Morgunblaðið - 29.10.1974, Síða 17

Morgunblaðið - 29.10.1974, Síða 17
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 29. OKTÓBER 1974 Jóhannes Atlason ALLIR þeir, sem hafa fylgst með fslenzkri knattsprynu sfðasta áratuginn, kannast við Jóhannes Atlason. Svo oft hefir hann verið f sviðs- ljósinu, bæði sem leikmaður og þjáifari með Fram og Ak- ureyri og leikmaður með fs- lenzka landsliðinu um ára- bil. „£g var nfu ára gamall þegar ég gekk f raðir Fram- ara, annað félag kom alls ekki til greina. Eg bjó þá inni f Laugarnesi. Strákarn- ir f hverfinu höfðu með sér fótboltafélag, sem Vörður hét. Jafnframt þvf að vera f Verði, voru þeir eldheitir stuðningsmenn Fram. Aðrir en Framarar fengu ekki að vera með f fótbolta, og ef við náðum f strák úr öðru félagi, þá voru þeir dregnir afsfðis og teknir til bæna. Einkum var okkur f nöp við K.R.- inga. Það var ekki fyrr en við fórum að fullorðnast sem við komumst að raun um að strákar f öðrum félög- um voru reyndar margir hverjir beztu strákar, en ekki eintómt glæpahyski. Þvf var það eiginlega sjálf- gert að ég varð Framari." Jóhannes lék með öllum aldursflokkum Fram, oftast f b-liði. Á sfnum yngri árum lék hann einkum f stöðu út- herja. Á þeim árum var Guð- mundur Jónsson (Mummi) þjálfari flestra flokka Fram. Undir hans handleiðslu æfði Jóhannes knattspyrnu lengst af. „Hjá Mumma lærði ég flest það sem ég kann f knattspyrnu. Þegar ég var f öðrum aldursflokki, datt Mumma f hug að reyna mig sem bakvörð. Eg hafði aðal- lega leikið sem útherji til þess tfma. Nú Mummi var það ánægður með útkomuna úr bakarðarstöðunni, að upp frá þvf hefi ég nær eingöngu leikið sem slfkur.“ Framfarir Jóhannesar urðu fljótt stórstfgar eftir að hann tók að leika f stöðu bakvarðar. Árið eftir varð hann leikmaður f meistara- flokki Fram, og lék með Fram frá 1963—1971, er hann gerðist þjálfari Ákur- eyringa. „Það er vissulega margs að minnast, en hæst ber þó minninguna um góða félaga. Áftur á móti er eitt atvik úr Framhald á bls. 21. Golfklúbbur Reykiavíkur 40 ára Guðmundur S. Guð- mundsson tekinn tali 1 nóvember árið 1934 komu nokkrir áhugamenn um golf saman f Reykjavfk og stofnuðu með sér samtök skömmu sfðar, eða 14. desember sama ár, undir heitinu Golfklúbbur Islands. Þetta varð forveri þess klúbbs sem f dag nefnist Golfklúbbur Reykjavfkur. Helztu hvatamenn að stofnun Golfklúbbsins voru þrfr menn, þeir Sveinn Björnsson fyrrv. forseti, Gunnlaugur Einarsson og Valtýr Albertsson. Allir þessir menn höfðu kynnst golffþróttinni erlendis, og töldu að golfið ætti fyllsta erindi til tslendinga. Þetta og margt fleira kom fram f spjalli sem Morgunblaðið átti við Guðmund S. Guðmundsson núver- andi formann Golfklúbbs Reykja- víkur. „Jú golfið varð fljótt nokkuð vinsælt meðal Reykvíkinga, enda afar heillandi fþrótt. Golfklúbb- urinn var þó lengi vel á nokkrum hrakhólum með land fyrir starf- semi sína. Upphaflega var félag- inu úthlutað land inni f Laugar- dal. Þar hófu félagarnir að spila þegar vorið eftir stofnun klúbbs- ins, eða þann 12. maí 1935. Allar aðstæður voru þó fremur frum- stæðar. Þetta var aðeins túnblett- ur, sem félagarnir gerðu að sex holu velli. Flatirnar og teigarnir hafa vafalaust ekki verið merki- legir, alla vega ekki á okkar tíma vísu, en þeir gerðu sér staðinn að góðu og héldu uppi því út- breiðslustarfi sem mögulegt var.