Morgunblaðið - 19.10.1974, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 19.10.1974, Blaðsíða 24
nucivsmcnR <&V'«22480 LAUGARDAGUR 19. OKTÓBER 1974 Samningar um olíukaup í Moskvu NÚ UM helgina er samn- inganefnd Islendinga í olíuviðskiptum við Sovét- ríkin á förum til Moskvu, þar sem samið verður um olíukaup íslendinga á næsta ári. Formaður nefndarinnar er Þórhallur Ásgeirsson ráðuneytis- stjóri í viðskiptaráðuneyt- inu en aðrir í nefndinni eru forstjórar olíufélag- anna þriggja: Indriði Páls- son, Önundur Ásgeirsson og Vilhjálmur Jónsson. Auk þess fer Árni Þor- steinsson til Moskvu, en hann er fulltrúi hjá Olíu- félaginu og hefur annast sérstaklega viðskipti við VETURINN ER í NÁND ÞAÐ SÉST, ÞEGAR LITIÐ ER TIL ESJ- UNNAR, HUN ER ORÐIN HVÍT NIÐUR I MIÐJAR IILÍÐAR. 1 FORGRUNNI ERU HUS VIÐ SUNNUVEG OG LANGHOLTS- VEG. MYNDINA TÓK SV. ÞORM. í GÆR. Forsætisráðherra: Sjálfsagt að kanna möguleika á olíukaupum frá Norðmönnum „ÉG tel eðlilegt og sjálfsagt að kanna möguleika á olfukaupum frá Norðmönnum", sagði Geir Hallgrfmsson forsætisráðherra í viðtali við Mbl. f gær, er blaðið Nefnd fjallar um rekstur hjartabíls HEILBRIGÐIS- og tryggingarráð- herra hefur beðið Hjartasjúk- dómafélagið að tilnefna tvo lækna sinn frá hvorri hjartadeild- inni, sem eru f Borgarspftalanum og Landspftalanum, f nefnd til þess að kanna og endurskoða skipulag sjúkraflutninga á Reykjavfkursvæðinu með tilliti til reksturs hjartabfls Blaða- mannafélagsins, þannig að hann komi að sem mestu gagni. Enn- fremur hefur Rauði kross Islands verið beðinn um að tilnefna sinn fulltrúa f nefndina, svo og Blaða- mannafélag tslands. Samkvæmt upplýsingum Páls Sigurðssonar hefur tilnefning ekki borizt frá neinum þessara aðila enn, nema frá Blaðamannafélaginu, sem til- nefnir Árna Gunnarsson frétta- mann. Formaður nefndarinnar verður landlæknir. Páll Sigurðsson sagði að nefndarskipun þes.ú væri til- í áfengisleit I FYRRINÓTT voru framin nokk- ur innbrot í Reykjavík, flest smá- vægileg. I Kleppsholtinu var brot- izt inn í mannlaust hús. Gerðist þetta á tímabilinu 22—23,20 um kvöldið. Þjófarnir fóru inn um glugga í kjallara og brutu upp tvær hurðir á leið sinni upp í íbúðina. Þar rótuðu þeir heil- mikið, en það eina sem húsráð- endur söknuðu voru 3 flöskur af áfengi. Þá var brotizt inn í bíla- leiguna Fal og stolið þaðan út- varpstæki, og loks var brotizt inn í 6 kjallarageymslur í fjölbýlis- húsi við írabakka og þaðan var stolið nokkrum ávaxtadósum. komin vegnadeilnaog blaðaskrifa um rekstur hjartabíls Blaða- mannafélagsins og í bréfinu, sem sent hefur verið þeim aðilum, sem beðnir hafa verið um að til- nefna menn í nefndina var lögð áherzla á hraða afgreiðslu máls- ins. spurði um álít hans á þvf, að Islendingar keyptu olfu frá Noregi, en f gær kom fram, að Indriði Pálsson forstjðri Skeljungs hefði aflað frumáætl- ana um olíuviðskipti við Norð- menn og sent viðskiptaráðuneyt- inu. Geir