Morgunblaðið - 19.10.1974, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 19.10.1974, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ. LAUGARDAGUR 19. OKTÖBER 1974 15 búnaðarþingi í 16 ár og formaður Búnaðarfélags Islands frá 1951—1971. Hann var í stjórn Bjargráðasjöðs fslands frá sama tima til 1971. Hann var kosinn í nefnd til þess að endurskoða lög Búnaðarfélags íslands og fleira. I milliþinganefnd Búnaðarþings til að endurskoða jarðræktalög. Sjórnskipaður formaður nefndar til að endurskoða nokkurn hluta nýbýlalaganna. Stjórnskipaður í nefnd til undirbúnings ræktunar holdanauta. í stjórn Búnaðarfé- lags Biskupstungna frá 1928 til dauðadags, og formaður þess félags frá 1933. Formaður skóla- nefndar Biskupstungnaskóla- hverfis var hann í 32 ár. 1 stjórn Nautgriparæktarfélags Biskups- tungna og Fiskiræktar og veiðifé- lags Árnesinga í áratugi. I stjórn ræktunarsambandsins og sjúkra- samlagsins um margra ára skeið. Formaður sóknarnefndar Torfa- staðakirkju frá 1928 til dauða- dags. Þorsteinn var kosinn í stjórn Mjólkurbús Flóamanna 1954 og var í henni til aðalfundar 1974. I miðstjórn Framsóknar- flokksins var hann á annan ára- tug. Þorsteinn var fulltrúi sveitar sinnar á næstum öllum aðalfund- um samvinnufélaga héraðsins í 35 ár, svo og Búnaðarsambands Suðurlands frá 1928 til dauða- dags. Þótt upptalningin sem hér er gerð sé nokkuð löng um ýmis opinber störf, sem Þorsteinn varð að sinna, er Iangt frá því að allt sé talið. Mikið af starfstíma hans fór til annars en að sinna búi og heimiii. Kom sér því vel að konan var stjórnsöm og börnin vinnufús eftir að þau byrjuðu að vinna. Þorsteinn var sæmdur heiðurs- merkjum fyrir margþætt og vel unnin störf. Hann var virðulegur fulltrúi bændastéttarinnar hvar sem hann fór. Ræðumaður var hann góður og vel ritfær. Hann talaði vel fyrir málstað bænda og vildi sæmd þeirra og hag sem beztan. Þorsteinn var vinmargur, sanngjarn og velviljaður. Lands- mál ræddi hann af hófsemi og unni andstæðingunum jafnan sannmælis. Þótt Þorsteinn væri stuðningsmaður ákveðins stjórn- málaflokks, vildi hann eigi að síð- ur oft fara eigin götur. Hann vildi láta málefnin og heilbrigða skyn- semi ráða niðurstöðu mála. Það gerðist við ýmis tækifæri að hann gleymdi flokkspólitik og hóf sig yfir dægurþras og léttvægt um- ræðuefni. Hann var leitandi mað- ur og hugsandi um tilveruna og tilgang lífsins. Nú þegar Þor- steinn er farinn hefur svipmikill persónuleiki horfið af sviðinu. Drengilegur fulltrúi íslenzkra bænda og farsæll talsmaður þeirra málefna, sem horfðu til framfara í þjóðfélaginu hefur lok- ið löngu og giftudrjúgu hlutverki. Mun Þorsteins lengi verða minnst, ekki aðeins á Suðurlandi, heldur einnig á öðrum landshlut- um. Konu hans, börnum og vanda- mönnum öllum skal vottuð inni- leg samúð. Ingólfur Jónsson. t Hjartans þakkir til ykkar allra, sem sýndu okkur samúð og vinarhug við andlát og jarðarför eiginmanns míns, föður, tengda- föður afa og langafa