Morgunblaðið - 29.10.1974, Qupperneq 15

Morgunblaðið - 29.10.1974, Qupperneq 15
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 29. OKTÖBER 1974 15 Turishcheva heimsmeistari Sovézka stúlkan Ludmilla Turi- shcheva varði heimsmeistaratitil sinn f fimleikum kvenna, en keppni lauk f Sofiu í Búlgarfu f Japani varð heimsmeistari Japaninn Shigeru Kasamatsu varð heimsmeistari karla f fim- leikum, en keppninni lauk f Varna f Búlgarfu á sunnudaginn. Hlaut Shigeru Kasamatsu samtals 115,500 stig. Sovétmaðurinn Nikolai Andrianov hlaut silfur- verðlaun keppninnar og Japan- inn Eizo Kenmotsu hlaut brons- verðlaunin. Keppnin stóð mestalla sfðustu viku og mótaðist öðru fremur af gífurlegu taugastríði þeirra beztu. Kasamatsu náði snemma o,575 stiga forystu í keppninni og hélt henni sfðan til loka. Andri- anov var einnig snemma mjög framarlega, en féll niður f þriðja Framhald á bls. 35 gærkvöldi. Mjög hörð keppni var milli Turishchevu og Olgu Kor- but, sem einnig er frá Sovétrfkj- unum, keppnina út. Turishcheva tók snemma forystu og hélt henni til loka, en Korbut fylgdi henni sem skuggi keppnina út. Þessar tvær stúlkur hafa marga hildi háð á fimleikamótum undan- farin ár. Olga Korbut öðlaðist heimsfkægð á Olympíuleikunum f Mlinchen 197', en hefur sfðan átt við stöðug meiðsli að stríða og varð að hætta keppni í heims- meistarakeppninni 1973. Angelika Hellmann frá Austur- Þýzkalandi hlaut bronsverðlaun- in í heimsmeistarakeppninni að þessu sinni, E. Saadi frá Sovét- ríkjunum varð fjórða, R. Sihar- ulidze frá Sovétríkjunum fimmta og Annelore Zink frá AÞýzka- landi varð sjötta. Sovézku stúlk- urnar unnu svo yfirburðasigur í 4-manna sveitakeppninni. Hæstu einkun í einstakri keppnisgrein hlaut a-þýzka stúlkan Zinke sem fékk 9,95 i einkunn fyrir frammistöðu sína í æfingum á slá. Armann Reykjavíkurmeistari Sigraði KR 78:77 í hörkuleik ÁRMANN varð Reykjavfkur- meistari f körfuknattleik 1974, þegar liðið vann KR f sfðasta leik mótsins f fyrrakvöld með 78 stig- um gegn 77. Lokakafli leiksins var æsispennandi, liðin skiptust þá um að hafa forustu og spurn- ingin var einungis sú hvort liðið hefði betur þegar leiktfminn rynni út. Sigur Ármanns gat ekki naumari verið, þvf KR-ingar voru að hefja sókn þegar lúðurinn gall f leikslok. Talsverð kaflaskipti voru f leiknum, Armann komst t.d. í 11:5 í byrjun, KR hafði náð 26:20 forustu um miðjan hálfleikinn, aftur komst Ármann yfir, en KR hafði yfir í hálfleik 40:36. Ár- mann jafnaði strax á 1. mín. s.h. 40:40, en KR svaraði með bezta kafla leiksins og náði 11 stiga forustu 61:50. Virtist Iiðið stefna f öruggan sigur, ekki hvað sízt með tilliti til þess að Jón Sigurðsson, stjarna Ármanns, var með 4 villur og gat lítið beitt sér í vörninni. En þegar hér var komið meiddist Kristinn Stefánsson miðherji KR, og við það að missa hann snerist leikurinn Ármanni í hag. Loka- kaflinn var eins og áður sagði æsispennandi, 72:72 — 74:74, og 3 mín. eftir. KR komst i 77:74 en Jón Sigurðsson skoraði 76:77 þeg- ar rúm mín. var eftir, og Símon ólafsson kom Armanni yfir með tveim vítaskotum þegar 35 sek. voru eftir af leiknum. KR glopr- aði boltanum fyrir klaufaskap í næstu sókn og Armenningar héldu boltanum það sem eftir var. Gleði Ármenninga var mikil f leikslok, Ingvar Sigurbjörnsson þjálfari var tolleraður, svo og mennirnir bak við sigur Ar- manns, þeir Símon Ólafsson og Jón Sigurðsson, en báðir áttu þeir stjörnuleik að þessu sinni. Jón var stighæstur með 24 stig Kol- beinn Pálsson með 18 stig fyrir KR. 1 heild var leikurinn mjög góður, áhorfendur skemmtu sér mjög vel og sköpuðu góða úrslita- stemmningu á áhorfendapöllun- um. Ármenningar, Reykjavfkurmeistarar f