- mun. Þorsteinn kvæntíst 1922, Ágústu Jónsdóttur frá Skálavík í Hrútafirði, og hóf búskap það ár á föðurleifð sinni, Vatnsleysu. Þorsteinn sagði oft frá því á skilmerkilegan hátt, hvernig að- staðafrumbýlingavar á þeim tíma, þegar hann byrjaði búskap. Þá voru fjárráð manna yfirleitt lítil og erfitt með allar framkvæmdir. Þá voru lánasjóðir landbúnaðar- ins ekki fyrir hendi eða önnur opinber fyrirgreiðsla. Þorsteinn þekkti frumstæða búskaparhætti og erfiðleika frumbýlingsins, sem hafði lítil fjárráð. Hann kynntist einnig nýtízku búskaparháttum og tækniframförum í landbúnaði, sem flann fékk notið á eigin býli í ríkum mæli á seinni árum. Þor- steinn var mikill áhugamaður i málefnum sem til framfara máttu verða 1 landbúnaði og á öðrum sviðum þjóðlffsins. Hann gladdist yfir því að rifja upp margt frá fyrri tíma. og Ifta yfir farinn veg. Var þá ekki dulin sú mikla breyt- ing sem orðið hefur á fáum ára- tugum í atvinnuháttum og lffs- kjörum landsmanna. Þorsteinn var hamingjusamur og ánægður í margbrotnu starfi, sem hann var þátttakandi f. Hann var einnig þakklátur og hamingjusamur fyr- ir að eiga ágæta konu, mannvæn- leg börn og gott heimili, sem veitti honum frið og skjól eftir eril og annir daganna. Þau hjónin eignuðust níu börn, og eru átta þeirra á lífi. Hafa tveir synir þeirra hjóna gerst bændur á Vatnsleysu. Þorsteinn hafói alltaf mikinn áhuga fyrir velgengni fjölskyldunnar og fylgdist ávallt vel með börnum sínum, tengda- börnum og barnabörnum, sem veittu honum mikla ánægju. Þor- steinn var maður heimilisins, gestrisinn, góður og þægilegur heim að sækja. En hann varð oft að fara að heiman végna ýmissa opinberra starfa, sem á hann hlóðust. Þorsteinn var fulltrúi á Aðalbókari. Stórt innflutningsfyrirtæki óskar eftir reyndum bókhaldara til þess að annast umsjón með bókhaldi og skrifstofurekstri fyrirtækisins. Umsóknir með uppl. um aldur, menntun og fyrri störf sendist til Mbl. fyrir 25. þ.m. merkt: „Trúnaðarmál 9603". Stúlka óskast til heimilishjálpar á íslenzkt heimili í Stokkhólmi. Upplýsingar í síma 1 0238 í dag og næstu daga. Læknaritari. Starf læknaritara við Heilsuverndarstöð Selfoss er laus til umsóknar. Umsóknar- frestur til 30. okt. Upplýsingar í síma 1 140 eða 1 767, Selfossi. Héraðs/æknir. Götun — Stórt fyrirtæki ! Reykjavík, óskar að ráða stúlku til starfa i götunar-deild. Tilboð merkt: „VAKTAVINNA 3038" leggist inn á afgr. blaðsins. Vélritunarstúlka óskast Opinber stofnun óskar að ráða vélritunar- stúlku allan daginn eða hálfan daginn eftir hádegi. Mikill vélritunarhraði og góð íslenskukunnátta áskilin. Mikil eftirvinna. Upplýsingar um aldur, menntun og fyrri störf svo og meðmæli, ef fyrir hendi eru, leggist inn á afgreiðslu blaðsins fyrir 24. okt. n.k., merkt „987" — 7277. Stýrimann og háseta vantar á 105 lesta bát í Grindavík. Síðar gæti komið til greina húsnæði. Uppl. í síma 92-8329 — 92-8238. Skrifstofustúlka. Heildverzlun i Sundaborg óskar að ráða skrifstofustúlku. Góð vélritunar- og enskukunnátta áskilin. Tilboð leggist ínn á afgr. Mbl. fyrir 25. þ.m. merkt: 4635. Sölumaður óskast Fyrirtæki í vexti óskar að ráða duglegan og samvizkusaman sölumann. Góð laun í boði. Upplýsingar um menntun og fyrri störf sendist afgr. Mbl. fyrir 25. 10 1974 merkt: „Framtíðarmöc uleikar — 9602". Verkamenn Verkamenn óskast í byggingarvinnu. Aðallega innivinna. Upplýsingar I síma 1 3428 kl. 8.30—1 2 í dag og á skrifstof- unni Grettisgötu 56 á sama tíma. Byggin ga félagið Ármannsfel/ h. f. Verkamenn óskast Mötuneyti á staðnum. Slippfélagið í Reykjavík h.f., Mýrargötu 2, sími JOI23. Skipstjóri óskast á 180 rúmlesta bát frá Grindavík. Upplýsingar í síma 92-8040 og 92- 8147. Vélstjóri 1 vélstjóra vantar á 80 rúmlesta skel- veiðabát frá Stykkishólmi. Allur vélabún- aður nýlegur og í góðu ástandi. Upplýsingar í síma 83058 í Reykjavík.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.