STEINGRÍMS PÁLSSONAR Selvogsgrunni 3. Kristín Jónsdóttir Ólöf Steingrímsdóttir Bjarni Steingrímsson. Erla Kristjánsdóttir, Ragnhildur Sóley Steingríms- dóttir, Hjálmar Bjarnason, barnabörn og barnabarnabörn. t Fósturmóðir okkar, GUÐRÚN SÆMUNDSDÓTTIR, lézt að heimili sínu, Flókagötu 1 9, þann 1 6. þ.m. Sæunn Gunnarsdóttir, Lilja Þórólfsdóttir. t Elskuleg móðir okkar. ELÍN GUÐMUNDSDÓTTIR, Bergþórugötu 1 2 lést þann 1 8. október. Börnin. SVAR MITT EFTIR BILLY GRAHAM Þér talið svo oft um það, sem þér nefnið hjálpræði. Hvers vegna talið þér ekki um skyldur okkar við meðbræðurna? Ég held, að þér gerðuð þá heiminum meira gagn. Ef þér hafið tekið vel eftir, hljótið þér að hafa heyrt, að ég tala oft um skyldur okkar gagnvart öðrum. Að vera skristinn er ekki fólgið í því að trúa einhverju, en hirða ekki um skyldurnar, sem á okkur hvíla. Þó er þess að gæta, að enginn maður er viðbúinn að þjóna meðbræðrum sínum á þann hátt, sem Guð vill, fyrr en hann hefur komizt í rétt samband vi Guð fyrir son hans, Jesú Krist. Maðurinn er hvorki búinn undir þetta líf né hið komanda, fyrr en hann hefur frelsazt. Við gerum oft þá skyssu að vænta þess af ófrelsuðu fólki, að það sé eins og kristið fólk. Þegar maður hefur snúið sér í sannleika til Drottins, reynir hann af einlægni að gegna skyldu sinni við Guð og menn. Eina leiðin til þess að sýna kærleika okkar til meðbræðanna er að reyna að leiða þá til lifandi samfélags við Krist. t Eiginmaður minn, GUÐMUNDUR J. ÓLAFSSON, Selvogsgrunni 31, lézt I Borgarspítalanum 1 7. októ- ber. Fyrir mína hönd og annarra vandamanna, Anna Helgadóttir. t Móðir mln og systir okkar SIGÞRÚÐUR SIGUROARDÓTTIR andaðist I Landspítalanum 17 þ.m. Sigurður Ágúst Sigurðsson, Elín Sigurðardóttir, Sigrfður Sigurðardóttir. t Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð við andlát og útför fóstur- föður okkar, GUÐMUNDAR R. JÓNATANSSONAR, frá Skeggjastöðum I Miðfirði. Fyrir hönd systkina og annarra vandamanna Eyrún B. Jónsdóttir, Þorvarður H. Jónsson. t Útför BJÖRNS ÓLAFSSONAR fyrrv. ráðherra, fer fram frá Fossvogskapellu, þriðjudaginn 22. þ.m. kl. 3 e.h. Aðstandendur. t Þökkum innilega auðsýnda samúð og vinsemd við andlát og jarðarför föður okkar, tengdaföður og afa, GUNNARS ODDSSONAR, Bjarnastöðum. fifsa Gunnarsdóttir. Karl Ólafsson, Sigurður Gunnarsson, Sólveig Árnadóttir, Guðmundur Gunnarsson Sigrfður Gunnsteinsdóttir, og barnabörn. t Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og hlýhug við andlát og útför eiginmanns míns, föður, tengdaföður og afa STEFÁNS HANNESSONAR, Arabæ, Gauiverjabæjarhreppi Þórdís Gissurardóttir Ingunn Stefánsdóttir Sigurjón Jónsson Sigmundur Stefánsson Margrét Stefánsdóttir Hannes Stefánsson og barnabörn t Hugheilar þakkir fyrir samúð og vinsemd við andlát og úrför, EINARS G. WAAGE. Vandamenn. Gopper %irie frá J Electrolux Komiö og skoðið & Vörumarkaðurinn bl. ÁRMÚLA 1A, SÍMI 8S112, REYKJAVIK

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.