“ Það var þó ekki lengi sem G.R. hafði aðstöðu f Laugardalnum, enda stækkaði bærinn mjög á þessum árum og þörfin fyrir byggingarlóðir og hverskonar athafnasvæði jókst stöðugt. 1 byrjun júní árið 1937 þurftu hinir ötulu golfleik^rar því að hverfa á braut úr Laugardalnum. „Þeir dóu þó ekki ráðalausir þessir dugnaðarmenn," sagði Guðmundur. „Bæjarstjórnin út- hlutaði þeim land: á öskjuhlfð- inni. En golfið lögðu þeir ekki á hilluna þó að völlurinn á öskju- hlfðinni væri ekki tilbúinn; á meðan slógu þeir á túnbletti inni f Sogamýri. Þeir notuðu tfmann vel þessir brautryðjendur golf- íþróttarinnar. Bæjarstjórnin úthlutaði þeim landinu í öskjuhlíðinni til þrjátíu ára. Þeim var því óhætt að vera bjartsýnir þegar þeir hófu bygg- ingu golfskála. Þeir reistu þar mikið og veglegt hús, sem enn stendur. Meðal annars var gufu- bað í húsinu, og segir það sfna sögu um þann stórhug sem ríkt hefir hjá þessu unga félagi.“ Golfvöllurinn á öskjuhlíðinni var tekinn í notkun í ágúst árið 1937. Völlurinn var nfu holur og hinn skemmtilegasti miðað við íslenzkar aðstæður. Fljótlega fór þó að byggjast í kring um öskjuhlfðina, og við það skapaðist eðlilega töluvert ónæði bæði fyrir húseigendur í grennd- inni, svo og fyrir starfsemi Golf- klúbbsins. „Þvf var það að árið 1959 var farið að hugsa sér til hreyfings. Þá var G.R. úthlutað þvf landi þar sem starfsemin fer fram enn þann dag í dag, og við höfum ástæðu til að ætla að landinu f Grafarholti fáum við að halda f næstu framtíð. Þegar klúbburinn fékk landið f Grafarholti, var það hálfgerð órækt. Félagarnir unnu þó mikið sjálfboðaliðastarf, sem bar þann ávöxt að tólf holu völlur var tekinn f notkun árið 1962 og árið eftir bættust sex holur við. Þannig að G.R. hefir yfir 18 holu velli að ráða. Fljótlega var hafin bygging heimilis fyrir félagsstarf- semi og var húsið við Grafarholts- völlinn tekið í notkun árið 1964. Það var þó ekki fyrr en f sumar sem við lukum endanlega við bygginguna." Eins og f öllum umræðum um rekstur íþróttafélaga, barst talið að fjárhag félagsins. Um þau mál sagði Guðmundur: „t G.R. éru skráðir 390 félagar. Af þeim hópi eru þó ekki nema um 150 manns virkir. Félagsgjöldin standa eðli- lega engan veginn undir rekstri klúbbsins. Því höfum við þurft að fara ýmsar leiðir til fjáröflunar. Borg og ríki hafa verið okkur all hliðholl. En hæst ber þó fórnfýsi ýmissa einstaklinga sem ætfð eru reiðubúnir að rétta okkur hjálparhönd. Eins og flestir efa- laust muna, vaí- Norðurlanda- mótið í golfi haldið á Grafarholts- vellinum nú f sumar. Þetta var f fyrsta sinn sem það mót hefir verið haldið á tslandi. Það var okkur mikið ánægjuefni að fá tækifæri til að halda þetta mót, ekki sízt nú á fjörutiu ára afmæli Golfklúbbsins. Af mótinu höfum við talsverðar tekjur, en þær nægðu þó ekki til að greiða þann kostnað sem lagfæringar á vell- inum fyrir mótið höfðu í för með sér. Nú eftir mótið höfum við fengið bréf frá Golfsamböndum Dana og Norðmanna þar sem þeir róma alla framkvæmd og einnig völlinn. Þessi vinsemd færir okkur heim sanninn um að íslenzkir kylfingar eru færir um framkvæmd stórverkefna. t fram- haldi af þvf má geta þess, að komið hefir til tals að Evrópumót unglinga verði haldið hér á landi árið 1978. Það væri vissulega ánægjulegt ef svo