körfuknattleik 1974. Frá vinstri f fremri röð: Björn Christens- sen, Guðmundur Sigurðsson, Sfmon Ólafsson, Birgir örn Birgis, Björn Magnússon. Aftari röð: Ingvar Sigurbjörnsson, Atli Arason. Haraldur Hauksson, Jón Björgvinsson, Jón Sigurðsson, Hallgrfmur Gunnarsson, Clarence Glad og Helgi Helgason. drætti KKÍ Körfuknattleikssamband tslands hleypir af stad innan skamms hinu árlega landshapp- drætti sfnu. Vinningar f happdrættinu nú veröa ferðir til sólarstranda Spánar. Fyrsti vinningur verður ferð með uppihaldi fyrir tvo, og auk þess verða fjórir vinningar aðrir, allt sólarstrandaferðir. Aðildarfélög KKt munu fá miða til sölu. Miðaverð hefur verið ákveðið kr. 200, og af hverjum seldum miða verða greidd sölulaun kr. 100 fyrir hvem miða. Þannig ætti þetta að geta orðið félögunum gott tækifæri til fjár- öflunar. r Atta með tíu I elleftu leikviku getrauna komu fram átta seðlar með 10 réttum lausnum og fá handhafar kr. 47.500,00 í hlut. 63 voru svo með 9 rétta og fá kr. 2.600,00 í vinning. Luxem borg- arar koma ekki STJÓRN Körfuknattleikssam- bands lslands boðaði til blaða- mannafundar í gærdag, þar sem kynnt var ýmislegt sem á döfinni er hjá KKl. Aðaltilefni fundarins var hinsvegar það, að um helgina barst KKl bréf frá Luxemborg, og f þvf tilkynnir körfuknattleiks- sambandið þar að landslið þeirra sé hætt við að koma hingað um næstu helgi og leika landsleiki hér. Þetta kom eins og þruma úr heiðskýru lofti, þvf að samningar höfðu verið gerðir og að öllu leyti gengið að óskum Luxemborgara. T.d. var búið að tryggja þeim 50% afslátt af hópfarmiðaverði hjá Loftleiðum og auk þess ætlaði stjórn KKl að borga 80 þús. kr. af ferðakostnaði liðsins hingað. Astæðan fyrir þessari breytingu er hins vegar sú að FIBA breytti leikdögum meistaraliðs þeirra f Evrópukeppninni og verður annar leikur liðsins næsta sunnudag. KKt bauð þeim þá að flytja landsleik- ina til, en við því var ekki litið. Þeir buðu fsl. liðinu hins- vegar að koma til Luxemborgar f vor og leika þar, en var tjáð að vegna framkomu þeirra hefðum við ekki áhuga á að eiga nein samskipti við þá. KKl mun skrifa til FIBA og fara fram á vftur á Körfuknattleikssambandið f Luxemborg vegna þessa máls og auk þess krefjast bóta þvf KKt skaðast fjárhagslega vegna þess- ara samningsbrota. s Hollendingar höfðu lýst þvf yf- ir að þeir væru tilbúnir að koma hingað ef af leikjunum við Luxemborg yrði ekki, en vegna þess hversu stuttur frestur Luxemborgara er, verður ekki unnt að fá þá hingað strax. Þeim hefur þó verið skrifað og er stefnt að þvf að fá þá hingað á þessu ári. Mjög góður leikur, sögðu þjálfaramir Við ræddum IftiIIega við þjálf- ara KR og Ármanns að loknum leik liðanna og báðum þá um álit þeirra. Ingvar Sigurbjörnsson: — Þetta var afar skemmtilegur leikur og „maður á mann vörnin“ sem bæði liðin beittu er skemmti- leg fyrir áhorfendur, það er alltaf eitthvað að gerast, Iftið um dauða punkta. Ég tel þennan árangur okkar gefa góðar vonir um betri frammistöðu f vetur, enda höfum við Iftið sem ekkert getað æft vegna húsnæðisleysis. Þetta er f annað skipti sem Ármann vinnur Reykjavfkurmót, en Islandsmótið höfum við aldrei unnið, en ætlum okkur að gera það f vetur. — Einar Bollason: — Mér finnst það hrein móðg- un við lið sem eru að leika til úrslita f Reykjavfkurmðti, að annar dómari leiksins skuli vera að koma úr baði eftir að hafa verið að spila leik, og geti svo alls ekki hreift sig með leiknum. Það var okkar stóra ólán að missa Kristinn útaf, annars hefðum við unnið með 15 stiga mun. En leikurinn var f heildina mjög góður og ég er að mörgu leyti mjög ánægður með mfna menn.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.