Morgunblaðið - 29.10.1974, Síða 2

Morgunblaðið - 29.10.1974, Síða 2
2 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 29. OKTÓBER 1974 „VIÐ vorum mjög ánægð með aðsóknina um helgina," sagði Indriði G. Þorsteinsson, fram- kvæmdastjóri Þjóðhátíðarnefnd- ar 1974, þegar Mbl. spurði hann um Sögusýninguna í gær. „Að- sóknin var óvenjumikil á laugar- daginn, þrátt fyrir slæmt veður og á sunnudögum er hún alltaf góð,“ bætti Indriði við. Indriði sagði, að mjög erfitt væri að gera sér grein fyrir því hve margir hefðu nú þegar sótt sýninguna, því skólanemendur eru ekki taldir, þar eð þeir fá ókeypis inn. Sagði Indriði, að hóp- ar skólafólks kæmu á degi hverj- um, bæði heilir skólar, og einstak- ar bekkjardeildir í fylgd kennara. Sú breyting verður á áður aug- lýstri dagskrá sýningarinnar, að fyrirlestur Vilhjálms Þ. Gíslason- ar, sem átti að vera í kvöld, verð- ur n.k. sunnudag 3. nóv. kl. 15. I dag sýnir og útskýrir Gunnar Gunnar Hannesson. Hannesson litmyndir sínar af ís- lenzkri náttúru. Dagskráin verður endurtekin á morgun og föstudag- inn. Á fimmtudaginn verður mynd Ósvalds Knudsen um Vest- mannaeyjagosið sýnd á Sögusýn- ingunni á Kjarvalsstöðum, og hefst sýningin klukkan 20.30. „Gamli góði stíll- inn aftur f sam- einuðu alþingi.*' Néðsti pallurinn undir forseta- borðinu nemur hækkuninni. Gylfi Þ. Gfslason forseti sameinaðs alþingis er við gamla ræðustól- inn, lengst til vinstri er Gils Guðmundsson forseti neðri deildar og lengst til hægri er Friðjón Sigurðs- son ásamt Herði Bjarnasyni húsa- meistara. Ljós- mynd Mbl. ól.K.M. Brennuvargar í Smáíbúðahverfi: Kveiktu 14 bílum og geymsluskúr BRENNUVARGAR voru á ferð í svæði, og er talið fullvíst, að sömu Smáfbúðahverfi aðfararnótt s.l. mánudags. Kveiktu þeir f þremur bflum og gerðu auk þess tilraun til að kveikja í fjórða bflnum og geymsluskúr. Tjónið skiptir hundruðum þúsunda, og verða eigendurnir að bera það sjálfir, nema takist að hafa uppi á þrjót- unum. Ikveikjurnar áttu sér stað með stuttu millibili á afmörkuðu Sálarrann- sóknarmenn Hafsteinshús MORGUNBLAÐINU hefur borizt fréttatilkynning frá samtökum áhugamanna um sálarrannsóknir, sem hafa það markmið að bjóða öflu áhuga- fólki um þetta efni til sam- starfs um byggingu húss og að boðað verði til stofnfundar f næsta mánuði. Einnig fylgja drög að lögum félagsins þar sem kemur fram, að ætlunin er að efla vísindalega rann- sókn þessara mála og að leitað verði samstarfs við Heimspeki- deild Háskóla Islands. I fréttatilkynningunni segir, að lengi hafi verið Ijóst, að hentugt húsnæði skortir fyrir sálarrannsóknir, og því hafi nokkrir áhugamenn bundizt samtökum um að bæta hér úr og „ákveðið að kalla til alla hvar sem þeir eru búsettir á landinu, bjóða þeim til sam- starfs um byggingu húss, er leysi þennan vanda“. Framhald á bls. 35 aðilar hafi verið f öll skiptin. Þegar Mbl. hafði samband við rannsóknarlögregluna f gær, hafði ekki tekizt