Hallgrfmsson sagði að þetta mál hefði borið á góma inn- an rfkisstjórnarinnar, og hefði verið rætt þar lauslega. Rétt fyrir sfðastliðin jól báru þeir Geir Hallgrímsson og Matthías Á. Mathiesen fram þingsályktunartillögu, þar sem þáverandi ríkisstjórn var falið að kanna, með hvaða hætti tryggja megi sem bezt kaup á nægjanleg- um olíuafurðum til langs tíma og í því skyni vildu þingmennirnir sérstaklega láta kanna möguleika á olíukaupum hjá Norðmönnum. í greinargerð með tillögunni sögðu flutningsmenn, að með til- liti til orkumála í heiminum sé brýn nauðsyn á að kanna nú þeg- ar, hvernig tryggja megi íslend- ingum olfuaðföng í framtíðinni. Islendingar kaupi flestallar olíu- afurðir frá Sovétríkjunum, en þeir samningar renni út 1975. Ennfremur segir: „Það er skoðun flutningsmanna, að heppilegt sé að dreifa meira áhættunni við olfuinnkaup, jafnframt þvi sem ekki er vitað, hve mikinn áhuga Sovétríkin hafa á að selja okkur oliuafurðir í jafnrikum mæli hingað til. Auk þess er mun styttra að flytja olíuna frá Norðursjónum en frá Rússlanði, og gæti það haft í för með sér nokkurn sparnað og aukið öryggi." Leigubílstjórar vilja 28,65% taxtahækkun Hreyfa hugmynd um lægra bensín- verð fyrir leigubifreiðir LEIGUBlLSTJÓRAR hafa sent verðlagsyfirvöldum beiðni um hækkun á taxta leigubifreiða. Hækkunarbeiðnin nemur 28,65% og er rökstudd með upplýsingum frá Hagstofu Islands. Er þetta annað sínn, sem bflstjórarnir nota þessa aðferð og fengu þeir f vor viðurkenndan f reynd ákveð- inn grunn, sem þeir gerðu kröfu um. FuIItrúar bflstjóranna hafa rætt við viðskiptaráðherra, verð- lagsstjóra og fleiri og er mál þeirra f athugun. Úlfur Markússon, formaður Frama, sagði f viðtali við Mbl. í gær að orðið hefði mikil hækkun i öllum fastakostnaði í sambandi við rekstur leigubifreiða. Bílarnir hefðu hækkað gífurlega. vextir hefðu hækkað og í skala bílstjór- anna hefur hlutur vaxtanna af stofnfé hækkað frá 15.3. 1974 til 10.10. 1974 um 106%. Afskriftir af bílunum (15%) hafa hækkað um 57% í krónutölu. 1 umræðum við verðlagsyfir- völd hafa þau látið í ljós áhuga á því að bílstjórarnir tækju taxta- hækkanirnar í fleiri áföngum en einum og sagði Úlfur að það mál væri nú til umræðu meðal bíl- stjóranna. Hins vegar myndi úti- lokað fyrir bílstjórana að gefa gjaldfrest á hækkun fastakostnað- ar, en þar eru innifaldar verð- hækkanir á bflum, bensíni o. fl. Sagði Úlfur að bílstjórarnir vildu ekki ganga lengra í hækkunar- beiðni sinni en hóflegt væri, en reikningana, sem eru undirstaða hækkunarbeiðninnar, kvað hann vera unna af ábyrgum aðila, sem styðst eingöngu við upplýsingat Hagstofunnar. „Við bílstjórarnir erum allir reiðubúnir að taka þátt með öðr- um í þeim vanda sem steðjar að á efnahagssviðinu," sagði Úlfur „og við viljum bíða með þær hækk- anir, sem sanngjarnt er að við bíðum með, en einhver takmörk eru þó fyrir því. Hver leigubíl- stjóri hefur í raun greitt með sér 400 til 500 krónur á dag í bensini t.d. nú hátt á annan mánuð. Þetta er það sem bílstjórarnir hafa orðið láta úr sfnum vasa, þar sem þeir hafa þurft að bíða eftir taxta- hækkunum, þar til aðrar ráð- stafanir væru komnar i ljós.