færi, yrði íslenzkum golfmönnum mikil hvatning." t viðtali okkar Guðmundar kom ýmislegt fram um útbreiðslu golf- fþróttarinnar. T.d. var áhuginn fyrir Norðurlandamótinu mjög mikill. Um það bil 5000 manns komu til að fylgjast með mótinu, og sýnir það vel hve áhugi almennings fyrir golfi færist f aukana. I sumar efndi G.R. til golfkeppni borgarfulltrúa, og sagði Guðmundur okkur að sú keppni hefði verið mjög ánægju- leg, og opnað augu borgarfulltrú- anna fyrir starfi Golfklúbbsins. „En við getum ekki snúið svo frá fjármálunum að ekki sé getið framtaks Skúla nágranna okkar á Laxalóni,“ sagði Guðmundur. „Hann færði okkur að gjöf tals- vert af sínum kunna regnboga- silungi sem við svo settum f tjörn- ina hjá okkur. Síðan höfum við selt veiðileyfi og hefur það gefið okkur góðar tekjur. Einnig eru Framhald á bls. 21. Norðurlandamótið er stærsta golfmótið sem haldið hefur verið hér- lendis. Þessi mynd sýnir einn keppandann pútta. Eftirvæntingin f svipnum leynir sér ekki. Björn Borg Björn Borg, tennisleikar- inn sænski, er aðeins átján ára gamall. Þrátt fyrir það, er hann f dag talinn meðal fimm beztu tennisleikara veraldar. Það er þó ekki nema rúmt ár sfðan augu manna tóku að beinast að þessum unga fþróttamanni. Þá komst hann f 16 manna úrslit f Frönsku meistara- keppninni, en sú keppni er meðal sterkustu tennismóta heims. 1 maf á þessu ári náði hann þeim árangri að kom- ast f úrslit heimsmeistara- keppninnar, sem hann svo sigraði. Sú keppni fór fram f Dallas f Bandarfkjunum. Á ftalska meistaramótinu, sem haldið var f Róm f júnf- mánuði s.l. bar hann sigur úr býtum. 1 úrslitaleiknum sigraði hann Ilie Nastase, einn kunnasta tennisleikara* heims. Borg sigraði f öllum lotunum. Vegna þessa fyrsta stórsigurs Borg er hann yngsti maður, sem sigrað hefur f einu af sterkustu tennismótum heims. Ken Rosewall var einnig átján ára gamall þegar hann vann meistaratitil Ástralfu. En sigur Borg er þó mun meiri, vegna þess að tennis- keppnir eru mun harðari nú en áður. „Enginn getur sagt fyrir um hversu langt Borg muni ná f tennis, en það er þó þegar Ijóst að hann er mesta efni sem nokkurtfma hefir komið fram.“ Þetta voru orð eins kunnasta frammá- manns tennismála f Bret- landi, John Barrett. Og hann hélt áfram: „Hann er bezti tennisleikari sem ég hefi séð. Hann kemur alltaf til leiks fullkomlega afslappað- ur, sem ekki er algengt að sjá hjá ungum fþróttamönn- um. Ef til vill skynjar hann ekki enn þá spennuna sem rfkir meðal sterkustu tennisleikaranna. Svo gæti farið, að þegar allir verða farnir að reikna með örugg- um sigri Borg, að hamingjan muni snúa baki við honum. Slfkt hefir gerst en mér virð- ist þó sem Borg hafi það sterkan persónuleika til að bera, að þetta muni ekki henda hann.“ Borg hefir leikið tennis sfðan hann var nfu ára. Spaðinn, sem faðir hans gaf honum, var of þungur fyrir hann, svo að drengurinn notaði báðar hendur þegar hann sló bakhöndina, aðferð sem hann notar enn f dag, sem færir honum það öryggi sem er svo sterkur þáttur f leik hans. Borg hefir vakið gffurlega athygli f heimalandi sfnu, Svfþjóð, sem vonlegt er. Hann spilaði fyrst fyrir hönd lands sfns aðeins fimmtán ára gamall. Svo mikilla vinsælda nýtur hann f Svfþjóð, að þegar hann lék Framhald á bls. 21.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.