að hafa uppi á brennuvörgunum, og varþað ósk hennar, að allir þeir, sem ein- hverjar upplýsingar gætu gefið, hefði strax samband við lög- regluna. Það var klukkan rúmlega 2,30 í fyrrinótt, að slökkviliðinu barst tilkynning um fyrsta brunann. Var það í porti við verzlunina Litaver, sem stendur við Grensás- veg. Bíll fyrirtækisins stóð í björtu báli. Gekk erfiðlega að ráða niðurlögum eldsins, því mikið drasl var í bílnum, sem átti að henda daginn eftir. Er bfllinn mikið skemmdur ef ekki ónýtur. Um það leyti, sem slökkvistarfi var að ljúka þar, kom tilkynning um, að bíll stæði í logum við húsið Hvammsgerði 8, sem er skammt frá. Reyndist það vera nýr Austin Mini, og brann hann allur að innan og málning sviðnaði af. Skömmu sfðar var enn tilkynnt, að bíll stæði i björtu báli, nú við hús númer 24 við Heiðargerði, sem er einnig á sömu slóðum. Þar Framhald á bls. 35 100 lestir til Siglufjarðar Siglufirði 28. okt. AFLI línubátahérísíðustu viku var þessi: Dagur 4 sjóferðir, 28 lestir, Tjaldur, 5 sjóferðir, 24 lest- ir, Sæunn, 3 sjóferðir, 14 lestir og smærri bátar með 34 lestir, sam- tals 100 lestir. Ms.Vega (áður ms.Laxá) lestaði hér fiskimjöl í síðustu viku og Eldvík lestaði saltfisk. Hér er veðrið eins og það getur bezt orðið á hausti. — Matthfas. Fyrirspurn um NTB í norska stór- þinginu ENN berast engar fréttir frá norsku fréttastofunni NTB. Norð- menn hafa farið fram á frekari peningagreiðslur og eru þau mál nú f athugun, svo og hvort hægt er að fá fréttir NTB á einhvern ódýr- ari máta hingað til lands en verið hefur. Norski stórþingsmaðurinn Tönnes M. Andersen hefur borið fram fyrirspurn f norska stór- þinginu vegna málsins. Er hún svohljóðandi: „Sendir símastjórn- arinnar á Jelöy, sem miðlar norsk- um fréttum til margra norrænna fjölmiðla, hefur hætt sendingum. Er þetta til frambúðar?“ Fyrir- spurninni er beint til norska utanrikisráðherrans. Kandidat tekur við prófskfrteini sfnu úr hendi rektors. — Ljósm.: Ól. K. M. Um 2700 stúdentar í Háskólanum í vetur HASKÓLAHÁTIÐIN var sfðast- liðinn laugardag og hófst f Há- skólabfói klukkan 14. t ræðu rektors, Guðlaugs Þorvaldssonar, kom m.a. fram, að áætlaður stúdentaf jöldi f vetur verður 2.600 til 2.700, en af þeim höfðu 2.439 verið skrásettir fyrir nokkr- um dögum. Nýskráningar og þar með taldar endurinnritanir eru orðnar 1.025. Þar af eru 18 f guð- fræði, 102 f læknisfræði, 69 f lögfræði, 117 f viðskiptafræði, 430 f námi f heimspekideild, 200 við nám í verkfræði- og raunvfsinda- deild, 22 f tannlæknisfræði, 29 í lyfjafræði lyfsala, 22 f hjúkrunar- fræði og 15 f almenn þjóðfélags- fræði. Fjöldi fastra kennara verð- Gamli stíllinn aftur í sameinuðu alþingi Sérsmíðuð gömul húsgögn aftur í sviðsljós Eftir breytinguna á áheyrenda- pöllum. 