“ Úlfur kvað laun bílstjóra metin á 47 þúsund krónur á mánuði og ættu þeir því að teljast til þeirra láglaunastétta, sem hlytu Iág- launauppbót. Úlfur sagði, að bílstjórarnir hefðu bent á það í viðtölum við viðskiptaráðherra og samgöngu- ráðherra, að mesta kjarabótin, sem bílstjórarnir gætu fengið með aðstoð stjórnvalda væri að Framhald á bls. 22 Sovétríkin fyrir öll félögin. Þórhallur Ásgeirsson sagði í viðtali við Mbl. í gær', að búizt væri við því, að öll næsta vika færi í samningagerðina, en um er að ræða olíukaupasamning fyrir árið 1975 innan rammasamningsins, sem rennur út í árslok 1975. Utvarp og sjónvarp nú óháð rafmagns- traflunum í Rvík LOKIÐ hefur verið vid uppsetn- ingu á 300 kflówatta varaaflstöð, sem tengd er við aðalsendi Rfkis- útvarpsins á Vatnsendahæð. Er stöðin tengd aðalsendinum, svo og FM-stöð, sem sendir til Vest- mannaeyja og áfram austur á land. Kemur þetta einnig sjón- varpinu til góða og þýðir tilkoma þessarar aflstöðvar, að bæði út- varp og sjónvarp er nú gjörsam- lega óháð rafmagnstruflunum á Stór-Reykjavfkursvæðinu. Uppsetning þessarar varaafl- stöðvar hefur verið mikið áhuga- mál Almannavarna, en deilur hafa lengi staðið yfir um það, hvaða ríkisfyrirtæki ætti að greiða kostnað af uppsetningu stöðvarinnar. Innkaupsverð stöðvarinnar er 2.7 milljónir króna, en að auki kemur til upp- setningarkostnaður og vinna við uppsetninguna. Áður hafði út- varpið fengið aflstöð til þess að sjá upptökusölum á Skúlagötu 4 fyrir rafmagni, ef bæjarrafmagn- ið brygðist. 60 brezkir togarar við landið Landhelgisgæzluflugvélin SVR fór f gær f eftirlitsflug. Víð talningu kom f ljós, að 60 brezkir togarar voru við landið, flestir fyrir austan land. 21 brezkur togari var út af Húnaflóa, og þóttust gæzlumenn sjá, að hreyfing væri á Bretunum norður fyr- ir land. 15 vestur-þýzkir tog- arar voru við landið, flestir við Reykjanes. 4 voru fyrir suðaustan land og einn á Sporðagrunni, en afar sjald- gæft er að sjá þýzka togara á þeim slóðum. 4 færeyskir togarar voru út af Húnaflóa. Seldu fyrir 18,7 miilj. kr. Nlú síldveiðiskip seldu síldarafla I Hirtshals og Skagen í gærmorg- un og fengu öll gott verð fyrir aflann, en meðalverðið var kr. 41,60. Alls voru skipin með 450 lestir, sem seldust fyrir 18,7 millj. kr. Skipin sem seldu voru: Sæ- berg SU fyrir 2,8 millj. kr., Bjarni Ólafsson AK fyrir 2,4 millj. kr., Ólafur Sigurðsson AK fyrir 1 millj. kr., Sölvi Bjarnason BA fyr- ir 2 millj. kr., Orri fyrir 2,2 millj. kr., Magnús NK fyrir 2,5 millj. kr., Víðir NK fyrir 1,6 millj. kr., Asgeir RE fyrir 2,3 millj. kr. og Skarðsvík SH fyrir 1,7 millj. kr.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.