1 GÆR var lokið við að ganga frá breytingunni, sem gerð hef- ur verið á þingsal sameinaðs alþingis og neðri deildar til þess, sem upphaflega var, áður en kjördæmabreytingin gekk f gildi 1959, en þá voru gerðar nokkrar breytingar á húsbún- aði f salnum. Með kjördæma- breytingunni fjölgaði þing- mönnum úr 52 f 60 og komu þá jafnframt upp hugmyndir um að breyta algjörlega húsbúnaði f þingsölum. Var Sveinn Kjarval arkitekt fenginn til að gera tillögur þar að lútandi og var byrjað á að breyta forseta- borði f sameinuðu alþingi, skrifaraborðum ogræðupúlti. Gylfi Þ. Gfslason forseti sam- einaðs alþingis kynnti blaða- mönnum þessa breytingu f gær ásamt Friðjóni Sigurðssyni skrifstofustjóra Alþingis, Herði Bjarnasyni húsameistara ríkis- ins og Gils Guðmundssyni for- seta neðri deildar. Gylfi sagði, að nú fengi salur- inn aftur þann gamla svip, sem hann hafði fyrir 1959, en þá var Bjarni Benediktsson forseti sameinaðs Alþingis og taldi Gylfi liklegt, að Bjarni hefði Framhald á bls. 35 ur yfir 130 en tala stundakennara er yfir 300, þar af nær helmingur f verkfræði- og raunvfsindadeild. A haustinu luku 55 prófi frá Háskóla Islands, 2 frá guðfræði- deild, 5 frá lagadeild, 8 frá við- skiptadeild, 18 frá heimspeki- deild, 15 frá verkfræði- og raun- vfsindadeild og 7 frá námsbraut í þjóðfélagsfræðum. Dagskrá Háskólahátfðarinnar Sex fengu orður FORSETI Islands sæmdi f gær eftirtalda Islendinga heiðurs- merki hinnar fslenzku fálkaorðu: Birgi Isleif Gunnarsson, borgar- stjóra, stórriddarakrossi, fyrir störf að byggðamálum Reykja- víkurborgar. Björn Olafsson, konsert- meistara, stórriddarakrossi, fyrir störf að tónlistarmálum. Gísla Halldórsson, fyrrverandi forseta borgarstjórnar, stórriddarakrossi, fyrir félagsmálastörf. Magnús Jónsson, fyrrverandi ráðherra, stórriddarakrossi, fyrir embættis- störf. Prófessor Sigurð Þórarins- son, jarðfræðing, stórriddara- krossi, fyrir vísindastörf. Johan Rönning, forstjóra, riddarakrossi, fyrir störf að rafmagnsmálum á Islandi. var að öðru leyti sú, að hún hófst með því, að Háskólakórinn söng undir stjórn Rutar Magnússon, en að því loknu voru brautskráðum stúdentum afhent prófskírteini sín. Þá flutti Guðlaugur Þorvalds- son, rektor, yfirlitsræðu yfir starfsemi skólans, sem hér hefur verið skýrt frá, en að henni lok- inni lýsti Sigurjón Björnsson, for- seti heimspekideildar, kjöri tveggja heiðursdoktora, prófess- oranna Einars Ólafs Sveinssonar og Jóns Helgasonar. Að lokum ávarpaði rektor nýstúdenta. Ók á bíl - stakk af FÖSTUDAGINN 11. október var ekið á rauðan Volkswagen, R 23300, þar sem hann stóð á Báru- götu við Garðastræti. Vitað er, að blár Scoutjeppi ók á bílinn. Ein- hverjir urðu vitni að þessu, og eru þeir beðnir að hafa samband við rannsóknarlögregluna, svo og bif- reiðarstjórinn, sem tjóninu olli. INNBROT INNBROT voru framin á nokkr- um stöðum f Reykjavfk um helg- ina. Litlu sem engu var stolið f þessum innbrotum, en mikið rót- að og skemmdir unnar. GOÐ AÐSÓKN AÐ SÖGUSÝNINGUNNI Litmyndasýn- ing verður í dag

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.